Mjölnir - 25.02.1948, Side 3
3
4t
MJÖLNIR
Ferðapistill frá St. Moritz
Eftir 3ÓNAS ÁSGEIRSSON
Við þökkum innilega vinum og vandamönnum nær og f jær
auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðlarför
KARLS STURLAUGSSONAR
Sérstaklega þökkum við Trésmiðafélagi Siglufjarðar fyrir
alla li jálp í þ\í sambandi.
Ferðinni er heitið til Vetrar-
| Olympiuleikanna í St. Morit?
1948. Þátttakendur af Islands
hálfu voru Guðmundur Guö-
mundsson, Magnús Brynjólfs-
son báðir fúá Akureyri og
undirritaður. Fararstjóri var
Einar B. Pálsson og þjálfari
Hermann Stefánsson auk þess
var í förinni Árni Stefánsson
kvikmyndatökumaður.
Við lögðum af stað tfrá Kefla-
víkurflugvellinum að kvöldi 18.
• jan. eftir ellefu daga bið í Rvík
eftir flugfari.
Ferðin til Kaupmannahafnar
tók 7 thna. Frá Kastrup-vellin-
um áttum við að leggja af stað
kl. 9 um morguninn til Ziirich í
Sviss og höfðum því um 6 tíma
til umráða til að hvíla okkur og
sofa.
En sá tími var þó of naumur
% til að leita húsnæðis í Kaup-
mannahöfn, og þar sem ekkert
hótel er við völlinn, varð það úr,
að við fengum að leggja okkur
á bekki í einni af skrifstofum
vallarins.
Þar var okkur sagt, að við
gætum sofið í næði til kl. 8 og
vorum við því ifegnir.
En Adam var ekki lengi
í Paradís — því um kl. 6 hrukk-
f um við upp með andfælum við
það, að griðkona ein hrikaleg
vatt sér inn í skrifstofuna með
skröltandi vatnsfötu og kúst og
lét mikinn.
Lögðum við þá allir á flótta,
því hvorki var konan fögur né
málið, sem hún talaði.
Síðan hírðumst við í móttöku-
salnum og gerðumst svangir
mjög, en „matarbarinn“ er ekki
I opnaður fyrr en kl. 8.
En svo þegar matsalan hófst
var tekið til matar sins. Okkur
Islendingumun fannst við ekki
borða neitt óskaplega, en veit-
ingamaðurinn gat þess, að nú
þyrfti hann að senda eftir mein
mat til borgarinnar.
Það getur vel verið, að við
liöfum haft góða lyst, því á leið-
inni frá Keflavík nærðumst við
ekki á öðru en einum kaffibolla
og brosi flugþernunnar.
Svo lögðum við af stað 'á til-
settum tíma til Zurich með auka
flugferð. Frá flugvellinum við
Ziirich upp í sjálfa borðina er
hálf tíma akstur, og iþegar við
komum út úr bílnum tók á móti
okkur fjöldi Islendinga, allt
námsfólk.
I Zúrich keyptum við skíði,
þvl sumir voru skiðalausir, og
annað, sem okkur vantaði.
Daginn eftir kl. 2 var íagt af
stað með járnbraut til St. Moritz
— fimm tíma ferð.
Þessi kafli ferðarinnar var
hinn skemmtilegasti og um leið
sá hrikalegasti.
Skiptust á jarðgöng og
hengiflug og n'áttúrufegurðin
dásamleg.
Á brautarstöðinni í St. Moi-itss
tók á móti okkur formaður mót-
tökunefndarinnar og ók með
okkur í bíl til Hotel Victoria,
en þar áttum við að búa yfir
leikana. Hotel Victoria er stórt
og mjög glæsilegt gistihús, sem
hafði verið lokað í þrettán ár,
en var nú opnað aftur vegna
hins mikla ferðamannastraums
í sambandi við Olympiuleikana.
I St. Moritz eru um 3000 íbúar,
en gistihúsin þar geta tekið á
móti 5000 gestum. Daginn eftir
fórum við að athuga aðstæð-
urnar til æfinga.
