Mjölnir - 03.03.1948, Síða 4
Miðvikudagiim 3. marz 1948
9. tölublað
11. árgangur
Mpisr
Hugleiðingar verkamanns
Eins og öllum er kunnugt
hefur síldveiðin í haust og vetur
komið mörgum á óvart. Margur
maðurinn var þó farinn að
hugsa með kvíða til haustsins,
því sýnilegt var, að atvinnuleysi
var óumflýjanlegt, ef ekki eitt-
hvað sérstakt yrði til bjargar,
því alíír vissu hvað ríkisstjórnin
stöðvaði snögglega allar verk-
legar framkvæmdir, með því að
stöðva innflutning á öllu, sem
til byggingar og annars þurfti.
Nú eins og alltaf áður sýndu ís-
lenzku sjómennirnir, að þeir eru
kjarni þjóðarnniar og urðu við-
bragðsfljótir til starfa, er síld-
ina bar svo fljótt að dyrum. Nú
vita allir, að það er ekki nóg að
Ifiska síldina, það þarf að koma
henni til vinnslu og hvað er svo
gert í þeim málum? Það er með
það eins og annað að einhver
þurfti að hafa flutningana á
hendi og var rætt og ritað um
það. Var það úr, að L.l.Ú. tók
að sér að sjá um flutningana, og
gat þá að heyra margar vel
orðaðar auglýsingar í útvarp-
inu, svo sem að séð yrði fyrir
nægum skipakosti til flutninga
o.s.frv. Og hver hefur svo reynd
in orðið? Jú það hefur rétt hafst
við að flytja með því að eiga
upp í 100 þúsund mál í bing.
Meðal þeirra skipa, er flutt hafa
eru tvö svo nefnd Knot-skip,
sem hvort um sig tekur um 35
þúsund mál og er ekki nema
gott eitt um það að segja. En
nú fyrir nokkrum dögum gat
Aðalfundur Fiski-
deildar Sigluf jarðar
Aðalfundur Fiskideildar
Sigluf jarðar var haldinn nýlega,.
Stjórn deildarinnar var endur-
kosin. Hana skipa: Magnús
Vagnsson, Sveinn Þorsteinsson
og Skafti Stefánsson. Samþykkt
var á fundinum að leggja kapp
á að koma á námskeiði í sjó-
vinnu. Mikil þörf er á aukinni
og almennri kunnáttu í vinnu-
brögðum, ekki hvað sízt sjó-
vinnu, því að bæði breytast nú
ört vinnubrögð á sjó og mikið
veltur á afkomu útvegsins, að
sem réttast og haganlegast sé
unnið. Vonandi tekst deildinni
að koma þessu námskeiði á lagg
irnar, eins vel og tókst með þau
tvö námskeið, er hún gekkst
fyrir að haldin voru hér 1945 á
vegum Fiskifélags Islands.
Fiskifélagsdeildir eru þarfar
stofnanir í hverju byggðarlagi.
Fiskifélag Islands er aðalráðu-
nautur ríkisstjórna um sjávar-
útvegsmál og hefir með hönd-
um úthlutun á talsverðu fé til
margra gagnlegra hluta. Sigl-
firðingar mættu stuðla betur að
því, að slík höpp lentu í þeirra
húfu, með því að gerast fleiri
meðlimir deildarinnar. Sérstak-
lega munu sjómenn og útgerð-
armenn velkomnir þangað.
maður séð, að verið var að rífa
skilrúmin upp úr öðru þessu
skipi, sem kostuðu 250 þús. kr.
og það þrifið upp og látið taka
mjöl til Ameríku, á sama tíma
og leiguskipin fara út frá Rvík
með mold í ballest. Margur
spyr því nú, hvort ekki hafi ver
ið eins gott, að þetta skip hefði
haldið áfram að flytja og hin
svo tekið mjölið.
