Mjölnir - 25.02.1948, Blaðsíða 1
#
Allir þurfa að fylgjast með
því, sem gerist í ísienzloun þjóð-
málum og sönnum útlendum
fréttxun.
Kaupið Þjóðviljann
Tekið á móti áskrifendum á
skrifstofunni Suðurgötu 10.
>n
Miðvikudaginn 25. febrúar 1948.
8. tölublað. 11. árgangur.
FRÁ BÆJARSTJÖRN
í
MJÖLNISSÖFNUNIN
Skrifstofu Sósíalistaflokksins hafa nú borizt
síðustu söfnunarlistarnir í Mjölnissöfnuninni.
Upphœðin, sem safnast hefur er samtals kr.
10.105,00 — tíu þús. eitt hundrað og fimm kr.
Vill blaðið hér með þakka velunnurum sínum
fyrir þessa rausnarlegu gjöf, sem ber vott um
fylgi siglfirzks verkafólks — en frá því er megin
hluti þessa fjár kominn — við stefnu blaðsins og
baráttu þess.
UTGÁFUSTJÖRNIN
Samþykktir fulltrúa verzlunarstaða á
Horður-, Vestur- og AusturlandL
Fundi fulltrúa 13 verzlunarsfaða utan Keyltjavíkur lauk í síðustu
viku. Fara hér á eftir ásltoranir og ályktanir þeirra um þær breji;-
ingar, sem þeir telja nauðsynlegt að gerðar verði á veitingu inn-
flutnings- og gjaldeyrisleyfa, svo að innflutningur og vörudreifing
skiptist réttlátlega milli liinna ýmsu, landshluta. Var kosin nefnd
tii að flytja mál þessi fyrir Fjárliagsráði og Viðskiptanefnd.
Verður fundurnn kallaður saman aftur, ef þessir
aðilar veita ekki viðunamli imdirtektir.
Hér á e'ftir fer aðalsamþykkt fundarins:
Síðastliðinn laugardag hélt
* bæjarstjórnin fund. Á dagskrá
voru fundargerðir nefnda, og
fyrri umræða um fjárhagsáætl-
anir bæjarsjóðs, hafnarsjóðs,
rafveitu og vatnsveitu. Sam-
þykkt var tillaga frá G. Jóh.,
sem hann hafði flutt í Alls-
herjarnefnd, og verið samþykkt
að fela bæjarstjóra að sækja nú
þegar um gjaldeyris- og inn-
* flutningsleyfi fyrir allt að 100
þvottavélum til viðbótar þeim,
sem bærinn var 'áður búinn að
fá og búið var að úthluta, að
undanteknum fáeinum vélum,
sem ekki enn héfur verið ráð-
stafað. Margir tugir manna eru
nú á biðlista, og því hin mesta
nauðsyn, að bærinn geri það
sem hægt er til að fá fleiri
þvottavélar, og reyndar önnur
^ rafmagnsáhöld til heimilisnotk-
unar. Ennfremur var samþykkt
tillaga frá sama bæjarfulltrúa
um að fela bæjarstjóra að óska
eftir við Rafmagnseftirlit ríkis-
ms, að það láti bæjarstjórn 'í té
skýrslu um, hvað líði útvegun
nýrrar vélasamstæðu fyrir
Skeiðsfossvirkjunina. Þ'á sam-
þykkti bæjarstjórn tillögu frá
Ragnari Jóhannessyni um að
» sendir verði 3 menn ásamt bæj-
* arstjóra til Reykjavíkur til við-
ræðna við gjaldeyrisyfirvöldin
Að undanförnu hefur mikill
4 f jöldi aðkomuverkamanna verið
í vinnu hjá s'íldarverksmiðjun-
um, bæði við vinnslu í verk-
smiðjunum og við losun síldar.
Fæstir þessara verkamanna
hafa haft samband við skrif-
stofu Þróttar og engin skilríki
sýnt um, hvort þeir séu með-
limir í verkalýðsfélögum innan
Alþýðusambandsins eða ékki.
Þróttur hefur nú gert ráðstaf-
anir til þess, að það verði rann-
| sökuð vinnuréttindi þessara
manna, og verða allir þeir, sem
ekki hafa félagsskírteini sín í
*agi látnir greiða félagsgjald til
Þróttar. Þeir aðkomuverka-
menn, sem eru 1 verkalýðsfé-
lögum innan ASl og greiða
lsegra félagsgjald en Þróttar-fé-
lagar, en þeir greiða í ár kr.
