Mjölnir


Mjölnir - 12.02.1947, Page 2

Mjölnir - 12.02.1947, Page 2
jarposiurinn MJÖLNIR — VIKUBLAÐ — . . Útgefandi : Sósíalistafélag Siglufjarðar Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson Símar 19'h og 210 Blaðið lcemur út alla miðvikudaga. Áskriftargjáld kr. 20,00 árg. Afgreiðsla Suðurgötu 10. SiglufjarSarprcnlsmiSja MAL DAGSIHS Hin stéttarlega eining verka- lýðssamtakanna er mál málanna í dag. Afturhaldsstjórn er sezt að völdum í landinu og frá liennar liendi má vamta f jand- skapar í garð alþýðunnar. — Kannske verður það í mynd .beinna ofsókna og þrælalaga á borð við „genglsskráningarlög- in“ 1939. Eða þá í mjTid fals- aðrar vísitölu og annarra slíkra fínni ráðstafana. Stór hópur afturhaldsmanna keppir að því að skapa atvinnuleysi og fátækt, til þess að betra verði að koma á kauplækkunum. Verkamenn hafa allir sömu hagsmuni í þessum málum, hvar í flokki, sem þeir standa, og þeir verða allir að skilja það, að sam- tök þeirra, verkalýðsfélögin, verða að vera sem sterkust og heilsteyptust til vamar og sóknar fyrir stéttina. Þung ábyrgð hvflir á hverjum meðlim stéttasamtaltanna og liver og einn verður að gera sér ljóst, að hann verður að miða orð sín og gerðir við það að efla og styrkja verkalýðsfélögin. Sá verkamað- ur, sem lætur blindast til að sá óánægju og óeiningu í verka- lýðsfélöguniun, vegna pólitísks ofstælds, er að svíkja sjálfan sig og stétt sína. Sá, sem vinnur að einingu verkalýðsfélaganna og samhug og samstarfi án til- lits tfl pólitísks skoðanamuns, er hinn hyggni, góði verkalýðs- sinni. Skoðanamunur verka- manna á pólitík þarf ekki að hindra samstarf þeirra í verka- Iýðsfélögummi um kaupgjald og Önnur liagsmunamál, og má ekki gera það. Það er vissulega varlegast nú, fyrir verkalýðssamtökin, að vera við öllu b.úin og komi tfl ofsókna á kjör verkalýðsins, rjítur iflai farsð, el þau eru sundurleit, en séu liau heilsteypt og samhuga mun afturlialdið fara háðulega hrakför, ef það hættir sér út í árásir á verka- lýðinn. LUMA L JÓSAPERUR eru bæði ódýrar og góðar. Kauóf élag .Siglf irðinga Matvörudeild ★Frá bæjarstjórn. Fyrir nokkru kröfðust fulltrúar Sósíalistafl. fundar í bæjarstjórn, til að ræða hér vandamál útgerðarinnar. — Til þess var full ástæða, þar sem afli hefur verið góður, en bát- arnir ekki getað losnað við afl- ann. Engin aðstaða til að salta fisk og hraðfrystihúsin ekki starfrækt, milli þeirra og verka- kvenna kaupdeila, sem illt virð- ist að leysa. Bæjarstjórnarfundurinn kaus f jóra menn til að vinna að lausn kaupdeilunnar og ennfremur að því, að söltun á fiski geti hafizt. Nefndinni tókst að koma á samningum milli verkakvenna- félagsins og hraðfrystihússins, var samið um kr. 1,90 á tímahn (grunnk.) Áður var kaupið kr. 1,75. Þá skoraði nefndin á hafnarnefnd að 'láta nú þegar byggja hið fyrirhugaða geymslu hús við öldubrjótinn og leigja það til fisksöltunar. Hafnar- nefnd hefur nú samþykkt að byggja húsið og er þá bara eftir að sjá hvort lagst verður á þá samþykkt eins og svo margar aðrar. Bæjarstjóri er nýkominn úr sendiför til Reykjavíkur, sem hann fór til að útvega lán o..fl. Engin skýrsla hefur bæjar- stjórn borizt um förina og hefur þó verið fundur í Allsherjar- nefnd síðan bæjarstjóri kom. — Sennilega héfur árangur af för- inni verið heldur