Mjölnir


Mjölnir - 22.10.1947, Side 1

Mjölnir - 22.10.1947, Side 1
£tylufya?Íatl>íc sýnir miðvikúdag, fimmtudag og föstudag kl. 9: 1STJQRNULEIT Bráðskemmtileg cnsk söngva- mgiul. - Áðalhlutverk: LENI LYNN — WíLL FYFFE JACKIE HUNTER Elliði, hinn nýi togari bæjar- ins, lagðist fánum skreyttur að bryggju á Siglufirði kl. 6 síðd. á sunnudaginn. Islenzki fáninn heilsaði honum frá hverri flagg- stöng bæjarins, og þó rigning væri og kalsi var Hafnarbryggj- an þéttskipuð fólki, sem þangað var komið til að fagna togar- anum, og bjóða hann velkominn. Giskað er á, að þar háfi verið allmikið á annaðþúsund manns. Móttökuathöfnin hófst með því, að karlákórinn V'isir söng heillakvæðið „Velkominn Elliði,“ sem Hannes Jónasson hafði ort í tilefni af komu skipsins, og birt er hér á forsíðu blaðsins. — Þá flutti forseti bæjarstjórnar, Gunnar Jóhannsson, ræðu og er hún birt á 3. síðu blaðsins í dag. Á eftir ræðu Gunnars söng karla kórinn: „Siglufjörður“ eftir Bjarna Þorsteinsson. Þá tók bæjarstjórinn, Gunnar Vagns- Eiliða Skipstjóri: Vigfús Sigurjónsson Stýrimenn: 1. Sigurður Þorgr'ímsson 2. Svavar Tryggvason Vélstjórar: 1. Skarphéðinn Jósefsson 2. Atli Halldórsson 3. Ingólfur Níelsson Bátsmaður: Þorsteinn Bárðarson Lof tskey tamaður Jón Mýrdal Bræðslumaður: Sigurjón Björnsson Iíyndarar: Haukur Oddsson Haukur Magnússon Matsveinar: Ingveld Andersen Rósmundur Guðmundsson Hásetar: Alexander Helgason Angantýr Einarsson Axel Þorkelsson Einar Sigurjónsson Erlingur Klemensson Felix Einarsson Guðjón Eggertsson Guðni Gestsson Gunnar Jóhannsson Gunnlaugur Einarsson Halldór Pétursson Hilmar Rósmundsson Ingimundur Sæmundsson Jón Sigurðsson Júlíus Þorkelsson Páll Fálsson Rögnvaldur Rögnvaldsson Sigurður Kolbeinsson Sverrir Guðmundsson Miðvikudagiun 22. október 1947. 39. tölublað 10. árgangur g móttaka Ellida SI.1 son til máls. Lýsti hann með nokkrum orðum lífs- baráttu mannsins frá upphafi og þeirri þróun í uppfinningu fram- leiðslutækja, sem átt hefði sér stað á æfiskeiði mannkynsins. Gerði hann samanburð á hinum fyrstu ófullkomnu verkfærum frummannsins og hinu hugvits- samlega og stórvirka fram- leiðslutæki, sem bæjarbúar væru nú að veita móttöku. Bauð hann skipið velkomið til Siglufjarðar og óskaði skipstjóra og allri skipshöfn allra heilla 'i starfinu. Að ræðu hans lokinni söng karla kórinn „Eg vil elska mitt land“, eftir Bjarna Þorsteinsson. Að síðustu hrópaði mannf jöld inn ferfallt húrra fyrir Elliða. Kl. 8,30 um kvöldið hafði bæj- arstjórn kaffisamsæti í Sjó- mannaheimilinu fyrir skipshöfn togarans, togaranefnd, hafnar- néfnd, stjórn skipstjórafélags- ins, stjórn útvegmasnnafélags- ins, stjórn Þróttar, Karlakórinn Vísir, opinbera embættismenn og fl. (Framhald á 4. síðu) Politísk morð í Grikklandi Leppstjórn Bandaríkjanna í Grikklandi hefir nýlega látið taka af lífi 35 menn, sem sak- aðir voru um kommúnistiskar skoðjanir og samband við frelsis- hreyfinguna. Leppstjórnin hefir tilkynrit, að slíkum aftökum verði haldið áfram á næstunni Vísitalan 325 stig. Vísitala októbermánaðar liefir nú verið reiknuð út og er hún 325 stig. Hefir vísitalan því liækkað um 13 stig síðan liún var síðust reiknuð út. Harðar umræður á Alþingi um flug- vallarsamninginn Áki Jakobsson flytur þings- ályktunartillögu í sameinuðu Alþingi þess efnis, að ríkisstjórn in gangi eftir því, að Banda- ríkin haldi ákvæði samningsins um Keflavíkurflugvöllinn. Fylg- ir þingsályktunartillögu Á'ka ýtarleg greinargerð, þar sem sýnt er fram á, að íslenzka ríkis- stjórnin hafi alveg látið undir höfuð leggjast að ganga eftir því, að þau ákvæði samningsins, sem eiga að tryggja rétt Islend- inga, séu haldin. Háfa orðið um þetta mjög harðar umræður á Alþingi und- anfarna daga og hefir stjórnin reynt að verja framkomu sína í flugvallarmálinu, en farið hin- ar mestu hrakfarir. Hefir Bjarni Benediktsson orðið að viður- kenna, að allt sé rétt sem Áki hefir haldið fram í umræðunum og greinargerð tillögunnar, og að Bandaríkjaliðið á flugvellin- um hafi þrásinnis brotið lög á Islendingum án mótmæla rí'kis- stjórnarinnar. Verður nú fróðlegt að sjá, hvort stjórnarliðið treystir sér til augljósrar þjónustu við Bandaríkin að fella þessa þings- ályktunartillögu, þrátt fyrir þær játningar, sem það hefir neyðst til að gera í þessum umræðum á Alþingi. VELKOMINN ELLIÐI Elliði, velkominn hingað