Mjölnir - 23.06.1948, Blaðsíða 2
— VIKUBLAÐ —
Útgefandi: Sósíalistafélag Siglufjarðar
Símar 194 og 210
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:- Benedikt Sigurðsson
Blaðið kemur út alla miðvikudaga.
Áskriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10
Siglufjarðarprentsmiðja h. f.
Nýsköpunin og föidu innstæðurnar
Ríkisstjórnin hefur skýrt frá því, að hún hafi í undirbúningi
að kaupa tíu nýja togara. Fögnuður hefur gripið menn. Þessu
hefur verið fagnað sem spori í nýsköpunarátt. Menn hafa þótzt
komast að raun um, að jafnvel þessa ríkisstjórn sé hægt að knýja
til gagnlegra ráðstafana, ef nógu fast væri að henni lagt. Stjórnin
yeit, að hvert spor, isem hún stígur í átt til nýsköpunar, dregur úr j
óvinsældum hennar. En hún gætir þess að stíga ekki sporið langt.
Um leið og hún kaupir tíu nýja togara, selur hún fimmtán úr
landi.
Nú er eftir að ráðstafa þessum nýju togurum. Hver á að
hreppa hnossin? Hvort verður þeim úthlutað til útgerðar bæjar-
félaga úti um land og í Reykjavík, eða til auðfélaga eins og
Kveldúlfs, Alliance, prívatútgerðarfélags Emils Jónssonar og fé-
laga hans í Hafnarfirði og einstaklinga ?
Það skyldi þó aldrei vera, að útvegun þessara nýju skipa sé
bein afleiðing af því, að einkaútgerðarfélögin þykist ekki græða
nóg á gömlu togurunum og hafi þótzt afskipt þegar nýsköpunar-
togurunum, sem keyptir voru fyrir tiistilli fyrrverandi stjórnar,
var úthlutað, og hafi hún heimtað að fá að selja gömlu togarana
og fá nýja togara, sem meira væri hægt að græða á, í þeirra stað.
Það er ekki ósennilegt, að nýju togararnir tíu verði eins af-
kastamiklir og gömlu togararnir fimmtán, sem fyrirhugað er að
selja og sumir hafa þegar verið seldir, og þess vegna ekki víst, að
skiptin séu út af fyrir sig mjög slæm. En þess verður þó að gæta,
að gömlu togarnir veittu fleira fólki atvinnu.
Á Islandi er til f jöldi ágætra togarasjómanna, og stöðugt bætast
nýir í hópinn. Togaraútgerð er einn arðvænlegasti atvinnurekstur
í landinu. Þessvegna hlýtur það að vera sjálfsögð krafa, að einn
nýr togari sé keyptur í staðinn fyrir hvem gamlan, sem seldur
er. Þar að auki verður árlega að kaupa nokkra togara til viðbótar,
til viðhalds og aukningar flotanum. Eitt af því, sem Sósíalistar
komu inn í stefnuskrá nýsköpunarstjórnarinnar, var áætlun um
kaupin á nýsköpunartogurunum þrjátíu, sem nú eru flestir
komnir, og áframhaldandi stækkun og viðhald togaraflotans. Þá
stefnu hefur núverandi stjórn svikið.
Það er nokkumveginn óhætt að fullyrða það, að ríkisstjómin
hefur ekki allt í einu séð sig um hönd og farið að skammast sín
fyrir svikin við nýsköpunina, og þessvegna ráðist í kaup þessara
nýju togara. Það sem ráðið hefur þessari ráðstöfun er fyrst og
fremst þungi almenningsálitsins, sem heimtar áframhaldandi ný-
sköpun, en annað hefur bersýnilega líka komið til greina; óskir
gæðinga hennar, auðmanna og auðfélaga, um að fá að selja gömlu
togarana og fá nýja togara, sem meira væri hægt að græða á, í
þeirra stað. Það mun koma í ljós, þegar farið verður að úthluta
þessum nýju togurum, að það verða ekki bæjarútgerðimar, sem
fá bróðurpartinn, heldur auðfélög í Reykjavík og Hafnarfirði.
Á tæpum þrem vikum hafa borizt umsóknir um nærri því
þrjátíu nýja togara. Til þess að fullnægja eftirspurninni þarf því
að kaupa þrefalt fleiri slík skip en ríkisstjórain hefur ákveðið að
útvega.