lítill, því síð- asta tölublað „Neista“ minnist ekki á hana. ★ Dómur fallinn.'Dómur er nú fallinn í máli rafveitunnar gegn Nýkomið: Rauð og hvít dömubelti, plastik. Kvenbuxur Sflkisokkar, margir litir Kjólaefni, (krep) margir litir. Golftreyjur væntanlegar með næstu ferð. Verzlunin TÚNGATA 1 Höjgaard og Schultz. Gerðar- dómurinn hvað upp úrskurð sinn nú fyrir nokkrum dögum og hljóðar hann* á þá leið, að firmað er sýknað af öllum kröf- um rafveitunnar, en sjálfum sér úrskurða hinir þrír gerðardóms- menn sér 36 þúsund krónur í ómakslaun. Kostnaður rafveit- unnar af máli þessu mun að öðru leyti vera annað eins eða meira. ★ Hirðuleysi. Eg var á gangi hér um daginn nú fyrir helgina, og kom á platningu Óskars Ilalldórssonar undir Hafnar- bökkum, var það ófögur sjón, sem við mér blasti. Platning með dekki mjög víða niður brotiir. En þarna rétt við er hús, sem bærinn á og leigt er út til íbúðar Eru þarna allmörg böm frá eins árs til fgrmingaraldurs. Væri full þörf á því að sú nefnd, sem þetta heyrir undir, sem er veganefnd, réði bót á þessu og það áður en slys verður að, og /þó nefndin sé sjaldan kölluð saman til fundar, þá hefur formaður nefndar- innar, sem er bæjarstjóri, fullt vald til framkvæmda á jafn nauðsynlegu verki sem þessu. Víðar mun viðhaldi söltunar- stöðva ábótavant í þessu efni, og ætti að taka þær allar til við- gerðar á kostnað eiganda, eins og heimild er til, ef þeir vilja ekki gera það sjálfir, og það áður en eitthvert barnið er dregið dautt upp úr sjónum af völdum trassaskapar í þessu éfni. Um dáleiðslu Gylta merkið (Reyfarinn) Álit hagfræðinganefndarinnar. Dalalíf Hjónalíf Á morgni atómaldar. Bókaverzl. Lárusar Þ.J. Blöndal Verkstæði og skrifstofa Túngötu 40 — Siglufirði. Sími 126. ★ TEIKNUM: Allskonar byggingar og gerimi áítlanir um fram- kvæmdir og kostnað. ★ BYGGJUM: íbúðarhús, verzhmarliús, verksmiðjur og tilsvar- andi mannvirki. ★ FRAMLEIÐUM: Glugga, hurðir og allskonar innréttingar. ★ ÚTVEGUM: Ymiskonar byggingarefni. Ef þér þUrfið á aðstoð okkar að halda viðvíkjandi framkvæmdum á komandi vori, þá vinsamlegast talið við okkur hið fyrsta. , > Virðingarfyllst SVEINN & GÍSLI H. F. NÝJAR BÆKUR R E G L U R mn fyrirfram innheimtu útsvara í Sigluf jarðarkaupstað. 1. gr. Sérhver útsvarsgjaldandi í Siglufjarðarkaupstað, sem gjaldskyldur er við aðalniðurjöfnun, og sem greiddi kr. 200,00 eða meira í útsvar síðastliðið ár, skal greiða upp 'i útsvar yfirstandandi árs, 40% af útsvarsupphæð þeirri, er honum bar að greiða næsta ár á undan, með gjalddögum 1. marz, 1. apríl og 1. júní, 10% af útsvari síðasta árs hverju sinni. 2. gr. Allar-greiðslur samkvæmt reglum þessum skulu standa.á heilum eða hálfum tug króna og þannig jafnað á gjalddagana, að allar greiðslurnar fjórar veroi samtals sem næst 40% af næsta útsvari á undan. 