Mjölnir - 27.03.1946, Síða 2
2
MJÖLNIR
| M J Ö L N I R jj
— VIKUBLAÐ —
Útgefandi: ^ !;
|! Sósíalistafélag Sigluf jarðar 1;
s Ritstjóri og ábyrgðarmaður: !
!; Ásgrímur Albertsson j
Símar 194 og 270
Blaðið kemur út
;! alla miðvikudaga. !
j! Áskriftargjald kr. 15.00 árg. |
!; Afgreiðsla Suðurgötu 10. j
Hvað líður samninga
umlettunum flokk-
anna um bæjar-
málin?
Nokkru eftir bæjarstjórnar-
kosningarnar beitti Sósíalista-
flokkurinn sér fyrir samninga-
umleitunum milli þriggja
stærstu flokkanna í bæjar-
stjórn um samstarf þeirra yfir
kjörtímabilið.
Þessar samningaumleitanir
hafa nú staðið yfir hátt á annan
mánuð og ekkert samkomulag
náðst enn. Eins og liér er háttað
málum væri það sterkast út á
við og bezt fyrir bæinn að stjórn
arflolíkarnir þrír gætu náð sam-
komulagi um stjórn bæjarins og
borið ábyrgð á lienni í félagi.
Flestir bæjarbúar myndu fagna
slíku samkomulagi og bera
traust til slíks meirihluta, enda
er það tvímælalaust, að ef
þessir þrír flokkar gengju heilir
að samstarfi, myndi þeim tak-
ast að leysa hin margvíslegu
vandamál, sem nú steðja að
bænum og eru í svipinn all-
ískyggileg.
Það liafa verið haldnirnokkrir
samninganefndarfundir og náðst
samkomulag um bæjarmála-
stefnuskrá í aðalatriðum, þá
Iiafa ekki komið fram nein á-
greiningsmál um starfsreglur
fyrir þriggja flokka meirihl., en
þau mál hafa lítið verið rædd
enn. Kétt er að geta þess, að
fáist fullt samkomulag mn
bæjarmálastefnuskrá er varla
liægt að hugsa sér að strandað
gæti á starfstilhögun, svo það
er ekki þar sem skórinn kreppir,
heldur er það hver eigi að verða
bæjarstjóri. Frá Sjálfstæðis-
flokknum sækir fyrrverandi
bæjarstjóri Ó. Hertervig um
starfið, þá sækja einnig tveir
ungir lögfræðingar úr Reykja-
vík, þeir Oddur Thorarensen og
Hallgrímur Dalberg. Hinn síðar-
talda styður Alþýðuflokkurinn.
Sósíalistaflokkurinn fór þess á
leit í upphafi, að hann fengi að
ráða bæjarstjóranum, ef sam-
komulag næðist milli flokkanna
{>riggja að öðru leyti, en því
neituðu báðir hinir flokkarnir,
og kom það strax í ljós, að þeim
var það mikið kappsmál að ráða
bæjarstjóranum. Sósíalistaflokk
urinn leit þá strax þannig á, að
maður frá þeim yrði varla sam-
þykktur, a. m. k. af Alþýðu-
flokknum, og varð það úr, að
flokkurinn bauðst til að sam-
þykkja kosningu Hallgríms Dal-
bergs, ef mn það fengist sam-
komulag milli allra flokkanna,
enda liggja fyrir upplýsingar
um, að það sé að mörgu leyti
álitlegur maður, þó ungur sé.
