Mjölnir


Mjölnir - 14.01.1948, Blaðsíða 1

Mjölnir - 14.01.1948, Blaðsíða 1
i i Verkakvennafélagið „Brynja“ gengst fyrir leikfimikennslu. — Þær félagskonur, er taka vilja þátt í kennslunni gjöri svo vel að tilkynna þútttöku frú Björgu Guðmundsdóttur, Aðalgó'tu 15 fyrir 18. þ.m. NEFNDIN Jólagjöf ríkisstjórnarinnar til launastéttanna Það var myndarlega af stað farið hjá ríkisstjórn og Alþingi með jólagjöfina, sem þessir aðii- ar sendu launastéttum landsins. Með einni lagasetningu, sem drifin var í gegn um þingið á 2—3 dögum voru launastétt- irnar rændar að minnsta kosti um 50 millj. kr. af árslaunum ft sínum, miðað við vísitölu des- embermánaðar. Það mátti öllum verkalýð vera ljóst að með myndun nú- verandi stjórnar myndu verða gerðar hatrammar árásir á lífs- 'kjör fólksins í landinu. Til þess fyrst og fremst var stjórnin mynduð, enda hefur allt hennar starf miðað við það að draga úr atvinnunni í landinu og stöðva i nýsköpun fyrrverandi stjórnar. Sú hlið, sem að okkur Siglfirð- ingum snýr með stöðvun nýsköp unarframkvæmda, er mjög at- hyglisverð. Búið var að afgreiða þrenn lög um byggingu nýrra verksmiðja hér. Timnuverk- smiðju ríkisins, niðursuðuverk- smiðju og lýsisherzlustöð. Öil þessi lög voru fram borin af þá- verandi atvinnumálaráðherra, • Áka Ja'kobssyni. Búið var að skipa í stjórnir hinna væntan- Tveir mektarmenn - tvær iélegar ræður Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson og Stefán Jóhann Stefánsson, forsætisráðherra, fluttu báðir ræður í útvarpinu nú um áramótin. Báðar voru ræðurnar nauðaómerkilegar. — Ræða forseta var innihaldslaust rabb um allt og ekki neitt. Þó leyndi sér ekki andúðin í garð verkamanna er hann fór að tala um háa kaupið og vinnusvik. Forseti mælti af mikilli samúð i garð CocaiCola stjórnarinnar og taldi réttilega núverandi ríkisstjórn arftaka hennar, bað hann landsfólkið að vera misk- unnsamt í dómum um núverandi ríkisstjórn, hefur sennilega rennt grun í, að ríkisstjómin ætti litlum vinsældum að fagna. Hinn sjálfglaði Stefán flutti lofgerðarrollu um ríkisstjórnina og sjálfan sig, helzt taldi hann ríkisstjórninni til gildis, hve mikla umhyggju hún bæri fyrir launþegum, um rök fyrir þessu fór eins og efni standa til. Það verður ekki sagt með réttu um Setefán Jóhann, að honum sé klígjugjarnt. legu fyrirtækja og þær allar teknar til starfa. Búið var að panta frá útlöndum vélar og efni í sum þessara fyrirtækja og samningar stóðu yfir við banka og gjaideyrisyfirvöld landsins um fé. Fyrsta verk nú- verandi ríkisstjórnar var að eyðileggja allt það sem fyrrver- andi atvinnumálaráðherra var búinn að gera í málinu. Stjórn- irnar voru settar frá og mál- fengin í hendur aðilum, sem lít- inn áhuga hafa sýnt í fram- kvæmd þeirra, enda alit gert af núverandi sjávarútvegsmálaráð- herra sem hægt hefur verið til að draga á langin og torvelda framkvæmdir. Sýnir þar bezt um byggingu tunnuverksmiðj- anna á Siglufirði og Akureyri. Stjórn þess fyrirtækis hefur sýnt áhuga á því að fá verk- smiðjurnar byggðar, en iáð- heira, sjálfsagt með stuðningi allrar ríkisstjórnarinnar, hefur ekkert gert til aðstoðar nefnd- inni með útvegun lána og gjald- eyris- og innflutningsleyfa svo framkvæmdir gætu hafizt. Lýsisherzlustöðin er fengin i hendur stjórn síldarverksmiðja ríkieins, en formaður þeirrar stjórnar, Sveinn Ben., er hat- rammasti andstæðingur