Mjölnir


Mjölnir - 24.03.1948, Page 1

Mjölnir - 24.03.1948, Page 1
 Munið aðalfimd Sósíalistiafélaffs Sigluf jarðar í næstu viku. Nánar ) auglýst síðar. Netagerðin Höfða- vík brennur Síðastliðinn föstudag brann netagerðin Höfðavík í Reykja- vík; um 50 snurpunætur brunnu til kaldra kola, og þar að auki mikið af nótaefni og öðrum veiðarfærum, nemur tjónið gríðar hárri upphæð. Það sem þó er allra verst er það, að ill- mögulegt erjiú að fá nætur og nótaefni erlendis frá. Óbeina tjó'nið af þessum hryggilega at- burði getur þv'i orðið óútreikn- ^ anlegt. Bættar flugsam- göngur við FLUGFÉLAG ÍSLANDS ^ hefur nú tekið upp fastar flugferðir milli Siglufjarðar og Akureyrar. Er gert ráð fyrir að fljúga tvær ferðir hvern virkan dag þegar. veður leyfir. Verða ferðir þessar farnar í sambandi við áætlunarferðirnar milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur, þannig, að farþegar sem ætla héðan UJ Reykjavíkur geta farið með flug vélinni til Akureyrar og þaðan beint með áætlunarvélinni til Reykjavíkur og öfugt, þeir sem I koma frá Reykjavík og ætla til Siglufjarðar. Er að þessu hin mesta samgöngubót. Til þessara ferða eruhafðirGrömman-bátar cn þeir geta lent bæði á sjó og landi; eru tveggja hreyfla og taldir mjög öruggir og sterkir íiugbátar. Afgreiðslumaður hér ‘á Siglu- firði er Jón Kjartansson. — Þegar flugsamgöngur er orðnar svo tíðar og reglulegar, ber brýna nauðsyn til þess að hér verði komið upp rennibraut fyrir flugvélar, er það skylda bæjarstjórnar að taka það mál í sínar hendur og leysa það á við- unandi hátt. Verða mögul. til að reka þorsk- veiðar við Norðurland í vor? Á Norðurlandi eru a.m.k. 45 til 50 mótorbátar, stærri en 20 tonna, sem stundað gætu línu- og togveiðar í vor, ef möguleik- ar verða til að koma aflanum í verð. Eins og kunnugt er, verð- ur ekki sagt með sanni, að hrað- frystihúsin á Norðurlandi séu rekin með miklum myndarskap, heldur þvert á móti. Og sízt af öllu hafa þau undanfarið miðað rekstur sinn við hagsmuni út- gerðarinnar. Sum hraðfrystihúsin taka ekki á móti fiski, en stunda beitufrystingu, kjöt- og mat- vælageymslu. Önnur taka móti fiski tíma og tíma en hætta svo og það kannske þegar verst gegnir fyrir fiskibátana. Þetta rekstrarfyrirkomulag frystihúsanna á Norðurlandi er þv’i óskiljanlegra, sem það er á marga vitorði, að frystihúsun- um er tryggt það hátt verð fyrir fryst fiskflök, að rekstur- inn er gróðavænlegur ef vel er á öllu haldið. Tækju öll hrað- frystihúsin á móti fiski er það makið magn, sem þau gætu af- kastað, en í góðu fiskirii myndu þau þá hvergi nærri geta unnið úr afla allra bátanna, til ann- arra ráða þyrfti þvi einnig að grípa. Tvö ráð sýnast þá frekast vera fyrir hendi; annað að salta fiskinn en hitt að flytja hann út ísaðann. Um söltunina er það að segja, að hún er mörgum vandkvæðum bundin. Óvíða til hentug salthús og óvíst, að nægilegur vinnukraftur fáist a.m.k. á sumum heimastöðvum bátanna. Þá er allt í óvissu hve- nær menn losna við saltfiskinn, en eins og allir vita rýrnar salt- Adalfundur Verkakvennafélagsins Brynju var haldinn síðastl. föstudag