Mjölnir

Tölublað

Mjölnir - 27.03.1946, Blaðsíða 3

Mjölnir - 27.03.1946, Blaðsíða 3
MJÖLNIR 8 4 -í' * Eins og Siglfirðingum er kunnugt um, hafa að undan- förnu farið fram sýningar á gamanleiknum „Þrír skálkar“, eftir Carl Gandrup. Er það stúkan, sem eins og oft áður má þakka fyrir þessa ágætu til- breytni í. skemmtanalífi Siglu- fjarðar, og fara sýningar fram í húsi hennar, Sjómannaheim- ilinu. Um leikritið er það að segja, að það mun tæplega þykja ne*tt afrek frá bókmenntalegu sjón- armiði, en hinsvegar er það ágætlega úr garði gert til flutn- ings á leiksviði, bæði frá höfund arins og þýðarans hendi. Yms- um mun finnast það nokkuð gróft á köflum, og er nokkuð hæft í því, en þó ekki svo, að neinum ætti að þykja sér mis- boðið. Hinsvegar orkar tvímælis hvort rétt er að leyfa bömum aðgang að því. — Leiktjöldin hefur Herbert Sigfússon gert, og er óhætt að segja, að sjaldan muni hafa sézt fallegri leiktjöld hér og jafnvel þó víðar væri að gáð. Ljósaútbúnaður er í góðu lagi; um hann sér Jóhann Jó- hannesson. Hljóðfæraleikur er mjög sæmilegur. Aðalhlutverk og leikendur eru sem hér segir. Kurt, umferðasöngvari, er leikinn af Rögnvaldi Rögnvalds- syni. Fer hann allvel með hlut- verk sitt, sem að vísu mun ekki reyna mikið á leikarahæfileika, en hinsvegar meira á söngrödd- ina. Rögnvaldur hefur hljóm- þýða og viðfelldna rödd, en skortir sennilega þjálfun. Sama má segja um Sigurð Rögnvalds- son, sem leikur syngjandi föru- mann, smáhlutverk. Bertel umferðasali er leikinn ef Þórði Jónssyni. Er leikur Þórðar með ágætum. Hánn er sennilega, ásamt Pétri Baldvins- syni, sem þarna leikur Jochum böðul, og leikur ágætlega, einn bezti gamanleikari hér á Siglu- firði. Þó mætti að því finna, að hann minnir í þessu hlutverki á persónur, sem hann hefur leikið áður, t. d. Jón Vesturfara, sem hann lék í fyrravetur. Diðrik skottulækni leikur Gísli Þorsteinsson og leysir það vel af hendi. Leikstjórinn, Stefán Jónsson, leikur Óla mal- ara. Nurí spáJkerling er leikin af frú Þóru Jónsdóttur. Um þau tvö er það að segja, að leikur þeirra er með ágætum, og vekur þá ósk hjá áhorfandanum að fá að sjá þau í stærri og alvarlegri hlutverkum, því sennilega eru þau bæði ágætir skapgerðarleik- arar. Frk. Dorothea Einars- dóttír leikur Mettu, dóttur Óla. Þá er Morten bóndi, uppnefndur Istru-Morten, .leikinn af Birgi Runólfssyni. Tekst Birgi mæta- vel að gera hina ferlegustu ófreskju úr Morten, svo sem til mun vera ætlast. Þá er Malla Skrepp eldabuska malarans, leikin af frú Þórunni Sveins- dóttur ,er hún hin kátlegasta. Indríði Friðbjamarson leikur Sívert fógeta. Má segja, að hann sé óþarflega gustmikill, af svo virðulegri persónu, sem dóm- ara. Loks eru ýmis smærri hlut- verk og allmargir „statistar“, allt lýtalaust. Um leikinn, sem heild má segja, að þar er margt vel gert, og sumt ágætléga. Eiga leik- stjóri, leikendur og aðrir þeir, sem að þessari leiksýningu standa, óskorðar þakkir skildar fyrir alúð þá og dugnað, er sýn- ingin ber ljósan vott um. Enn efnt til fjand- skapar .... Framhald af 1. síðu þeim, sem fyrir þessu stóðu úr félaginu. Hún gerði sér það alveg ljóst, að hinir brottreknu myndu skjóta máli sínu til dóm- stólanna, en taldi rétt sinn svo mikinn, að hún hætti á það. En nú er allt öðru máli að gegna. Þeir, sem nú voru reknir eru ekki lengur í stjórn og þeir geta því ekkert gert nema sem hverjir aðrir félagsmenn. Brott- rekstur þeirra nú er því ekkert annað en hefndarráðstöfun og pólitísk ofsókn og hræðsla við að hafa þá áfram i félaginu. Auk