Á sama tíma og síldveiðin
gengur svo vel, gat maður
heyrt í útvarpinu þann boðskap,
að nú yrði þjóðin að sýna þegn-
skap og fara að spara og í kjöl-
far þess fylgdu svo auglýsing-
arnar dag eftir dag um leyfi
fyrir öllu, smáu og stóru. Gekk
þetta svo langt, að þeir er út-
hluta áttu eftir þessum leyfum,
voru hættir að botna í þessu
öllu. Maður skyldi nú ætla, að
ekki væri vandkvæðum bupndið
að fá út á alla þessa blessaða
miða, en því fer nú fjarri að
svo sé. Má þar til nefna sem
dæmi aukaskammt af vinnu-
fatnaði, sem verkamenn áttu að
fá, einn galla í 4—5 mánuði.
En hvernig gengur svo að fá
vinnuföt hér á Siglufirði. Jú,
maður fer búð úr búð og alls-
staðar sama svarið: ,,Ekki til“,
svo okkur er einn kostur nauð-
ugur, að geyma vel okkar miða
'i þeirri von, að úr rætist. Það
er hart að gengið, ef þeir, er
vinna að framleiðslu þjóðarinn-
ar, verða að ganga klæðlitlir.
Sömuleiðis hefur maður feng-
ið stofnauka, sem á að gilda fyr-
ir dönsku smjöri. Mörg húsmóð-
irin hefur spurst fyrir um hve-
nær smjörið komi, og svarið
alltaf: „Með næsta skipi“. Enn
einu sinni voru menn að vona,
að smjörið kæmi með síðustu
ferð Drottningarinnar, en hvað
kom? Jú, það komu 20 tonn af
spíritus til AVR í stað smjörs-
ins. Er spírinn svo bragðbætt-
ur fyrir sunnan og okkur send-
ur drykkur, sem nefnist Brenni-
vín. En ég er hræddur um, að
það þyki ódrjúgt o'fan á brauð.
En ég held að augu fólks
hljóti að fara að opnast fyrir,
hvaða öfl eru hér að verki, og
hugsi sig um áður en það gefur
þessum góðu mönnum atkvæði
sitt við næstu kosningar, ef
haldið verður áfram á sömu
braut.
Siglufirði, 24. febr. 1948
Verkamaður
■5
Það verður að fuligera Skeiðsfoss
f járhagslegu rökin vil ég benda
á, að nú er svo komið, að ekki
er hægt að koma upp herzlu-
verksmiðju á Siglufirði nema
þessarar vélasamstæðu sé aflað..
Aðgerðarleysi bæjarstjórnar í
þessu máli verður því kærkomið
tækifæri þeim mönnum, sem
vinna að því, að Siglufjörður
verði svikinn um þessa verk-
smiðju.
Árið 1945 aflaði A/S Höj-
gaard & Schultz samkv. beiðni
þáverandi bæjarstjóra tilboða í
vélasamstæðu. Þau tilboð eru nú
útrunnin og frá hendi bæjar-
stjórnar hefur ekkert verið að-
gert til þess að fá þessi tilboð
endurnýjuð eða afla nýrra. Ekki
er varlegt að gera ráð fyrir, að
afgreiðslutími á vélunum verði
skemmri en tvö ár.
Eg hefi átt tal við raforku-
málastjóra um þetta mál og hefi
orðið þess var, að hann telur
þegar vera orðið meira en tíma-
bært að ráðast í kaup á síðari
vélasamstæðunni. He!fur raf-
orkumálastjóri tjáð mér, að
bæjarstjórn hafi enn þá engum
falið að framkvæma tekniskan
undirbúning að hinni væntan-
legu stækkun, og er þó vitað,
að þar er mikið starf fyrir
höndum. Það skal tekið fram, að
raforkumálastjóri dró það
mjög í efa, að hann gæti tekið
það að sér að annast tekniskan
undirbúning vegna þess hve
störfum hlaðinn hann er nú. Við
svo búið má ekki standa. Bæjar
stjórn verður þegar að hefjast
Framhald af 1. síðu
handa. Það sem ég tel nú, að
þurfi að gera er þetta:
1) Fela raforkumálastjóm-
inni eða einhverjum öðrum að
hefja tekniskan undirbúning
undir aukningu rafveitunnar,
gera stofnkostnaðaráætlun og
rekstursáætlun og undirbúa á
annan háttframkvæmdverksins
2) Fela sama aðila að leita
þegar í stað nýrra tilboða í
vélar, fá endurnýjuð eldri tilboð
og afla nýrra tilboða frá þeim
löndum, sem ekki var leitað til
áður.
