Mjölnir


Mjölnir - 05.07.1944, Qupperneq 1

Mjölnir - 05.07.1944, Qupperneq 1
« Kaupendur Mjölnis Munið að gjaldagi blaðsins var 15. júní s. 1. — Góðfúslega kom- ið á afgreiðslu blaðsins Suður- götu 10 og greiðið árgjaldið. Opið 11—12 f. h. og 4—6 e. h. Afgreiðslan. 26. töiublað. 7. árgangur Miðvikudaginn 5. júlí 1944. Aðalfundur S. I. S Jónas frá Hriflu og Jón Árnason láta fundinn samþykkja ályktun og tillögu með árásum á Sósíalistaflokkinn og verkalýðinn, þar sem flokk- urinn er borinn tilhæfulausum sökum, og lögð blessun yfir kauplækkunarkröfur Jónasar. Víða er mikil gremja yfir þessari misnotkun Fram- sóknarmanna á aðstöðu sinni í S í S. ----oOo----- Dagana 22. til 25. júní var aðalfundur SIS haldinn á Akur- eyri. Fundinn sátu 85 fulltrúar frá kaupfélögum víðsvegar unj landið, tvö félög gengu í sam- bandið, annað á Patreksfirði, hitt í Ólafsvík. Skýrslur um starfsemina undanfarin ár voru gefnar munnlega og þegar fulltrúar kvörtuðu yfir að fá ekki skýrslurnar prent- aðar eða fjölritaðar sagði Jón Árnason að það kæmi ekki til mála því fulltrúar kynnu að mis nota þær. Umræður urðu nokkr- ar um starfsemina, en Jón Árnason og Jónas snéru þeim strax upp 1 pólitískt þras, réð- ust með offorsi á Sósíalista- flokkinn, blöð hans og einstaka flokksmenn. Eftir að hafa þann ig komið í veg fyrir ýtarlegar og gagnlegar umræður um mál kaupfélaganna og starfsemi sambandsins létu þeir Jón og Jónas nokkra vikapilta sína undir forustu Bernharðs Stef- ánssonar flytja eftirfarandi á- lyktun: „Fundurinn telur ástæðu til oð vekja athygli samvinnufé- laganna á því, að Sameiningar- flokkur alþýðu — Sósíalista- flokkurinn hefur: 1) Samþykkt á flokksþingi sínu 1942 að efna til klofnings- starfsemi í samvinnufélögum bænda í þeim tilgangi að skipta þeim og sambandinu. 2) Ritað og birt fjölmargar greinar í málgögnum sínum, þar sem farið er lítilsvirðandi orð- um bændastétt landsins, ásakað bændur um, að þeir séu byrði á þjóðfélaginu, deilt fast á at- vinnuhætti þeirra, og reynt að koma óorði á allar helztu fram- leiðsluvörur sveitanna og toi- velda sölu þeirra. 3) Beitt öllu flokksafli sínu á Alþingi í vetur sem leið til þess. a) Að fella tillögur um lög skipaða dýrtíðaruppbót á fram- leiðsluvörum bænda; b) Að svifta samvinnufélögin eignar- og umráðarétti yfir mjólkuriðju og mjólkursölu sveitanna*og jafnvel heimta að beita hreinu eignarnámi; ' Að skipuð yrði af Alþingi sérstök nefnd með valdi rann- sóknardómara til þess að kalla fyrir sig, sem sakborninga marga af kaupfélagsstjórum landsins og nokkra af starfs- mönnum sambandsins í því skyni, að koma fram ábyrgð á hendur þeim fyrir tilbúnar sak- ir. 4) Talið það mjög óviðeigandi þegar trúnaðarmenn samvinnu- félaganna hafa í ræðu og riti varið kaupfélögin og Samband- ið móti þessum órökstuddu og ósönnu árásum. Fyrir því lýsir aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga 1944 megnri vanþóknun á fram- angreindri klofnings- og skemmdarstarfsemi og skorar fast á alla sanna samvinnu- menn að vera vel á verði gagn- vart hverskonar uridirróðri og upplausnarstarfsemi frá hendi þessa stjórnmálaflokks, sem tek ið hefur upp illvígan áróður gegn samvinnufélögunum. Allir sjá að það sem meint er, er það að Framsóknarflokk urinn sem er hræddur við vax- andi fylgi Sósíalistaflokksins í sveitunum er að reyria að sverta flokkinn í augurn bænda og annarra kaupfélagsmanna. Ábyrgðartilfinning