til hafnar, heilsar þér lýður með fagnaðarsöng. Fóru um þig mjúklega faðmlögin drafnar? Féll þér vel skriðið í bylgnanna þröng? Þáttur einn ertu í f arsælli f ramtíð, faðma þig vonir um batnandi hag, vertu til blessunar sérhverri samtíð, sólgeisli bæjar hvern einasta dag. Heillir þér fylgi um hafið ið breiða, hrynjandi öldur ei færi þér grand, fá þú, um ártugi, götuna greiða gjafmildu af hafi, að bryggju við land. H. J. Fáheyrð vesalmennska valdhafanna Kosningasigur kommúnista í Frakklandi Sósíaldemókratar vinna einjnig nokkuð á — Afturhaldið sameinast í breiðfylkingu de Gaulles. — Kommúnistar og sósíaldemókratar liafa samanlagt 50,1% greiddra atkvæða. Ríkisstjórnin gripin pólitísku ofsóknaræði vegna hrakfara sinna í viðureigninni við sósíalista. Bjarni Benediktsson, utan- ríkisráðherra, hefir vi'kið Lúð- v'ík Jósefssyni úr samninga- nefnd utanríkisviðskipta, án þess að færa fram nokkra ástæðu. , Er þetta augljóslega gert í hefndarskyni vegna hinna herfi- legu hrakfara hrunstjórnarinn- ar í viðureigninni við sósíalista undanfarna mánuði. Mikil má vanmáttarkennd óstjórnarinnar vera orðin, og mikil er vesalmennska þeirra manna, sem nota valda-aðstöðu sína til jafn auðvirðilegra Jónas héfir að undanförnu flutt útvarpsþáttinn „Heyrt og séð“ við miklar vinsældir hlust- enda. Ástæðan fyrir þessu banni á Jónasi mun vera það, að þann 5. okt. sl. flutti hann í útvarpið hlutlausa frásögn af því, sem hann heyrði og sá við heimsókn á Keflavíkurflugvellinum þá fyrir skömmu. Ekki var reynt með einu orði að færa fram nokkra ástæðu fyrir þessu banni eða gagnrýna erindi Jónasar. Er því hér einnig um augljósa hefndarráð- stöfun að ræða. Ríkisstjórninni hefndarráðstafana gegn pólitísk um andstæðingum og þessi brott vikning er- Bann gegn „óamerískri starf- semi‘‘ í útvarpinu? Ennfremur hefir meirihluti útvarpsráðs nýlega samþykkt eftir kröfu hrunstjórnarinnar; að Jónasi Árnasyni blaðamanni við Þjóðviljann, skuli fram- vegis bannaður aðgangur að út- varpinu. er sýnilega mjög illa við svo „óameriska starfsemi“ sem hlutlaus fréttaflutningur frá Keflavíkurflugvellinum er. Þar virðist komið við ákaflega við- kvæman blett á henni. Þetta bann á hinum vinsæla erindaflutningi Jónasar Árna- sonar er enn ein staðfesting á því, hv'ílík andleg druslumenni skipa nú æðstu valdastöður landsins. Bæjarstjórnarkosningar fóru fram í norður- og miðhluta Frakklands og öllum stórbæjum landsins s. 1. sunnudag (19. okt) Úrslitin sýna mikla fylgis- aukningu kommúnistaflokksins. Fékk hann 30,6% greiddra at- kvæða, en hafði við síðustu þing kosningar 28% ; hefir því aukið fylgi sitt um rösklega 9%. — Sós'ialdemókratar fengu 19,5% en höfðu áður 18%, svo þeir hafa einnig unnið nokkuð á, en þó ekki eins mikið og komm- únistar. Breiðfylking afturhalds ins undir forustu hins hálffas- istíska foringja, de Gaulle (Hitlers Frakklands) safnaði að sér mestu af hægri flokka fylg- inu, svo að sumir gömlu borg- araflokkarnir, sem þó komu fram sjálfstætt í kosningunum, eins og flokkur Bidaults og hinn svonéfndi Róttæki flokkur, þurk uðust næstum því út. Flokkur Bidaults var við síðustu þing- kosningar, næststærsti flokkur landsins; hafði þá 26% atkvæða en fékk nú aðeins 9,5%. — Breiðfylkingin fékk 38,4%- Kosningabaráttan var einhver sú harðasta, sem verið hefir í Frakklandi. Allir borgaraflokk- arnir einbeittu áróðri sínum gegn kommúnistum og huggð- ust hnekkja áhrifum hans. Það hefir þó algjörlega mistekizt, eins og úrslitin sýna. Þrátt fyrir það, að afturhaldið hafi þjapp- ast saman í breiðfyl'kingu de Gaulle, sem studdur er af Banda ríkjunum, sýna þó úrslit kosn- inganna, að straumurinn liggur til vinnstri 'í frönskum stjórn- málum. Franskir sósíaldemókratar eru nú staddir í allmikilli klípu. Þeir eiga um tvennt að velja: taka upp samvinnu við komm- únista eða halda sér að breið- fylkingu afturhaldsins og missa þar með allt fylgi meðal verka- lýðs og róttækrar alþýðu. Lík- legt þykir að þeir velji fyrri kostinn, með því að vinstri menn sem vilja samvinnu við komm- únista, eru í meirihluta í flokkn- um, eins og í ljós kom á s'iðasta flokksþingi. En foringjar flokks ins og ráðherrar hafa fram að þessu þverskallast við að fram- fylgja vilja meirihlutans, en Ieit- ar samvinnu við borgaraflokka. (Framhald á 4. síðu).

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.