þess, að stöðin verði reist hér og hefur í tíma og ótíma beitt sér á móti þessu mikla velferðarmáli al- þjóðar. Hans skoðun mun vera sú, að enga lýsisherzlustöð eigi að byggja, en verði ekki hjá því komizt, þá má ekki byggja stöð- ina hér, heldur suður 1 Reykja- v'ik. Munu flestir sjá hvílík regin vitleysa það væri að byggja stöðina þar syðra og þurfa svo að fiytja allt lýsið í tankskipum héðan og suður. Mundi með slík- um ráðstöfunum leggjast allmik ill aukakostnaður á fyrirtækið, en sem ekki kæmi til ef stöðin yrði reist á Siglufirði. Eg hef mynt á þessi nýsköp- unarmál sem snerta okkur Sigl- firðingi, vegna þess að þau sýna mjög ljóst andstöðu núverandi ríkisstjórnar við nýsköpunai- fyrirætianir fyrrverandi stjórn- ar, og verður ekki önnur álykt- un af því dregin en sú, að nú- verandi ríkisstjórn vinni að ráðn um hug að því að draga úr öll- um nýsköpunarframkvæmdum, sem óumdeilanlega mun fyr eða síðar orsaka atvinnuleysi og versnandi lífsafkomu fólksins. Núverandi ríkisstjórn og þing flokkar hennar hafa talið sig vera búnir að undirbúa jarðveg- inn fyrir öðrum og meiri árás- um. Búið er að stöðva flestar nýsköpunarframkvæmdir, búið er að banna að mestu leyti allan innflutning á byggingarvörum til landsins svo sjáanlegt er að allar húsbyggingar til sjávar og sveita eru að stöðvast. Neitað er um innflutning á hráefnum til iðnaðarfyrirtækja landsins. — Þegar eru fjölda iðnfyrirtækja í Reykjavík neydd til að segja upp starfsfólki sínu, vegna vönt- unar á hráefni til að vinna úr. Atvinnuleysið meðal íslenzkrar alþýðu er- á næstu grösum. — Tími til árásar á lífskjör launa- stéttanna með lækkun vísitöl- unnar, án þess að neyzluvörur almennings lækkuðu, er af ríkis- stjórn og auðmönnum landsins | Aukaúthlutun af kaffi og sykri tii verka- manna, sem vinna við síldarvinnuna Svohljóðandi símskeyti hefur borizt Verka- mannafélaginu Þrótti frá Skömmtunarskrifstofu ríkisins: „Vér höfum heimilað úthlutunarstjóranum á Siglufirði að heimila aukaskammt af kaffi og sykri samkvœmt beiðni yðar í skeyti dagsettu 10. þ.m.“ Verkamenn, sem vinna í síldarverksmiðjun- um og við síldarlosun geta því fengið auka- skammt af áðurnefndum vörum og ber að snúa til bæjarstjórans, sem ákveður hvenær aukaút- hlutunin fer fram. nú talin til heppilegasti. Þing- menn hinna þriggja stjórnar- flokka samþykktu að hér eftir sku'li engum, sem tekur laun, greidd hærri vísitala en 300 stig hvað svo sem vöruverðið kunni að vera. Svo langt gengur ó- svífni og fjandskapur þessara herra, að bannað er með lögum að greiða vísitölu á tímavinnu- kaup eftir sömu reglum og áður hafði gilt. Frá því fyrst var farið að greiða vísitölu á tímakaup verka fólks, var reiknað út með vísi- tölu næsta mánaðar á undan, t. d. í desember reiknað út með vísitölu nóvembernmnaðar, sem var 326 stig. Vísitala í desem- ber var aftur á móti 328 stig, sem vitanlega átti að greiða 'i janúar 1948, fyrir allt tíma- vinnufólk. Verkafólk hefur frá fyrstu hendi verið óánægt með þessa ráðstöfun; það hefur vilj- að fá kaup sitt greitt eftir vísí- tölu hvers mánaðar eins og það fóik fær, sem ráðið er upp á mánaðarkaup yfir árið, en lag- 'færing á þessu misræmi fékkst ek'ki og því borið við — og það með töluverðum rétti — að vísi- talan í hverjum mánuði kæmi svo seint, að ógerlegt mundi vera að reikna vísitölu á tíma- kaup eftir sömu