Mjölnir


Mjölnir - 30.08.1944, Qupperneq 3

Mjölnir - 30.08.1944, Qupperneq 3
M 3 Ö L N I R 3 IMJÖLNIR — VIKUBLAÐ — Útgefandi: ; síalistafélag Siglufjarðar !; Ritstjóri og ábyrgðarmaður: !| Ásgrímur Albertsson Askriftargjald kr. 15.00 árg. j! I lausasölu 40 aura eintakið. !| Afgreiðsla Suðurgötu 10 !; Símar 194 og 270 ;i Blaðið kemur út alla i! miðvikudaga. Svíþjóðarbátarnir Eins og sagt er frá á öðrum stað hér í blaðinu, hefur bæj- arstjórn nú borizt Igsing á Sví- þjóðarbátunum. . svokölluðu. Eru þetta að öllu hin glæsi- legustu skip, að dómi þeirra, sem vit hafa á. Á það hefur oft verið minnzt liér í blaðinu, og það einnig komið fram annarstaðar, að framtíð þessa bæjar er að * miklu leyti undir því komin, hvort hér tekst að koma fót- um nndir umfangsmikla út- gerð. 'ímsir kunna að segja sem svo, að það sé verkefni Siglfirðinga að vinna aflann, taka við honum þegar liann kemur í land og gera liann að markaðsvöru. En slíkt væri hinn mesti misskilningur. Það ^ er blátt áfram ófremdar- ástand, ef svo á að vera fram- vegis, að Siglfirðingar eigi lít- inn þátt í útgerðinni, fjöldi söltunarstöðva í höndum að- komumanna, og atvinnulíf bæj arins á ýmsan annan hátt undir öðrum en Siglfirðingum sjálfum komið Siglufjörður má ekki vera nein nýlenda, , þar sem allt sé undir aðkomu- mönnum komið. Til þess að skapa öryggi í atvinnulíf okkar, þarf hér að rísa upp mikil útgerð, svo að sjómenn okkar geti fengið at- vinnu á siglfirzkum bátum, en þurfi ekki að leita í stórhóp- um til annarra staða. Enn- fremur þarf að reyna að r tryggja það, að síldarsöltunin sé í höndum Siglfirðinga sjálfra, en það er annað mál, sem skal rætt sérstalclega síðar . Það myndi verða stórt spor í áttina, ef Siglfirðingar fengju t. d. tvo 80 tonna báta, af Sví- þjóðarbátunum. .Skiptir . .þá minna máli í hverra eigu þeir væru, aðeins að þeir væru í eigu Siglfirðinga og það væri ' tryggt, .að .þeir .yrðu .ávallt gerðir út héðan úr bænum. Allsherjarnefnd hefur nú sam- þykkt að gangast fyrir stofn- un .hlutafélags .til .kaupa .á bátum. Bærinn mun að sjálf- sögðu leggja fram nokkurt fé, því að samþykkt var í vetur að leggja fram úr bæjarsjóði t 50 þúsund krónur og taka til láns aðrar 50 þúsund krónur. Einnig væri vel til fallið, að Rguðka ætti vænan htut í þessu félagi. Kaupmannahöfn í allsherjarverkfalli — Sjónarvottur segir frá — Kaupmannahöfn 5. júlí 1944 Eftir mikla vorkulda cr nú loks hitinn kominn. Það sýður á malbikinu og niður á strönd- inni liggur fólk í sólbaði. Illan daun leggur frá osta- og fisk- sölubúðunum, allt liggur bað- að í sindrandi sólskininu eins og þetta væri á Bahamaeyjum. Mánudaginn 26. júni áttum við Kaupmannahafnarbúar að halda kyrru fyrir heima eftir klukkan 20. Fyrir þá, sem eiga einhvern grasblett eða svalir, er umferðabannið ekki svo afar tilfinnanlegt, en íbúum stóru sambygginganna og bak- húsanna er það hin lireinasta kvöl. Bann þetta er sagt að sé vegna þess, að mikill fjöldi skemmdarverkama.nna sé sí- lellt á ferli. En þó gat að líta daginn eftir mikinn fjölda fólks, sem var úti um kvöldið, þrátt fyrir bannið. Á miðvikudaginn fór fólk í götunni, sem ég á heima í, að safna sdman eldivið og var honum hlaðið í liáa kesti á akbrautinni á • Englandsvej, Sundholmsvej og Amagerbro- gade. Klukkan 22 loguðu þarna eldar eins glatt og það væri á Jónsmessunótt og fólk byrjaði að dansa syngjandi kringum bálin. Fimmtudaginn 29. júní var umferðabanninu létt svo, að við máttum vera úti til klukk- an 23. Það fóru að berast fregnir um að verkfall væri yfirvofandi og þrátt fyrir þótt umferðabannið hefði verið rýmkað þetta fimmtudags- kvöld, magnaðist þessi orð- rómur. Sporvögnum velt. Á föstudagsmorguninn ætl- aði ég ásamt konunni minni inn í miðbæinn eins og venju- lega. En þegar við komum nið- ur í Amagerbrogade, stóð þar . .