Mjölnir


Mjölnir - 10.03.1948, Blaðsíða 1

Mjölnir - 10.03.1948, Blaðsíða 1
Allir þuría að fylgjast með því, sem gerist í íslenzkmn þjóðmál- mn og söimurn útlendum fréttum. KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN Tekið á móti áskrifendum í Suðurgötu 10. Miðvikudaginn 10. marz 1948 10. tölublað. 11. árgangur. Síldveiðibannið er þáttur í hrun aðgerðum rikisstjórnarinnar Sú afsökun ríkisstjórnarinnar og meirihluta stjórnar SR fgrir síldveiðibanninu, að nú þegar þurfi að stöðva allar síldarverksmiðjurnar til þess að standsetja þær fyrir sumarið er rökleysa og þvaður, borið fram til að blekkja þá, sem ekki þekkja til síldarvinnslu. Með stöðvun síldveiðanna hef- ur hrunstjórnin enn einu sinni sýnt hug sinn til almennings í landinu. Hún er enn ein sönnun þess, að valdhafarnir vilja ekkí góða afkomu og mikla atvinnu í landinu, og um leið þess að barlómur þeirra um gjaldeyris- vandræði, sem hefur verið helzta röksemd þeirra fyrir því, að stöðva verði margháttaðar fram kvæmdir í landinu, svo sem iðn ið, byggingar o. fl., er ekki borin fram af neinni alvöru og um- hyggju fyrir afkomu þjóðarinn- ar, heldur aðeins þvaður, sett fram í blekkingarskyni. Sú afsökun þeirra, að nú þég- ar þurfi að stöðva verksmiðjurn ar til þess að standsetja þær undir sumarið, er borin fram í blekkingarskyni, og verður það öllum, ekki einungis Siglfirðing- um, heldur öllum landslýð, ljóst við nánari athugun. SR’46 er í fyllsta lagi til vinnslu, og þótt setja þurfi olíu- kyndingu við tvo þurrkara, er það ekki nema í hæsta lagi 3ja vikna verk að koma þeim fyrir. Sér hver heilvita maður, að ekki er ástæða til að stöðva vinnslu 'i henni þrem til f jórum mánuð- um áður en hægt er að gera sér vonir um nokkurn síldarugga til bræðslu í henni. Mun hún nú vera búin að bræða um helming þeirrar síldar, sem borizt hefur hingað í vetur, eða a. m. k. 480 þús. mál af tæpum 900 þús., sem borizt höfðu hingað um síðustu helgi. Hefur bræðsla í henni aldrei gengið eins vel og nú seinustu vikurnar. Eru mikl- ar i'ikur til þess, að hún hefði ein getað haft undan þeim 40 skipum, sem ætluðu að halda áfram veiðum í Hvalfirði, þegar bannið kom til. Einhver ómerkingur, sem ekki þorir að láta nafns sins getið, skrifar í síðasta Neista tvö greinarkorn, bersýnilega í þeim tilgangi einum að koma þjófn- aðarorði á allstóran hóp manna hér í bænum. Reyndar er það ekki ný bóla, að Neisti bregði fótum undir ómerkilegar gróusögur eða bein- línis búi þær til og komi þeim á gang. Þvert á móti hefir blaðið þrásinnis vakið á sér athygli fyrir persónulega rætni, að- dróttanir og smjatt á óhróðurs sögum. Er hann t.d. hið eina af bæjarblöðunum hér, sem fundið hefur hjá sér köllun til að smjatta á svonefndu Trinite- máli, sem mun vera í rannsókn og því ekki hægt að fullyrða neitt um, að því er virðist af tómri meinfýsi og illgirni í garð þeirra, sem við það kunna að vera riðnir. Þá virðist rógur og níð um pólitíska andstæðinga vera ein af hinum viðurkenndu baráttuaðferðum Alþýðuflokks- ins hér, og mætti