þeirra fyrir sambandinu, sem þeir stjórna er svo ekki meiri en það að þeir hika ekki við að nota það opin- berlega í þágu Framsóknar- flokksins. Auðvitað er það ekk- ert nýtt eða ókunnugt hve herfilega Framsóknarflokkur- inn misnotar aðstöðu sína í SIS. Framsöguræða Bernharðs fyrir þessari ályktun var stórorð og hin dólgslegasta, enda mun Bern Framhald á f jórðu síðu. Allsherjarverkfal! og götubardagar I útvarpsfregnum og fregn- um frá danska blaðafulltrúan- um í Reykjavík, hefur verið sagt frá því, að. götubardagar hafi orðið nýlega í Kaupmanna- höfn, og hefur undanfarið stað- ið þar yfir allsherjarverkfall. Vegna hinna ströngu reglna Þjóðverja um innivist og dauða dóma fyrir brot á þeim reglum, urðu miklir árekstrar milli verkamanna og Þjóðverja og stóðu þessar óeirðir yfir í þrjú kvöld. Sagt hefur verið frá því, að í þessum bardögum hafi 10 menn verið skotnir og 75 særðir Vegna þessarar mótspyrnu verkamanna urðu Þjóðverjar að stytta umferðabannstímann, en tóku þá til að fangelsa fjölda f EISASPRENGJXIFLUGVÉL Framliald á fjórðu síðu. Eins og sagt var frá í fréttum nýlega, gerðu amerískar risasprengjufhigvélar árás á eina mestu iðnaðarborg Japans nú fyrir skömmu. Hér á myndinni sézt vélfræðingur vinna við að festa lendingarlijólin undir eina slíka risaflugvél. Kallast þær B.—19 og geta flogið frá New York til Berlínar með 18 smálestir af sprengjum. ÉÉJ I | | | 8 | 1 | 1 | 1 § 1 | i I I I 1 I g I | i 1 1 I 1 I m 1 1 | Verkamenn í Reýkjavík mót- mæla hinum háu skatta álö£um á verkamenn. Fundur í Verkamannafélag- inu Dagsbrún samþykkti nýlega tillögur um mótmæli gegn skattaálögum á verkafólk og um fleiri efni. Þar sem þessar samþykktir eiga engu síður erindi til síglfizkrar alþýðu held ur en Reykvíkinga, birtast þær hér á eftir: „Fundur í Verkamannafélag- inu Dagsbrún mótmælir hinum gífurlegu skattaálögum, sem lagðar hafa verið á verkamenn á síðastliðnu ári, samtímis því sem mikill hluti stríðsgróðans hefur sloppið við skatt, og til- tölulega lítill hluti skattstofn- anna notaður til þess að tryggja framtíðaratvinnu í landinu. Fundurinn telur nauðsynlegt: 1. Að persónufrádráttur verði hækkaður svo, að ekki sé lagður skattur á þurftartekjur. 2. Að útsvör verði ekki lögð á þurftartekjur og lækkuð að mun á lágum og miðlungstekj- um. 3. Að hin sérstöku hlunnindi gróðafélaga verði afnumin (varasjóðshlunnindi, takmörk- un á útsvari). 4. Að gerðar verði ráðstafan- ir, sem duga, til þess að koma í veg fyrir skattsvik.“ „Furidur í vmf. Dagsbrún hvetur alla félagsmenn til að vinna ötullega að sköpun hvíld- arheimilis, með því, að leggja fram fé, eftir efnum og ástæð- um og með því að gefa nokkura vinnu við landnámið. Um leið og fundurinn hvetur félagsmenn til þátttöku í þessu starfi, vill hann benda þeim á hið mikla menningargildi, sem slíkt hvíldarheimili mun hafa fyrir verkamenn, er það verður reist.“ „Verkamannafélagið Dags- brún mótmælir harðlega úr- skurði félagsdóms frá 19. maí s.l. í máli ríkisstjórnarinnar gegn Alþýðusambandi Islands. — Fundurinn lítur svo á, að úrskurður þessi sé ekki aðeins stéttardómur af frekasta tagi, heldur einnig fjarri því að eiga hina minnstu stoð í lögum þeim sem Félagsdómur á að úrskurða eftir, og skapi fordæmi yfir- Framliald á annarri síðu. Til sölu áoð 3 kora Honer harmonrka XT , PPT[,, TNT.T & , , •». Verzl. GEISLINN með pianoboroi.

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.