Mjölnir


Mjölnir - 25.02.1948, Blaðsíða 4

Mjölnir - 25.02.1948, Blaðsíða 4
Miðvikudaginn 25. febrúar 1948. 8. tölublað. 11. árgangur. Síldveidarnar Hvar vœrum við stödd ef SR‘46 hefði ekki verið byggð? Samþykktir fulltrúa verzlunarstaðanna i Norður-. Vestur- og Austurlandi v S’í‘v ■' '' • ■' \ \ ■ . *'" ' j (Framhald af 1. síðu) Margt bendir til, að síldveið- arnar 1 vetur séu nú brátt á enda. Lítil síld hefur veiðst að undanförnu, þrátt fyrir sæmi- legt veiðiveður, enda mörg af skipunum að hætta og fara á þorskveiðar. Fyrir nýár voru brædd hér af haust- og vetrar- sild 272 þúsund mál. Síðan á nýári hafa verið brædd um 500 þúsund mál. Gera má ráð fyrir, að síldarmagnið, sem hér verður brætt frá áramótum verði um 650 þús. mál, eða samtals brædd haust- og vetrarsíld rúm 900 þúsund mál. Af þessu magni mun S.R.’46 hafa brætt fyrir áramót 144 þús. mál, eftir ára- mót og til 23. febrúar 256 þús. mál, eða meira en helming allrar þeirrar vetrar- og haustsíldar, sem hingað hefur komið. Afköst nýju verksmiðjunnar hafa verið með afbrigðum góð eftir nýár, og hefur verksmiðjan reynzt vel að öllu leyti. Munu fáar síldar- verksmiðjur haifa verið eins fljótar að komast upp í full af- köst sem SR’46. Vitanlega tek- ur það alltaf töluverðan tíma að samkeyra hinar ýmsu vélar síldarverksmiðja, þar til hægt er að búast við fullum afköst- um, og við allar verksmiðjur, hvort sem um er að ræða slld- arverksmiðjur eða aðrar, hljóta að koma í ljós ýmsir byrjunar Frá hæjarstjórn Framhald af 3. síðu þó hrökkva skammt til yfir- byggingar og upphitunar á sund lauginni, en það er hið mesta þarfa mál og getur alls ekki dregist lengur, án þess, að eitt- hvað sé aðha'fst til framkv. í því máli. Fulltrúar sósíalista munu gera nokkrar breytingar við upp kast fjárhagsáætlunarinnar. — Þeir munu leggja til, að bærinn verjí 75 þús. kr. til byggingar íbúðarhúsa gegn 75% framlagi frá ríkissjóði og 10% styrks frá sama aðilja, eða að bærinn beiti sér fyrir, að byggð verði íbúðar- hús á vegum bæjarins fyrir kr. 500.000,00, og lögin um opin- bera aðstoð við byggingu íbúð- arhúsa í kaupstöðum og kaup- túnum frá 7. maí 1946 verði komið til framkvæmda hér. Þá leggja sömu fulltrúar til, að bærinn leggi kr. 20 þús. til vænt- anlegrar skíðastökkbrautar. — Að varið verði til girðingar skólabalans kr. 20 þús. o.s.frv. Þá munu fulltrúar sósíalista flytja tillögu um, að það fé, sem ekki verður unnið fyrir í jfyrirhuguðum framkvæmdum, verði lagt í sjóð og geymt þar til hafizt verði handa um fram- kvæmdir. Vegna rúmleysis í blaðinu, verður mikið efni að bíða næsta blaðs. r«* '■ r.