Mjölnir


Mjölnir - 25.02.1948, Page 2

Mjölnir - 25.02.1948, Page 2
2 y —irrm HJOCNIB — VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósíalistafélag Siglufjarðar Símar 194 og 210 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Guðlaugsson Blaðið kemur út alla miðvikudaga. Áskriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10 Siglufjarðarprentsmiðja h. f. Síðasta spark Stefaníu í verkalýðinn Sú fregn hefur nú verið birt iandslýðnum þrjá daga í röð, að von sé á brezkri samninganefnd hingáð til samninga við Islend- inga um framlialdandi viðskipti, og kom nefnjd þessi hingað í gær. Er þetta út af fyrir sig ekkert merkilegt, en hitt þykir ýmsum athyglisvert, hvernig nefnd sú, sem ríkisstjómin hefúr skipað tii viðræðna við Bretama er samansett, en í lienni eiga sæti þessir menln, auk fjögurra eða fimm ráðunauta: Kjartan Thors, Richard Thors, Ásgeir Ásgeirsson, Vilhjálmur Þór, Bjöm Ólafsson heild- sali og Agnar Klemenz Jónsson skrifstofustjóri í utanríkismála- ráðimeytinu, sem er formaður heninár. Eins og sjá má af þessu, er nefndin einvörðungu skipuð fulltrúum stjórnarflokkannh. — Stjómarandstaðan á þar engan fulltrúa. Þessi nefndarskipun er emhver liin hneykslanlegasta, sem getið liefur í seinni tíð. Undanfarin ár liafa aliar ríkisstjórnir talið sér skylt að leyfa stjórnarandstöðunni að minnsta kosti að fylgjast með, þegar gerðir hafa verið stórir \iðskiptasamningar. Það er engu líkara en að ríkisstjómin viti upp á sig skömm, eða hvers vegna skyldi hún annars meina stjórnarandstöðuntni að fylgjast með í öðru eins stórmáli og slikur viðskiptasamningur sem þessi er? Enda er það líka svo. Menn muna, hvílíkt regin- lineyksli samninigar hennar í fyrila um afurðasölmija voru. Þá áttu sósíalistar sæti í samninganefndunum, og gátu fylgzt með samningunum, og vegna setu þeirra þar, þorði ríkisstjórnin þó ekki að ganga eins langt í undanflátsseminni við hina erlendu samn- ingsaðilja og svikúnum við umbjóðendur sína og hún hefði senni- lega gert annars. Menn minnast þess, að Sósíalistaflokkurimn ljóstraði upp svik- um stjórnarininar í afurðasölumálunum í fyrra, svo að jafnvel hinir einföldustu gátu séð í gegnum blekkingar hennar. Nú á að komía í veg fyrir, að slikt geti endurtekið sig, að svo miklu leyti sem það er hægt, og til þess brýtur stjómin hina viðteknu reglu að leyfa stjórnarandstöðunni að fylgjast með einhverjum mildlvæg- ustu samningsgerðum, sem á valdi ríkisstjórnarinbar er að gera. Sósíalistaflokkurinn er nú eini flokkur verkalýðs og alþýðu á Isiandi. Með því að meina fulltrúum hans þátttöku í slíkum samn- ingum sem þessum er sparkað í verkalýðinn. Sýnir þetta svo blint hatur og fyrirlitningu á islenzkum verkalýð, að menn mun vart hafa órað fyrir, að jafnvel ríkisstjóm Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar væri haldin af slíku. .... .. Að visu væri hugsanlegur sá möguleiki, áð t.d. fulltrúi frá Alþýðusambandi Islands hefði verið kvaddur til að fylgjast með eða taka þátt í samningunum, en sjálfsagt hefur stjóminini ekld einu sinni komið sá möguleiki til hugar, hvað þá meira. Enda er nefndin eingöngu skipuð bankastjónun, embættsmönnum og út- gerðarmönnum, auk heildsalans. Með öðrum orðum: Hún er aðeins