100, samkv. ákvörðun aðal-
fundar, verða að greiða mis-
■ muninn. Það er mjög áríðandi,
að þeirri reglu verði tframfylgt,
fiem samningar Þróttar ákveða
hm, að áður en verkamenn byrja
vinna sýnj þeir verkstjóra
I um gjaldeyris- og innflutnings-
leyfi fyrir nýrri vélasamstæðu
að Skeiðsfossi. Ennfremur skal
nefndin leita eftir nauðsynlegu
láni til kaupanna. Þá sé sömu
mönnum falið að fá Rafmagns-
eftirlit ríkisins til að leita eftir
tilboðum í nýja vélasamstæða
strax. G. J. hafði í Allsherjar-
nefnd flutt tillögu um, að bær-
inn leitaði sjálfur tilboða í véla-
samstæðuna frá Tékkóslóvakíu
eða annarsstaðar, ef hentugra
reyndist, en Allsherjarnefndin,
eða meirihluti hennar, taldi til-
lögu Ragnars heppilegri og tók
G. J. sína tillögu þá til baka.
Jafnframt sé sömu mönnum.
falið að ganga eftir svari við
umsóknum um 'fj'árfestingar-
Eitt af því marga, sem hefur
komizt í fullkominn ólestur í tíð
núverandi ríkisstjórnar, eru inn-
flutningsmálin. Er hér ekki ein-
göngu átt við þá tilhögun að
láta einstaklinga annast hann 'i
gróðaskyni, án tillits til hvernig
eða trúnaðarmönnum Þróttar,
félagsskírteini sitt, sem sanni,
að þeir séu löglegir meðhmir
verkalýðsfélags innan Alþýðu-
sambands íslands. Þetta ákvæði
samninganna ber verkstjórum
að halda, ekkert síður en önnur
atriði samninganna, og verður
að krefjast þess af þeim, að
þeir framfylgi samningunum í
einu og öllu.
Að svo komnu máli skal þáð
ekki dregið í vafa, að verkstjór-
arnir vilji gera þetta, og þær
vanefndir, sem hafa orðið um
ofanskráð atriði, hafi verið van-
rækt af ókunnugleika en ekki af
vísvitandi trassaskap. Hverjar
sem orsakirnar annars eru, mun
Verkamannafél. Þróttur ekki
líða neinum að ganga á snið við
gerða samn.. Þá eru nokkrir ó-
fél.bundnir verkam. er telja sig
búsetta hér í bænum, að vinnu
við verksmiðjurnar. Þessirmenn
verða nú þegar að ganga í Þrótt
annars geta þeir átt á hættu
að verða að hætta í vinnunni.
leyfi fyrir framkvæmdum þeim,
sem fyrirhugað er að hefja hér
á þessu ári, svo sem byggingu
sjúkrahúss, sundlaugar, gagn-
fræðaskóla, vatnsveitu og hafn-
arframkvæmdum.
Eins og sést af verkefnum
þeim, sem nefndinni, ásamt bæj-
arstjóra, er falið að fá fram-
gengt við ráðamenn í höfuð-
staðnum, er það ekkert smá-
ræði, sem nefndinni er ætlað að
vinna. Allt eru þetta hin mestu
þarfa mál, og erfitt að gera þar
upp á milli, þó auknigin á Skeiðs
foss sé tvímælalaust það málið,
sem mesta áherzluna verður að
leggja á. Aukning á rafmagni
til bæjarins er eitt helzt skil-
(Framhald á 3. síðu)
þeim fer það úr hendi, heldur
hitt, hvað flutt er inn og hvert.
Á stríðsárunum voru flestar
vörutegundir fluttar til Reykja-
víkur frá útlöndum, áður en þær
voru fluttar á hafnir úti um
land. Eftir styrjöldina var svo
horfið að nokkru leyti til fyrri
hátta, að flytja vörurnar beint
á söluhafnirnar fr'á útlöndum,
en ennþá fer alltof stór hluti
innflutnings um Reykjavík, og
í Reykjavík. Mun þar mestu
um valda, að hinir 222 heild-
salar, sem íhaldið trúir betur en
neytendum sjálfum til að flytja
inn neyzluvörur þeirra, sitja
flestir í Reykjavík og fá þangað
vörur, sem þeir svo selja smá-
söluverzlunum út um land, og
svo hitt, að úthlutun gjaldeyris-
ins fer fram í Reykjavík, og því
miklu auðveldara fyrir verzl-
anir þar að „snúa út“ gjald-
eyri en hinum, sem fjær búa.
