Freyr - 01.08.1992, Blaðsíða 26
586 FREYR
15.-16.’92
Vetrarrœktun gúrkna
Niðurstöður Noregsferðar 28.3. - 1.4. 1992
Garðar R. Árnason
Vaxtarlýsing er algeng við rœktun blóma að vetri, bœði hér á landi og erlendis. Hins
vegar hefur slík vetrarrœktun verið mjög fátíð við rœktun grœnmetis, þegar sjálft
plöntuuppeldið er undanskilið. Eins og kunnugt er, þá er birtan mjög takmörkuð hér á
landi að vetri, þannig að gúrkur gefa engar tekjur af sér í a.m.k. 4 mánuði á ári. Sú
mikla fjárfesting sem liggur í gróðurhúsunum nýtist því tiltölulega illa og því mjög
áhugavert að kanna hvort unnt sé að nýta húsin betur með lengri uppskerutíma.
Síðastliðna þrjá vetur hafa verið í
gangi tilraunir í Noregi með vetrar-
ræktun gúrkna við vaxtarlýsingu.
Niðurstöður tilraunanna voru
mjög jákvæðar, þannig að allmarg-
ir norskir gúrkuframleiðendur
hafa tekið upp þessa ræktunarað-
ferð og sumir hverjir beitt henni í
tvö ár. Miðað við þær jákvæðu
fregnir sem við höfum haft af þess-
ari nýju ræktunaraðferð, er mikill
áhugi hjá ýmsum aðilum hér á
landi að kanna þetta nánar.
Ákveðið var því að fara til Noregs í
lok mars og kynna sér þetta betur,
að miklu leyti vegna hvatningar frá
Sölufélagi garðyrkjumanna. Auk
mín var einn garðyrkjubóndi
ásamt maka með í förinni. Auk
tilraunastöðvarinnar að Særheim,
heimsóttum við fjórar gúrkustöðv-
ar og tvær tómatastöðvar í ná-
grenni Stavangurs á Sv-ströndinni
og í Lier, rétt sunnan við Osló. Hér
á eftir er ætlunin að gefa yfirlit yfir
helstu niðurstöður ferðarinnar. Ég
vil ennfremur nota tækifærið og
þakka Sölufélagi garðyrkjumanna
og Búnaðarfélagi íslands veittan
ferðastuðning.
1. Millibil plantna og
uppbinding.
Algengast var í þeim stöðvum
sem við heimsóttum að vera með
2,5 plöntur á m: í vetrarræktun-
inni, sem er talsvert þéttara en að
sumri (1,6-2,0). Samkvæmt til-
raununum á Særheim, dró veru-
Garðar R. Árnason.
lega úr uppskerunni þegar fjöldi
plantna á m2 í vetrarræktun var
undir 2,0.
Þeir sem stóðu að tilraununum
mæltu eindregið með því að leggja
plönturnar niður, í stað þess að
toppa plönturnar og taka niður
sprota (þ.e. „regnhlífaraðferðin").
Ástæðan var sögð sú, að við „regn-
hlífaraðferðina“ verður megin
blaðmassinn efst á plöntunum
þannig að birtan nær mun verr
niður með plöntunum, sem veldur
örri blaðgulnun neðri blaðanna.
Með niðurlagningaraðferðinni eru
bara tekin stofnaldin. Öll aldin eru
fjarlægð á neðstu 50 cm, en þar
fyrir ofan er miðað við að taka eitt
aldin út frá hverri blaðöxl. Komi
fleiri en eitt aldin pr. blaðöxl eru
þau grisjuð þannig að bara eitt sitji
eftir, ennfremur eru öll vansköpuð
aldin fjarlægð eins fljótt og kostur
er.
Almennt var miðað við að lág-
markshæð upp í víra þyrfti að vera
a.m.k. 3 metrar. Á þeim stöðvum
sem við heimsóttum, voru plönt-
urnar ekki lagðar niður á grind eða
bönd, heldur beint niður á beðin.
Helsta vandamálið þegar of lágt er
upp í víra er að neðstu aldinin eru
of neðarlega á plöntunum, þannig
að þau lenda á jörðu þegar lagt er
niður. Eins og kunnugt er, eru slík
aldin léleg söluvara þar sem þau
litast ójafnt, verða ljós á þeirri hlið
sem liggurájörðinni. Pó svoað3m
væru upp í víra, voru menn ekki
alveg lausir við þetta vandamál. Til
að komast hjá þessu vandamáli,
gripu margir til þess ráðs að toppa
plönturnar. Plönturnar voru þá
látnar síga það langt niður að
neðsta aldinið var rétt yfir beðun-
um og plöntutopparnir síðan
klipnir af. Sprotinn sem vex bráð-
lega út frá efstu blaðöxlinni er síð-
an vafinn upp og látinn mynda
nýjan toppsprota. Einn þeirra
garðyrkjubænda, sem heimsóttir
voru, toppaði plönturnar á þennan
hátt einu sinni (5 vikum eftir út-
plöntun) þó svo að 4 m væru upp í
víra, því að hann taldi að aldinin
fylltu sig betur. Annar garðyrkju-
bóndi var bara með 2,60 m upp í
víra og ætlun hans var að láta