-' örðugleikar. Frá því fyrsta, að hafin var bygging SR’46 og verksmiðjtmnar á Skagaströnd, hefur ekki linnt á rógi og sví- virðingum og álygum af hendi afturhaldsins á Áka Jak- obssyni, sem beitti sér fyrir því í fyrrverandi ríkisstjórn, að verksmiðjurnar væru byggðar Sömuleiðis var Nýbyggingar- nefndin hundelt og ofsótt fyrir störf sín í sambandi við verk- smiðjubyggingamar. Áka Jak- obssyni var t.d. kennt um það, þegar mjölskemman hrundi í fyrra, þó allir vissu, að hrun hennar orsakaðist fyrst og fremst vegna ófyrirgefanlegs trassaskapar Sveins Benedikts- sonar og Co., sem ekki vildu láta hreinsa snjóinn burt af hver lágmarksskammtur neyzlu vamings. Sú von hefur alveg brugðist. Er ekki að sjá, að stjómin telji sér bera neina skyldu til að sjá um, að alltaf séu til birgðir af algengustu neyzluvörum; skömmtunarseðl- arnir eru oft ekki annað en gagnslausir pappírsmiðar, falsk- ar ávísanir á innstæðu, sem ekki er til. Þannig hefur til dæmis verið með smjörskömmt- unina, vefnaðarvöruskömmtun- ina, skóskömmtunina o.fl. Sem dæmi má nefna, að hér í Siglufirði hefur ekki í langan tíma verið hægt að fá ýmsan algengan fatnað, nema þá úr- gangsrusl, sem búið er að liggja lengi í búðunum og enginn fórn- ar hinum dýrmætu skömmtun- arseðlum fyrir ótilneyddur. — Sama máli gegnir um skófatn- að. Rétta leiðin var vitanlega sú, að leyfa að selja gamlar og legnar vörur utan skömmtunar. En stjórnarvöldin líta ekki á neitt slíkt í skrifstofuhroka sínum. Hinir fínu menn, sem með þessi mál fjalla, virðast telja sig yfir það hafnir að kynna sér þörf almennings, heldur bara demba á hann skömmtunar- og viðskiptafarg- ani sínu í öruggri fullvissu þess, að sitt sé að stjórna og skipa fyrir, almennings að þegja og hlýða. Meðan t.d. er til hér ein- hver tegund af skóm, sjá inn- flutningsyfirvöldin enga ástæðu til að flytja hingað meiri skó, þótt það sem til er, sé ekkert annað en lítil númer af karl- mannaskóm, en t.d. kvenskór og barnaskófatnaður sé alls ekki til, nema þá eitthvert rusl. Og meðan til er eitthvað af vefnaðarvöru á staðnum, sjá þau enga ástæðu til að leyfa innflutning á t.d. efnum í ikarl- mannaföt hingað, þótt slíkur varningur hafi vart sést hér svo þakinu, og létu sprauta vatni í snjóinn á þaki hússins, en sem orsakaði aftur á móti, að þyngsli á þakinu jukust að miklum mun. Það væri efni í marga dálka grein í Mjölni að skrifa um allar þær lygar, sem búið er að bera á Áka og nýbyggingar- nefndina í sambandi við þessar nýju verksmiðjur. Það er varla sá glæpur til, að hann hafi ekki verið borinn á þessa aðila, ým- ist undir rós eða með berum orðum. Síðar munu þessi mál verða rif juð upp almenningi til fróðleiks. Síldarbræðslan í haust og vetur hefur sannað það, að allt kjaftæðið um, að SR’46 væri ófær til síldarbræðslu eru stað- lausir stafir, og vegna þess, að Áki bar gæfu til, þrátt fyrir harða andstöðu Sveins Ben og Co, að fá verksmiðjuna byggða, var hægt í vetur að bræða hundruð þúsunda síldarmála, sem annars hefði ekki verið brædd, að minnsta kosti ekki í verksmiðjum SR á Siglufirði. árum skiptir og klæðskerarnir geti ekki stundað iðn sína nema með höppum og glöppum vegna efnisskorts, þrátt fyrir mikla eftirspurn. Hinsvegar er fluttur hingað rándýr og illa saumaður tilbúinn fatnaður frá útlöndum, eða þá hraðsaumaður í Reykja- vík. Þá má minna á hina hneyksl- anlegu tilhögun 'á innflutningi og úthlutun