Mjölnir - 22.10.1947, Page 4
39. tölublaið
10. árgbmgur
Miðvikudaginn 22. október 1947
1 ÞAKKARÁVARP
Innilegasta þakklæti færum við öllum þeim, sem heiðruðu
okkur á silfurbrúðkaupsdegi okkar þann 8. þ.m. með skeytum,
gjöfum og lilýjum kveðjum. — Guð blessi ykkur öll
Siglufirði, 10. okt. 1947
ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR JAKOB EINARSSON
BÆJARSTJðRNARKOSNINGAR I RDM
Afturhaldið sameinast. Alþ.fylkingin heldur velli
Við bæjarstjórnarkosningar,
sem fram fóru þ. 12. þ.m. fékk
Alþýðufylking kommúnista og
vinstri sósíaldemókrata 208
þús. atkvæði og 37 fulltrúa,
flokkur de Gasperis, kristilegir
demókratar, 204 þús atkvæði og
37 fulltrúa, en aðrir flokkar
sáralítið fylgi, eða 6 fulltrúa
samtals.
Mjög eftirtektarvert við
þessar kosningar er það, að
aðalafturhaldsflokkurinn hefir
sópað til sín fylgi hinna smærri
afturhaldsfloikka, þar á meðal
mestöllu fylgi hægri sósíaldemó-
krata, Sagratflokksins svo-
nefnda, sem er n'ánast sams-
konar flokkur og Alþýðuflokk-
urinn hér (með baráttu gegn
kommúnistum olfarlega á dag-
skrá). Alþýðufylking kommún-
ista og vinstri sósíaldemókrata
Móttökuathöfnin
(Framhald af 1. síðu)
Gunnar Vagnsson, bæjarstjóri
setti samkomuna og stýrði
henni. Bauð hann gesti vel-
komna og tilkynnti að sú til-
högun yrði á samsætinu, að
frjálsar umræður yrðu undir
borðum en á milli ræðna óskaði
hann að fólk tæki lagið að góð-
um og gömlum sið.
Voru rnargar ræður fluttar
þarna og mikið sungið á milli.
Einnig söng karlakórinn Vísir
nokkur lög við ágætar undir-
teiktir. Þessir tóku til máls: Þor-
móður Eyóifsson, Ragnar Jó-
hannesson, Hannes Jónasson,
Eyþór Hallsson, Einar Ólalfsson
frá Hafnarfirði (afi Vigfúsar
skipstjóra), séra Öskar J. Þor-
láksson, Þórarinn Dúason, Vig-
fús Sigurjónsson skipstjóri og
Gunnar Jóhannsson.
Heillaóskaskeyti bárust frá
Verkamannafélaginu Þrótti —
Kvennadeildinni Vörn, Síldar-
verksmiðjum ríkisins og Skip-
stjóra- og stýrimannafél. Ægi.
Hannes Jónasson flutti Elliða
svohljóðandi árnaðarósk í
bundnu máli:
EUiða grandi ei Elli,
ungur sá verði lungur
sævar, um alla æfi,
aflstór í veðpatafli.
Ilorskar og harla röskar
hetjur, sumar og vetur,
stýri þeim stælta knerri,
stafnfríðum, alla jafna.
Afhenti hann bæjarstjóra vis-
una og skoraði á hina mörgu
og snjöllu hagyrðinga bæjarins
hefir samt haldið fyllilega velli
þrátt fyrir þennan samruna
afturhaldsins og vantar eins og
sést á fulltrúatölunni, lítið til að
hafa hreinan meirihluti í borg-
inni.
I Rómaborg og sumum suður-
héruðum Italíu á afturhadlið
sitt mesta fylgi- En í norður-
hluta landsins eru kommúnistar
og vinstri sósíaldemóikratar í
yfirgnæfandi meirihluta og er
nú talið sennilegt, að þessir
flokkar hafi öruggan meirihluta
þjóðarinnar að baki sér. Þing-
kosningar áttu að fara fram nú
í haust í Ital'íu en afturhald-
stjórn de Gasperi, sem studd er
af Bandaríkjunum, notaði sér
meirihluta í þinginu til að fresta
þeim til næsta árs, af ótta við
fylgistap.
að gera sína vísuna hver og
senda bæjarstjórn. Er ekki að
efa að margir munu verða við
þessari áskorun og mun Eiliði
því eignast með þessu skemmti-
legt vísnasafn næstu daga. —
Einnig las bæjarstjóri aðra
heillavísu til Elliða, sem borizt
hafði fyrr um daginn.
Eyþór Hallsson talaði af hálfu
togaranefndar. Sagði hann, að
af þeim mönnum, sem á einn eða
annan hátt hefðu stuðlað að
framgangi togaramálsins, ættu
Siglfirðingar Þórarni Olgeirs-
syni mest að þakka.
Samkomunni var slitið kl. 12
— Á mánudaginn kl- 1—6 síðd.
var togarinn til sýnis fyrir bæj-
arbúa og skoðaði hann mikill
f jöldi manns.
