Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1992, Side 34

Freyr - 01.08.1992, Side 34
594 FREYR 15.-16.'92 Vandi er að varast hœtturnar Páll A. Pálsson, fv. yfirdýralœknir Flestum þeim sem stunda búfjárrœkt hér á landi mun Ijóst hvaða hœtta stafar af innflutningi dýra og búfjár- afurða til landsins, enda reynsla okkar afslíkum innflutn- ingi hörmuleg að því er varðar smitsjúkdóma. Minni gaumur hefur hins vegar verið gefinn að öðrum vandamál- um sem tengjast flutningi lifandi dýra milli landa þar sem þau valda oftast ekki jafn víðtæku tjóni. Nýlega hafa borist fregnir af tveimur dæmum af þessu tagi. Árið 1984 voru flutt til Ástralíu tveir hrútar og fimm ær af Suffolk kyni frá Bandaríkjunum. Fé þetta var vandlega valið af reyndum mönnum og heilsufar þess kannað eins ítarlega og föng voru á til að fullnægja ströngustu kröfum ástralíubúa. Eins og reglur sögðu fyrir um, voru kindurnar settar í æfilanga sóttkví þegar til Ástralíu kom, og látnar fjölga sér í sóttvarnarstöð- inni. í ljós hefur komið að báðir hrút- arnir báru í sér erfðagalla, sem koma fram í afkvæmum þeirra. Er hér um að ræða erfðagalla sem lýsir sér sem vansköpun á beinum og liðum gagnlima (condrodysplasia). Sumum lambanna er ekki lífvænt, önnur verða aumingjar. Árið 1991 var fluttur nokkur hópur af hálftömdum hjartardýr- um frá Nýja-Sjálandi til Kanada. Voru dýrin að sjálfsögðu valin með tilliti til þess að þau voru laus við alla sjúkdóma svo sem krafist var. Pegar dýr þessi komu til Kanada kom í ljós að þau hýstu sérstaka þráðormategund (Encephalostron- gylus cervi) en lirfur þessarar teg- undar leggjast oft á miðtaugakerfi dýranna og valda alvarlegum sjúk- dómi. Þó að dýr þessi reyndust að öðru leyti fullkomlega heilbrigð, tóku heilbrigðisyfirvöld í Kanada þann kostinn að farga þeim öllum. Dæmi þessi sýna að seint verður of varlega farið þegar dýr eru flutt milli landa. Hestaábreiður Saumastofan Freyja á Breiðdals- vík hefur nýlega hafið framleiðslu á léttum og meðfærilegum hesta- ábreiðum. Ábreiðurnar eru mjög léttar og fyrirferðarlitlar enda saumaðar úr úrvals striga sem bæði loftar vel í gegnum ásamt því að halda vel hita á hrossinu sveittu í röku eða svölu veðri. Við hönnun ábreiðunar höfum við leitað ráða hjá okkar fremstu hesta- og tamningamönnum á Austurlandi og víðar sem einnig hafa fengið og prufað hana í nokkurn tíma og án undantekning- ar gefið henni sín bestu meðmæli. Eins og flestum hestamönnum er kunnugt eru nú þegar á markað- inum innfluttar þungar og stórar ábreiður sem eru meira sniðnar að erlendum aðstæðum, þar sem hrossin eru höfð í húsi meira eða minna allt árið. Hér heima á ís- landi vitum við að bæði hesturinn og hestamaðurinn vilja hafa visst frjálsræði. Með þetta í huga höfum við reynt að hanna ábreiðurnar bæði mjög léttar og fyrirferðarlitl- ar svo að þær rúmist auðveldlega með í farangrinum í útreiðatúrum eða á langferðum. Þegar staðið var frammi fyrir þeim vanda að velja efni í ábreið- urnar gerðum við okkur ljóst að velja yrði efnið með tilliti til þess að það hleypti vel út raka frá hest- inum en haldi á sama tíma vel á honum hita. Einnig tókum við tillit til þess að það verður að vera mjög auðvelt og handhægt að festa ábreiðuna á hestinn og hún verði að tolla kirfi- lega á honum. Því var sá kostur valinn að hafa ábreiðuna bæði með gjörð undir hestinum og fram fyrir hálsinn á honum. Meðan á kynningu á ábreiðun- um stendur eru þær boðnar á sér- stöku kynningarverði 1950 kr. Ákveðið hefur verið að halda kostnaðinum niðri og selja ábreið- urnar eingöngu í póstkröfu. Sími hjá saumastofunni Freyju er 97-56724. Utanáskrift: Ásbraut 11, 760 Breiðdalsvík. ( Fréttatilkynning).

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.