3. gr. Nú eru greiðslur samkvæmt reglum þessum ekki inntar af höndum 15 dögum eftir gjalddaga, og skal gjaldþegn þá greiða dráttarvexti af því, sem ógreitt er, 1% á mánuði eða hluta úr mánuði, er líður frá gjalddaga, unz greitt er. — Þó verður sá gjaldþegn ekki krafinn um dráttarvexti, sem greiðir að fullu framangreind 40% fyrir 10 maí. 4. gr. Nú er sýnt, að tekjur gjaldanda samkvæmt skattframtali, hafi verið a.m.k. 30% minni en árið áður, og skal þá lækka greiðslur hans samkvæmt reglum þessum hlutfallslega, ef hann krefst þess. 5. gr. Kaupgreiðendum ber skylda til að halda eftir af kaupi starfsmanna til útsvarsgreiðslna samkvæmt þessum reglum, á sama hátt og með sömu viðurlögum og gilda um almenna útsvars- innheimtu, með þeim breytingum, sem leiðir af ákvæðum 2. gr. — Kaupgreiðendum er og skylt að halda eftir útsvarsgreiðslum greiðsluskyldra fastra starfsmanna, sem þeir hafa greitt fyrir útsvar árið áður, án þess að tilkynna þurfi þeim sérstaklega, á annan hátt en með birtingu þessara reglna. 6. gr. Nú verður ljóst eftir aðalniðurjöfnun, að greiðslur sam- kvæmt reglum þessum nema hærri f járhæð en álagt útsvar, og skal þá endurgreiða það, sem ofgreitt hefir verið með % % vöxtum fyrir hvern mánuð eða hluta úr mánuði, sem upphæðin hefur verið í vörzlum bæjarsjóðs, eftir rétta gjalddaga. 7. gr. Að lokinni aðalniðurjöfnun skal dregið frá útsvarsupphæð hvers gjaldþegns, þar sem hann átti að vera búinn að greiða eftir i eglum þessum, og jafna þv'i, sem eftir verður, á lögákveðna gjalddaga, að viðlögðum gildandi sektarákvæðum og dráttar- vöxtum. — Það sem vangreitt kann að vera samkvæmt reglunum, má innheimta þegar í stað hjá kaupgreiðanda eða á hvern annan löglegan hátt, og ber að greiða af því dráttarvexti frá gjalddögum samkvæmt reglum þessum. 8. gr. Lögtak má gera fyrir vangreiddum útsvarsgreiðslum sam- kvæmt reglum þessum, eftir þeim ákvæðum, sem gilda um lögtak fyrir vangoldnum opinberum gjöldum. 9. gr. Bæjarstjórn auglýsir reglur þessar í blöðum bæjarins, en aðrar tilkynningar eða auglýsingar þarf ekki að birta gjaldendpm eða kaupgeiðendum. Reglur þessar, sem eru settar af bæjarstjórn Siglufjarðar sam- kvæmt 28. gr. laga nr. 66 frá 1945, birtast hérmeð öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli. Bæjarstjórinn í Siglufirði 12. febr. 1947. GUNNAR VAGNSSON TILKYNNIIVIG Búsettum körlum og konum í Siglufirði, sem hafa orðið 16 ára fyrir síðustu áramót, en ekki fyrir áramótin hafa náð 67 ára aldri, ber að greiða á bæjarfógetaskrifstofuna í Siglufírði nú þegar, sem fyrri greiðslu í almannatryggingasjóði 1947, sem hér segir: Körlum, kvæntum og ókvæntum, 200 krónur, ógiftum konum 150 krónur, og er þá gjald fyrir tryggingarskírteini, 30 kr. með- talið. Vanskil geta varðað réttindamissi til bóta eftir ákvæðum laga almannatrygginga. Siglfirðingar! Gætið þess, vegna yðar sjálfra og aðstandenda yðar að hafa tryggingu yðar jafnan í lagi. Sjúkdómar og slys geta skjótt að borið og er þá nokkur líkn að hafa trygginguna í lagi, ekki sízt fyrir aðstandendurna. Ekki fellur heldur skyldan niður til greiðslu iðgjalda, þótt tryggingin sé svo trössuð, að engar bætur fáist, svo að um er að gera fyrir hvern gjaldanda að greiða í gjald- daga. (Árlega í janúar fyrri greiðslu og á manntalsþingi síðari greiðslu.) ATVINNUREKENDUM er skylt að greiða í þessum mánuði um- rædd gjöld þeirra, er hjá þeim vinna, enda mega draga þau frá vinnukaupinu. ATVINNUREKENDUR! Jafnt stofnanir sem einstaklingar. Þér getið orðið skaðabótaskyldir um stórar upphæðir, ef þér standið ekki skilvíslega eftir tryggingalögunum skil á gjöldum þeirra, er hjá yður vinna. Skrifstofu Siglufjarðar, 30. jan. 1947. GUÐM. HANNESSON

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.