byggingarefnis. — Hér í Siglufirði standa nú tugir hálfbyggðra íbúða, sem búið er að fá leyfi til að fullgera. Við sum þessara húsa hefur lítið eða ekkert verið unnið svo mán- uðum skiptir vegna efnisskorts, en þeir, sem reynt hafa að koma húsum sínum eitthvað áfram, þrátt fyrir erfiðleikana, hafa orðið að sækja efni til framkv. ýmist til Reykjavíkur eða Akur- eyrar, sumir jafnvel á fleiri staði. Hefur þetta skiljanlega í för með sér mikinn aukakostn- að, sem í sumum tilfellum mun nema þúsundum króna. Og vegna efnisskortsins verða menn að auki að standa lang- tímum saman undir rándýrum lánum vegna eignar, sem er al- gerlega nytjalaus, meðan svo er ástatt. En á sama tíma og þeir, sem nógu eru þrautsegir við að afla sér byggingarefnis, geta reytt flest sem þá vantar saman víðsvegar um landið, þar sem að því er virðist eru til nokkrar birgðir af þvi, er verzlunum hér á staðnum neitað inn innflutn- ing á sömu vörum, eða um gjald- eyri til að leysa þær út, þótt leyfi sé þegar fengið og vörurn- ar búnar að liggja hér á af- greiðslunni svo mánuðum skipti. Þótt núv. ríkisstjórn virðist flest vinna með öfugum klónum, sýnir fátt eins Ijóslega aum- ingjaskap hennar og það niður- lægingarástand, sem innflutn- ingsmálin og vörudreifingin eru flytja tillöguna, og hélt Haukur Helgason einn fast við flutning hennar. Munu þingmenn og aðrir mektarmenn ’í Reykjavík hafa gengið óspart í skrokk á flokksmönnum sínum til þess að fá þá ofan af þessu, og með þeim árangri, að þeir féllu al- gerlega saman. Þess skal getið, að tveir þing- menn sósíalista, þeir Hermann Guðmundsson og Áki Jakobs- son, hafa flutt 'á þingi tillögu um, að þessi háttur yrði tekinn upp við skiptingu innflutnings- ins milli landshluta. Er ekki að efa, að hún mundi bæta mjög aðstöðu til iðnaðar og ýmis- konar annarrar framleiðslu, auk þess að bæta mjög verzlunax- hætti i landinu utan Reykja- víkur. Atkvæðagreiðsla fór fram um tillögu þessa á fundinum, eftir að stjórnarflokkarnir höfðu handjárnað flesta flokksmenn sína í hinni áður umgetnu ne*fnd Urðu úrslit hennar þau, að 5 greiddu atkvæði með, 8 á móti, en 10 munu hafa setið sjá. Bæjarstjórnirnar á Isafirði, Seyðisfirði og Neskaupstað höfðu gert samþykktir í þessa átt áður en þær sendu fulltrúa á ráðstefnuna, og vitað er, að flestir fulltrúanna voru því fylgjandi, þegar suður kom. Svo sem áður er getið, kaus ráðstefnan nefnd til að flytja mál sitt fyrir Fjárhagsráði og Viðskiptanefnd, og bíða fulltrú- arnir svars þessara aðila. Var 'ákveðið, að kalla ráðstefnuna saman til frekari ráðagerða, ef nú í. Þótt við höfum á þriðja hundrað heildsala til að annasf innflutningirm, Fjárhagsráð til að ráðstafa gjaldeyrinum, Við- skiptanefnd til að úthluta gjald- eyris- og innflutningsleyfum, skömmtunarstjóra með tilheyr- andi skrifstofubákni til að sjá um skömmtunina, skömmtunar- bækur í tíu litum og mörgum bindum með dularfullum númer- um og bókstöfum ,og fáum lang orðar tilskipanir um skömmtun og vörudreifingu til jafnaðar fjórða eða