skipuð fulltrúum auðvaldsins og yfirstéttarinnar á íslandi. Þeir, sem með erfiði sínu hafa skapað verðmætin, sem semja skal um sölu á, eiga þar engan. „Fyrsta rfkisstjórnin, sem Alþýðuflokkur- inn myndar á íslandi“, slær því þar með föstu, að atþýðan hafi engan rétt til ráðstöfuniar á þeim verðmætmn, sem hún framleiðir. Thorsarar, heildsalar og bankastjórar eiga að ráða öllu þar um. Það er stöðugt |að verða almenningi augljósara, að núverandi stjóm stefnir að því að koma verkalýðnum i sömu úlfakreppuna og hann var í fyrir styrjöldina, þegar liægt var að bjóða honum upp á að láta að vilja yfirstéttarinnar eða deyja úr hungri ella. Þótt allar tilraiuiir Stefaniu í þessa átt hafi að mestu mis- tekizt til þessa, vegna samheldni verkalýðsins, er liún ekki af baki dottinn. Hún ætlar hvað sem það kostar að keyra verkalýðinn í gapastokk hungursins, reyna að gera hann auðmjúkan með því. Hún ætlar sér því, ef hægt er með nokkru móti að losna við öll viðskipti við lönd, sem reka áætluniarbúskap, þar sem slíkt mimdi skapa skilyrði fyrir ömggum viðskiptum og iafkomu, sem ekki mundi taka neinum stórfelldum sveiflum. Hún ætlar þvert á móti að skipta við þau lönd, sem eru háð verðsveiflum auðvaldsskipu- lagsins, þar sem skyndilega getur skapast kreppuástand. Eitt þess- ara tanda er Bretland. Þótt það geri áætlanir um framleiðslu og viðskipti og myndist við að fylgja þeim að óverulegu leyti, nær það ekki tilgangi sínum, vegna þess, að „sósíalistar" eins og Bevin, Attlee, Morrison og Cripps, sem mega teljast alvaldir í brezku stjóminni, hafa þrælbundið þjóð sína á klafa sterkasta kapitalista- ríkis veraldarinnar, Bandaríkjanna, svo að viðskipti við Bretland eru nú jafn óörugg og viðskipti við hvaða hálfgjaldþrota kapital- ★ Enn um útvarpstruflanir. Ennþá eru útvarpstruflan- imar erkifjandi allra þeirra, sem ánægju hafa af því að sitja heima og hlusta á útvarpið, — eða ætla að hlusta, því oftast fer það nú svo, að erkif jandinn yfirvinnur alla þolinmæði og næmleika eyrnanna, sem af fremsta mætti hafa reynt að greina hið talaða orð útvarps- mannsins frá suði og gargi truflananna. Útvarpstruflanir, eins og þær eru hér í bænum, eru ekkert gamanspaug. Þær eru mikið vandamál og er stórfurðulegt að ráðamenn bæjarins skuli ekkert gera til að vinna bug á þessu. Það er hlustað á kvart- anir almennings og gefin fyrir- heit um að bæta úr, — en efnd- irnar tala skýrustu máli í hin- um óstöðvuðu truflunum. Útvarpstæki eru dýr og af- notagjaldið óneitanlega nokkuð hátt, enda vaxandi kröfur um bætt útvarpsefni og fjölbreytt- ara. Það er því gremjulegt, að mikill hluti útvarpsnotenda hér i Siglufirði skuli verða að hafa tæki sín lokuð yfir aðal útvarps- tímann vegna truflana, sem ef- laust væri hægt að hindra ef eitthvað væri til þess gert af þeim mönnum, sem um þetta eiga að sjá. 1 sumum bæjar- hverfum eru truflanirnar svo yfirgnæfandi, að ekkert annað hljóð kemst í gegn og oftast stöðugar. Oft eru þær þannig, að engu er líkara en kveikt eða slökkt sé á truflvakanum, — koma snögglega og hætta jafn snöggt með misjöfnu bili lang- an tíma. Hverjum, sem heyrir þessi læti, er ljóst, að einhver tæki eru það, sem trufla svona. Upp á þessum tækjum þarf að hafa og gera þau óskaðleg. Það