Mjölnir

Útgáva

Mjölnir - 27.03.1946, Síða 1

Mjölnir - 27.03.1946, Síða 1
Kaupið og lesið ÞJÚÐ VILJANN © Mt BYBGIHGARFÉLAG VERKAMANNA ÆTLAR HIB BRADASTA AÐ HEFJAST HANDA UM BTGGINGH !t 32 IBQBA Bráðabirgðalán hefur fengizt til að byrja á verkinu og innflutnings- og gjaldeyrisleyfi eru fengin fyrir nærfellt öllu efni. Stendur nú helzt á því, að bæjarstjórn láti félaginu 1 té V nægar lóðir undir verkamannabústaðina. EHN EFNT TIL FJANOSKAPAR INNAN KAUPFELAGS SICLFIRDINGA Hér í Siglufirði eins og í flest- öllum kaupstöðum og kauptún- um þessa lands eru húsnæðis- niálin með allra brýnustu úr- lausnarefnunum. Ástandið í þessum málum er hið hörmu- legasta. Fjöldi fólks hefur svo að segja ekkert þak yfir höfuð- iö, aðrir verða að sitja í íbúðum í óþökk eigenda, svo skemmti- legt sem það er og fjölmargir verða að hírast í húsakynnum, som vantar öll skilyrði til holl- ustu og menningar. Það þarf ekki að lýsa því, hver háski þjóðinni er að slíku ástandi, því að það er alkunn staðreynd, að húsakynnin setja mjög svip sinn á fólkið og unglingarnir búa að því lengi í hvernig hús- næði þeir alast upp. Það er því nauðsynlegra en flest annað, að eitthvað sé gert til að leysa úr húsnæðisvandræð- unum. Margir einstaklingar hafa ráðist í það að byggja sér hús og margir hverjir orðið að binda sér bagga, sem þeir verða að bera, jafnvel um áratugi. I raun og veru er það skylda þjóðfélagsins, að sjá þegnum þess fyrir sæmilegu húsnæði til að búa í. Það nær engri átt, að einstaklingarnir þurfi að eyða mörgum af sínum beztu árum til að geta fullnægt þessari frumstæðu þörf. En það hefur verið svo, að ráðamönnum þjóðfélagsins hef- ur löngum fundizt það utan við verkahring hins opinbera, að skipta sér af því, þótt þroski mikils hluta þjóðfélagsþegnanna sé heftur vegna óviðunandi hús- næðis. Nú á seinni árum hefur hið opinbera þó ekki getað komizt hjá því að viðurkenna skyldu sína. 1 lögunum um verka- mannabústaði felst viðurkenn- ing þjóðfélagsins á þessari skyldu. Nú er mikil hreyfing um allt land meðal alþýðu manna að notfæra sér þessi lög og þá aðstoð, sem hið opinbera á að veita samkvæmt þeim til byggingu íbúðarhúsa. Eins og sagt var frá hér í blaðinu fyrir nokkru, samþykkti stjórn Byggingarfélags verka- manna hérna, að hef jast handa um byggingu 24—32 íbúða. I áframhaldi af þessari sam- þykkt skrifaði stjórnin þing- manni Sigluf jarðar, Áka Jakobs syni, og bað hann að annast nánar tiltekinn erindrekstur fyrir félagið fyrir sunnan. Félagið hugsaði sér hinar nýju íbúðir byggðar. eftir sömu teikningum og íbúðirnar við Norðurgötu, en vildi þó fá smá- vegis breytingar og var Áka falið að reyna áð fá húsameist- ara ríkisins til að gera nýjar teikningar eða samþykkja breytingarnar. En eins og menn vita, eru lán úr byggingarsjóði og önnur aðstoð bundin því skil- yrði, að teikningar séu sam- þykktar af húsameistara ríkis- ins. Húsameistari reyndist ófá- anlegur til að gera nýjar teikn- ingar vegna annríkis og vildi ekki fallast á neinar breytingar. Þessar breytingar voru raunar smávægilegar og skipta ekki miklu máli. Þá var Áka einnig falið að reyna að útvega félaginu hjá byggingasjóði 