3) Fá heimild rlkisstjómar-
innar til þess að festa kaup á
vélunum strax í vor. í þv'i sam-
bandi er rétt að minna sérstak-
lega á ummæli f jármálaráðherr-
ans í f járlagaræðunni. Eftir þau
ummæli verður ekki séð, að
fyrirstaða ætti að geta orðið
hjá ríkisstjórninni við að veita
slíkt leyfi. Þetta er sérstaklega
nauðsynlegt vegna þess hve
langur afgreiðslufresturinn er.
Fjárfestingarleyfi kemur af
sjálfu sér ef ríkisstjórnin sam-
þykkir þetta. Það er hreinasta
fásinna að bíða aðgerðalaus
eftir fjárfestingarleýfi.
4) Athuga hvort nauðsynlégt
er að afla nýrra ríkisábyrgða,
ef svo er að hefja þá undirbún-
ing að flutningi frumvarps um
það efni, helzt þegar á þessu
þingi.
Þetta eru allt verkefni, sem
þegar í stað verður að ganga að
Fjárhagsáætlun bæjarins
Framhald af 1. síðu
bæjarverkstjóra að ráða 30 til
40 verkamenn fast strax í vor,
svo hægt verði að hefja fram-
kvæmdir við gatnagerð með næg
um mannskap strax og veður
leyfa.
Þá sé bæjarstjóra og vatns-
veitustjóra falið að ráða fasta
menn við fyrirhugaða aukningu
vatnsveitunnar, það marga, að
tryggt sé, að hægt verði að Ijúka
verkinu fyrir síldarvertíðina í
sumar, en þurfi ekki að stöðvast
að leysa og þau yerða ekki leyst
með losaralegum bréfaskriftum.
Eg vil benda á, að þegar raf-
stöðin var byggð leysti þáver-
andi bæjarstjóri Óli Hertervig
af höndum mikið starf til þess
að hrinda málinu fram, á Al-
þingi og í ríkisstjórn. Þegar haf-
izt var handa um framkvæmdir
sat ríkisstjórn sem var alger-
lega andvíg þessum byrjunar-
flramkvæmdum Siglufjarðai-
kaupstaðar og taldi þær fá-
sinnu. Þrátt fyrir það tókst þá-
verandi bæjarstjóra Óla Herter-
vig með feikilegri elju og lægni,
í samstarfi við vinveitta menn
úr öllum flokkum að afla málinu
sl'iku fylgi á Aiþingi, að virkjun-
in komst í framkvæmd þrátt
fyrir andstöðu þáverandi ríkis-
stjórnar, þ. e. ríkisstjórnar
Björns Þórðarsonar. Eg fullyrði
að það er miklu léttara verk nú
að knýja það fram, að seinni
vélasamstæðan verði sett upp
vegna þess að það er nú orðið
mjög mikið hagsmunamál ríkis-
sjóðs, eins og berlega kom fram
í ræðu fjármálaráðherra.
Eg hefi lagt út í ?að að rita
bæjarstjórn þetta bréf til þess
að reyna að koma einhverjum
skrið á þetta mál.
Bæjarstjórn hefur ekki látið
mig fylgjast með í þessu máli,
og hélt ég satt að segja, að
verið væri að starifa að því, en
síðan ég var á Siglufirði um
daginn hef iég kynnt mér þetta
og orðið þess var, að bæjar-
stjórn aðhefst sáralítið raun-
hæft í þessu stærsta máli Siglu-
fjarðar.
Að sjálfsögðu er ég fús til
þess að gera allt, sem í mínu
valdi stendur til aðstoðar bæjar-
stjórn við að hrinda málir.u
fram, og ef bæjarstjómin í
heild gengur í málið einhuga og
beitir öllum áhrifum sínum, þá
er framgangur málsins alveg
tryggður.
