Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1992, Page 21

Freyr - 01.08.1992, Page 21
15.-16.’92 FREYR 581 Ráðunautafundur 1992 Notkun ómsjár f leiðbeiningastarfi Ólafur G. Vagnsson, Búnaðarsambandi Eyjafjarðar Á árinu 1991 voru keyptar sex ómsjár til notkunar í leiðbeiningarstarfi. Voru það fjárrœktarfélög, búnaðarsambönd o.fl. sem stóðu fyrir kaupunum en Framieiðnisjóður landbúnaðarins styrkti þessi kaup verulega. Yfirleitt eru tœkin í umsjá héraðsráðu- nauta viðkomandi búnaðarsambanda. Dagana 9. og 10. september sl. haust var haldið námskeið fyrir héraðsráðunauta í sauðfjárdómum og var þá einnig kennd notkun ómsjárinnar. Ólafur Vagnsson. Höfðu menn þar tækifæri til þess að framkvæma mælingu á lifandi lömbum en síðan var þeim slátrað daginn eftir, skrokkarnir teknir sundur á mælingastað þannig að menn gátu séð hvernig þeir raun- verulega litu út. Ég ætla hér að skýra út í örfáum orðum hvernig staðið var að notk- un þessa tækis hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar. Við líflambaval á undanförnum árum hefur nær eingöngu það verklega verið við- haft að bændur hafa verið heim- sóttir oft í tengslum við úrtöku sláturfjár og líflambavalið hefur nær eingöngu snúist um lambhrút- ana. Sami háttur var viðhafður nú nema hvað nú hafði ómsjáin bæst í farangurinn auk málbandsins og tommustokksins. Fjöldi lamba sem var skoðaður var mjög mis- jafn, allt frá 5-10 á litlum búum og upp í 40-50 á þeim stærstu. Yfirleitt voru bændur búnir að taka álitleg- ustu lömbin frá, valin eftir ætt, vænleika og gerð og oft voru lömb tilkomin við sæðingu stór hluti hópsins. Ef ég var einn á ferð hafði ég þann háttinn á að byrja á mæl- ingum með ómsjánni og stiga að- eins um það bil helming lambhrút- Frh. á bls. 580. 1. tafla. Mœlingar með ómsjá. Synir sœðingahrúta 1991, einl.-tvíl. Faðir Nafn Nr. Fjöldi sona Þungi kg Vöövi mm Fita mm Stig samt. Hyrndir: Illugi 82845 34 46,1 24,4 3,4 64,1 Máni 83916 26 44,7 22,2 4,0 64,1 Freyr 84884 59 46,5 22,7 3,8 63,4 Prúður 84897 65 48,1 23,9 3,3 63,5 Lopi 84917 73 48,4 24,6 3,9 63,4 Kokkur 85870 113 47,5 25,2 3,9 65,2 Hnykill 85886 25 46,1 24,8 3,4 64,3 Vísir 85918 40 48,5 23,5 3,9 62,4 Svoli 86889 63 47.7 24,9 3,5 64,3 Krákur 87920 84 46,3 24,8 3,8 64,8 Kollóttir: Skalli 81873 16 47,4 22,9 4,4 62,6 Hlunkur 83893 36 48,2 22,1 4,0 63,0 Hlíðar 84860 16 47,2 23,5 3,4 62,3 Broddi 85892 56 46,2 22,6 4,0 64,0 Pjónn 86915 10 45,1 24,0 2,8 61,9

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.