Mjölnir


Mjölnir - 22.10.1947, Blaðsíða 2

Mjölnir - 22.10.1947, Blaðsíða 2
s MJÖLNIG Pegar viðjar fordóma og haturs hefta skynsemina AUGLÝSING nr. 18 1947 frá skömmtunarstjóra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afliendingu vara liefur Viðskiptanefndin samþyMít að gera þá breytinjgu á inn- kaupaheimild stofnauka nr. 13, að eftirleiðis skuli verzlunum lieimilt að afhenda út á liann efni og tillegg samsvarandi því, sem þarf til þess ytri fatnaðar, sem heimilt er að selja gegn stofnauka nr. 13, fyrir allt að krónum 359.00 gegn heilum stofnauka eða krónum 175.00 gegn hálfum stofiKauka, miðað við smásöluverð- mæti, að {iví tilskyldu, að verzlunin geri sérstök skil á þessum stofnauka til skömmtunarskrifstofu ríkisins eða trúnaðarmanni hennar, og Iáti fylgja þeirri skilagrein nótu yfir liið selda efni og tillegg, kvittaða af kaupandja. ....... Gegn stofnauka no. 13 til skömmtunarskrifstofunnar eða trúnaðarmanni hennar, skal vera lieimilt að afhenda vcrzluninni sérstaka innkaupaheimild fyrir vefnaðarvörum til jafns við það smásöluverðmæti er mnrædd nóta greinir, enda sé nótan tekin gild af skömmtunarskrifstofunni eða trúnaðarmönnum hemiar. Reykjavík, 17. október 1947 SKÖMMTUNARSTJÓRINN AUGLÝSING nr. 17 1947 frá skömmtunarstjóra Samkvæmt lieimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkmi á sölu, dreifingu og afhendingu vara hefur Viðskiptanefndin samþykkt að heimila skömmtunar- skrifstofunni að gefa iit skiptireiti fyrir stofnauka nr. 13, þannig, að afhentir verði tveir skiptireitir með árituninni „% stöfnauki nr. 13-“ Skiptireiti þessa skal heimilt að afhenda hvort heldur er verzlunum eða einstaklingum, gegn skilum á stofnauka nr. 13, tvo reiti fyrir hvern stofnauka. Reykjavík, 17. október 1947. SKÖMMTUN ARST J ÓRINN MJÖLNIR — VIKUBLAÐ — . . títgefandi : Sósíalistafélag Siglufjarðar Símar 19't og 210 Blaðið kemur út alla miðvikudaga. Áskriftargjald kr. 20,00 árg, Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Guðlaugsson Afgreiðsla Suðurgötu 10. SiglufjarllarprenlsmiSja h. f. Elliði Á sunnudaginn lagðist hinn nýi togari bæjarútgerðar Siglu- fjarðar, Elliði, í fyrsta sinn að hryggju á Siglufirði. Þetta er fyrsti togarinn, sem Siglfirðingar eignast og fyrsti togarinn, sem héðan verður gerður út. Það er því fyllilega réttmætt að segja, að koma þessa glæsilega skips marki tímamót í sögu bæjarins. Nýr þáttur er að hef jast í athafna- lífi hans: togaraútgerð. Miklar vonir eru tengdar við þennan atburð. Siglufjörður er mikill starfs og athafnabær. — Hvergi á fslandi mun vera aflað jafnmikilla verðmæta fyrir þjóðarbúið og liér á Siglufirði, að tiltölu við fóllcsfjölda. Og tæpast mun sá bær finnast hér á landi, þar sem jafnmikill liluti íbúanna vinnur við arðskapandi framleiðslustörf yfir sumartím- ann og hér. En samt sem áður stendur enjnþá ófyllt skarð í athafnalífi bæjarins. Atvinnuleysið herjar enn á íbúana á hverjum vetri. Vinnan við síldveiðarnar er aðeins árstíðarvinna. Fram- leiðslan þarf að verða f jölbreytt- ari. Siglfirðingar þurfa að ein- beita sér að því að fylla þetta skarð á sem skemmstum tímía. Að því ættu allir bæjarbúar að geta stuðlað af fremsta megni, án flokkadrátta. Hér þarf að rísa upp fiskútgerð og verk- smiðjuiðnaður í sambandi við sjávarútveginn, sem starfrækt- ur yrði allt árið og ekki sízt á veturna. Nýi togarinn