Það sem okkur þótti mest um
vert í þeim túr voru hinar
geysilöngu dráttarbrautir, sem
flytja skíðafólkið hátt upp í
f jallshlíðarnar og auka með þvi
æfingamöguleikana allt að þvi
tíu sinnum.
Lengsta togbrautin er mjög
löng og er skipt 'i tvennt; með
henhi er maður tólf sinnuin
fljótari upp, en ef farið væri á
skíðum. Slík tæki vantar okkur
Siglfirðinga, og reyndar alla ís-
lenzka skíðaiðkendur. Það gerði
ekkert til þó að slík braut hér
væri ekki jafn risavaxin og þær
I KARL STURLAUGSSON
MINNINGARORÐ
Fimmtudaginn 19. þ.m. var
fil moldar borinn hér í Siglu-
firði Karl Sturlaugsson tré-
smíðameistari. Lézt hann á leið
til Reykjavíkur um borð í m.s.
Esju, 62 ára að aldri.
t Karl Sturlaugsson var einn
af þeim Siglfirðingum, sem var
Vel kunnur samborgurum sínum
°S það að góðu einu. Hann var
skemmtilegur í samstarfi, kátur
°S orðheppinn, og því ávalit
*ett yfir þeim vinnuhópum, sem
kann var nálægur.
Snemma gerði Karl húsbyggg
iftgar að atvinnu sinni og stund-
aði það til dauðadags, var hann
eftirsóttur til þeirrar vinnu,
erida með afbrigðum duglegur,
kagsýnn í starfi og smekkmaður
bezti, enda liggur eftir
hann mikið starf og minnast
allir þessa ánægjulega sam-
starfsmanns með söknuði.
Karl var giftur Herdísi Hjart-
ardóttur, sem lifir mann sinn.
Eru þrjú börn þeirra uppkom-
in, tveir drengir og ein stúlka.
Var ávallt ánægjulegt að koma
>á heimili þeirra hjóna, því
ekkert skorti á hjá Herdísi
það sem húsmóðir getur gert
fyrir sitt heimili. Hvort sem
maður kom snemma dags eða
síðla var allt á sínum stað og
til fyrirmyndar.
Karl Sturlaugsson hefur lokið
sínu starfi hér; hann er horfinn
okkur. Eg vil þakka honum
ánægjulegan samstarfstíma, svo
og hið mikla starf, sem eftir
hann liggur á sviði byggingar-
mála þessa bæjar. x.
—v: —W-- fcc,-1______________ .
íiiá^asíasfcJs'a-íísieSaw
on
HERDÍS HJARTARDÓTTIR og BÖRN
í St. Moritz, hún kæmi að notum
samt. Athyglisvert var hve
snjallar stúlkurnar, sem við sá-
um, voru á skíðum og þar var
ekki bara ein og ein góð, heldur
allur f jöldinn.
Daginn eftir fór ég svo einn
að skoða stökkbrautina.
Ekki gat ég haft skíðin með
mér, því þau keypti ég í Ziirich
og verið var að setja bindinga á
þau.
Staðsetning brautarinnar, —
brautin sjálf og umhverfið var
mjög glæsilegt, en þó brautin
væri fögur á að llta, fannst mér
hún óárennileg við fyrstu sýn,
og ekki bætti það úr skák, að
meðal þeirra, sem við stökkæf-
ingar voru, var mikið mannfall.
En þrátt fyrir þessa hrellingu,
’ákvað ég samt að reyna braut-
ina daginn eftir. Sá háttur var
hafður á, að keppendum var
daglega tilkynnt hvaða brautir
yrði þess, að hægt sé að byggja
hér í bæ upp blómlegt atvinnu-
. líf, auk þess sem aukning
Skeiðsfossvirkjunarinnar trygg-
ir það ,að rafveitan verður þá
fyrst öruggt fyrirtæki f járhags-
lega. Skeiðsfossvirkjunin, eins
og hún er, sýnir sæmilega góða
útkomu, miðað við aðstæður
þær, sem fyrir eru. Þá er ekki
vert að loka augunum fjrrir því,
að hér i bæ er rafmagnið til not-
endanna, sérstaklega til Ijósa
og suðu, alltof hátt miðað við
það, sem það er víða annars-
staðar, en um verulega lækkun
á rafmagni verður víst ekki að
ræða fyrr en búið verður að
koma fyrirhugaðri aukningu i
framkvæmd.