Kosningamar í Frakklandi
(Framhald af 1- síðu)
Eins og kunnugt er eru fransk
ir sósíaldemókratar þáttakendur
í ríkisstjóm í samvinnu við
ýmsa þá flokka, sem nú hafa'
farið verst út úr kosningunum.
Er sá stjórnargrundvöllur því
nú úr sögunni.
Sú samfylkins afturhaldsins
undir forustu hálf-fasistans de
Gaulle, sem nú á sér stað í
Frakklandi, getur að vísu þýtt
aukna hættu fyrir frelsi og fram
tíðarheill franskrar alþýðu. En
ef sterk samvinna tækizt milli
kommúnista og sósíaldemókrata
sem nú virðast hafa samanlagt
hreinan meirihluta þjóðarinnar
að baki sér, eftir úrslitum þess-
ara kosninga að dæma, ætti
þeirri hættu að vera bægt frá
fyrir fullt og allt.
Á sunnudaginn kemur, verður
kosið í þeim héruðum sem eftir
eru og getur sú kosning að vísu
raskað eitthvað heildarútkomu
flokkanna, en þó varla verulega.
Afmælisgjöf prinsins
!
Eftir ANTONY ARMSTRONG
í
„Spurðu mig ekki um það,“ sagði dísin
gremjulega. „Það varst þii, sem baðst um
hann.“
Rétt í þessum svifum var vúnkurinn í þann
veginn að greiða úr spurningunni, með því
að glefsa illilega. Það leit út fyrir að konung-
legur herbergisþjónn va'ri kjörréttur hans.
„Ég held ég geti ekki þolað hann,“ sagði
prinsinn og hörfaði í flýti nokkur skref aftur
á bak. „Ég vildi helzt óska,“ bætti hann við,
„að ég hefði aldrei beðið um hann.“
Eldsnöggt sveiflaði dísin stafnum og vúnk-
urinn var horfinn.
„Það hefir þú heldur ekki gert,“ sagði hún.
„En þarna fór reyndar önnur óskin þín,‘ bætti
hún við illhryssingslega. Jæja, áfram nú, það
er aðeins ein eftir. Óbeit hennar á Oddnefi
prins fór vaxandi.
„Nú, er það svo að skilja?“ spui’ði prinsinn
yfirlætislega.
„Já, einmitt þannig,“ svaraði dísin vonzku-
lega. „Jæja, flýttu þér nú svolítið!"
„Já, og ekki fleiri vúnka, drengur mmn,“ bætti
gamli kóngurinn við.
Oddnefur prins setti nú upp ákaflega lævís-
legan svip.
„Jæja, ertu tilbúin?" spurði hann um leið og
dísin hóf töfrastafinn á loft- „Ágætt, þá ætla
ég að biðja um þrjár óskir í viðbót.“
„Hvað er að tarna! Þetta er ekki heiðarlega
að farið!“ hrópaði gamla kóngurinn sárgramur,
en dísin varð orðlaus af undrun.
„Nú! Og því ekki það?“ spurði prinsinn kulda-
lega
„Svona nokkuð er ekki hægt að leyfa sér,
drengur minn. Slíkt hefir aldrei átt sér stað.
Afi þinn og amma mundu aldrei hafa gert
annað eins, þó að þau hefðu bæði mikil kynni
af dísunum. Ég hef meira að segja sjálfur einu
sinni þegar ég fór í gegnum töfraskóginn-----“
„Já, þakka þér fyrir,“ greip prinsinn fram í,
sem var búinn að heyra þessa skógarsögu ótal
sinnum.
„Þetta —þetta getur þú ekki gert! grenjaði
dísin öskuvond, þegar hún loks fékk málið, en
missti stjórn á skapi sínu.
„Jafnvel þó við sleppum loforði þínu,“ hóf
Oddnefur prins máls í lögfræðilegum tón, „sem
margir mundu telja siðferðilega bindandi, lít
ég svo á, að framkoma mín sé fulikomlega rétt-
mæt. Eða eigum við að spyrja ráðgjafann?11
Dísin sveifiaði töfrastafnum hamstola af
vonzku.