á að geta fyllt þetta skarð að nokkru, þó miklu þurfi þar við að bæta. Auk þeirra siglfirzku sjómanna, sem vinna á skipinu, mun verða nokkur vinna í landi í sambandi við útgerð lians. Koma togarans Elliða er vissu lega merkilegur og gleðilegur viðburður í sögu bæjarins, og munu árnaðaróskir allra bæjar- búa fylgja honum og skipshöfn hans, er hann leggur upp í sína fyrstu veiðiför, og ævinlega. BRÆÐSLUTÆKI ELLIÐA eru smíðuð af vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík. Voru þau tekín um borð um daginjn, er togarinn fór til Hafnarfjarðar. Er nú imnið af kappi að því, að setja tækin niður og mim það sennilega taka 1—2 vikur. Það virðist hafa farið illa i taugarnar á Vilhjálmi Sigurðs- syni sumt af því, sem ég sagði 'i stuttu ávarpi á skemmtikvöldi Sósíalistafél. í sumar og birt var í Mjölni 17. sept. Það er nú svo, að því fleiri ritsmíðar um stjórnmál, sem ég sé öftir V.S., því sannfærðari verð ég um það, að sú tilgáta sé rétt, sem ég setti fram hér í blaðinu í sumar, sem sé að V.S. sé á rangri hillu í afskiptum sínum af stjórnmálum, honum færist betur að gegna öðru hlut- verki. Síðasta greinin hans er þó bezta sönnunin um þetta ,því að í henni gætir slíks barnaskap ar og óvitaháttar um þau mál, sem hann kýs að ræða, að vart munu dæmi slíks finnast. Ekkert atriði í ávarpi mínu hrekur hann, en varpar fram fáeinum spurningum, svo sem honum er tamt, og er furða, að hann skuli ekki vera fróðari svo mikið sem hann spyr. Annað- hvort er, að honum er aldrei svarað eða þá að honum gengur illa að festa sér svörin í minni og læra af þeim. Fyrirsögnin ber það með sér, að hann hefur veitt þeim orð- um mínum athygli, að nú dimmdi að fyrir alþýðu landsins, og er það í sjálfu sér viðingar- vert, að hann skyldi velja grein sinni þessa fyrirsögn, því að með henni viðurkennir hann það að til séu íslenzkir menn, sem lifa í skugga þeirra óheillaafla, sem með völdin' hafa ‘farið og fara enn og mestu hafa ráðið um afkomu og lífskjör almenn- ings í landinu. Það er staðreynd, sem ég hef viðurkennt og V. S. líka nú síðast, að á Islandi lifa menn og konur í dimmum skugga þess hagkerfis, sem læt- ur það líðast að fáeinir menn safni gróða, sem ekki skiptir milljónum, heldur hundruðum milljóna á ári, meðan fram- leiðslustéttirnar eiga við alls- kyns örðugleika að etja og lífs- kjör verkalýðsins rýrna, m- a. vegna arðráns hinna fáu arð- ræningja. Og þessi skuggi virð- ist ekki minnka heldur vaxa vegna hinna heimskulegu að- gerða, sem núverandi ríkisstjórn grípur til í sínum fálmkenndu tilraunum til þess að sýnast vera að stjórna. V. S. beindi til mín nokkrum spurningum varðandi það, að ég sagði að kreppa vofði yfir Bandaríkjunum. Eg hef verið' í vafa hvort ég ætti að vera að eyða tíma og rúmi í það að svara þessu, m. a. vegna þess að ég stórefast um, eftir spurn- ingunum að dæma, að V. S. beri nokkurn skilning á það hvað kreppa sé í raun og veru. Eg mun því ekki svara þeim beint nú og ekki fyrr en ég sé ein- hver deili þess hjá V. S. að hann viti hvað kreppa er. Hinsvegar get ég sagt honum það, að mín skoðun er sú, að lausn kreppu hlyti fremur að vera léttir en byrði á almenningi, þar sem ég álít að kreppa sé byrði, sem al- menningur er dæmdur til að bera vegna hinna miskunnar- lausu og kröfuhörðu sérrétt- inda, samkeppni og arðráns auð- stéttarinnar, sem á alla s'ina til- veru