fimmta hvern dag, er ástandið í þessum málum nó þannig, að við verðum oft og tíðum að l'áta okkur nægja smjörmiða í stað smjörs, fata- miða í stað fatnaðar, skómiða í stað skófatnaðar og ifjárfest- ingarleyfis 1 stað íbúða, svo að fátt eitt sé nefnt, og hefur ástandið í þessum málum aldrei verra verið. Á fundi fulltrúa verzlunar- staða á Austur-, Norður-, og Vesturlandi, sem haldinn var í Reykjavík 'í síðustu viku, voru samþykktar ályktanir um end- urbætur á þeirri tilhögun, sem höfð hefur verið við veitingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa. Er frá því skýrt annarsstaðar í ekki fengjust viðunandi undir- tektir. Hefur blaðið ekki fengið nánar fregnir um svör þessara aðila. Hefur blaðið nú frétt, að full- trúar hafi gengið fyrir Fjár- hagsráð og Viðskiptanefnd, en ekki fengið þæ undirtektir, sem þeir töldu sig geta unað við. Hafi þeir síðan falið fimm þing- mönnnm, sem voru meðal full- trúa, að Iflytja á alþingi tillögu um breytingu á lögunum um Fjárhagsráð, í samræmi við það, sem tekið er fram í ályktun þeirri, sem birt er hér að fram- an. Er talið sennilegt, a.m.k. vinstri armur Framsóknarfl. muni veita þeim fylgi, auk sósíalista. En trúlegast er, að með þeirii afgreiðslu, sem tillagan, um að gjaldeyri og innflutningsleyfum yrði úthlutað innan fjórðung- anna, hlaut, hafi ráðstefna þessi orðið þýðingarlaus, nema hvað viðkomandi bæjarfélog verða sennilega flest að greiða ein- hvem kostnað vegna farar full- trúanna til Reykjavíkur. Ástæð- an til þess, að hún var haldin, var fyrst og fremst sú, að hinir reykvísku aðilar, sem ha'fa haft skiptingu innflutningsins milli verzlunarstaða með höndum, hafa ekki reynzt starfi sínxi vaxnir, hafa sett Reykjavík hærra en réttlátt er, og þótt þeir gefi hinum ágætu fulltrúum utan af landi einhver loforð um bót og betrun, er ólíklegt, að þar verði um að ræða neina rót- tæka breytingu til atnaðar, sem unað verði við til frambúðar. blaðinu. Eðlilegast hefði verið, að úthlutun leyfa til þessara landshluta yrði að einhverju leyti í höndum fulltrúa þeirra sjálfra, en ekki eftir sem áður eingöngu í höndum Viðskipta- nefndar, þar sem aðalástæðan til óánægjunnar með gjadeyris- úthlutunina er einmitt sú, að Viðskiptane'fnd hefur ekki reynst starfi sínu vaxin, hefur sýnilega oft sett gróðalöngun reykvískra heildsala hærra en þörf neytenda utan Reykjavík- ur. Höfðu nokkrar bæjarstjórnir gert samþykktir í þá átt, að út- hlutun fyrir hina ýmsu lands- hluta færi fram á vegum þeirra sjálfra, en þegar til kastanna kom, fékkst ékki samþykkt á fundinum tillaga þess efnis, þótt sú tilhögun virtist eiga miklu fylgi að fagna í upphafi hans. Lítur helzt út fyrir, að ýmsir af fulltrúunum halfi þegar suður kom féngið „bendingar“ hjá hinum h'áu máttarvöldum inn- flutningsmálanna, og talið sér skyldara að fara eftir þeim en fyrirmælum og skoðunum þess fólks, er þeir voru fulltrúar fyrir. Kjósamli. Með ötugum klónum (Framhald af 1. síðu)

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.