í Suðurgötu 10. — Að lokinni skýrslu stjórnar fór fram kosn- ing í trúnaðarstöður félagsins. Kosning fór þannig: Form. Ásta Ólafsdóttir Varaform. Halld. Eiríksdóttir Ritari: Ólína Hjálmarsdóttir Gjaldk. Guðr. Sigurhjartar, Meðstj. Rósam. Eyjólfsdóttir Kauptaxtanefnd: Ásta Magnúsdóttir Stefania Guðmundsdóttir Rósa Guðjónsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Auk stjórnar og kauptaxta- nefndar í trúnaðarmannaráð: Sigríður Sigurðardóttir Guðný Guðnadóttir Voru allar sjálfkjörnar. 1 félaginu voru rétt um 300 konur. Ársgjald er kr. 40,00. — Eignir félagsins eru samtals um 52 þúsirnd krónur. Eignaukning á árinu var um kr, 19,500,00. Fundarsókn á árinu hefur verið góð og starfsemi félagsins á ýmsan hátt með mestu prýði. Á fundinum var kosin 1. mai- nefnd, sem gert er ráð fyrir að starfi með nefndum frá öðrum verkalýðsfélögum í bænum. fiskur mjög mikið við langa geymslu. Flestir bátar eru líka þannig stæðir fjárhagslega, að þeim kemur mjög illa að bíða með afla sinn óseldan lengi, því bankarnir lána ekki út á aflann nema nokkurn hluta andvirðis hans. Hin leiðin að flytja fiskinn út ísaðann, er að mörgu leyti æski- legri, en til þess að það geti tek- izt verða útgerðarmenn fiskibát- anna að bindast samtökum um útvegun flutningaskipa og af- greiðslu þeirra á móttökuhöfn- unum, svo flutningarnir gætu gengið sem greiðlegast. Útgerð- armenn í Vestmannaeyjum hafa farið þessa leið í vetur og notið til þess nokkurrar aðstoðar rík- isstjórnarinnar. Hefur i'ikis- stjórnin tekið þátt í áhættunni af flutningum með ailt að 25 aurum á kíló fiskjar. Líklegt má teljast, að Norðlendingar fengju sömu aðstoð, ef þeir leggðu í að skipuleggja útflutn- ing á afla sínum ísuðum á sama HVERJU ÆTLAR NEISTI NB AB UÚGA? í hausnum á síðasta Neista var dálítil klausa, þar sem les- endum blaðsins er tilkynnt, að í næsta blaði komi grein um kosningu í stjórn Verkamanna- félagsins Árvakur á Eskifirði, þar sem kommúnistar séu í minnihluta. Það er ekki gott að segja, til hvaða ósanninda bleðsnepillinn ætlar nú að grípa. Hingað til hafa allir, sem hafa viljað varð- veita einingu innan Alþýðusam- bandsins heitið kommúnistar á máli kratanna. Og í stjórn Ár- vaks eru nú, eins og mörg ár að undanförnu ákveðnir einingar- sinnar. I næst síðasta blaði' Mjölnis birtist skeyti, sem meirihluti stjórnar Árvaks sendi út til þess að mótmæla fréttafölsun Alþ.bl. varöandi stjórnarkjör í Árvaki. Segir þar m.a.: „Stjórnin mun hér eftir sem hingað til berjast fyrir bættum kjörum félags- manna og styður af alefli ein- ingaröflin innan Alþýðusam- bandsins, en fordæmir sundr- ungaröfl A]þýðubl.klíkunnar.“ Menn bíða þess með eftir- væntingu, að Neisti komi út næst til þess að sjá hvaða lygi blaðið muni nú grípa til, til þess að sanna, að ,,kommúnistar“ séu „algerlega áhrifalausir" í stjórn Árvaks. MJÖLNISSÖFNUNIN Blaðið hefur áður birt áraugurinn af Mjtílnissöfnuninni og var þá sagt, að liún hefði numið . kr. 10.105,00 En við þetta bættist þar á eftir .. — 250,00 Alis nemur því söfnunin............ — 10.355,00 Enn á ný viil blaðið þakka þessar glæsilegu undirtektir siglfirzkmr alþýðu og telur þær sem vott um vaxjandi fylgi við hinn liáleita og göfuga málstað sósíalismans. Þeir mörgu alþýðumeim utau Sósíalistafélags Siglu- fjarðar, sem töldu ástæðu til að styrlija Mjölnir fjárliags- lega við þessa söfnun og eru þar með þátttakendur í áfram- Iialdandi útgáfu blaðsins, ættu iiú að taka það til alvarlegrar athugunar, livort þátttaka þeirra í baráttu sósíalista fyrir málstað alþýðunnar og fidlkomnu þjóðfrelsi ætti ekki að verða eimþá meiri. Eða m.ö.o. hvort ekki sé réttast að þeir gerist félagsmenn Sósíalistafélags Sigluf jarðar. Með það í huga, hve siglfirzk alþýða brást vel við áskoruninni mn að tryggja fjárliagsatkomu Mjölnis, viljum vér skora á hana að auka verulega félagsmannatal Sósíal- istafélags Siglufjarðar. Aðalfundur félagsms verður haldinn í næstu viku. Hug- leiðið þessa áskormi fram að aðalfundinum. ÚTGÁFUSTJÓRNIN 12. tölublað. 11. árgangur. Miðvikudaginn 24. marz 1948 hátt. Sjálfsagt væri að aífla sér vitneskju um reynslu Vest- mannaeyinga í þessum efnum og mætti eflaust eitthvað af henni læra. Tilgangurinn með þvi að minnast á þetta mál er sá, að hvetja útgerðarmannasamtökin á Norðurlandi til að taka það til athugunar sem fyrst. Og rann- saka hvaða leiðir kunna að vera til að koma bátaflotanum á línu- og togveiðar í vor. Eæði er héá um að ræða mildð hagsmunamál fyrir út- gerðina sjálfa og sjómennina. I-á er það og engu síðu mikið hagsmunamál fyrir verkafólk í landi og bæjar-og sveitafélögin. Að síðustu getur hér verið um mikla gjaldeyrisöflun að ræða, sem öll þjóðin hefur gott af. Það er tæpast neinnar for- ystu að vænta í þessu efni, af ríkisstjórn, eða sveita- og bæj- arstjórnum, heldur hljóta út- gerðarmannasamtökin að hafa forgöngu ef eitthvað á að gera, og þar sem nú er svo áhðið vetrar, er allur dráttur á, að hafist sé handa mjög varhuga- verður. " Skipi hlekkist á Flutningaskipið „Hel“, sem SR hafa á leigu, og undanfarið hefur flutt hingað bræðslusíld frá Reykjavik, lagði af stað norður, með sildarfarm s.l. fimmtudag. Þegar skipið kom noltkuð norður fyrir Akranes var sjógangur mikill og kast- aðist síldin til í lestunum og kom mikill halli á skipið. Ægir var sendur til að aðstoða skipið og sigldi það í fylgd með hon- um til baka til Reykjavíkur. — Liggur „Hel“ þar ennþá og er ekkert farið að róta við farm- inum og verður líklega ekki gert fyrr en eftir páska. Þessi farm- ur í „Hel“ er síðasti farmurinn að sunnan. Skemmtun verksm.mannaSR’46 ★ Síðastliðið laugardagskvöld héldu verkamenn, sem vinna í SR’46, veizlufagnað með borð- haldi að Hótel Siglunes. Pétur Baldvinsson stjórnaði skemmt- uninni, bauð hann starfsmenn verksmiðjunnar og gesti þeirra velkomna og lýsti skemmtiatrið- um. Undir borðum flutti Jóhann G. Möller ræðu. Fluttur var út- varpsþáttur SR’46; lesin skemmtiþáttur og f jórar ungar stúlkur skemmtu með söng og gítarleik. Mikið var sungið undir borðum. Að lokum var svo dans- að til kl. 2 e. m. Skemmtisam- koman fór í alla staði vel fram og var verkamönnum í SR’46 til sóma.

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.