nefna mörg dæmi því til sönnunar. Og til marks um það, hve annt kröt- unum er um að kveða niður slúður og óhróðurssögur um ein staka menn er það, að þeir hafa látið einn gamlan félaga sinn og flokksbróðir, sem nú er fluttur héðan, liggja undir þjófnaðar- Faxaflóa, svo og Fiskiðjuver ríkisins, sem hefðu getað haldið áfram vinnslu, ef á hefði þurít að halda. En sú vinnsla hlýtur að stöðvast um leið og tekið er' fyrir bræðsluna hjá SR. Veið- arnar stöðvast þá óhjákvæmi- lega. Þá eru ótaldar aðrar verk- smiðjur, sem til mála heföu get- að komið, svo sem síldarverk- smiðjan á Skagaströnd, verksm. á Seyðisfirði, svo og Rauðka, sem hefði sjálfsagt verið fáan- leg til vinnslu nú í vetur, ef leitað hefði verið eftir því af hálfu ríkisstjórnarinnar 'i tíma. Og loks spyrja menn: Hvaða vit er í því að stöðva mikla síld- (Framhald á 4. síðu). Síldarbræðslan Um síðustu lielgi höfðu alls verið brædd liér í Siglufirði tæpl. 898 þúsund mál síldar á vetrarvertíðinni. Af því mun SR’46 hafa brætt meira en helming, eða mn 480 þús. mál. Gert er ráð fyrir, að við þetta muni bætast mn 60 þús. mál, áður en bræðslu lýkur, sem sennilega verður um miðja næstu viku, ef eklrert óvænt verður til tafar. orði, án þess svo mikið sem að gera honum aðvart, svo að hann gæti borið af sér ósómann, sem hann þó er búinn að gera nú á röggsamlegan hátt, en ekki fyrir þeirra tilstilli. Þær dylgjur síðasta Neista- (Framhald á 3. síðu). Neisti, sem kom út s.l. mánu- dag, er að burðast við að gera sér mat úr stjórnarkosningu í félagi járniðnaðarmanna í Reykjavík fyrir skömmu. Er á blaðræflinum að skilja, að „kommúnistar", en það eru á hans máli allir þeir, sem vilja viðhalda einingu innan verka- lýðssamtakanna, hafi beðið þar hinn herfilegasta ósigur, og að 'klofningspostular ríkisstjórnar- innar séu þar nú einvaldir. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að einingarmenn eru enn sem fyrr í meirihluta í stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins. Eiga þeir 3 menn af 5 í stjórn þess og 5 af 9 í trúnaðarmanna- ríáði. Fyrrverandi formaður, Snorri Jónsson, er eftir sem Eru valdhafarnir á móti nýtingu síidarinnar tii manneidis ? í 1. tbl. Ægis, tímarits Fiski- félags íslands, er alllöng og mjög athyglisverð grein eftir dr. Jakob Sigurðsson um s'íldar- niðursuðu í Fiskiðjuveri ríkisins í Reykjavík, en hann er fram- kvæmdastjóri þess fyrirtækis. Rekstur Fiskiðjuversins er eitt gleggsta dæmið um hug nú- verandi valdhafa til framleiðsl- unnar.. Hefur Fiskiðjuverinu verið sýndur hinn mesti f jand- skapur af hálfu Landsbankans með neitunum um gjaldeyri til kaupa á dósum og síðan rekstr- arfé. Einnig má á grein hans skilja, að engin áherzla hefur verið á það lögð af hálfu þeirra, sem með útflutningsmálin fara að selja framleiðslu Fiskiðju- versins af niðursoðinni síld þar sem beztar hafa verið markaðs- horfur fyrir hana, svo sem 'i Tékkóslóvakíu. En á sama tíma og íslendingar eru í vandræðum með að koma síld þeirri, sem veiðist á næstu miðum við Fisk- iðjuverið norður