Eg treysti því, að bæjarstjórn
in bregði skjótt við í þessu máli
og fylgi þvi eftir það vel, að
hægt verði að festa kaup á hinni
nýju vélasamstæðu þegar í vor.
Virðingarfyllst.
Áki Jakobsson
(sign.)
Sökum rúmleysis í blaðinu er
ekki hægt að skýra nánar frá
þessu máli nú, en verður vænt-
anlega gert í næstu blöðum.
Mun Mjölnir kappkosta um að
skýra jafnóðum frá því, sem
gerast kann í málinu.
vegna vöntunar á verkamönn-
um. f
G. Jóliannsson
Hlöðver Sigurðsson
Óskar Garibaldason
Fyrri tillagan var felld,
að viðhöfðu nafnakalli,
með 4 gegn 4. Gegn tillögunni
greiddu atkvæði fulltrúar Al-
þýðuflokksins og Framsóknar
4. Með voru fulltrúar sósíalista
,G. Jóh. og Hlöðver Sigurðsson,
og 2 fulltrúar Sjálfstæðism.,
með þeim fyrirvara, að féð væri
fyrir hendi. Óskar Garibaldason
varð að fara af fundinum vegna
anna og reyndist ekki hægt að
fá varamann hans til að mæta
með svo stuttum fyrirvara. —
Notuðu kratarnir og framsókn-
arfulltrúinn sér þetta og felldu
tillöguna, þó þeim væri það ljóst
að meirihluti bæjarstjórnar væri
henni samþykkur.
Síðari tillögunni var vísað til
vega- og holræsanefndar og
vatnsveitunefndar eftir tillögu
frá Kr. Sigurðssyni.
Það væri full ástæða til að
skrifað væri ítarlega um ýmis-
legt í sambandi við undirbúning
bæjarstjóra og stuðningsmanna
hans á fjárhagsáætlun bæjar-
sjóðs og rafveitu, og vægast
sagt voru uppköstin illa frá-
gengin og vantaði stóra liði
gjaldamegin í fjárhagsáætlun
bæjarsjóðs, svo sem útgjöld
vegna togarans, sem var þó vit-
anlegt, að varð að taka með.
Það var fyrst á bæjarstjórnar-
fundinum, sem það mál var tek-
ið fyrir og reynt að finna lausn
þar á. Annars auðkennast flest
störf bæjarstjóra og bæjar-
stjórnar af því ófremdarástandi,
að í bæjarstjórn er ekki til neinn
ábyrgur meirihluti, og að bæj-
arstjórinn hefur engan meiri-
hluta að baki sér.
Fjárhagsáætlun rafveitu var.
afgreidd með kr. 380 þús. tekju-
halla, þar af færist á stofn-
kostnað kr. 250 þús. Þó er ekki
gert ráð fyrir afskriftum eða
fyrningu. 1 nefnd, sem samþ.
var að senda til Reykjavíkur trt
að vinna að framkvæmd ýmissa
mála fyrir bæinn voru kosnir:
Þóroddur Guðmundsson, sem nú
er staddur í Rvík, Ragnar Jó-
hannesson og Ásgeir Bjarnason
raffræðingur, ennfr. bæjarstjóri
Af þessum f jórum sendimönn-
um eru þrír ákafir stuðnings-
menn núverandi ríkisstjórnar og
má gera ráð fyrir, að þeir fái
góðar undirtektir hjá flokks-
bræðrum sínum í ríkisstjórn og
Fjárhagsráði.
Barnahjálp S. Þ.
Samkv. upplýsingum sem
blaðið fékk í gærkvöldi hjá Sig-
urði Kristjánssyni, sparisj.stj.,
umboðsmanni söfnunarinnar
hér, höfðu þá alls komið inn
rúmlega 66 þús. kr. í peningum,
og auk þess nokkuð aif fatnaði.
Enn eru ókomnar allstórar pen-
ingagjafir og kvaðst Sigurður
gera sér vonir um, að peninga-
söfnunin mundi komast upp í
a. m. k. 75 þús. kr,