Mjölnir - 02.06.1948, Síða 4
22. tölublað.
11. árgangur.
Miðvikudaginn 2. júní 1948
Verður síldarmálið keyþt
á 75—80 kr. í sumar
Meðal útvegsmanna og sjó-
manna er nú vaknaður abnenn-
ur áhugi fyrir því, að mú þegar
verði ákveðið fast verð á sumar-
síldinni. Gera margir sér vonir
vun, að það verði allmiklu hærra
í sumar en það var í fyrra.
20. maí b.1. samþykktu úfcvegs-
menn í Keflavík ályktun þá, er
liér fer á eftir:
„Fundur haldinn í Útvegs-
bændaíélagi Keflavíkur, fimmtu
daginn 20. maí 1948, telur ekki
möguleika á því, að búa skip til
síldveiða, nema að nú þegar
verði ákveðið fast verð á sumar-
síld í bræðslu og salt.
Ennfremur telur fundurinn
alveg óviðunandi, eftir þrjár
mislukkaðar síldarvertíðir og lé-
lega vetrarvertíð að tap sildar-
verksmiðjanna af vinnslu vetrar
síldarinnar verði látið liafa
áhrif á sumarverðið.“
Verðið á síldinni, sem veiddist
í vetur, var kr. 52,00. Kostnaður
við liana, sem síldarverksmiðj-
urnar urðu að greiða, umfram
kostnað við sumarsíld, var um
6 krónur pr. síldarmál. Enn-
fremur var vetrarsíldin svo
mögur, að lýsismagn á hverju
máli var 7—8 kg. minna en úr
máli af sumarsíld. Ekkert bend-
ir til þess, að markaðir fyrir
síldarafurðir hafi versnað síöan
í vetur, þegar vetrarsíldarverð-
ið var ákveðið, nema síður sé.. .
Það virðist því engin fjar-
stæða að gera sér vonir um, að
verðið á sumarsíldinni verði 75
—80 krónur pr. mál.
Vsðgerð á Éþrottavellsnum hafin
1 gær bar byrjað að gera við
íþróttavöllinn. Er áformað, að
gagnger viðgerð fari nú fram á
honum. Verður girðingin lag-
færð, völlurinn rakaður og borið
afan í hann eftir því sem þurfa
þykir. Stökkgryfjan og atrenn-
an að henni verður lagfærð, enn-
fremur mörkin. Bærinn ber all-
kostnað af viðgerðinni, en
Iþróttabandalagið sér um fram-
kvæmd hennar.
Bæjakeppni í frjálsum íþrótt-
um milli Isafjarðar og Siglu-
fjarðar fer fram í kringum 20.
þ.m. Er það í annað skiptið, sem
slík keppni fer fram. Hin fyrri
var í fyrrasumar. Áttu Isfirð-
ingar frumkvæðið að keppnum
þessum. Verður keppt í 10 grein
um. Undirbúningskeppni hér fer
sennilega fram sunnudaginn 13.
þ.m. íþróttabandalagið sér um
keppnina.
Um sama leyti munu ísfirð-
ingar keppa hér í knattspyrnu.
Kemur flokkur þaðan hingað í
boði K.S.
Nvjar bækur
Nóatún
Grænland
Blaðamannabókin
Sigurvegarinn frá Kastilíu
FjöII og fimindi
Ormur Rauði, II. bindi
Ester
Fögur er foldin
Af stað burt í f jarlægð
Selskinna
Hvíldu þig, hvíld er góð
Borg leyndardómanna
Svikarinn
Námur Salómons
Allan Quatermann
Svarta liljan
Heimilisritið o.fl. o.fl.
Bókaverzlan
Lárusar Þ. J. Blöndal
Björgunarskip fyrir
Vesffirði
Blaðið Skutull á Isafirði segir
frá þv'i nýlega, að gerðir hafi
verið samningar um smíði á
björgunarskipi fyrir Vestfirði.
Voru þeir undirritaðir í Reykja-
vík 8. apríl s.l. Stærð skipsins
er 130 smálestir og á það að
verða fullgert eftir 12 m'ánuði.
Smíðin var boðin út, og reyndist
lægsta tilboð vera frá Frederiks-
stad Skibsværft í Danmörku. Er
áætlað, að skipið kosti 1,2 millj..
króna.