Á síðasta samninganefndar-
fundi lýstu Sjálfstæðismenn yfir
að þeir gætu ekki að óbreyttu
máli gengið inn á neinn annan
af umsækjendum en O. Herter-
vig og Alþýðúflokkurinn lýsti
yfir, að hann gæti ekki gengið
inn á neinn umsækjenda nema
Hallgrím Dalberg. Þegar svo
var komið lögðu sósíalistar til,
að gengið væri frá bæjarmála-
stefnuskrá og starfsreglum, það
undirskrifað af þremur flokk-
unum, en síðan látið ráðast hver
yrði ráðinn bæjarstjóri. Um
þetta fékkst ekki samkomulag
allra flokkanna og leit þá út
fyrir, að litlar líkur væru fyrir
þriggja flokka samstarfi. Sósíal-
istar beindu þá þeirri fyrirspurn
til beggja Iiinna flokkanna,
hvort þeir hvor í sínu lagi
myndu vilja eiga viðræður við
Sósíalistaflokkinn um mögu-
leika fyrir tveggja flokka sam-
starfi að slitnuðum samkomu-
lagsumleitunum flokkanna
þriggja.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist
strax hafa veitt sínum fulltrúum
heimild til að ræða við hvorn
hinna flokkanna sem væri um
tveggja flokka samstarf, en
Alþýðuflokkurinn hefur ekki
enn svarað hvort hann vill ræða
við Sósíalistaflokkinn um
tveggja flokka samstarf og eru
þó liðnir sex dagar frá því að
hann var um þetta spurður.
Af framkomu Alþýðuflokks-
ins, síðan þessari fyrirspurn var
til hans beint, virðist þó meiga
ráða, að honum sé Ijúfast að
draga sig alveg út úr öllum
samhomulagsumleitunum. Fyrir
spurn Sósíalistaflokksins til
Alþýðuflokksins um hvort hann
vildi ræða möguleika fyrir
tveggja flokka samstarfi, er
framsett á samninganefndar-
fundi um morgiminn 20. þ. m.
um kvöldið sama dag sam-
þykkja Alþýðuflokksmenn með
Framsóknarmönnum og soran-
um úr Sjálfstæðisflokknum að
reka tvo bæjarfulltriia Sósíal-
ista og þrjá menn aðra úr kaup-
félaginu. Þessi heimskulega
liefndarráðstöfun var auðvitað
ekki vel fallin til að auka sam-
starfsmöguleika flokkanna,
enda sennilega meint, sem ó-
beint svar til Sósíalistaflokksins
við fyrirspurn hans. Svo líður
einn dagur, en næsta dag, þann
22. þ. m. krefst Alþýðuflokkur-
inn fundar í bæjarstjórn til að
taka ákvörðun um ráðningu
bæjarstjóra, án þess að ræða
frekar við hina flokkana. Al-
þýðuflokknum var sjálfsagt
Ijóst, að á bæjarstjórnarfund-
inum, sem haldinn var að kröfu
þeirra s.l. laugardag þann 23.
þ. m. gat ekki náðst meirihluti
fyrir ráðningu neins umsækj-
anda. Meiningin með að halda
fundinn án þess að frekari um-
Hrossabrestir íhaldsins
Blaðið „Siglfirðingur“ hefur
undanfarið tileinkað Æskulýðs-
fylkingunni mikið rúm og hafa
ungir íhaldsmenn reynt að fylla
þetta pláss með allskonar til-
tíningi, umsnúnum kímnisögum
og öðru slíku. En meginið af
þessu mikla plássi blaðsins hef-
ur þó gengið í það að færa sönn-
ur á, að nafn Æskulýðsfylk-
ingarinnar sé blekkjandi. Þetta
hefur gengið erfiðleiga eins og
allur annar málflutningur þess-
ara íhaldshrossabresta.
I 10. tbl. Siglfirðings birtast
tvær greinar, önnur eftir Vil-
hjálm Sigurðsson, hin undirrit-
uð A.
Grein V. S. er eins og fyrri
greinar hans svo þunn, að furðu
gegnir, að hann skuli láta slíkt
frá sér fara. Hann telur allt
vera rétt sagt hjá sér í sínum
fyrri greinum, þessvegna finni
ég ekkert svaravert. Ja, litlu
verður Vöggur feginn. En það
get ég sagt V. S., að mér fannst
engin ástæða til að svara hans
marklausa tali í þessum grein-
um hans og finnst það ekki enn.
1 þessari grein hyggst hann
svara Jóni Skaftasyni. Jón hef-
ur enn ekkert látið frá sér heyra
og finnst honum máske eins og
mér, að óþarfi sé að svara V. S.
