Alþýðublaðið - 02.01.1924, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.01.1924, Blaðsíða 4
,4 Stjórn Tiiuríngens, Frá Berlín er símað: AlrSkis- stjórnin hefir sent umboðsmann til Weimar til að rannsaka at- hafnir stjórnarinnar í Thii ingen og framkvæmd hennar á alríkis- lögunum. Khöfn 30. dez. Loftfar hrapar. Frá París er símað: Loftfarið >Dixmuide<, sem tilheyrði sjó- hernum og sent var 18. dezem ber í Ieiðangnr til að rannsaka Ioftsiglingaleiðir milli Frakklands og nýlendnanna, hefir steypst brennandi niður í Miðjarðarhafið eftir að hafá verið á hrak.ningi í marga daga, en engar fregnir frá sér sent í 10 daga. Öll áhöfnin, 150 meon, er talin hafa drukknað. Khöfn 31. dez. Samnlngnr Tekkóslóvaka. Fiá Róm er símað: ítalir álíta samninginn milli Frakka og Tekkó- slóvaka tilraun til nýrrar umgirð- ingar Fýzkalands og ögrana við ítali, þar eð hann auki áhrif Frakka hjá litla bandalaginu. Eínnig í Lundúnum hafa menn illan bifur á samningnum, og kalla möig blöð hann mistök í stjórnmálum. Afoóm koonngserlöa. Frá Aþenu er símað: Lýðveldis- sinnar hafa birt yfirlýsÍDgu um fullkomið afnám konungserfða í Grikklandi. YiDDÐtímaleoging. Frá Beriín er símað: Stjórnin hefir j[birt fyrirskipun um, að níu stundir á dag skuli vera róttilegur vinnutími í þýzka ríkinu. Sam- tímis hefir tíu stunda vÍDnudagur verið tekinn npp í verksmiðjum Krupps. Uppsógn vinnnsamninga. Frá Kristjaníu er símað: Verka- menn eru farnir að segja upp vinnusamningum, er ganga úr gildi í marz og apríl. Taka þeir samningar til 60 þús. manna* Reykjavíkur apótek hefir vörð þessa viku, ALÞlfBUBLAÐISÍ Um daginnog veginn. Tímaseðill í hcimaletkfimi heitir spjald, sem Valdimar Sveiu- björnsson lelkfimikennari hefir gefið út. Eiu á það prentaðar reglur fyrir tíu leikmisæfingum og átta myndir til nánari skýr- iogar. Eiga þessar æfingar að verða mönnum svo tamar, að þeir gleymi þeim ekki frekar en að þvo sér. Mun þá vellíðan vaxa og hin forna hreysti og fegurð íslendinga koma aftur í ljós«, segir útgefandi, og hann má vita það. Samsætí héidu skólanefnd og kennarar Iðnskólans gamlir og nýir Þórarni B. Þorlákssyni mál- ara 29. f. m. af því tilefni, að um þessi áramót eru tuttugu ár, siðan hann varð kennari við skólann, en skólastjóri i 7 ár, en nú hefir hann látið af starfinu. í samsætinu var honum afhent að gjöf frá skólanefnd, kennurum og nemendum vandað gullúr með áletrun um tilefnlð. >Hnútasvipan<, bækllngur Odds Sigurgeirssonar sjómanns á Spítalastíg 7 er ná kominn út. Fjallar hann um ástandið og ýmislegt fleira áhrærandi það og höfúridinn. Er margt frumlega sagt í bækllngnum, og gerir Oddur um það mörgum þektari rithöfundi skömm til. 500 bórn hér um bil voru á jólafrésskemtun verkamannafélags- ins >Dagsbrúnar<, er haldin var s ðastliðinn sunnudag. Álfadanz íþróttamanua, er halda átti á gamlaárskvöld, fórst fyrir sökum óhagstæðrar veðráttu. Er í ráði að halda hann á þrett- ándakvöld. Samuingnr milli Hins íslenzka prentarafélags og Félags íslenzkra prentsmiðjueigenda fyrir yfir- standandi ár var undlrskrifaður af stjórn: m félaganna á gamlárádag. Konur! Munlð eftlv að Mðja um Smára smjöfflíkið. Hæmið sjálfar nm gæðin. Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti. Sími 9 8 8. Auglýsingum sé skilað fyrir kl. 8 að kveldinu fyrir útkomudag þang- að eða í prentsmiðjuna Bergstaða- stræti 19 eða í síðasta lagi kl. 10 útkomudaginn. Áskriftargjald 1 króna á mánuði. Auglýsingaverð 1,50 cm. eindálka. Útsölumenn eru beðnir að gera skil afgreiðsluuni að minsta kosti ársfjórðungslega. Athygli skal vakin þeirra manna, er veitt hefir verið vinna vlð atvinnubótaverk bæjarstjórnar, á auglýsingu borgarstjórá um, að þeir skuli hafa gefið sig fram í siðasta lagi á morgun, ef þeir vilja ekki fyrirgera rétti sínum til vinnunnar. Feir, sem hór eftir fá ávísun á vinnu, gæti þess og, að þeir verða að vera komnir í vinn- una innan þriggja daga eftir út- gáfudag þeirrar ávisunar. Aramótareðrið. Gamla árið kvaddi með hrygð og gráti — roki og regni, en nýja árið heils- aði með gleðitárum og brosi, bráðaþey og bálandi kvöldro^a. Rltætjórl og ábyrgðarmaður: Hallbjorn Halidóraaon. PractSíniðja Hallgrlms Boo«dikt*soaar, Borgstaðastræti «9,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.