Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1992, Page 15

Freyr - 01.08.1992, Page 15
15.-16.’92 FREYR 575 Allt umhverfi hússins var fallegt og snyrtilegt. Það undraði mig nokkuð að hús- ið var hitað upp með olíu. Þó var viðarofn í stofunni en lítið notað- ur. Skýringin var mér gefin sú að allt fram undir það síðasta hefði olían verið svo ódýr að ekki hefði tekið því að höggva eldivið, þó svo að birkiskógurinn yxi alveg heima að bæ. Nú mundi þetta hins vegar breytast því að olían væri orðin svo dýr. Petta mátti reyndar sjá því að bóndi hafði þegar gert sér hinn myndarlegasta eldiviðarköst undir bflskúrsveggnum. Eftir að hafa ekið þessa vega- lengd, allt að 100 km hvora leið um sveitir lands var það efst í huga hvað raunar var lítið að sjá. Fyrir utan þrjár eða fjórar húsaþyrping- ar á samyrkjubúum, voru nær eng- in hús að sjá meðfram veginum, engar menjar gömlu býlanna né þeirra húsa sem þeim tilheyrðu. Á tveimur stöðum stóðu þó enn uppi turnlaga undirstöður að gömlum vindmyllum hlaðnar úr tígulsteini. Söluskálar eða bensínstöðvar sáust ekki utan ein sem komið var upp í aflögðu varðskýli hersins. í þeirri varðstöð átti að passa að útlend- ingar sem fengu að koma til Tallin færu ekki út fyrir borgina. Það hlýtur að þurfa mikið til að glæða þessar sveitir aftur lífi með því að þar taki við sjálfseignar- bændur sem samyrkjubúin eru nú. (Frh.). Grípahús á einu samyrkjubúanna, vœntanlega svínahús. Útihús smábýlisins voruþrjú: „Gamla“ fjósið til hœgri á myndinni, verkfœra- skýli til vinstri. Á miðrí mynd sér í stafn hlöðunnar, sem er sambyggð nýja fjárhúsinu. Leðuriðjan Tera. Frh. af bls. 569. alfaraleið, þó að við séum ekki afskekktar miðað við marga aðra. Við förum alltaf til Akureyrar einu sinni í viku með vöruna okkar. Par höfum við aðstöðu í húsi sem heitir Sunnuhlíð. Pá veit fólk af okkur þar og þangað koma viðskiptavinir og geta hitt okkur. Við erum líka með viðgerðir á leðri og rúskinni; þær tökum við með okkur heim og förum svo eftir viku með það sem pantað er og skilum af okkur. Það er gott að hafa einn dag í viku til að gera upp og afgreiða það sem maður er búinn að lofa. Að lokum segir Sigríður: Ef konur hugsa sér að fara út í atvinnurekstur sem krefst fjármagns og áhættu verða þær að reyna að géra sér glögga grein fyrir rekstrinum, bókhaldi og gjöldum. Pað verður að hafa allt á hreinu og það sem mestu máli skiptir: að leggja sig fram og gefast ekki upp. En það má ekki búast við neinum verulegum hagnaði fyrstu árin. J.J.D.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.