Það er gott til þess að vita,
að Vestfirðingar fá nú sitt sér-
staka björgunarskip, sem ef-
laust verður líka notað til land-
helgisgæzlu.
En hvenær kemur björgunar-
skúta Norðurlands ?
K. S.- ingar!
Þeir K.S.-ingar, sem vilja fá
aukaskammt fyrir íþróttaklæðn-
aði gefi sig fram við formann
félagsins, Tórnas Jóliannsson.
fyrir n.k. sunnudag.
NIJA-BIÓ
Þriðjudaginn kl. 9:
Á skíðum
Miðvikudaginn kl. 9:
Villihesturinn Reykur
Fimmtudaginn kl. 9:
Villihesturinn Reykur
Föstudaginn kl. 9:
Stigamannaforingmn
Laugardaginn kl. 9:
Á skiðum
Breytuig á kaupgjaldssamningi Verka-
mannafél. Þróttar og S. R.
Stjórn og samninganefnd Verkamannafé-
lagsins Þróttar á Siglufirði og stjórn Síldar-
verksmiðja ríkisins, Siglufirði, hafa samið
um það í dag, a ðgera eftirfarandi breyt-
ingar á kaupgjaldssamningi milli nefndra
aðila, dags 30. júlí 1947, um vinnu hjá Síldar-
verksmiðjum ríkisins á Siglufirði:
1. Samningurinn gildir frá 1. júní 1948 til
15. september 1948 og framlengist um
einn mánuð í senn, miðað við 15. hvers
mánaðar, sé honum ekki sagt upp af öðr-
um hvorum aðilja fyrir 15. dag næsta
mánaðar áður en hann á að f alla úr gildi,
en samningurinn gildir þó eigi skemur en
til og með 15. september 1948.
2. Við 5. grein a. lið. Liðurinn orðist svo:
Almenn dagvinna fyrir alla mánuði árs-
ins...............kr. 2,80
3. Við 5. grein e. lið. Liðurinn orðist svo:
Vindumenn, gerfismiðir og lagermenn
kr. 3,00.
4. Við 5. grein h. lið. Liðurinn orðist svo:
Stókerkynding á kötlum, kynding á þurk-
ofnum, lempun á kolum, olíukynding og
bíla-akstur...............kr. 3,10
5. 7. grein 1. og 2. lína. Liðurinn orðist svo:
Mánaðarkaup í 2—6 mánuði (almenn
dagvinna) ................kr. 553,78
Mánaðarkaup í 6 mánuði eða meira (al-
menn dagvinna).............kr. 520,00
Siglufirði, 28. maí 1948
Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins:
\ Sveinn Benediktsson Eri. Þorsteinsson Jón Kjartansson <
Stjórn og samninganöfnd Verkamannafélagsins Þróttur:
í Gunnar Jóliannsson Hreiðar Guðnason Jónas Stefánsson <
L Jóhannes Sigurðsson Steingrímur Magnússon Gísli Elíasson <
SIGUIFJBR8UR (Framhald af 1. siöu)
núverandi ríkisstjórn hefur
stöðvað ýmsar stórframkvæmd-
ir, sem Áki var búinn að ákveða
hér, eins og lýsisherzlustöð og
niðursuðuverksmiðju, og ef til
hina stóru, nýtízku tunnuverk-
smiðju ríkisins, sem hér er
ákveðið að reisa. Þá er Siglfirð-
ingum bannað að byggja gagn-
fræðaskólann, sem þó er byrjað
á og nauðsyn er að fá sem allra
fyrst.
Siglufjarðarkaupstaður á nú
síldarverksmiðjuna Rauðku, er
hann rekur fyrir eigin reikning,
einhverja beztu síldarverksmiðj-
una 'á landinu. A'fkastar verk-
smiðjan 8—10 þúsund málum á
sólarhring. Kaupstaðurinn á
einnig togarann Elliða og rékur
hann. Þá hefur kaupstaðurinn
keypt báðar jarðirnar, sem
hann stendur á, Hvanneyri og
Höfn. Nú er byrjað á miklum
framkvæmdum við innri höfn-
ina, enda er þar nú úr brýnni
þörf að bæta. Fyrir liggur að
byggja nýtt sjúkrahús, gagn-
fræðaskóla og síðast en ekki
s'ízt að stækka raforkuverið við
Skeiðsfoss um helming, auk
margra aimarra framkvæmda.