á Siglufjörð til bræðslu, keppast aðrar þjóðir svo sem Norðmenn og Bretar, við að auka sem ' mest fram- leiðslu sína á síld til manneldis. Fjandskapur valdhafanna í garð Fiskiðjuversins er aðeins eitt af mörgum dæmum um fjandskap þeirra gegn nýsköp- un og framförum í landinu. áður í stjórn fél., og er nú ritari þess. Sýnir þessi kosning sem fleira hve lítið traust verkamenn bera til erindreka ríkisstjórnarinnar, þar sem þeim tókst ekki að ná meirihluta í félaginu, þrátt fyrir harðan áróður gegn „kommún- istum“ og ákafa smölun. Þá segir blaðið, að „'kommún- istar“ ha'fi verið gerðir alger- lega áhrifalausir í verkalýðsfé- laginu Árvakur á Eskifirði. Er þetta haugalygi úr blaðinu svo sem vænta mátti, þar sem heim- ild þess mun vera Alþýðublaðið, og eskfirskur verkalýður hefur lengi verið mjög stéttvís, og þv'í ólíklegur til að láta blekkj- (Framhald á 3. síðu) Skídamót Siglufjarðar Skiðamót Siglufjarðar 1948 hófst laugardaginn 6. marz. — Keppt var í bruni í öllum flokkum. Úrslit urðu sem hér segir: Rrun kvenna A.-fl.: 1. Aðalheiður Rögnvaldsdóttir, SfS.... 1 mín. 14,6 sek. 2. Alfa Sigurjónsdóttir, SfS ......... 1 — 19,4 — Brun kvenna C-fl.: 1. Guðrún Alfonsdóttir, Skb........... 1 nx'in. 25,0 sek. Rrun karla A-f 1.: 1. Ásgrímur Stefánsson, SfS .......... 4 mín. 6,0 sek. 2. Haraldur Pálsson, SfS .............. 4 — 22,1 — 3. Jónas Ásgeirsson, Skb .............. 4 — 45,0 — Brun karla B-fl.: 1. Guðmundiir Árnason, Skb ........... 4 mín. 45,5 sek. 2. Gísli Þorsteinsson, SfS ............ 4 — 52,0 — 3. Skarphéoinn Guðmundsson, SfS ....... 4 — 56,1 — Brun karla C-fl.: 1. Sveinn H. Jakobsson, Skb .......... 3 mín. 38,6 sek. 2. Jón Sveinsson, Skb.................. 3 — 59,3 — 3. Haukur Hansen, Skb.................. 4 — 0,6 — 4. Sig. Stefánsson, Skb ............... 4 — 4,1 — 5. Garðar Arason, Skb ................. 4 — 6,1 — 6. Jóhann Jónsson ..................... 4 — 6,3 — Brunið fór fram frá Illviðrishnjúk og niður Skarðdal. Sunnu- daginn 7. marz hélt svo mótið áfram. Var þá keppt í svigi í öllum flokkum. Úrslit urðu sem hér segir (heildartími): Svig kvenna A-flokkur: 1. Aðalheiður Rögnvaldsdóttir, SfS.... 1 mín. 31,0 sek. 2. Alfa Sigurjónsdóttir, Sfs ......... 1 — 40,1 — Svig kvenna C-flokkur: 1. Guðrún Alífonsdóttir, Skb......... 1 — 40,4 — Svig karla A-flokkur: 1. Haraldur Pálsson, SfS ............. 2 mín. 58,6 sek. Svig karla B-flokkur: 1. Guðmundur Árnason, Skb ............ 2 m'in. 58,8 sek. 2. Gísli Þorsteinsson, Sfs ........... 3 — 3,9 — Svig karla C-flokkur: 1. Jón Sveinsson, Skb................. 2 mín. 13,7 sek. 2. Sveinn H. Jakobsson, Skb......... 2 — 34,5 — 3. Haukur Hansen, Skb................. 2 — 55,5 — Svigið fór fram í Snók sunnanverðum. Færi var vont. Mótið mun halda áfram þegar veður og færi gefst. Þá mim verða keppt í göngu og stökki, öllum flokkum og boðgöngu. Þá eru verksmiðjurnar við MEINFÝSNI MAÐURINN I NEISTA Lítið dregur vesælan Verkalýðsfélag mótmœlir fréttafölsunum kratanna.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.