Freyr - 15.08.1979, Qupperneq 32
Meðaltölur frá 152 búreikningum 1978.
Framleiðslukostnaður Kr.
Áburður ................................. 1.065.585
Kjarnfóður .............................. 1.591.058
Útihús .................................... 514.248
Vélar ..................................... 983.673
Jörð ...................................... 402.604
Aðkeypt þjónusta .......................... 790.782
Launagreiðslur ............................ 586.015
Vextir, tryggingar og fl................... 959.953
Alls 6.893.918
Framleiðslutekjur .......................+ 12.173.459
Fjölskyldulaun og vextir af eigin fé .... 5.279.541
Vinnustundir fjölskyldu 4211 klst.
Fjölskyldutekjur á vinnustund 1254 kr.
Bústærð í ærgildum 608.
Að jafnaði seldu bændur afurðir fyrir 12.173
þús. kr. en af því fara 6.894 þús. kr. í greiðslur
fyrir áburð, kjarnfóður, þ. e. a. s. fram-
leiðslukostnað annan en vinnu fjölskyldu og
vexti af eigin fé, er nemur þá 5.280 þús. kr.
eins og að ofan greinir. Samsvarar það 1254
kr. á klst.
Nautgriparækt.
Meðal framleiðslumagn mjólkur á býli var
51.545 lítrar, en var 47.040 I árið 1977. Árskýr
voru 15,16 og meðalnyt því 3.400 I og er það
2% hærri meðalnyt en árið 1977, sem var
3.332 I. Innlagt nautakjöt var 923 kg á býli.
Framleiðslutekjur á árskú voru 461.772 en
breytilegur kostnaður 176.218 kr. og fram-
legð því 285.554 kr. og er það 124% hækkun
f. f. ári. 7 bændursýndu framlegð áárskú yfir
400 þúsund kr. en 10 undir 200 þúsund kr.
Kjarnfóðurmagn á árskú var 1.020 kg og
hafði minnkað um 74 kg en graskögglarvoru
121 kg og höfðu aukist um 44 kg.
Sauðfjárrækt.
Meðalinnlegg kindakjöts var 3.929 kg en var
3.826 kg árið 1977. Vetrarfóðraðar kindur
voru 212 eða jafn margar og árið áður. Inn-
lagðir voru 229 dilkar eða 1,08 dilkar eftir
vetrarfóðraða kind. Meðalfallþungi var 14,68
kg og reiknað dilkakjöt eftir vetrarfóðraða
kind 18,1 kg en var 18 kg árið áður. Reikn-
aður kjötþungi eftir á (meðaltalin gemsa-
lömb) var 22,19 kg en var 22,17 kg árið áður.
Kjarnfóðurmagn á kind var20,3 kg og 5,3 kg
graskögglar. Meðalframlegð á kind var
16.566 kr. en árið áður 8.822 kr. og er það
88% hækkun. Framleiðslutekjur á kind voru
22.623 kr. en breytilegur kostnaður 6.057 kr.
25 býli sýndu framlegð á kind yfir 20.000 kr.
en 8 neðan við 10.000 kr.
Afkoman sjaldan betri.
Eftir þessum niðurstöðum að dæma hefur
afkoma í landbúnaði sjaldan verið betri en á
árinu 1978.
Mjólkurframleiðslan jókst um 9.6% á bú-
reikningabúunum og sauðfjárinnlegg um
2.7%. Áburðarnotkun jókst um 5,82 og
kjarnfóðurnotkun um 2% en búin stækkuðu
um 5%.
Árið 1977 var veltan um 7.089 þúsund kr.
en árið 1978 um 12.173 þúsund kr. og nemur
sú hækkun um 72%, en fram-
leiðslukostnaður hækkaði um 50%. Áburður
og kjarnfóður eru stærstu kcstnaðarliðir við
búreksturinnog þeir liðir hækkuðu minna
eða um 37%.
Af framleiðslutekjum áttu bændur 43,3%
eftir fyrir vinnu fjölskyldunnar og vexti af
eigin fé. Hlutfall útgjalda og tekna í búrekstri
hefur ekki orðið hagstæðara síðan árið 1967
eða eftir að búreikningar voru gerðir upp á
þennan hátt.
Árið 1965 var hagstætt bændum og ekki er
ólíklegtað árið 1978 sé nokkuð sambærilegt,
eða jafnvel enn betra.
Gin- og klaufaveiki í Frakklandi.
Hundruðum nautgripa hefur verið slátrað og
stórgripamörkuðum í Caenborg í Norður-
Frakklandi og vissum hlutum Normandí hef-
ur verið lokað vegna gin- og klaufaveiki.
Yfirvöld hafa hneppt þessa staði í stranga
sóttkví og hefur það alvarleg áhrif á allan
búrekstur á þeim slóðum. Árið 1974 herjaði
gin- og klaufaveiki í Bretagne í Frakklandi.
534
FREYR