reglu og mán- aðarkaup ársmanna. Þv'í var mjög haldið fram að tímavinnu- fólk mundi engu tapa, því þegar vörurnar færu að lækka mundi sú læ-kkun ekki koma fram í vísitölunni á tímalaun fyrr en mánuði síðar. Vissule-ga var þetta rétt að vissu marki og þvi aðeins að engar ráðstafa-nir yrðu gerðar af hendi Alþingis til breytingar á þessu fjTÍrkomu lagi. Með hinum nýju dýrtíðarráð- stöfunum núverandi ríkisstjórn- ar og flokka hennar á Alþin-gi, hafa öll þessi loforð verið svikin. Nú fá verkamenn hér á Siglu- firði (ef þessi lög halda, hvað þetta ákvæði snertir) ekki nema kr. 8,10 á tímann í dag- vinnu í janúar, í stað kr. 8,86 sem þeim ber. Af hverjum ein- asta klukkutíma, sem verkamað ur vinnur nú í dagvinnu fyrir lágmarkskauptaxta, er hann rændur um kr. 0,76 í dagv., e-n a)f hverjum eftirvinnutíma kr. 1,22.1 vinnu við af-greiðslu á síld ! úr skipum, átti kaupið í janúar að vera í dagvinnu 10.82 — með vísitölu 328 — en ef reikn- að er með vísitölu 300 verður það kr. 9,90 og er lækkunin kr. 0,92 á tímann. Eftirvinna við sömu vinnu átti að vera kr. 17,32 á klst., en verður kr. 15,84 og mismunurinn verður kr. 1,48. Helgidaga- og næturvinna átti að vera kr. 21,64 en verður kr. 19,80 og mismunurinn kr. 1,84. Alþ.samb. Islands mótmælti þessU ráni á hendur tímavinnu- fólki og fór fram á við Vinnu- Miðvikudaginn 14, janúar 1918 2. tölublað. 11. árgangur. 52 ára afmæii átti Otto Jörgensea síinstjóri í gær. Mjölnir óskar þessuin mæta manni til hamingju með afmæl- ið. Kaupum nýjar og notaðar B/EKUR Bókasafn Siglufjarðar veitendafélag íslands, að með samkomulagi beggja aðila yrði úr þessu bætt og í janúar yrði tímavinna reiknuð út með vísi- tölu 328, eins og samningar verkalýðsfélaganna ákváðu. — Þessu neitaði Vinnuveitendafél. með öllu og lét hið „hlutlausa" ríkisútvarp birta fyrirskipun til allra atvinnurekenda í landinu, um að þeim sé bannað að greiða hærri vísitölu á kaup i janúar 1948, en 300 stig. Ekki vantar nú lýðræðið í þeim herbúðum. Með þessari tilkynningu Vinnu- veitendafélags íslands, svíkur það öll fyrri loforð um þetta atriði og styður ríkisstjórnina með ráð og dáð í ránsherferð hennar á hendur launastéttum landsins. Alþýðusamband íslands hefur nú skotið þessu máli til Félags- dóms og er búizt við úrskurði um þetta mál í næstu viku. Það væri freistandi að ræða frekar ráðstafanir ríkisstjórnar og Al- þingis ’i dýrtíðarmálunum, t. d. um allar ,,lækkunar“-tilkynning arnar, en í sem fæstum orðum sagt er þar um að ræða hinar -herfilegustu blekkingar. T.d. lækfca erlendar vörur ekki um einn einasta eyri, heldur þvert á móti eru mi-klar líkur til að þær hækki, og lækkun á innlendum vörum er sáralítil. E-g hef að nokkni rætt um ránsherferð núverandi rikisstj. á hendur launastéttum landsins og hef ég þó ekki drepið á nema lítið eitt, þvi af miklu er að taka. Eg þykist þess fullviss að samtök 1-aunastéttanna muni, þegar tími vmnst til, taka þessi mál til rækilegrar yfirvegunar, og að sjálfsögðu gera sínar gagn ráðstafanir. Það er gamall og góður siður að gjalda gjöf með gjöf. Nú hefur núverandi ríkis- stjórn og stuðningsflokkar henn ar á Alþingi sent íslenzkri al- þýðu sýna jóla- og nýársgjöf, og að sjálfsögðu mun verkalýð- urinn fýlgja gam-alli venju og gjalda fyrir sig þe-gar tími og tækifæri gefst. G. Jóh.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.