Mjölnir - 22.10.1947, Side 3
M J 0 L N I B
S
Gunnar Jóhannsson
Herra skipstjóri, aðrir yfir-
menn og skipverjar á togaran-
um Elliða!
í nafni bæjarstjórnar Siglu-
fjarðar býð ég ykkur velkomna
til bæjarins með hið nýja glæsi-
lega skip, togarann Elliða SI. 1.,
^em Siglufjarðarbær hefir fest
kaup á og gerður verður út af
honum.
Það er merkisdagur, dagurinn
í dag fyrir okkur Siglfirðinga. I
dag fögnum við komu fyrsta
togarans, sem Siglfirðingar hafa
eignast. Við komu þessa skips
eru tengdar miklar og bjartar
framt'íðarvonir, vonir um aukna
atvinnu fyrir sjómannastétt
i ..Sigluf jarðar og bættan hag þeim
"J til handa, jafnframt því, sem við
vonum að þetta skip verði til
þess að auka og glæða atvinnu-
líf bæjarbúa almennt og stuðla
að bættum þjóðarhag.
Það eru allmörg ár síðan fyrst
var rætt um nauðsyn þess að
auka hér útgerð og að sjálfsagt
væri að fá hingað einn eða fleiri
togara. Eins og oft vill verða,
þegar um nýmæli er að ræða,
} -'.voru menn ekki á eitt sáttir.
Margir töldu það hina mestu
fjarstæðu, að bærinn færi að
leggja í togarútgerð og enn aðr-
ir héldu því fram, að frá Norð-
urlandi væri ekkert vit í að gera
út togara. Um þetta má að sjálf
sögðu deila, en það er staðreynd
sem ekki verður á móti mælt,
að atvinnulíf okkar Siglfirðinga
hefir verið alltof einhæft. Við
’iiöfum of fá stór atvinnutæki,
önnur en síldarverksmiðjurnar
og svo sildarsöitunina. Fiski-
skip okkar hafa flest verið smá
og ófullkomin, þar til nú síðustu
árin, að bætzt hafa við flota
okkar nókkur góð skip, þar á
meðal tveir sænskir nýsköpunar
bátar.
Síldarútvegurinn tryggir okk-
ur mikla og góða atvinnu yfir
Vumarið, ef sæmilega veiðist, en
okkur hefur vantað og vantar
enn atvinnutæki, sem tryggt
geti íbúum bæjarins varanlega
atvinnu allt árið. Engin fram-
leiðslutæki eru líklegri til að
geta veitt fólkinu örugga af-
komu en togararnir. Þeir eru
íullkomnustu fiskiskip, sem enn
hafa verið smíðuð og munu
^erða það í nánustu framtíð. Á
peim á einnig að vera mest ör-
Vggi fyrir sjómennina.
Þv'i hefir verið haldið fram,
að erfitt myndi reynast að fá
tsxenn út á togara hér í Siglu-
Med komu togarans hefst nýr
þáttur í atvinnulífi bæjarins
Ræða Ounnars Jóhannssonar við komu togarans Elliða til Sigufjarðar 19. okt. 1947
firði. Eg tel þetta hina mestu
f jarstæðu, og það mun sýna sig,
að siglfirzlcir sjómenn munu
ekki verða eftirbátar stéttar-
bræðra sinna annarsstaðar, í
störfum á togurum, þegar þeir
hafa hlotið nauðsynlega æfingu
við starfið.
Við þrennar bæjarstjórnar-
kosningar hafa togarakaup til
bæjarins verið á dagskrá, en
eins og oft vill verða strönduðu
allar framkvæmdir í málinu,
ýmist fyrir áhugaleysi og ótrú
á málefninu eða fjárhagsörðug-
leika bæjarins. Fyrst eftir að
fyrrverandi ríkisstjórn var
mynduð, og þing og stjórn hófst
handa um hina margumtöluðu
nýsköpun, komst skriður á mál-
ið. Eins og mönnum er kunnugt
samdi fyrrverandi ríkisstjórn
um smíði á 30 nýjum togurum í
Englandi. Skyldu skipin seld
ýmist einstakhngum, hlutafé-
lögum eða bæjarfélögum. Bæjar
stjórn Siglufjarðar tók togara-
málið fyrir að nýju, og sam-
þykkti að sækja um til Nýbygg-
ingarráðs, að Siglufjarðarbæ
yrði úthlutað tveim togurum.
Það var mikil eftirspurn eftir
hinum nýjum skipum. Þjóðin
hreifst með nýsköpunaháform-
um r'íkisstjórnarinnar. Um-
sóknir komu frá öllum kaupstöð
um á landinu og nokkrum
smærri sjávarþorpum. Um tíma
leit jafnvel út fyrir, að við Sigl-
firðingar mundum engan togara
fá. En fyrir atbeina bæjarstjórn
armnar og annarra trúnaðar-
manna kaupstaðarins og vel-
unnara hans, og ekki sízt fyrir
ötula framgöngu þingmanns
okkar, Áka Jakobssonar, þá-
verandi atvinnumálaráðherra,
tókst að fá Nýbyggingarráð til
að úthluta Siglufjarðarbæ ein-
um af hinum nýju togurum.