Þótt alþýða manna hér sé ekki auðug, eru þó margir svo efnum búnir, að þeir geta lagt fram smáupphæðir í hlutafé. Þegar þess er gætt, hve hér er um mikið nauðsynjamál allra bæjarbúa að ræða, er fyllsta ástæða til að menn geri það sem þeir geta. Og með almenn- um samtökum hér í bænum ætti að verða auðvelt, að ná saman fé því, er með þarf. . . Allur undirbúningur þarf að ganga fljótt o g ákvarðanir þarf að taka nú strax, vegna þess, að efhendingartími bát- anna veltur á 5—18 mánuðum. Munar miklu fyrir þá, sem verða fyrstir að ná í báta og þá, sem síðastir verða. Líklegt er, að þeir, sem bregða fljótt við og taka strax ákvarðanir um kaupin standi betur að vígi með að fá fljótt báta heldur en þeir, sem eru seinir að á- kveða sig. Það er því um að gera að hafa hraðan á, og eins og áður er sagt ætti þetta að verða leikur einn, ef sam- tök eru góð í bænum um þetta. EFTIR Sixten Dahlberg Grein þessi er eftir sænskan rithöfund og er bréf, sem hann sendi blaðinu Arbet- aren. Lýsir hann þar af eigin sjón og raun hinu stórmerka allsherjarverk- falli í Kaupmannahöfn í lok júní I sumar. Þjóðverjar biðu þar algeran ósigur fyrir íbúum borgarinnar. Greinin er þýdd úr Frit Danmark, en þar birtist hún 28. júlí s.l. mannfjöldi í þéttum hópum og eitthvað óvenjulcgt lá í loftinu. Við staðnæmdumst við stöðv- unarpall sporvagnanna, en fólk horfði mjög forvitnislega ó okkur. „Ganga engir sporvagnar?“ spurði ég. „Sérðu nokkra?“ var svarið, sem ég fékk. Umferðin hafði verið stöðv- uð frá því kvöldið áður. Vissu- lega liafði verið reynt að koma af stað nokkrum vögnum í morgun, en þessum vögnum hafði verið velt um og áhafnir þeirra reknar burt. Ennþá sást ekkert til þýzku lögreglunnar og búðir voru ennþá opnar. Menn héldu því ákveðið fram, að klukkan 12 yrði öllum búðum lokað, en auðvitað vissi enginn um þetta með vissu. Borgin var orðin að. einni geysistórri orðrómsverk- smiðju. I búðunum var mikil þröng og æsing. Fólk kepptist við að kaupa alveg eins og dómsdagur væri í nánd og allt ylti á því, að geta náð sér í til hinnar hinztu máltíðar. Klukkan 12 var öllum búð- um lokað. Hvað var nú á seyði? Við fórum út og gengum niður á Amager Strand, eftir að við höfðum fyllt allar fötur og dollur af vatni og horðað hinn síðasta almennilega morg unverð með pilsner. Þúsundir manna voru á ferli um göt- urnar. Sagði ég þúsundir? Eg á við, að þetta var eins og risavaxin mauraþúfa. Fólk stóð í hópum á göt- unum og ræddi um hið nýja á- stand. Um hádegisbilið fór eins og bergmól um göturnar hrópið: „Opnið alla glugga! Nú springur verksmiðjan í loft upp!“ Skammt frá því, sem ég á heima, er stór verksmiðja. Mér hafði með naumindum tekizt að fleygja opnum glugganum, þegar margar sprengingar kváðu við svo að loftið titraði. Reykjarstrókar teygðu sig 50 metra upp i loftið. Fólkið hróp aði húrra og hljóp til staðar- ins til að rcka burt verk- smiðj uverðina, sem eftir voru. Þetta var eins og raunveruleg bylting. Á heimleiðinni lcom ég við hjá Svia, sem hefur búið hér í mörg ár. Við ræddum dálítið um ástandið og kom okkur saman um, að þetta myndi allt verða búið um kvöldið. Því að auðvitað væri þetta bara orð- rómur utti að lokað yrði fyrir vatn, gas og fafmagn. En eins og þið vitið, reyndist þetta rangt. Þegar við komum heirii var búið að loka fvrir gasið, en svolítið vatn var enn- þá í pípunum. Þeir, sem ekki voru þegar búnir að fylla öll ílát, voru nú önnum kafnir. Það heyrðist stöðugt rennsli en svo allt í einu — stopp. Ekki dropi meir. Þessi dagur leið undarlega seint. Það var eins og maður upplifði marga sólarhringa, en þó var hámarki viðburða dags- ins ekki náð ennþá. Um kvöld- ið hlustaði ég á sænska dag- skrá, erindi um — tedrykkju. En svo varð allt í einu þögn. Rafmagnið hafði verið tekið af. I sama bili heyrðust vélbyssu- skot niðri á Amagerbrogade. Sjúkrabílar lieyrðust flauta og fjöldi þýzkra bíla, fullir af þýzkum hermönnum, brunuðu