Virðist yfirleitt hafa verið sýnt
lítið réttlæti við úthlutun gjald-
eyrisins í seinni tíð, kunnings-
skapur við meðlimi Fjárhags-
ráðs og Viðskiptanefndar eða
pólitísk þægð oft hafa ráðið eins
miklu og þöúfin, svo ekki sé
meira sagt, um það hver fær
flytja inn. Afleiðinginn hefur
svo orðið sú, að af þeim vörum,
sem tiltölulega minnst hefur
verið flutt inn af, hefur hlut-
fallslega mest farið til neytenda
í Reykjavík.
Þegar svo skömmtunin hófst,
vonaði margur, að nú mundi
bregða til batnaðar, neytendum
tryggður að minnsta kosti ein-
Framliald á 4. síðu
Með núverandi fyrirkomulagi
er bersýnilega að því stefnt, að
mestöll verzlun landsmanna
verði í Reykjavík einni, eins og
var á styrjaldarárunum. — Er
þegar svo lcomið, að fjöldi
manna í öllum byggðarlögum
verður að leita til smásala í
Reykjavík um kaup á margs-
konar nauðsynjavörum, sökum
vöruskorts hjá verzlunum í
öðrum verzlunarstöðum.
Af framangreindum ástæðum
krefst fundurimn þess, að Fjár-
liagsráð komi nú þegar á þeim
breytingum á úthlutun imif lutn-
ings- og gjaldeyrisleyí'a, sem
hér fara á eftir:
Fáist ekki ótvíræð yfiriýsing
Fjárhagsráðs liér að lútandi,
skorar fxmdurinn á Alþingi að
breyta lögum um Fjárliagsráð,
innflutningsverzlun og verðlags-
eftirlit, frá 5. júni 1947, í sam-
ræmi við eftirfarandi tillögu:
a) Heildarinnflutn. til lands-
ins á skömmtunarvörum og öðr-
um venjulegum verzlunarvör-
um, öðrum en þeim, sem taldar
eru hér á eftir, verði skipt niður
á landsf jórðunga, eftir nánar til
téknum mörkum í hlutfalli við
íbúatölu og þarfir hvers verzl-
unarsvæðis. Leyfum sé úthlut-
að til verzlana og fyrirtækja
búsettra innan hvers verzlunar-
svæðis.
b) Heildarinnflutningi til
landsins á byggingarvörum
verði skipt niður á sömu f jórð-
ungssvæði í fullu samræmi við
fjárfestingarleyfi Fjárhagsúáðs
og sveitastjórna á hverju svæði.
c) Heildarinnflutningi á út-
gerðarvörum skal úthlutað til
fjórðungssvæðanna í hlutfalli
við skipastól og útgerðarrekst-
urs hvers svæðis.
d) Heildarinnflutningi á efni-
vörum til iðnaðar skal skipt
niður á fjórðungssvæðin og út-
hlutað til verksmiðja og iðn-
fyrirtækja í hlutfalli við verk-
smiðjur og iðnrekstur á fjórð-
ungssvæðunum. Þó skal tekið
tillit til afkastagetu og mögu-
leika fyrirtækjanna til hag-
kvæmrar og ódýrrar fram-
leiðslu. Skulu iðnfyrirtækin
skipta framleiðslu sinni milli
landshluta eftir fyrirmælum
Viðskiptanefndar, hlutfallslega
eftir þörfum hvers svæðis.
Kosnir voru fimm menn í
nefnd til þess að gera tillögur
um skipun innflutningsins. —
Voru það þeir Jakob Frímanns-
son frá Akureyri, sem var for-
maður hennar, Steingrímur
Davíðsson fr'á Blönduósi, Pétur
Björnsson frá Siglufirði, Er-
lendur Björnsson frá Seyðis-
firði og Haukur Helgason frá
ísafirði. Fluttu þeir tillögu um,
að auk þess sem að framan
greinir, skyldi fundurinn leggja
til, að sérstakar nefndir, með
setu á Seyðisfirði, Akureyri og
ísafirði, hver skipuð þrem
mönnum, skyldu annast úthlut-
un leyfa hver í sínum f jórðungi,
en Viðskiptanefnd amiast út-
hlutun fyrir Suður-, Suðvestur-
land og Vestmannaeyjar. En
þegar til kastanna kom, hættu
fjórir af nefndarmönnum við að
Framhald á 4. síðu
FRA VEMUMANNAFELAM tflOTTI
Verkstjórum ber skylda til að sjá um, að samningum Þróttar sé
framfylgt hvað snertir vinnuréttindi aðkomuverkamanna.
Með öfugum klónum
Núverandi tilhögun á skömmtun, innflutningi
og vörudreifingu er fullkomið hneyksli.