Eins og alþjóð er kunnugt, eiga íslenzkir braskar nú stóra sjóði
erlendis, sem iþeir hafa flutt þangað fyrir utan öll lög og rétt. Blöð
Sósíalistaflokksins hafa þrásinnis lagt að ríkisstjóminni að birta
þær upplýsingar, sem hún hefði í höndum um þetta mál, en hún
hefur 1 hvert skipti, sem á þetta hefur verið minnzt, sett upp
pókerandlit og neitað þvi, að neinar slíkar innstæður væm til.
Nú er hinsvegar fengin vissa fyrir því, að við eigum inni er-
lendis stórar fjárupphæðir, sem fluttar hafa verið þangað ólög-
lega.. Hefur ríkistjórnin birt yfirlýsingu, sem staðfestir það.
Það er ekki ósanngjamt að ætlast til að ríkisstjórnin geri ráð-
stafanir til þess, að þessar f járupphæðir verði notaðar þjóðinni til
gagns, til dæmis til að kaupa fyrir það svo sem tíu nýja togara í
viðbót við þessa, sem búið er að panta. Það er heldur ekki enn loku
fyrir það skotið, að eitthvað af gjaldeyri, sem þjóðin hefur ekki
haft aðgang að fram að þessu, kunni að finnast, ef vandlega er
leitað. Einn af „þeim stóru“ í stjórnarherbúðunum, Hermann
Jónasson, sem á sæti í Fjárhagsráði, segir í Tímanum hinn 16. þ.m.
að hann hafi góðar heimildir fyrir því, að innstæður íslenzkra
manna og félaga í enskum bönkum 1947, muni nema milli 10 og
20 milljónum króna.
Þjóðin heimtar, að nýsköpuninni verði haldið fram. Hún vill,
• Hjónaband. Hinn 19. þ. m.
voru gefin saman í hjónaband
af séra Bjarna Jónssyni vígslu-
biskupi, ungfrú Elín R. Eyfells
(Eyjólfs Eyfells listmálara) og
Þór Jóhannsson, Hafnargötu 20
Sighifirði.
• Leiðrétting. í síðasta blaði
slæddist mn villa, þar sem sagt
var frá sölu Elliða. Var sagt, að
afli skipsins hefði verið hinn
mesti, sem nýsköpunartogari af
þessari gerð hefði fengið í einni
veiðiferð. — Átti þarna að
standa, að afli skipsins hefði
verið sá næstmesti, sem slikt
skip hefði fengið í einni ferð.
• Brak í sjónum. Blaðinu hefur
borizt sú fregn, að flugmenn á
flugvélum F. I., sem halda uppi
flugferðum milli Akureyrar og
Siglufjarðar, hafi neitað að
lenda hér í fyrrakvöld vegna
þess, að spýtnarasl og hvers-
kyns brak hefði verið á floti í
sjónum hér framan við bryggj-
urnar, og gert lendingu ótrygga.
Það standa yfir ýmiskonar
framkvæmdir hér við höfnina,
og er sjálfsagt erfitt að koma
í veg fyrir, að eitthvað af braki
berist út. En þeir, sem að fram-
kvæmdunum standa og stjórna
þeim, þurfa að 'hafa það hug-
fast, að tré, sem er á floti úti á
höfninni, getur veldið stór-
skemmdum og ef til vill slysum,
Hér kemur svo fyrirspurn
til blaðsins:
• Amdlegt klakahögg. — Það
er nú altalað í bænum, að Sjálf-
stæðisflokkurinn ætli að halda
hér í sumar uppi atvinnubóta-
vinnu, nokkurskonar andlegu
klakahöggi, fyrir meðlimi barna
deildar flokksins, Heimdalls í
Reykjavík. Hefur frétzt, að
flokkurinn hafi tekið á leigu alla
efstu hæð Verzlunarfélagshúss-
ins (sem mun þó vera ýkjur),
og eigi klakahöggið að fara þar
fram. Sé hinum ungu mönnum
ætlað að starfa þar að útgáfu
blaðsins „Siglfirðingur,“ sem
eigi framvegis að koma út
þrisvar í viku. Hafa Heimdallar-
piltar sézt spásséra prúðbúnir
þrír til fjórir saman um götur
bæjarins, spekingslegir á svip,
þungt hugsandi um landsins hag
og nauðsynjar. Segja sumir að
hræðsla við barnaverndarnefnd
muni ráða því, að þeir fari svo
margir saman, en aðrir, að þeir
teilji sér ekki sæma annan félags
skap.
