Mjölnir


Mjölnir - 23.06.1948, Qupperneq 4

Mjölnir - 23.06.1948, Qupperneq 4
25. tölublað. 11. árgaitgnr. Mið%ikudag!im 28. júní 1948 17. júní-hátíðahöldin MADAMA FRAMSOKN BYRSTIR SIG Hótar að ganga úr vistinni, ef Sjálfstæðis- flokkurinn bæti ekki ráð sitt! Þingi ungra Framsóknar- manna er nú fyrir skömmu lokið og hefur nokkuð af samþykkt- um þess og ályktunum verið birt. í ályktunum þingsins kem- ur m. a. fram vilji til að segja upp smánarsamningi þeim, er m. a. sumir þingmenn Fram- sóknar stóðu að, um flugstöð handa Bandaríkjunum í Kefla- vík. ' Ennfremur er ráðist þar all- óvægilega að núverandi ríkis- stjórn. Segir þar m. a. að þótt náðst hafi nokkrir árangrar, sem Framsóknarflokkurinn geti unað sæmilega við, einkum á sviði landbúnaðarmála ,hafi samt mörg af stefnumálum flokksins verið borin fyrir borð og litilsvirt í stjórnarsamstarf- inu. Þykist þingið harma það mjög að brask og hverskonar fjármálaspilhng þróist nú ó- hindnað, þrátt fyrir baráttu Framsóknarmanna gegn sliku!! Er tekið svo djúpt í árinni, að sagt er berum orðum, að flokk- urinn geti ekki haldið stjórnar- samstarfinu áfram upp iá sömu spýtur og að undanfömu. HEIMDELLINGI SVARAÐ Einn af Heimdallarpitlunum, sem nú eru á nokkurskonar ómagaframfæri hjá Sjálfstæðis- flokknum við að gefa út blaðið Siglfirðing, skrifar í blaðið í gær greinarstúf, undir fyrir- sögninni „Vindhöggið". Heldur hann því fram þar, að sósíal- istar hafi tekið aftur fyrri stað- hæfingar um dollarainneignir ís- lenzkra braskara í Bandarikj- unum. Reynir hann ekki að finna þessum orðum sínum neinn stað, enda er það ekki hægt. Er piltur þessi hérmeð beðinn um að rökstyðja þessa staðhæfingu sína í næsta blaði Siglfirðings. 1 endi greinarinnar kemur svo önnur rúsína. Þar er því haldið fram, að innstæðurnar 30. júní 1947 hafi verið gefnar upp. Hver gaf þær upp? Ætli eigendurnir hafi talið þær fram til skatts. Eða ætli þeir hafi gefið Landsbankanum upplýs- ingar um þær? Hvað á dreng- urinn við? Hann verður að tala skýrara en þetta, ef hann ætlast til að mark verði tekið á honum. Þá skal honum ráðlagt að lesa yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi inneignirnar í Banda- ríkjunum 30. júní í,fyrra. Þar segir m.a. svo: „Ríkisstjórnin hefur gert ítrekaðar tilraunir til að afla sér upplýsinga um eigendur þessara inneigna, en jafnan fengið það svar, að það gæfu innstæðueigendur ekki, heldur aðeins upphæðina--“ Vill nú ekki piltungur þessi velta því fyrir sér þangað til Þá bendir þingið á þá hættu, sem af þvl stafi, að „komm- únistar“ séu í andstöðu við ó- vinsæla ríkisstjórn! Það lítur helzt út fyrir, að maddömu Framsókn sé farin að þykja Sjálfstæðisflokkurinn óþægilega ráðríkur á stjórnar- heimilinu. Nú er bara eftir að vita, hvort þessar hnútur herpi- ar til húsbóndans eru nokkuð annað en marklaust orðagjálfur, sett fram til þess að reyna aó hvítþvo sig af syndum hrun- stjórnarinnar í augum hinna hiáttvirtu, sem ráða þingsætum í krafti atkvæðaseðlanna. — Kannske eru líka sletturnar bara tilraun hinnar virðingar- vöndu húsfreyju til að fá dregið ofurlítið úr ráðríki heimilis- föðursins, reyna að koma hon- um í skilning um, að það séu þó til velsæmistakmörk, sem jafn- vel hann geti ekki farið út fyrir án þess að lenda upp á kant við almenningsálitið. En hinsvegar sé engin alvara á bak við. — Úr þessu fæst væntanlega skor- ið á næstu vikum eða mánuðum. Siglfirðingur kemur næst út, hvað þetta þýðir, og þá upp- lýsa, hvar innstæðurnar voru gefnar upp? Loks