er óviðunandi lengur þetta trufl- anafargan, og skora ég eindreg- ið á þá menn, sem eftirlit eiga að hafa með þessu að bregða nú við og rannsaka þetta vel svo úr verði bætt og við getum með ánægju hlustað á það í hinni fátæklegu úfcvarpsdagskrá sem við helzt kjósum. Það dugar ekkert kák í þessu máli, bara raunhæfar að- gerðir. Útvarpshlustandi. ★ Gagnfræðaskólnm efndi til skemmtana i Sjómannaheimil- inu s.l. laugardag og sunnudag. Voru mörg skemmtiatriði, leik- sýning, leikfimissýningar, söng- ur o.fl. og skemmtu áhorfendur sér hið bezta. ★ Leiðrétting. I pistil „Bíó- gests“ í síðasta tbl. Mjölnis hef- ur slæðst inn prentvilla. I upp- hafi greinarinnar stendur: „Við Siglfirðingar getum tékið undir —“, en á að vera: „Við Sigl- firðingar getum ekki tekið undir“ o.s.frv. Er „Bíógestur" og aðrir lesendur hér með beðnir velviröingar á þessu. GUNNAR VAGNSSON TILBOB DSKAST óska eftir leigutilboðum í síldarsöltunarstöðina Ölagötu 5. Leigutíminn er eitt ár. Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 6. marz n.k. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Siglufirði, 23. febrúar 1948 LAUST STARF Bœjarstjórn óskar að ráða mann til að stjórna jarðýtu bœjarins. Bílstjórapróf og vélþekking nauð- synleg. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15. marz nœstkomandi. Siglufirði, 23. febrúar 1948 GUNNAR VAGNSSON istaríki sem vera skal. Með viðskiptum við slík lönd öðrum fremur er möguleiki til að skapa „sannanir“ fyrir þvi aið laun almemiings verði að læklca, lífskjör hans að versna, til þess að „allt geti borið sig“. Því er nú haklið fram af viðurkenxtdum hagfræðingum og f jármálamönnum, að gengislækkun sterlingspundsins standi nú fyrir dyrum, ef til vill allt að því 40%. Það sér því hver maður, að bindandi samningar við Bretland nú, gætu iverið hið háslkaleg- asta glæfraspil. Hinsvegar væri engin furða, þótt Bretar sæktu fast að nlá samningum áður en þeir neyddust til slíkrar ráðstöf- unar. Verðlag fer nú ört hækkandi um allan heim, og er enginn efi á því að hægt er að selja allar lielztu útflutningsafurðir Islendinga mun hærra verði en nokkru sinni fyrr. Til dæmis liafa Danir, sem eins og við framleiða aðallega matvæli, nýlega gert stóran samning við Breta um sölu á afurðum, við veiði, sem mun að meðaltali vera þriðjungi hærra en síðastlðið ár. Er ekki ástæða til annars en að ætla, að afurðir okkar geti einnig selzt miklu betur en í fyrra, ef vel er á málum haldið. Almenningur mun kappkosta um að fylgjast með því sem gerist í afurðasölumálunum, þrátt fyrir feluleik ríkisstjórnarinnar og lengi muna henni sparkið, sem hún rétti honum með þessari bjánalegu nefndarskipun, sem óhjákvæmilega hlýtur að vekja gremju og undrun í huga hvers hugsandi alþýðumanns. thjja Íiíc Miðvikudaginn kl. 9: Er hveitibrauðsdögunum lýkur Joan Fontain Fimmtudaginn kl. 9: Er hveitibrauðsdögunum lýkur Föstudaginn kl. 9: Tónlist og tilhugalif Laugardaginn kl. 9: Er hveitibrauðsdögunum lýkur Sunnudaginn kl. 3: Er liveitibrauðsdögunum lýkur Sunnudaginn kl. 9: Sannleikuiinn í morðmálinu Bonita Granville Otvarpstæki til sölu Jónas Björnsson B. S. S. Fermingarkjóll til sölu í Verzlun G. Rögnvaldz

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.