En í þessu svari til Jóns varpar
V. S. þó fram spurningu, sem
verkamenn hafa haft gaman af
og reynt að finna svar við.
Spurningin er þannig: „Hver
arðrænir hvern, þegar atvinnu-
rekandi fer á hausinn?“. 1 því
sambandi, sem spurningin er
sett fram, hlýtur spyrjandi að
ætlasVtil', að svarið verði á þá
ræður milli flokkanna færu
fram, getur því tæpast verið
önnur en að stranda samkomu-
lagi formlega og láta fara fram
nýjar kosningar. Trúa þó fáir,
að Alþýðuflokkurinn hefði mikla
frægð af nýjum kosningum.
Ekki vildu þó Alþýðuflokks-
mennirnir leggja kortin á borðið
en fóru mjög undan í flæmingi
í öllum umræðunum. Fulltrúar
Sósíalista lögðu fram tillögu mn
að fresta ráðningu bæjarstjóra
og var sú tillaga samþykkt með
5 atkv. gegn þremur.
Ef til vill verður ekkert sam-
komulag xun meirihluta, en eins
og málin stóðu á bæjarstjórnar-
fundinum var ekkert annað
hægt að gera en að fresta mál-
inu og reyna til hlítar hvort
ekkert samkomulag getur náðst.
Að hlaupa til og lieimta nýjar
kosningar áður en endanlega er
séð fyrir hvort nokkuð sam-
komidag næst, væri fljótræði
engum til sóma.
Eins og áður er sagt virðist
þessi framkoma Alþýðuflokks-
ins benda til þess, að hann vilji
draga sig út úr öllum samning-
um og láta hinum eftir ábyrgð-
ina, en ef svo er ætti hann að
þora að segja það afdráttarlaust
leið, að verkamenn arðræni at-
vinnurekandann, og það sé or-
sökin til þess, að hann fer á
hausinn.
Áður en ég geri þetta vizku-
korn að meira umræðuefni, vildi
ég fá að vita um það, hvort ég
hafi misskilið spurninguna. Jón
Skaftason, sem þessari spurn-
ingu er beint til, mun eflaust
svara henni, finni hann ástæðu
til þess, en það myndi líka skýra
fyrir honum ef spyrjandinn
gerði gleggri grein fyrir hinni
mjög svo greindarlegu!!! spurn-
ingu sinni.
Hin greinin í þessu sama tölu-
blaði heitir: „Vindsnældur sósíal
ista.“ Aðaltilgangur hennar er
að ófrægja Æ.F.S. og gera fé-
lagið tortryggilegt í augum al-
mennings. Þar er dreginn sam-
an allur lygaþvættingurinn, sem
„Siglfirðingur“ hefur áður borið
á borð fyrir lesendur sína um
fyrstu fundi félagsins, og reynt
að snúa út úr öllu því, sem ein-
stakir meðlimir félagsins hafa
látið í ljósi.
Þessi ,,vindsnældu“ greinar-
höfundur talar í mjög svo föður-
legum tón um hættu þá, sem af
því starfi, að unglingar ræði
um stjórnmál og myndi sér skoð
anir í samræmi við skilning sinn
á þeim. Hann telur það „þjóð-
hættulegt, þegar lítið þroskaðir
unglingar fara að predika póli-
tík fyrir hvaða flokk sem er.“
Eftir þessu að dæma eru skrif
ungra íhaldsmanna, sem mér
datt í hug að líkja við hrossa-
bresti eftir að hafa lesið hina
skýru vindsnældugrein, —
þjóðhættuleg, því að þar hefur
hvergi sézt bóla á neinum sér-
stökum þroska hjá þeim fram
yfir okkur, sem hann kallar
vindsnældur.
Hrossabrestir voru áður fyrr
meir notaðir í sveitinni til að
fæla stóðhross úr túni og bit-
högum. Þóttu þeir gefast vel til
þeirra verka.