fólgna í því hagkerfi, sem V. S. og hans sálufélagar berj- ast um á hæl og hnakka að við- halda. Eg get líka sagt honum það og bi'ð hann að festa sér í minni, ef hann getur, að ég álít að fyrstu aðgerðirnar, sem sósíalisminn myndi beita gegn kreppunni, væru þær, að af- nema eignarrétt fjögurra pen- ingafursta á 60% þjóðarauðs Bandaríkjamanna. En þessi 60% skiptast þannig á milli þeirra: Morgan 30%, Rockefell- er 15%, Du Pont og Mellon 10—15%. Þessir einvaldsherrar í atvinnulífi bandarisku þjóðar- innar, ásamt öllum þeim mikla fjölda smærri auðhringa, sem fá óáreittir að þrífast í Banda- ríkjunum, þeir eru eflaust aðal- rótin, sem kreppan vex upp áf. Eg mun svo ekki frekar ræða um kreppuna við V. S. fyrr en ég veit að hann hefur fengið betri skilning á henni. Eg get vel bent honum á félaga í leit hans að fræðslu um þetta ein- kennilega fyrirbæri, kreppuna. Það er alþm. og fyrrv. ráðherra Ásgeir Ásgeirsson. Hann var eitt sinn svo fáfróður um þetta fyrirbæri kapítalismans, að hann lýsti því yfir ’í útvarpi, að kreppan væri eins og vind- urinn, það vissi enginn hvaðan hún kæmi né hvert hún færi. Kannske hefur Ásgeir vitkast westra og getur orðið V. S. leið- beinandi og miðlað af reynslu sinni í þessu stóra vandamáli, og færi vel á því. Það er skopleg og raunaleg saga, að tvö af blöðum Sjálf- stæðisfl, skuli eiga að aðalhjálp- arhellum menn, sem eiga upp- hafsstafina V.S. — Siglfirðingur Vilhjálm Sigurðsson og Morgun blaðið Valtýr Stefánsson. Báðir virðast þessir menn eiga það sameiginlegt, að hefta sína takmörkuðu skynsemi i viðjar blinds haturs og fordóma um stjórnmálastefnu og menn, sem samkv. landslögum eiga full- kominn tilverurétt og hafa þýð- ingarmiklu hlutverki að gegna í því þjóðskipulagi sem við búum við. Það er e-t.v. ekki undarlegt þótt þessir viðjar herji svo að Valtý Stefánssyni, að skynsem- in fái ekki að gegna hlutverki s'inu í jafn ópólitízku máli og landafræði, — hann er búinn að vera heftur í þeim svo lengi, en það er furðulegt að ungur mað- ur eins og V. S. Siglfirðings, skuli láta þessar viðjar hefta sína skynsemi, svo að hann sjái ekki hinar raunverulegu hliðar hlutanna. En það virðist hann alls ekki gera. Hann talat^um kosningar hinna nýju lýðræðisríkja Austur Evrópu. Þar séu svo og svo margir sviptir kosningarétti. — Viðjar fordómanna hefta svo skynsemi hans, að hann sér ekki að þeir, sem sviptir eru kosn- ingarétti voru menn tilheyrandi hinum fordæmda nasisma. Hann sér ekki heldur það, að í hinu lofsungna lýðræðisríki borgar- anna, Grikklandi, voru þús. og tugir þúsunda verkalýðssinna og andfasista teknir fastir eða líflátnir án dóms og laga — hann sér heldur ekki, að í höfuð- vígi kapítalismans, draumalandi íhalds og fasista, Bandaríkjun- um, eru 13—14 milljónir svert- ingja mannréttindalausir og sett ir untangarðs í þjóðfélaginu. Eg held að réttara væri fyrir V.S. Siglf. að reyna að losa sig úr þessum viðjum áður en hann skrifar næstu grein sína; hann mætti einnig láta víti V.S. Morg- unblaðsins sér að varnaði verða. E. M. A. NYKOMIÐ: Plastic efni Inniskór (kvenna) Aðalgata 34 h.f. Ilún er komin bókin sem allir þrá að lesa: Kona var mér gefin Sá sem kýs sér stórbrotna, ör- lagaþrungna og viðburðarríka skáldsögu, lætur ekki þessa bók fara fram lijá sér. BÓKAVERZLUN LÁRUSAR BLÖNDAL

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.