þess er þessi aðgerð í mót- sögn við hina margnefndu dóma í kaupfélagsmálinu. Þar segir, að það sé ólöglegt, að stjórnin reki aðalfundarfulltrúa úr fé- laginu. Það virðist þá jafnmikil f jarstæða, að sumir aðalfundar- fulltrúar geti rekið aðra fulltrúa og svipt þá því umboði, sem fé- lagsmenn hafa falið þeim. En eins og kunnugt er, eru tveir hinna brottreknu fulltrúar á aðalfund. Hvernig sem á þessi mál er litið, þá er ómögulegt að skoða þetta öðruvísi en sem ósvinnu og pólitískar ofsóknir og tilraunir til að skaða kaupfé- lagið. Um það verður ekki deilt, að það eru sósíalistar og þeirra fylgjendur, sem mest og bezt hafa unnið að því, að byggja upp Kaupfélag Siglfirðinga, það er þeirra verzlun við félagið, sem hefur haldið því uppi og eflt það. Það er því algjört ábyrgðarleysi af núverandi stjórnendum félagsins að beita svona pólitískum ofsóknum og greiða þeim hluta félagsmanna, sem fylgir Sósíalistaflokknum að málum, hvert hnefahöggið af öðru. Það er ekki þeirra dyggð að þakka, þótt þroski þessara félagsmanna sé það mikill og ábyrgðartilfinning þeirra fyrir málefnum kaupfélagsins, sem hagsmunasamtaka alþýðunnar sé svo rík, að þeir haldi áfram viðskiptum sínum við félagið. Kaupfélag Siglfirðinga er eins og önnur neytendafélög byggt upp sem hagsmunasamtök al- þýðunnar, það á að vera vopn hennar í baráttunni fýrir betri lífskjörum. Og það hefur unnið mikið á því sviði. Þótt félagið nú hafi lent í höndum manna, sem ekki hugsa um annað en póli- tískar spekúlasjónir, þá verður alþýða manna hér í Siglufirði að vinna að því að gera þetta félag að virkilegu vopni í lífs- baráttu hennar. Hún verður að fylkja sér saman um hagsmuni þess og vinna að því af alhug, að sigrast á öllum klofningi og óeiningu innan félagsins. Fé- lagið má ekki vera í höndum manna, sem ekki hugsa um annað en slá sér pólitíska mynt úr yfirráðunum yfir því og jafn- vel vinna að því beinlínis í þágu stéttarandstæðinga alþýðunnar að koma því á kné. Byggingarfélagið hefst handa Framhald af 1. síðu veita þetta lán. Áki fékk þá samþykki Finns Jónssonar fyrir því og er lánið fengið eins og áður segir. Þá hefur Áka einnig tekizt að fá Viðskiptaráðið til að veita gjaldeyris og innflutningsleyfi beint til félagsins fyrir öllu efni nema timbri, en samningar standa nú yfir við Svía um timburkaup þaðan. Full vissa mun þó vera fyrir því, að bygg- ingarnar stranda ekki á timbur- skorti. Eins og áður er sagt, hefur stjórn Byggingarsjóðs verka- manna ekki ennþá tekið ákvörð- un um veitingu fastaláns til fé- lagsins. Nú sem stendur mun vanta allmikið fé í Bygginga- sjóðinn til þess að hægt sé að veita öll þau lán, sem sótt hefur verið um. Sjóðurinn hefur boðið út skuldabréf, en tregða mun vera á sölu þeirra. Væri það óþolandi hneyksli, ef ekki væru gerðar ráðstafanir til að afla sjóðnum fjár með öðru móti, og lögin um. verkamannabústaði þannig gerð að bókstaf einum. Frumvarp félagsmálaráðherra um opinbera aðstoð við bygg- ingu verkamannabústaða virð- ast af einhverjum ástæðum tefj- ast úr hófi fram. Þessvegna hafa þeir Sigfús Sigurhjartar- son og Sigurður Guðnason nú flutt frumvarp á alþingi, sem, ef að lögum verður, skyldar Lands- bankann til að kaupa skulda- bréf Byggingasjóðs verka- manna allt upp í 20 milljónir króna. Myndu þá vera mögu- leikar til að veita öllum þeim byggingarfélögum, sem sótt hafa um lán, það sem um er beðið. Hvort sem þetta frum- varp verður samþykkt í núver- andi mynd sinni eða það verður gert á annan hátt, skal því ekki trúað, að ekki verði