Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1992, Page 10

Freyr - 01.08.1992, Page 10
570 FREYR 15.-16.’92 Ferð til Eystrasaltslanda 15.-21. mars 1992, fyrri hluti Jónas Jónsson, búnaðarmólstjóri Fyrir ábendingu frá Útflutningsráði um að möguleikar kynnu að vera á því að flytja sauðfé á fœti til Eistlands, Jafnvel í miklum mœli, og tilmœli um að þetta mál yrði kannað nánar, ákvað stjórn Búnaðarfélags íslands að undirritaður tœki þátt í för viðskiptasendinefndar til Eystrasaltslandanna dagana 15.-21. mars sl. María E. Ingvadóttir hjá Útflutn- ingsráði íslands skipulagði ferðina og var leiðtogi hópsins. Hver aðili kostaði hins vegar ferð sína eða síns fulltrúa og var hlutverk Út- flutningsráðs fyrst og fremst að skipuleggja ferðalög og afla sam- banda í hverju landi fyrir sig. Allt það starf var unnið með ágætum og| skilaði góðum árangri. Pátttakendur í ferðinni voru: Haraldur Sigurðsson yfirverkfræð- ingur og Bergþór Halldórsson verkfræðingur, báðir hjá Pósti og síma, Ari Arnalds forstjóri frá Verk- og kerfisfræðistofunni hf. Sigmundur Kristjánsson, eigandi Eikarinnar hf., Óskar Valdemars- son verkfræðingur frá Byggða- verki hf. Hafsteinn Helgason verk- fræðingur hjá Sameinuðum iðn- verktökum, María E. Ingvadóttir fulltrúi hjá Útflutningsráði og Jónas Jónsson, sem þetta ritar. Ferðatilhögun. Flogið var til Stokkhólms að morgni 15. mars og þaðan eftir skamma viðdvöl til Tallin, höfuð- borgar Eistlands. I Tallin var dvalist mánudaginn 16. og þriðju- daginn 17. en að kvöldi þess dags ekið til Ríga í Lettlandi. Þar var dvalist til miðvikudagsins 19. að kvöldi, að ekið var til Litháen og komið til Vilníus seint á vöku. Föstudaginn 20. var dvalist í Vilní- us en að morgni laugardags 21. fórum við Sigmundur Kristjánsson frá Vilníus til Kaupmannahafnar og ég þaðan til Stokkhólms og heim tveim dögum síðar. Hin sex voru í Vilníus laugardaginn en óku síðan til baka til Tallin sunnudag- inn 22. og flugu þaðan heim. Eistland. Á flugvellinum í Tallin kom til móts við okkur skipuleggjandi og aðalleiðsögukonan okkar í Tallin, Katrin Malben, verkefnisstjóri hjá ráðuneytisdeild, sem sér um efna- hagssamskipti við erlend ríki. Mánudagurinn 16. hófst með heimsókn í Hvíta húsið, en svo nefnist bygging, sem áður hýsti aðalstöðvar Eistneska kommún- istaflokksins. Þangað fór allur hópurinn til að heimsækja áður- nefnda ráðuneytisdeild og átti þar fund með tveimur yfirmönnum hennar. í upphafi var einkum rætt um utanríkisverslun Eista fyrir og eftir sjálfstæðistökuna. Áðurfór öll utanlandsverslun Eistlands, sem Sovétlýðveldis, gegnum Moskvu og þá var hún að 95% innan Sovétríkjanna en aðeins 5% við Vesturlönd. Nær allt hráefni til iðnaðar svo og alla olíu fengu Eist- ar að austan. í staðinn seldu þeir Rússum mikla raforku, sem þeir framleiða með því að brenna brúnkol, og fór hún einkum til Leningrad. Nú eru þessi viðskipti við Rússa öll meira eða minna lömuð, og alltof lítið fæst þaðan af olíu. íbúðarhúsið á smábýlinu - byggtfyrir átta eða níu árum. Allt var velfrá gengið við og umhverfis húsið og snyrtimennska úti sem inni.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.