Á næsta fundi bæjarstjómar-
innar, sem verður um næstu
helgi, mun bæjarstjóm kjósa
sendinefndina.Á vegum sjúkra-
húsnefndar og bæjarstjórnar er
sjúkrahúslæknir Ólafur Þor-
steinsson nú í Reykjavík í sam-
bandi við væntanlega byggingu
sjúkrahúss hér; þá er og stadd-
ur í Reykjavík skólastjóri gagn-
fræðaskólans Jóhann Jóhanns-
son og mun hann rannsaka við-
horf fræðslumálastjóra og fleiri
aðilja til byggingu nýs gagn-
fræðaskóla, sem búið er að vera
á döfinni hér í mörg ár, en ekki
orðið af framkvæmdum.
Á fundinum lá fyrir uppkast
að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs.
Hafði bæjarstjóri samið þessa
'áætlun. Fylgdi engin umsögn
Allsherjaroefndar um uppkastið
Niðurstöðutölur tekna og
gjaldamegin em áætlaðar
4.256.000,00 kr. Stærstu tekju-
liðir eru þessi: Endurgreiddur
fátækratstyrkur kr. 60.000,00.
Leiga eftir Rauðku og Gránu
kr. 60.000.00. Tekjur af hús-
eignum kr. 24.000,00. Tekjur af
vatnsveitu, þar með talið lán
til aukningar á vatnsveitu kr.
450.000*00. Fýrir reikningshald
væru opnar til æfinga hvern dag
Daginn sem ég ætlaði fyrst að
reyna stökkbrautina vildi svo
til, að henni var lokað vegna
þess, að í hana hafði hríðað svo
mjög, að ókleyft reyndist að
halda henni við, og var brautin
lokuð í fjóra næstu daga.
Þá var tilkynnt, að brautin í
Pontresina væri til afnota fyrir
keppendur, meðan hin var lokuð.
Til þeirrar brautar var um
klukkutíma leið, í bíl og fót-
gangandi.
Brautin þarna er heldur minni
en Olympiu-brautin og einnig
flatari, með 66 metra að hættu-
marki.
Þar reyndi ég skíðin og stökk
fjögur stökk, sem heppnuðust
sæmilega.
Framhald.
frá hafnar- og rafveitusjóði kr.
50.000,00. Fasteignaskattur kr.
100.000,00. Stríðsgróðaskattur
kr. 20.000,00. Lóðagjöld af Höfn
og Hvanneyri kr. 34.000,00. —
Aðalniðurjöfn. kr. 2.300.000,00.
l/2% af brúttósölu síldarverk-
smiðjanna kr. 400.000,00. Út-
svar Áfengisverzlunar ríkisins
kr. 88.000,00. Útsvar útlendinga
kr. 15.000,00. Framlag ríkisins
til sjúkrahússbyggingar kr.
195.000,00. Framlag ríkisins til
skólabyggingar kr. 125.000,00.
Hér hafa verið teknir aðeins
stærstu liðirnir tekjumegin, —
þeim smæstu sleppt.
1 þessu uppkasti að f járhags-
áætlun fyrir bæjarsjóð er gert
ráð fyrir gífurlegri hækkun á
útsvörunum, eða hækkun, sem
nemur á 5. hundrað þúsund kr.
Á þessu stigi skal ekkert um
það fullyrt, hvort svona mikil
hækkun er réttlætanleg. Þó er
þess að gæta, að tekjur manna
fyrir árið 1947 munu vera tölu-
vert hærri en árið 1946, og út-
lit er fyrir, að árið í ár verði
sæmilegt, hvað þetta snertir.
Vitanlega eru þarffir bæjarsjóðs
miklar, og margt óunnið, sem
gera þarf í þessum bæ, og gjald-
endurnir munu ekki telja eftir
sér að greiða nú sem að undan-
förnu há útsvör, sé þeim varið
til nytsamra fraimkvæmda, og
að jafnframt sé trygging fyrir
því, að úr framkvæmdum verði,
eða þá að öðrum kosti, að fé því,
sem 'áætlað er að verja til
ákveðinna framkvæmda, og af
óviðráðanlegum orsökum ekki
framkvæmdar, sé lagt til hliðar,
en ekki gert að eyðslueyri.