100 þúsund króna bráðabirgðalán út á væntanlegt fastalán síðar, en félagið hefur sótt um rúml. 2 milljón króna lán. Það tókst að fá þetta bráða- birgðalán. Arnfinnur Jónsson lagði til í stjórn Byggingar- sjóðsins, þegar bráðabirgðalánið var samþykkt, að það væri veitt „gegn tryggingu í væntanlegu fastaláni samkvæmt umsókn fé- lagsins,“ en meirihlutinn á fund- inum taldi ekki rétt, að stjórnin skulbindi sig þannig til að veita fastalánið samkvæmt umsókn félagsins og þyrfti því sam- þykki félagsmálaráðherra til að Framhald á 3. síðu. Henry Wallace: „Bandaríkin eiga að flytja her sinn frá íslandi.“ ★ Henry Wallace fyrrver- andi varaforseti Bandaríkj- anna og núverandi við- skiptamálaráðherra, hefur í viðtali við blaðið New York Times sagt, að liann telji, að Bandaríkin eigi að flytja her sinn á brott af íslandi. Ennfremur sagði hann, að Rússar gætu ekki skilið áframhaldandi dvöl liersins á íslandi öðruvísi en sem ógnun í sinn garð. Verkakvennaféfagið Brpja hélt ársskemmtun sína 9. þ.m. í Alþýðuhúsinu. Var þetta í alla^ staði hin vandaðasta skemmtun. Formaður skemmtinefndarinnar Kristín Guðmundsdóttir setti skemmtunina með stuttu ávarpi. Ríkey Eiríksdóttir forrpaður Brynju flutti ræðu. Skýrði hún frá því, að á þessu ári væru samtök verkakvenna 20 ára og myndi þess verða minnst í vor. Ólína Hjálmarsdóttir og Ásta Ólafsdóttir lásu upp kvæði og sögu, ungar stúlkur sungu með gítarundirleik og Þórunn Sveinsdóttir söng gamanvísur. Sú nýbreytni var á þessu hófi, að með kaffinu voru framreidd- ar heimabakaðar kökur, hið mesta lostæti og á eftir kaffinu var borinn fram rjómaís. Þóttu þessar veitingar að vonum hin- ar ágætustu og skemmtinefnd- inni til mikls sóma. Að lokum var stiginn dans, sem fór ágætlega fram, og var skemmtunin eins og áður segir hin vandaðasta og félaginu til sóma. Brynjuskemmtanirnar eru vanar að vera með beztu árs- skemmtunum hér og var þessi engin undantekning. Munið árshátíð Sósíal- istafélagsins n. k. laug- ardag. Sjá auglýsingu á 4. síðu Mennirnir, sem í fyrra brutust til valda í Kaupfélagi Siglfirð- inga með þeim aðferðum, sem löngu eru kunnar, hafa nú bætt nýjum syndum við fyrri afbrot sín gagnvart félaginu. Á fram- haldsaðalfundinum, sem nú var haldinn fyrir skömmu, v,ar sam- þykkt að reka Ottó Jörgensen, Þórodd Guðmundsson, Kristján Sigtryggsson, Guðbrand Magn- ússon og Óskar Garibaldason úr félaginu. Með þessari samþykkt er það sýnt, að núverandi stjórn endum kaupfélagsins er það meir í mun að framkvæma pólitískar ofsóknir og hefnast á andstæðingum sínum en að reyna að ná friði og skapa ein- ingu innan félagsins um velferð- armál þess. Flestum virðist sem þeim hefði mátt vera það nóg, að búið' er að „setja þá inn“ í umráð yfir félaginu tveim dóm- um og margir félagsmenn hafa áreiðanlega haldið, að nú, þegar úr öllum deilumálum hefur verið skorið af dómstólunum, þá væri frekar unnið að því að brúa bil- ið milli hinna andstæðu arma í kaupfélaginu heldur en að breikka það ennþá meir. Eftir hæstaréttardóminn í kaupfélagsmálinu stóðu málin þannig, að allir menn með ábyrð artilfinningu fyrir velferð kaup- félagsins hefði látið