Nú í dag fögnum við komu
hins glæsilega skips og bjóðum
það og skipshöfn þess velkomna
til hafnar í Siglufirði. Um leið
og við fögnum komu togarans
Elliða SI 1, vil ég vonast til
þess, að ekki líði mörg ár þar
til Siglfirðingar hafa eignast
annan togara í viðbót.
Við Islendingar eigum allt
okkaSf undir því, að við getum
hagnýtt okkur hin góðu fiski-
mið landsins, og það má ekki
koma fyrir að nein stöðvun verði
á útvegun nýrra og fullkominna
fiskiskipa. íslendingar eru að
sjálfsögðu minnugir þeirra
tíma, þegar þeir áttu engin skip
önnur en litla, opna róðrarbáta,
og gátu þv'í ekki hagnýtt sér hin
auðugu fiskimið sín vegna vönt-
unar á fiskiskipum, og urðu að
lifa við sult og seyru meðan út-
lendingar jusu upp milljónaverð-
mætum úr hafinu kringum Is-
land. Á þeim tíma var þjóðin
fátæk og lítils megandi, enda
kúguð og arðrænd af erlendu
valdi.
Nú hefur íslenzka þjóðin
‘fengið fullt stjórnarfarslegt
sjálfstæði- Öruggasta leiðin til
að vernda og efla það sjálf-
stæði er að skapa fólkinu í land-
inu trygga efnahagslega af-
komu og velmegun, en efnahags
leg afkoma Islendinga byggist
fyrst og fremst á auknum sjáv-
arútvegi, reknum með nýjum
og fullkomnum tækjum, sem
þjóðin á sjálf. Þess vegna verð-
um við íslendingar að leggja
höfuðáherzlu á það í atvinnu-
málum, að efla sjávarútveginn
og sjá honum fyrir hinum full-
komnustu tækjum, sem völ er á
á hverjum tíma, jáfnhliða þv'i,
sem við verðum að stefna að
því, að vinna úr sjávarafurðum
okkar seljanlegar og verðmætar
útflutningsvörur. Sú þjóð, sem
ekki setur sér stór verkefni að
vinna að, er í hættu stödd. Þá
er hætta á, að kyrrstaða og von-
leysi verði athöfnunum yfir-
sterkari. En það er engin
ástæða fyrir okkur Islendinga
að vera bölsýnir, heldur þvert á
móti. Aldrei hefir íslenzka þjóð-
- in haft aðra eins möguleika og
nú. Svo að segja í hverri viku
bætast ný skip í fiskiflota okkar.
Þessi glæsilegu framleiðslutæki
munu, ef rétt verður á haldið,
auka velmegun þjóðarinnar
stórlega, og það er þessi braut
nýsköpunarinnar, sem við eig-
um að fara, á sem flestum svið-
um, svo framarlega, sem okkur
á að takast að búa við stjórnar-
farslegt og fjárhagslegt 'full-
veldi.
Þessum fyrsta togara okkar
Siglfirðinga hefir verið valið
nafnið Elliði. Er það gamalt,
norrænt skipsheiti, auk þess
sem það er nafn eins fyrsta þil-
skips, sem Siglfirðingar áttu.
Mun það skip hafa komið hing-
að til fjarðarins um 1860. Það
var lítið skip, t'iu smálesta skúta
keypt í Danmörku eða Noregi.
Elhði reyndist hið bezta skip.
Um hann var þessi vísa kveðin:
Undir þéttum þegna krans
þohr skvettur lengi,
yfir grettan öldufans,
Elliði léttan stígur dans.
Er allmikill stærðarmunur
gamla Elliða og hins nýja, sem
við fögnum í dag, því hann er
að brúttóstærð 640 smálestir.
Þetta sýnir glöggt þá stórstígu
þróun, sem orðið hefir í útvegs-
málum íslendinga síðustu ára-
tugina.
I sögu Þorsteins Víkingssonar
er getið um skipið Elhða. Er sú
lýsing að ég tel einstök í sinni
röð. Þar segir meðal annars:
„Eigi þótti annað skip betra
en drekinn utan Elliðinn .... og
var Elhði því betri, að hann
hafði byr, hvert er hann vildi
sigla- Kunni hann nálega manns-
mál.“
Tel ég vel ef Elliði okkar
Siglfirðinga tekur í arf kosti
nafna sinna. Mættum við þá vel
við una.
Herra skipstjóri,
Vigfús Sigurjónsson!