framhjá á leið til Amager. Hlaupin á vélbyssum og riffl- um stóðu út úr brynvörðum bílunum og við og við skall yfir kúlnahríð. Fólkið hentist inn í dyraakot og húsagarða cins og kanínur í húr. En ekki voru bílarnir fyrr komnir i hvarf, en fólkið kom út aftur. Á horninu á Englandsvej og Amagerbrogade fór að rjúka úr einu húsinu. Menn höfðu kveikt í verzlun, sem var í eign manns, cr fengið hafði á sig hatur almennings — þið getið nærri hvers vegna. Nokkrir fóru og brutu upp dyrnar á íbúð hans og var húsgögnunum kastað út á göt- una. Einkennisfrakki var hengdur upp í luktarstaur og varð óskaplegur hávaði þar í kring. Við og við hreinsuðu skothríðar þýzku bílanna göt- una, en svo flæddi fólksfjöld- inn yfir aftur eins og brim- alda við sandströnd. Það var orðið framorðið, svo að tími var kominn til að fá sér blund. Eg lagðist til svefns, meðan skotin hvinu og stund- um var eins og lileypt væri af fallbyssu rétt við gluggann hjá mér. Sjúkrabílarnir ýlfruðu eins og saxófónar í þessu ork- estri dauðans. Strax um morguninn klukk- an 4 fóru flugvélarnar að sveima yfir. Þær stungu sér alveg niður að þökunum. Óaf- látanlega flugu þær yfir borg- inni hornanna ó milii til að lita eftir. óaflátanlega heyrð- ust riffilskot og vélbyssuskot j og ýlfrið í sjúkrabílunum. Eg fór út um níuleytið. Þá var eins og ofurlítið hefði slotað. Fyrir framan hið þekkta kvikmyndahús Alad- din hafði verið stillt upp 70 mm fallbyssu og þýzkir her- menn voru ó verði í kring vopnaðir rifflum og vel birgir af handsprengjum. Við og við séndu þeir njósnarmenn út í næstu götur til að líta eftir, hvort fólk safnaðist saman. Mér tókst að komast hak- dyramegin inn í hrauðbúð og ná í lítinn pakka af hrökk- brauði. Klukkan var orðin 12 þegar ég loks náði heim úr þessum leiðangri. Til allrar liamingju var svolítið gas í pípunum, svo að okkur lán- aðist að búa til það, sem með góðum vilja og miklu bug- myndaflugi mátti kalla kaffi. Á meðan við vorum að renna niður þessu hálfvolga skólpi, heyrðum við í gjallarhorni úti á götunni. Var þar bíll með gjallarhorni, sem tilkynnti að stranglega væri bannað að safnast saman. Ef hópur mynd- aðist, þar sem væru fleiri en 5 menn, myndi tafarlaust verða skotið á hann. Sömu- leiðis skyldi föllc varast að vera nálægt gluggum og svöl- um. Það leið nokkur tími óður en fólk hlýddi þessu jafnskjótt og verðirnir voru búnir að snúa bakinu við því, fór það út og hrúgaðist í gluggana og á svalirnar. Um kl. 14 fór þettaiað verða alvarlegt. Fallbyssan þrumaði jafnt og þétt og kúlurnar þutu um húsveggina og innum glugg ana. Þrátt fyrir kúlnaregnið fóru hjólreiðamenn eftir götunni á útleið, með tjöld og ýmsan úthúnað. Þó var bannað að fara frá Amager. Mé:- vnr klci vandara um en öðrum, svo að ég ákvað að leggja af stað j ofurlítinn leiðangur til að sjó mig um. Niðri á götunni var danskur lögregluþjónn að tala við nokkra menn. Það voru víst fleiri en ég, sem leituðu þang- að eftir upplýsingum, því að þegar ég kom þangað voru orðnir fleiri en hinir leyfilegu 5 saman. Rétt í þessu fór þýzk herhifreið framhjá. Það er hægt að flýta sér þegar mikið liggur við og áður en bíllinn hafði getað hægt ferðina og miðað byssunum að okkur var ég kominn inn í húsasund. Það bjargaði mér. Kúlurnar þutu framhjá. Þegar ég kom upp til mín, hafði konan mín hnigið niður hleik sem nár. Eg fór strax að glugganum til að lit-. ast um, en ég var fljótur að hörfa altur á bak. Fjölda byssuhlaupa var miðað á glugg ann. Á götunni voru blóðug spor, sem sýndu, að ekki höfðu allir sloppð jafn heilir og ég. „Sænski flotinn á leiðinni —‘‘ Allan daginn heyrðust skot þarna í götunum. Fólk lærði af reynslunni og safnaðist ekki í hópa. Þýzka lögreglan stóð og stjórnaði umferðinni, og jafnskjótt og einhversstaðar voru fleiri en 5 saman komnir (Framhald á 4. síðuj

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.