„Þarna!“ öskraði hún, ahtof æst Ul að sjá
fyrir afleiðingarnar. „Flýttu þér nú að koma
með næstu þrjár óskirnar. En þetta er í síðasta
sinn, sem þú færð gjöf frá mér.“
„Aðeins tvær óskir, mín kæra,“ leiðrétti prins-
inn elskulega og iðaði af ánægju, „þriðja ósk
mín verður auðvitað að biðja um þrjár óskir í
viðbót.“
„Æ, mikil ógn og skelfing er að heyra þetta!“
hrópaði gamli kóngurinn, bæði hræddur og undr-
andi. „Hvað þú getur verið líkur henni móður
þinni. — Heiðarleikahugmyndir hennar voru
einnig------“
„Mér finnst," sagði prinsinn við hina næstum
mállausu dís, að það hafi verið mjög hógværlega
gert af mér að biðja ekki nema um þrjár óskir
í viðbót. Eftir á að hyggja, þá held ég, að hin
fyrsta af hinum nýju óskum verði að fá upp-
fylltar fimmtíu óskir enn.“
Þegar dísin loksins gat komið upp orði, við
hafði hún slík ummæli um prinsinn, sem dömur
ættu aldrei að láta sér um munn fara- Hún
stappaði í gólfið og geysaði af svo mikilli heipt
og bar svo ört á, að veslings kóngurinn, sem
hafði misst konuna sína fyrir skömmu, sagði
óttasleginn og af gömlum vana að minnsta kosti
tvisvar sinnum: „Já, væna mín.“
Að lokum æpti d’isin heiptúðlega: „Þú skalt fá
eins margar óskir og þú vilt — því lofa ég — þú
munt sjálfsagt hafa af þeim mikla ánægju — en
það skal þó aldrei verða með minum vilja, litli
óþverralegi------“
Setningunni hefir hún lokið í dísalandi, því
hún hvarf með snöggum þyt, og hefir án efa
valdið þar með því einhverju uppnámi.
Kóngurinn og sonur hans stóðu þöglir
nokkra stund, eftir að dísin hafði yfirgefið þá.
Síðan sagði prinsinn hálfvesældarlega: „Heyrðu
— ég vildi óska, að ég hefði leitað álits ráð-
gjafans áður en ég gerði þetta.“
„Já, en þú gerðir það Iíka,“ svaraði kóngur-
inn. „Þú kallaðir á hann rétt áður en þú barst
fram þriðju óskina, og hann sagði að þetta væri
hægt, en ekki ráðlegt.“
„Já, ég gerði það reyndar," sagði prinsinn for-
viða. Ég hlýt að hafa gleymt þv’i. Nei, ég hef
ekki gleymt því. — En heyrðu, pabbi, þetta
var annars ósk og hún var uppfyllt.“
„Hvað var ósk, drengur minn?“ spurði vesal-
ings gamli kóngurinn alveg gáttaður.
„Þetta, sem ég var að segja, að ég vildi óska,
að ég hefði spurt ráðgjafann. Ég sé það, að ég
verð að vera ákaflega varkár.“ Og hann gekk út
þungt hugsandi.
Prinsinn rak sig á það margsinnis þennan
dag, að hann þurfti að gæta sín mjög vel. Því
það virtist svo, að dísin, til þess að ná sér niðri á
honum, hlustaði eftir hverri setningu hans, og
ef einhver leið væri að líta á hana sem ósk, að
uppfylla hana þá eins afkáralega og frekast
var unnt. — Til dæmis við morgunverðarborðið,
þegar talið barst að uppskeruhorfunum, og
hann sagði sem svo, að það væri óskandi, að
það fæ'ri nú að rigna, — þá fór að rigna heldur
betur, það vægast sagt fossaði niður vatnið og
inn í borðsalinn, svo hirðfólkið varð holdvott og
maturinn eyðilagðist að mestu leyti, áður en
hinn forviða prins gat stöðvað rigninguna.
Það góndu allir svo ólundarlega á prinsinn,
að hann vissi ekki hvað hann átti af sér að
gera, og óskaði þess í ógáti ,að hann væri kom-
inn eitthvað annað- En vegna þess ,að hann •
hafði í fátinu gleymt að tiltaka staðinn, var
hann allt 1 einu kominn, eins og hann stóð í
bezta skrúðanum sínum, í allra öþrifalegasta
staðinn í konunglegu svínastíunni.
Að nokkrum dögum liðnum var öll hirðin
orðin sammála um það, að fordæma þessa nýju
gjöf prinsins, þv'í það kom fljótt í ljós, að hún
bitnaði hreint ekki svo lítið á henni. Ehikanlega
varð feiti kammerherrann sárgramur, eftir að
vera einn góðan veðurdag fluttur skyndilega úr
hásætissalnum út í fjarlægan skóg, þar sem
prinsinn var á veiðum ,aðeins vegna þess, að
hans hátign hafði í einskæru hugsunarleysi látið
í ljósi ósk um „að kammerherrann, þessi gamli
fituhlunkur, væri kominn hérna, svo hann gæti
fengið tækifæri til að hlaupa af sér spikið.“ —
Dísin uppfyllti þessa ósk með svo miklum
flýti, að kammerherrann var kominn nógu
snemma til að heyra ummæli prinsins, og varð það
náttúrlega ekki til þess að bæta sambúðina
milli þeirra.
Auk þess að eiga þannig stöðugt yfir höfði sér
óvænta flutninga vegna gáleysisorða prinsins,
fannst hirðfólkinu lífið í höllinni verða stöðugt
hættulegra, sökum tilveru ýmsra undarlegra
dýra, sem prinsinn hafði skapað af eintómri
forvitni en gleymt síðan að láta hverfa. — Frh.