Ég vil að lokum alveg sér-
stáklega óska yður, í nafni
bæjarstjórnar Siglufjarðar, til
hamingju með hið nýja skip,
sem yður hefir verið falin
stjórn á. Þér eruð yngstur
allra skipstjóra á togaraflota
íslendinga. Sem unglingur
völduð þér að Hfsstarfi starfið
!á sjónum, og hafið getið yður
hinn bezta orðstýr. Það er mitt
álit, að togaranefndin hafi vahð
rétt, þegar hún valdi yður sem
skipstjóra á togarann Elhða.
Það er meðal annars sönnun
þess, að við Siglfirðingar erum
ekki haldnir neinum fordómum
gagnvart æskunni, en á æskulýð
Islands veltur framt'ið lands
okkar. Það er hlutverk unga
fólksins að varðveita og bæta
þann arf, sem eldri kynslóðin
leggur henni í hendur. Ég hef
þá trú, að æska íslands sé starfi
sínu vaxin og muni margfalda
þann arf, sem hún fær í hendur.
Ég óska okkur Siglfirðingum
til hamingju með hið nýja skip.
Ég óska skipshöfn, yfirmönn-
um sem undirmönnum, th ham-
igju með starf sitt á skipinu,
og þess vildi ég sérstaklega óska
að sambúð yfirmanna og undir-
manna verði með ágætum. Ham-
ingja og heill fylgi störfum
ykkar á hafi úti sem í höfn.
AUar góðar vættir fylgi skipi
og skipshöfn á komandi tímum
og forði þeim frá slysum og
hættum. Undir þessa ósk mína
munu allir Siglfirðingar taka af
heilum hug.
Drengjamót J. B. S.
var haldið á íþróttavellinum 9. sept. 1947 fyrir
drengi á aldrinum 10—14 ára. Stjórnendur voru
Bragi Friðriksson og Jón Ólafsson. Úrslit urðu:
40 m. hlaup:
1. riðill:
1. Eiður Indriðason .... 7,1 se'k.
2. Kári Jónsson....... 7,2 —
3. Egill Jóhannsson .... 7,8 —
2. Riðill:
1. Bragi Guðmundsson 7,0 sek.
2. Pétur Pétursson .... 7,4 —
3. Lúðvík Albertsson 7,4 —
3. riðill:
1- Heiðar Þorsteinsson 7,2 sek.
2. Haukur Jóhannsson 7,3 —
3. Ivar Kristmundsson 7,8 —
4. Jón Sæmundsson .... 8,3 —
Milkriðill:
1. Haukur Jóhannsson 7,0 sek.
2. Pétur Pétursson .... 7,0 —
3. Kári Jónsson ..... 7,2 —
Úrslit:
1. Heiðar Þorsteinsson 6,9 sek.
2. Bragi Guðmundsson 7,0 —
3. Eiður Indriðason .... 7,1 —
4. Haukur Jóhannsson 7,1 —
Laugstökk
1. Heiðar Þorsteinsson 3,71 m.
2. Eiður Indriðason .... 3,30 —
3. Bragi Guðmundsson 3,17 —
4- Lúðvík Albertsson 2,87 —
5. ívar Kristmundsson 2,68 —
6. Jón Sæmundsson .... 2,66 —
7. Egill Jóhannsson .... 2,52 —
300 m. hlaup
mín.
1. Bragi Guðmundsson 1.54,5
2. Heiðar Þorsteinsson 2.15,0
3. Eiður Indriðason .... 2.07,2
4. Haukur Jóhannsson 2.07,8
5. Pétur Pétursson .... 2.11,0
6. Ivar Kristmundsson 2.11,6
7- Lúðvík Albertsson 2.11,7
8. Kári Jónsson 2.13,3
9. Egill Jóhannsson 2.14,6
10. Jón Sæmundsson 2.15,0
I næsta blaði birtist sltýrsla
um úrslit í frjálsíþróttakeppni
Siglfirðinga og Þingeyinga, sem
fram fór á Laugum 27. sept. s.l.
Sextugsafmæli
Jóhann Landmark, Hafnar-
götu 10, á sextugsafmæli í dag.
Jóhann er norskur að ætt, en
tók sér búsetu hér árið 1915.
Stundaði hann fyrst síldarsölt-
un en allmörg hin síðari ár hefir
hann starfað við trésmíði, mest
hjá Síldarverksmiðjum ríkisins.
Er Jóhann hinn bezti sam-
starfsmaður, léttur í lund og
trygglyndur, en ákveðinn ef því
er að skipta.
Vil ég óska honum gæfu og
gengis á óförnum árum, sem ég
vona ,að verði bæði björt og hlý.
Siglfirðingur
Bæja- og sveitastjórna-
kosningar
fóru fram í Noregi sJ. mánu-
dag. Úrslit eru enn ókunn, en
eftir þeim fregnum, sem borizt
hafa, virðast hægri menn hafa
unnið á, en kommúnistar tapað.