sér annt um að rekstur félagsins gæti' nú gengið sem bezt framvegis og að reynt yrði að vinna upp það mikla tap, sem félagið hefur orðið fyrir vegna þessara deilna. Auk þess er nú réttarrannsókn hafin og hefði því verið í alla staði rétt og sjálfsagt að bíða a. m. k. með allar hefndarráð- stafanir þar til niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja fyrir. En það er ekki ábyrgðartil- finning né umhyggja fyrir vel- ferð félagsins, sem ræður gerð- um þessara manna nú fremur en fyrri daginn. Þar kemst ekkert að nema pólitískt of- stæki og hefndarhugur. Það er eins og þeir séu að leitast við að halda f jandskap og deilum við innan félagsins í lengstu log. Aðalröksemdin gegn þeim, sem reknir voru er sú, að þeir hafi samþykkt brottrekstrana í fyrrasumar. En ef þeir eru sekir í því sambandi, þá eru jafnsekir allir fulltrúarnir, sem lögðu sam þykki sitt á þessa brottrekstra. Það eru heldur ekki hliðstæður, að jafna þessu tvennu saman. Þegar brottrekstrarnir í sumar fóru fram, þá var það gert sem varnarráðstöfun. Stjónin, sem kosin haf ði verið á löglegan hátt 15. tölublað 9. árgangur Miðvikudaginn 27. marz 1946 á undanförnum aðalfundum fé- lagsins, áleit, að þær aðgerðir, sem meirihluti aðalfundarfull- trúanna ætlaði sér að fram- kvæma, væri ólöglegar og ósam- rímanlegar samþykktum félags- ins. Brottrekstrarnir voru því neyðarráðstöfun til að hindra þessar aðgerðir. Stjórnin á leit, að þeir, sem reknir voru hefðu brotið lög félagsins og sagt sig úr lögum við aðra félagsmenn. Áður en gripið hafði verið til þessa ráðs, höfðu verið gerðar tilraunir til að koma á sam- komulagi. Þar var meirihluta- fulltrúunum boðið upp á það, að minnihlutinn skyldi samþykkja með þeim að fjölga í stjórninni upp í 7 og hefðu þeir þá getað kosið 3 menn í stjórn á þeim fundi. En hinn pólitíski ákafi varð öllu öðru yfirsterkari og ekki varð komandi nærri því, að þeir samþykktu neitt annað en að þeir fengju stjórnina í sínar hendur strax á þessum fundi, en stjórn félagsins áleit' það stangast við landslög, sam- vinnulögin að skipta um meiri- hluta stjórnar á einum aðal- fundi. Þegar allt annað þraut, sá stjórnin ekki eftir nema eitt ráð til að koma í veg fyrir það, sem hún taldi lagabrot, og það var að nota vald sitt til að víkja Framhald á 3. síðu. SKÍÐADAGURiNN Síðastliðinn vetur voru seld merki um allt land á skíðadag- inn til eflingar skíðaíþróttinni í barnaskólum landsins. Það fé, sem safnaðist á hverj- um stað, skyldi varið til eflingar skíðaíþróttinni á þeim stað sem féð safnaðist.. « Af einhverjum ástæðum, sennilega af misskilningi, safn- aðist mjög lítið fé hér á Siglu- firði síðastliðinn vetur og þótti ekki fært að ráðstafa því litla, sem inn kom og hefur það því verið geymt á vöxtum, þar til meira safnaðist. Siglfirðingar hafa fengið orð fyrir að vera beztu skíðamenn landsins, en það eru þeir, sem nú eru börn, sem eiga að verja þann sess í framtíðinni. Ef- laust vilja allir Siglfírðingar vinna að því, að þeim takizt það með því að kaupa merki skíða- dagsins. Að þessu sinni verður skíða- dagurinn 1. apríl.

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.