Aðalhðir gjaldamegin eru
eftirfarandi:
Stjóm kaupstaðarins ca. kr.
200.000,00. — Löggæzla kr,-
108.000,00. Afborgun lána og
vexitir af skuldum kr. 137.000,00
Menntamál kr. 288.000,00. —
Iþróttamál, þar talin endur-
glWIII I MWI ■ MIIIBI llll II ll II11 lll
bygging sundlaugar kr. 300 þús.
Viðhald fasteigna kr. 25.000,00.
Vegamál kr. 480.000,00. Bruna-
mál kr. 37.000,00. Til Hólsbús-
ins kr. 150.000,00. Lýðtrygging
og lýðhjálp kr. 342.000,00. —
Heilbrigðismál kr. 102.000,00.
Hreinlætismál kr. 88.000,00. —
Vatnsveitan kr. 500.000,00. —
Ýmsar greiðslur og óviss út-
gjöld kr. 218.000,00. Framlag
til sjúkrahússbyggingar kr.
490.000,00. Framlag til skóla-
byggingar kr. 250.000,00. Endur
greiðsla á láni til togarakaupa
til hafnarsjóðs kr. 250.000,00.
Það skal tekið fram, að þessar
tölur eru ekki nákvæmlega eins
og þær eru í áætluninni, aðeins
látið standa á þúsundi. Nokkrir
smærri liðir ekki teknir með.
Eins og sjá má af þessu yfir-
hti er hér gjört ráð fyrir all-
miklum framkvæmdum á yfir-
standandi ári. Það sem er þó
athugaverðast við þessar fyrir-
huguðu framkvæmdir er það,
að engin vissa er enn fengin
fyrir því, að úr þeim verði,
vegna þess, að ekki hefur feng-
izt f járfestingarleyfi fyrir neinu
af því, sem talað er um að fram-
kvæma. Þannig eru hvorki
teikningar eða f járfestingarleyfi
fengið fyrir byggingu sjúkra-
hússins né sundlauginni og ekki
er heldur fengið fjárfestingar-
leyfi fyrir byggingu gagnfræða-
skólans. Ríkisútvarpið sagði frá
því í fréttum í vetur, þegar
verið var að telja upp framkv.
hins opinbera síðasthðins árs,
væri teikning af fyrirhuguðu
sjúkrahúsi á Siglufirði. Það
fylgdi fregninni, að sjúkrahúsið
ætti að rúma 32 sjúklinga. —
Sjúkrahúsnefnd, í samráði við
sjúkrahúslæknir og bæjarstjóm,
hafði þó fyrir um ári síðan
ákveðið stærð hins nýja sjúkra-
húss við 50 sjúklinga. Og ekki
er annað vitað, en að landlæknir
væri því samþykkur, þegar hann
var hér á ferð í vetur ásamt
skipulagsstjóra. Það virðist
vera í meiralagi skrítið, ef bæj-
arstjórnin getur ekki fengið úáð-
ið stærð sjúkrahússins hér í
samráði við sjúkrahúslæknir,
sem vitanlega vita betur en
aðrir um þetta mál og allt í
sambandi við það, en þetta er
eitt dæmi um slettirekuskap em-
bættismanna ríkisvaldsins gagn-
vart bæjarfélögum; það er
stefnt að því með emu og öllu
að draga úr sjálfstjórn bæjar-
félaganna og gjöra þau sem
ósjálfstæðust um sín innri mál.
Aftur á móti leggur ríkisvaldið
afar þungar byrðar á bæjarfé-
lögin, án þess að þeim sé séð
fyrir auknum tekjum á mótí,
til dæmis kosta tryggingarnar
og sjúkrasamlagið bæinn nú i
ár yfir hálft 4. hundrað þús. kr.
1 áætluninni er gert ráð
fyrir þrem hundruðum þús. kr.
til íþróttamála. Sú upphæð mun
Framhald á 4. síðu
FRt BÆJARSTJORN
(Framfmld af 1. síðu)