Hrossabrestir íhaldsins eiga
eflaust að gegna því hlutverki
að fæla æskulýð landsins frá
því að hugsa um kjör sín og
menningarlega aðstöðu. Þeir
eiga að predika þá vizku, að það
sé „þjóðhættulegt“ að tala eða
skrifa um pólitísk málefni og
þeir, sem það geri, geri það
vegna lævíslegra blekkinga. Og
hinir ungu hrossabrestir íhalds-
ins ætla sér svo að reka æsku-
lýðinn til beitar á mosaþembum
hlutleysisins og fáskiptninnar
um allt það, sem ákvarðar og
ræður um framtíðarheill hans
og þjóðarinnar um leið. Þetta
virðist mér hafa verið aðaltil-
gangur og æðsta markmið allra
skrifa þessara ungu íhalds-
herra. Hvort þeir telja þessi
skrif jákvæð fyrir sig og sína
stefnu, veit ég ekki, en þeir
virðast ánægðir með þau, (sbr.
V.S.) svo mikið er víst.
I 11. tbl. „Siglfirðings" kem-
ur svo nærri heil síða undir yfir-
skriftinni: „Kveðjuorð til Æsku
lýðsfylkingarinnar.“ Ég vissi
ekki þá strax á hvern veg bæri
að skilja þessa grein. Voru þetta
lokaorð þeirra F.U.S. manna,
eða hvað ? Því gat ég ekki trúað.
Svo frétti ég, að höf. kveðjuorð-
anna, Stefán Friðbjarnar, væri
farinn burt úr bænum. Ég þakka
honum kveðjuna til Æ.F.S. Það
er víst eina fél„ sem hann hef-
ur sýnt þá virðingu að kveðja
opinberlega. Og ég vil óska hon-
um góðs gengis á námsbraut
sinni og vona, að hann læri að
skilja betur þann málsstað og
stefnu, sem hann hefur gerzt
talsmaður fyrir. Og umfram allt
ætla ég að vona, að honum tak-
izt að afla sér þekkingar um
andstöðustefnur sínar, svo hann
geti seinna talað um þær af
meira viti en hann gerir í
„kveðjuorðum“ sínum. Að svo
stöddu ætla ég ekki að svara
rangfærslum hans eða gera
hugsanavillur hans að umtals-
efni. Það gefast næg tækifæri
til þess síðar, þegar séð er orðið,
að hann sjálfur eða félagar
hans séu viðlátnir til umræðna
um málefnaleg ágreiningsefni
okkar.
En haldi þessi hrossabrests-
hávaði áfram í „Siglfirðingi“
finn ég ekki ástæðu til að ræða
mikið við þá góðu herra. Og
það vil ég segja þeim að lokum,
að félagar Æ.F.S. munu ekki
álíta sig þjóðhættulega menn,
þó að þeir starfi þar og leiti sér
þekkingar á þjóðfélagslegum
málefnum, eftir því sem kostur
er á. Þeir munu ekki láta há-
væra hrossabresti íhaldsins reka
sig úr túni þekkingarinnar um
stéttarleg réttindi sín og þegn-
legar skyldur á móts við aðra
menn.
Þeir munu yfirleitt kappkosta
að standa í þeim bithögum, sem
færastir eru til að veita þeim
kjarngott fóður, kjarngóða
fræðslu um hin þjóðfélagslegu
vandamál, og orsakir til hins
margvíslega óréttlætis, sem þeir
verða að þola af valdhöfum og
yfirráðastétt þjóðfélagsins.
E. M. A.
NYJA BlÚ i
Miðvikudaginn, fimmtudaginn
og föstudaginn kl. 9:
Kringum hnöttinn
MJÖG ÓDÍRT
sýróp-Amazio
nýkomið. j
KauDfélag Siglfirðinga
Matvörudeildin.
Æ. F S. ■ félagar1
munið fræðslu- og skemmti-
fundinn í kvöld kl. 8,30 í Suður-
götu 10.
Fjölmennið á fundinn, takið
með ykkur gesti og nýja félaga.
Mætið vel og stundvíslega, fé-
lagar!
Nefndin.