gerðar ráð- stafanir til að sjá Bygginga- sjóðnum fyrir fé til að fullnægja lánbeiðnum byggingarfélaganna Er því harla ólíklegt, að komi til með að stranda á því. En þótt undarlegt sé stendur nú helzt á því, sem sízt skyldi. Byggingafélagið hefur eins og áður er sagt, sótt um lóðir til bæjarins til að byggja þessar íbúðir á. Félaginu hefur verið úthlutað lóðum fyrir utan sund- laugina og er það gott og bless- að, svo langt sem það nær. En það er ekki nóg, það þarf fleiri lóðir, og það þarf að gera smá- vegis breytingar á skipulags- uppdrættinum til að hægt sé að byggja þarna eins og félagið ætlar sér. Er hart til þess að vita, þegar þess er gætt, hve húsnæðisvandræðin eru mikil hér í bæ og hve þakklát jrfir- völd bæjarins mættu vera Bygg- ingarfélaginu fyrir að hefjast handa um Iausn þeirra, að þá skuli framkvæmdir helzt ætla að stranda á því, eða a.m.k. tef j- ast vegna þess, að bæjarstjórn sé ekki viðbúin að láta félaginu í té lóðir. Þessu verður tafarlaust að kippa í lag. Bæjarstjórn verður að gera allt, sem hún getur til að aðstoða Byggingar- félagið við að koma upp þessum íbúðum, sem fyrirhugaðar eru. Þær myndu bæta stórlega úr húsnæðisskortinum og möguleik arnir eru til staðar að koma þeim upp, ef vel er á haldið og allir, sem hlut eiga að máli sýna velvild og dugnað. Perlur á kjóla, Silkisokkar, Bómullarsokkar Nærföt, Barnaföt, Barnanærföt, Peysur, o. fl. o. fl. VERZL. TtNGÖTU 1 m TILKYNIMING frá Viðskiptaráði um yfirfærslu á vinnulaunum Þau félög og einstaklingar, sem ráðið hafa hingað til lands erlent verkafólk, sem þarf að fá yfirfært hluta af kaupi sínu, skulu senda Viðskiptaráði skrá um þetta fólk og hve mikið hver og einn telur sig þurfa að fá í erlendum gjaldeyri. Ef skýrslur þessar verða eigi sendar fyrir 1. apríl n. k., má búast við að yfirfærslubeiðnum fyrir þessa aðila verði synjað. Þeir, sem hafa í hyggju hér eftir að ráða til sín erlent verka- fólk, skulu hafa tryggt sér fyrirfram leyfi Viðskíptaráðs til þess að yfirfæra þann hluta vinnulaunanna, sem krafizt er í erlendum gjaldeyri. ' > ^ 14. marz 1946. Viðskiptaráðið AUGLÝSING frá Viðskiptaráði um innflutningsleyfi ) á bifreiðum Viðskiptaráðið hefur ákveðið eftirfarandi vegna tilmæla Við- skiptamálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar: Viðskiptaráðið mun taka til athugunar að veita heimild til innflutnings á fólksbifreiðum þeim, sem íslendingar búsettir hér á landi eiga í Bandaríkjunum eða Canada, enda sé eftirfarandi skilyrðum fullnægt: a) Viðkomandi einstaklingar sanni skriflega fyrir ráðinu fyrir fyrir 27. marz 1946, að þeir eigi bifreið í U. S. A, eða Canada og hafi greitt hana. b) Geri skriflega grein fyrir á hvern hátt þeir hafi fengið gjaldeyri til þessara kaupa. Þegar þessum skilyrðum er fullnægt, mun ráðið taka ákvörð- un um hvort það veitir innflutningsleyfi fyrir bifreiðum þessum. Jafnframt lýsir ráðið yfir því, að það mun ekki að óbreytt- um ástæðum taka til greina neina umsókn um innflutningsleyfi á bifreið, sem eins stendur á og að framan greinir, hafi um- sóknin ekki borizt fyrir 27. marz 1946. Þeir, sem áður hafa sótt um innflutningsleyfi fyrir bifreið- um þessum, skulu endurnýja þá umsókn fyrir 27. ma’rz n. k. og láta tilskyld sönnunargögn fylgja umsókninni. Athygli umsækjenda skal vakin á því, að þýðingarlaust er að tala við einstaka meðlimi ráðsins um þessi mál, heldur skulu öll erindi varðandi þetta lögð fyrir skriflega. 19. marz 1946. Viðskiptaráðið

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.