En nú hafa verið þrjú síldar-
leysisár, sem haf a komið illa við
Siglufjörð. Nú situr ríkisstjórn,
sem er kaupstaðnum mjög
fjandsamleg og svo illa hefur
tekist til heima fyrir, að 1 bæj-
arstjórn er enginn lábyrgur
meirihluti og bæjarstjórinn lífs-
reynslulaus unghngur, sem er
ráðinn er í starfið af pólitísk-
um ástæðum. I augnablikinu,
má því segja, að útlitið sé ekki
sem bezt. Ekki er þó nein
ástæða til svartsýni, og oft áður
hafa Siglfirðingar mætt þvi sem
verra er. Árið 1875 fórust tvö
hákarlaskip með allri áhöfn,
Draupnir og Hreggviður. Árin
1869 og 1882 voru mikil ísaár.
Lág ís við land annað árið þar
Fásótt fimfeika-
sýning
Helgi Sveinsson sýndi fim-
leikaflokk sinn í Bíóhúsinu síð-
asta laugardagskvöld. Eg kalla
hann flokkinn hans Helga, því
að án hans væri flokkurinn
sennilega ekki til.
Helgi hefir síðan ég fluttist
til Siglufjarðar kennt K.S.-ing-
um fimleika á hverjum vetri og
síðasta vetur báðum félögunum
og aldrei tekið fullt gjald fyrir |
og suma vetur alveg endur-
gjaldslaust.
Kunna þeir félagar okkar illa
að meta gott og óeigingjarnt
starf, er ekki voru í þessum 60
manna hóp, er sýninguna sótti.
Einnig mættu bæjarbúar
meta það, að þessir piltar hafa
verið 150 til 180 frístundum í
vetur til heilbrigðra leikja í góð- ^
um hóp, sér til gagns og ánægju,
en sem enginn getur sagt um í
hvað hefðu farið ef kennslunni
í fimleikum væri ekki haldið
uppi.
Þarna, í að taka upp sem
mest af frístundum ungdómsins
og verja þeim á heilbrigðan og
þroskandi hátt á meðan hann er
að mótast, er mesta uppeldis-
gildi iþróttanna fólgið.
Siglfirðingar! Yfirvegið og ^
metið þennan þátt, þá mun
ykkur ekki dyljast að hann ber
að viðurkenna með því að sækja
sýningar þær, er íþróttamenn
og skólar efna til.
Flokknum og Helga færi ég
þakkir fyrir sýninguna, er tókst
vel og var þeim er sáu, til
ánægju og flokknum og kennara
hans til sóma.
Vonandi líður ekki svo annar *
vetur, að ég ekki geti tekið þátt
í æfingum ykkar, og hygg ég
gott til að komast aftur í glaðan
hóp.
Haldið hópinn, hefjið merkið
hátt, þótt á móti blási, og haldið
ótrauðir áfram, því að í starfinu
er ykkar styrkur fólginn og sig-
urinn unninn.
Þ. Konráðsson.
Sá sem gleymdi
regnhlíf í Suðurgötu 10 s.l.
haust er beðinn að vitja liennar
á skrifstofu Sósíalistafélagsins
hið fyrsta.
til 17. viku sumars, en hitt árið
þar til í 18. viku. Mörg fleiri
voru ísaárin, með aflaleysi og
siglingateppu og fylgdi slíkri
árás bjargarleysi óg sjúkdómar, ’
en þrátt fyrir allt, hefur þó
Siglufjörður haldið áfram að
vaxa, og raunar við hvert áfall
risið upp aftur stæltari og fram
sæknari. Hafið bregst ekki,
nema um stundarsakir og fólkið
er þrekmikið og kjarngott.
Siglufjörður á framtíðina
fyrir sér, þó um stund sé afla-
leysi og valdhafar landsins hon- |
um f jandsamlegir. Og þó handa-
skol verði í stjórn innri mála,
munu Siglfirðingar læra af
reynslunni og bæta úr því.