Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1979, Síða 30

Freyr - 15.08.1979, Síða 30
um vetrum hérfyrr meir, þótti ekki lítil búbót í því að afla rjúpna í pottinn, og eins að leggja þær inn hjá kaupmanninum, sem aftur seldi þær úr landi sem veislumat á borð höfðingj- anna. Nú er meir um, að rjúpan sé skotin sem sport og síðan seld dýru verði í jólamatinn hér innanlands. Auk þess er hún aðalfæða fálkans og uppáhaldsmatur tófunnar, og síðan minkurinn kom til skjalanna, er fullyrt, að honum verði ekki óglatt af henni né ung- um hennar. Samt sem áður hefur hún haldið velli, þótt miklarsveiflur verði oft í stofninum og ekki að öllu kunnugt um orsakir, en við- koman er mikil, hvað ungafjölda snertir. Þegar stofninn er lítill, koma oft fram raddir um að friða hana fyrir skotmönnum, en svo aðrar, sem telja slíkt aðeins verða vatn á myllu fálkans, tófunnar og ekki síst minksins. Æðarfuglinn hefur jafnan verið hinn mesti nytjafugl, einkanlega vegna dúnsins, sem er mjög verðmætur og hin besta útflutn- ingsvara. Ekki er æðarfuglinn ágengur við aðra fugla né dýr, en á hins vegar marga óvini, og er þar helst að nefna örninn, svartbak, hrafn, tófu, mink og skúm. Þótt víða sé reynt að vernda æðarvarpið og hlynna að því, nær slíkt skammt, þegar við ofurefli er að etja. Það er því ekki að undra, þótt sígi á ógæfuhliðina með æðarstofninn ár frá ári, og hafa þó ekki lengi komið til harðir ísavetur, sem oft hjuggu stór skörð í stofninn áðurfyrr. En svo ég vísi til þess, sem nefnt er um örninn hér að framan, þá stang- ast hér á annars vegar fjárhagslegir hags- munir þeirra, sem æðarrækt stunda, en hins vegar hugsjónir eða tilf inningar arn- arunnenda. Þarna þyrfti því að reyna að brúa bilið með einhvers konar málamiðlun. T. d. mætti leyfa eitrun þar, sem örn hefur ekki aðsetur í nálægð æðarvarps, eða þar sem hann sést sárasjaldan nema þá einstöku flækingsfugl. Af öllu fuglafangi voru bjargfuglaveiðar, og eru enn, til mestra búdrýginda auk eggjatökunnar, þó er þetta stundað mun minna en áður, og raddir hafa heyrst um að fækka þyrfti bjargfugli meir vegna þess, hve mikið hann éti af ungfiski, sem auðvitað ætti að fá að vaxa og komast í dragnótina og netin. Lítið er um samúð með þessum fuglum, þegar svo er komið. Svo eru nú alifuglarnir, með þá farið eins og húsdýrin, þeir eru drepnir og étnir með köldu blóði, þótt í þeim renni raunar heitt blóð eins og öðrum fuglum, sem ekki má hrófla við. Það rekst því stundum eitt horn á annað í samúðartiltektum okkar við dýrin, sem við umgöngumst. Talsvert ber á óvild til þeirra, sem nota byssu til fuglaveiða, einkum svokallaðra sportveiðimanna, eru þeir átaldir fyrir drápsfýsn og tillitsleysi, þar sem fuglar sær- ist af skotum og deyi síðan með harmkvæl- um eða verði vörgum auðveld bráð. Það verður víst langt í land þangað til frumeðli mannsins breytist, svo að veiðihugurinn hverfi, en með aukinni þjálfun og kynningu um meðferð skotvopna, t. d. hjá skotfélög- um, sem einnig má nefna íþróttafélög, minnkar hættan á því að missa særða fugla, hvort heldur er um að ræða eingöngu veiðar til matar eða svokallaða sportveiðimennsku. Og ekki eru skotmenn óvelkomnir við æðar- vörpin til þess að skjóta vargfuglinn, þótt þar sjáist því miður sjaldnast högg á vatni. í þessu sambandi mætti geta þess, að það er næsta hjákátlegt, þegar alþingismenn taka sig til og samþykkja lög um meðferð skotvopna, sem sennilega hafa átt að koma í veg fyrir mistök við fuglaveiðar, en eru svo mislukkuð, að ekki tekst að semja um þau reglugjörð án þess að ganga fram hjá aðal- atriðum laganna. Hafa þarna auðsjáanlega ekki verið höfð samráð við menn, sem þekk- ingu hafa á skotvopnum eða kunna með þau að fara. Dýravinirog náttúruunnendur, sem samúð hafa með því lífræna í umhverfinu, telja ófáir, að náttúran sjálf haldi bestu jafnvægi, þegar hún fær að ráða. Þarna er þó vandi á höndum, þegar mennirnir sjálfir raska svo þessu jafnvægi, að úr verður afskræmi. Stangast þarna á eins og áður segir hags- munir og hirðuleysi annars vegar og til- 532 FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.