Nú er ég ekki með þessu að
amast neitt við þessum ungu
mönnum né blaðaútgáfu Sjálf-
stæðisflokksins, þótt mér reynd-
ar finnist sex blöð vikulega af
Mogganum og Vísi nægilegur
vikuskammtur af andlegu létt-
meti. Auðvitað má Sjálfstæðis-
flokkurinn eyða fé sínu 1 hvað
sem honum sýnist, og hví skyldi
Heimdellingum vera ofgott að
dunda við að láta prenta eftir
sér vitleysuna, ef þeir liafa gam-
an af því, og einhver vill kosta
þá til þess. — Mig langaði bara
til að spyrjast fyrir um, hvort
einhver hæfa væri fyrir þessum
orðrómi um að „Siglfirðingi“
væri ætlað að koma út þrisvar í
viku.
Blaðalesandi.
Jú, einhver hæfa mun vera
fyrir þessu. Blaðið hefur frétt,
að „Siglfirðingur" muni eiga að
koma út þrisvar 'i viku yfir aðal-
síldveiðitímann. Þó skal það tek-
ið fram, að það hefur ekki feng-
ið staðfestingu á þeim orðrómi
frá aðstandendum ,Siglfirðings.‘
TILKYNNIIMG
TIL SILDARSALTENDA
Þeir síldarsaltendur, sem ætla að salta síld á
þessu sumri, þurfa samkvæmt 8. grein laga nr.
74 frá 1934 að sækja um leyfi til Síldarútvegs-
nefndar.
Saltendur þurfa að upplýsa eftirfarandi:
1. Hvaða söltunarstöð þeir hafa til umráða.
2. Af hvaða skipum þeir fái síld til söltunar.
3. Hvaða eftirlitsmaður verður á stöðinni.
4. Hve margt síldverkunarfólk vinnur á stöðinni.
5. Eigi umsækjendur tunnur ög salt, þá hve mikið
Umsóknir þurfa að berast nefndinni fyrir 25.
þ.m. Nauðsynlegt er, að þeir saltendur, sem óska
að fá keyptar tómar tunnur og salt frá Síldarút-
vegsnefnd, sendi pantanir til skrifstofu nefndar-
innar á Siglufirði nú þegar.
SÍLDARÚTVEGSNEFND
Frá Gagnfræðaskólanum
1 fjarveru minni nm tveggja mánaða skeið, tekur formaður
skólanefndar, Eagníir Ouðjónsson, Laugaveg 16, á móti rnnsókn-
um í 1. bekk Gagnfræðaskólans. — Skólinn verður settur í Iok
septembermánaðar.
JÖHANN JÓHANNSSON
að a.m.k. 30 nýjum toguram verði bætt við þá, sem fengnir eru.
Hún vill ennfremur, að komið verði upp lýsisherzlustöð, áburðar-
verksmiðju, sementsverksmiðju og tunnuverksihiðju, svo einungis
fátt eitt sé talið af þeim verkefnum, sem bíða óleyst, og núv.
stjórn hefur svikist um framkvæmdir í eða jafnvel komið í veg
fyrir. Ailt eru þetta mál, sem nýsköpunarstjórnin hafði á stefnu-
skrá sinni að framkvæma, en' Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn hafa nú svikið og hlaupið á brott frá.
Sósíalistaflokkurinn heldur nú einn allra stjórnmálaflokkanna
upp merki nýsköpunarinnar, ásamt framfarasinnuðum mönnum
úr öllum flokkum. Hér eftir sem hingað til mun hann standa í
fylkingarbrjósti fyrir framfaraöflunum. Og fylgi þjóðin fast á
eftir, er sigurinn vís, þrátt fyrir jrfirstandandi, tímabundið óstjórn-
artímabil í landinu.
NfJABIÖ
Miðv.d. kl.9: Hótel Casablanca
Fimmtud. kl. 9: Stríðsglæpam.
Föstud. kl. 9: Da(kota
Laugard. kl. 9: Stríðsglæpam.
Sunnud. kl. 3: Hótel Casablanca
Kl. 5: Á skíðum
K1 .9: Báðar \nldu eiga liann
Litmynd — Hækkað verð