skal svo tekin upp orð- rétt spurning, sem auðsjáanlega vefst illilega fyrir sakleysingj- anum, sem ekki hefur enn fengið neina innsýn í vinnu- brögð húsbænda sinna. Þarf hún engrar skýringa við: ■ „Það væri annars fróðlegt að vita, hvaða hagnað „braskar- arnir“ hafa af þvi að eyða fé í utanfarir til að fela dollara"!!! Síldveiðin að hef jast (Frajnhald af 1. síðu). veiddist í fyrradag var 12%, en þeirrar, sem komið var með í gær 11,8%. Talsverð áta var í síldinni, aðallega ljósáta, en þó varð rauðátu einnig greinilega vart. — Nokkur stormur var á miðunum, og hvergi fugl að sjá. Sildarverksmiðjan Rauðka er nú tilbúin til að taka á móti síld til vinnslu. í vor og vetur hafa verið sett olíukyndingar- tæki á þurrkara og ketil hennar. Síldarverksmiðjur ríkisins eru einnig að verða tilbúnar til vinnslu. Olíukynding hefur verið sett upp í aðalketilstöð þeirra. Samkvæmt fréttum, sem blaðinu hafa borizt, munu hlut- fallslega fleiri hringnætur verða notaðar við síldveiðarnar í sumar en verið hefur undan- farin sumur. Mörg skip eru nú að búa sig á síldveiðar. Mun mikill hluti af þeim skipum friá höfnum norðan lands, sem ætla að stunda síld- veiðar í sumar fara út næstu daga. Nýjustu fregnir herma, að vélskipið Eyfirðingur frá Akur- eyri hafi fengið 700 mál síldar. Hátíðahöldin 17. júní fóru fram með svipuðu sniði og undanfarin ár. Hófust þau með skrúðgöngu barna frá Hafnar- bryggjunni til kirkjunnar. Þar fór fram guðsþjónusta, predik- aði sóknarpresturinn, sr. Óskar J. Þorláksson. Kl. 2 hófust svo aðalhátíða- höldin á íþróttavellinum og setti Jón Skaftason stud. jur. þau, en Jóhann Jóhannsson skóla- stjóri flutti aðal'hátíðaræðuna. Síðan hófust 'íþróttasýningar. Fór fram reiptog milli bílstjóra af bílastöðvunum, og sigraði sveit B.S.S. Þá fór fram poka- hlaup, og varð Arnold Bjarna- son sigurvegari. Handknatt leikskeppni fór fram milli kvæntra og ókvæntra K.S.-inga. Unnu hinir ókvæntu. Keppt var i fleiri greinum. I vatnsfötu- hlaupi sigraði Björn Guðmunds- son, í eggjahlaupi Arnold Bjamason og í blindhlaupi Har- aldur Sveinsson. Bílstjórar og verzlunarmenn kepptu i nagla- boðhlaupi, og unnu hinir fyrr- nefndu. Tvær sveitir úr K.S. kepptu í knattspyrnu. Kl. 5 voru ókeypis kvikmynda sýningar fyrir börn í báðum kvikmyndahúsunum og um kvöldið dansleikir á Hótel Höfn og í Nýja Bíó. Merki voru seld á götunum allan daginn. Knattspyrnufélag Siglufjarð- ar sá um hátíðahöldin ásamt þriggja manna nefnd, sem bæj- arstjórn tilnefndi. Er þetta í 17. skiptið, sem K.S. sér um há- tíðahöld hér 17. júní. Kalt var í veðri, og dró það nokkuð úr aðsókn að hátíða- höldunum. Bæjakeppni (Framhald af 3. síðu). óskandi, að hún geti farið fram á hverju ári. Siglfirzkir íþrótta- menn hafa eflaust margt getað lært af keppinautum s'ínum þótt stigafjöldin hafi orðið meiri hjá þeim. Hafi hinir ísfirzku íþrótta- menn beztu þakkir fyrir kom- una og allir þátttakendur þess- aar keppni þökk fyrir góðan og drengilegan leik. Oregið í happdrætti N.F.LI. I happdrætti Heilsuhælissjóðs Náttúrulækningafélags Islands komu upp þessi númer: 1. Skodabifreið.....nr. 49604 2. Málv. e. Kjarval — 31475 3. ísskiápur, enskur — 49096 4. do. amerískur .... — 46891 5. Þvottavél ....... — 37389 6. Hrærivél ........ — 12482 7. Strauvél ........ — 22597 8. Rafha-eldavél .... — 40108 9. Stáleldhúsborð .. — 26750 10. Flugf. til Akeyrar — 3799 10. Flugferð til Akureyrar 37995 Vinninganna sé vitjað til Bjöns L. Jónssonar, Mánagötu 13, Reykjavík, sími 3884. Daglegar flugferðir (ef veður leyfir) til Reykjavíkur. — Einnig idaglega tvær ferðir til Alnireyrar. FLUGFÉLAG ISLANDS Skrifstofa Norðurgötu 4 — Sími 31 LÁGMARKSKADPTAXTI Verkamannafélagsms Þróttar, Siglufirði í júní 1948 og áfram að óbreyttri liinni lögbundnu vísitölu, sem er 300 stig. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. Almenn dagvinna (280) 8,40 13,44 16,80 Handlangarar hjá múrurum (2,90) 8,70 13,92 17,40 Grjótnám — Þróarvinna — Hol- ræsahreinsun (2,95) 8,85 14,16 17,70 Gerfismiðir — Lagermenn — Skipa- vinna — Vindumenn og Dixil- menn, byrjendur (3,‘00) 9,00 14,40 18,00 Stókerkynding — Lemping iá kolum — Olíukynding og bílaakstur (310) 9,30 14,88 18,60 -Vinna við kol salt og sement, — Losun síldarúrgangs úr skipum og vinna með loftborum. — Hand- kynding á kötlum — Fullgildir Díxilmenn (3,30) 9,90 15,84 19,80 Boxa og katlavinna (3,67) 11,01 17,62 22,02 Unglingataxti 14 til 16 ára (2,15) .... 6,45 10,32 12,90 Mánaðarkaup í 2 til 6 mánuði (553,78) ..... 1661,34 Mánaðarkaup 'i 6 mánuði eða lengur (520,00) . 1560,00 Mánaðarkaup þróarmanna (582,88) ............. 1748,64 Mánaðarkaup gerfismiða, lagermanna og vindu- manna (592,76) .............................. 1778,28 Mánaðarkaup manna með kr. 3,10 í grunn (613,00) 1839,00 Mánaðarkaup manna með kr. 3,30 í grunn (650,00) 1950,00 i Mánaðarkaup vökumanna, þar með taldar helgi- dagsnætur (640,00) .......................... 1920,00 Siglufirði, 21. júní 1948 STJÓRN VERKAMANNAFÉLACrSINS ÞRÓTTAR Nýjar bækur Ormur Rauði II. bindi Fjöll og fimindi Grænland, eftir G. Þ. • •.. Selskinna Nóatún Jane Eyre Katrín Karlotta Af stað burt í f jarlægð Sigurvegarinn frá Kastilíu Fögur er foldin Hjartaásinn, Bergmál Borg leyndardómanna Hjá sjóræningjum Blóð og ást Percy hinn ósigrandi IV. Bókaverzlun Lárusar Þ. J. Blöndal Öskiljanleg og víta- verð framkoma (Framliald af 1. síðu). ar hefur sent framkvæmda- stjóranum bréf, um þessar nýju ráðstafanir hans ,og óskað eftir því, að hann afturkallaði fyrri ákvarðanir sínar í þessu máli. Framkvæmdastjórinn hef- ur þegar svarað með bréfi, dags. 18. þ.m. og neitað að verða við tilmælum Þróttar. Lætur hann þess um leið getið, að „vinnuþörf verksmiðjanna sé fullnægt í bráð og því verði ekki fjölgað í eftirvinnu”. Bréf þetta er í marga staði lærdóms- ríkt fyrir verkamennina, sem VINNAN 6. tbl. er nýkomin út, fjöl- breytt og vönduð að efni og frá- gangi. ( Helzta efni: Jón Rafnsson: Einingin ofar öllu. H.K. Lax- ness: Einíngin, auður verka- mannsins; Stefán Ögmundsson: 1. maí varð mikill sigur fyrir einingarstefnu alþýðusamtak- anna; MálarasveinafélagReykja víkur 20 ára; Astrid Vík-Skaft- fells: Lifandi skuggar, smásaga; Guðgeir Jónsson: Einingin er afl; Ingimar Júlíusson, B'íldu- dal: Stétt og réttindi; Hermann \ Guðmundsson: Verndum ein- ingu alþýðusamtakanna; Bréf til þriggja manna á Akranesi; Gegn atvinnuleysinu, kvæði eftir Viilhjálm frá Skíálholti og Ingólf Jónsson frá Prestbakka; Sam- bandstíðindi, kaupgjaldstíðindi o.fl. Forsíðumynd frá Kerlinga- fjöllum tekin af Þorst. Jósefs- syni. hjá þessu fyrirtæki vinna. Til dæmis kemur það skýrt fram, að það er ekki verið að taka tillit til þarfa verkamannanna fyrir vinnu, heldur eingöngu látin ráða þörf verksmiðjanna f yrir vinnuaflið. Mál þetta er að sjálfsögðu ekki úr sögunni og litla kynn- ingu hljóta þessir góðu for- stjórar að hafa af samtökum ^ siglfirzkra verkamanna, fyrst þeir leyfa sér annað eins og þetta. G. Jóh.

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.