Mjölnir


Mjölnir - 13.10.1948, Blaðsíða 1

Mjölnir - 13.10.1948, Blaðsíða 1
FL0KKUR1NN Þeir flokksfélagar, sem enn eiga eftir að greiða flokksgjöld sín eru áminntir um að gera það 'sem allra fyrst. íl Mikil þorskveidi fyrir Nordurlandi Aukning þorskútgerðarinnar er Siglfrðingum nauðsyn. Erlend og innlend skip hafa mokað upp afla liér f yrir Norðurlandi að undanf örnu. — Þorskveiðar hér frá Siglufirði ættu að geta hafizt bráðlega Óvanalega mikil fiskveiði er nú fyrir Norðurland|. Fjöldi færeyskra fiskiskipá stunda veiðar með lóð á þessum slóð- um og hafa yfirleilt aflað vel. Sagt er, að hlutur háseta hafi orðið yfir 5 þús. kr. á mánuði. Þá stunda bátar frá Ólafsfirði, Eyj afirði og Skagafirði þorsk- veiðar með lóð, og hafa yfir- leitt aflað vel. Aftur á móti er lítið sem ekkert róið héðan frá Siglu- firði. Ber þar margt til, meðal annars það, að illmögulegt hef- ur verið að losna við fiskinn. Til dærnis hafa Hraðfrystihús- in ekki tekið á móti neinum fiski til þessa, en h.f. Hrímnir mun hefja móttöku fiskjar á á næstunni. Þá hafa verið örðugleikar á að salta fisk vegna plássleysis. Nú getur bærinn fengið á leigu pláss undir Hafnarbökkum, þar sem hægt verður að taka á móti fiski til söltunar. Eru því töluverðar líkur til þess, að eitthvað verði um róðra héðan í haust. Annars er það alvar- Fölsun vísitölunnar Sum stjórnarblöðin eru far- in að ljósta nokkuð oft upp um þær aðferðir, sem ríkisstjórnin beitir til þess að falsa vísitöl- una. Blaðið Dagur, 38. tbl., segir t.d. frá því, að rikisstjórnin öll hafi ákveðið niðurgr. kjötsins frá 1. okt. Ræðir blaðið siðan og átelur mjög, að tvennskonar verð skuli gilda á kjöti í haustkaup- tíð. Telur það jafn óviðunandi fyrir bændur og neytendur og jafn óhagkvæmt fyrir báða. Að lokum segir Dagur: „— Akvörðunin um niður- greiðslu frá 1. okt. en ekki frá sláturtíðarbyrjun er miðuð við vísitöluna, en ekki hag almenn- ings. Þessvegna ber að gagn- rýna harðlega þessa aðferð.“ Þetta er rétt hjá Degi, og er vonandi að hin stjórnarblöðin láti ekki þá gagnrýni undir höfuð leggjast. legt mál, hvað Siglfirðingar yfirleitt stunda lítið þorskveið- ar. Hér hafa, frá því síldveiðar hættu, legið allmörg skip upp við bryggjur, sem hægt hefði verið að gera út á þorskveiðar, en ekkert hefur verið aðhafst á því sviði. Á sama tíma ausa útlendingar þeim gula upp úr sjónum á miðunum hér fyrir Norðurlandi fyrir tugi og hundruð þúsunda króna, og eftir því sem bezt verður vitað, hafa af því góðan hagnað. Eitthvað meira en lítið bogið hlýtur að vera við hlutina og virðist fullkómin ástæða tii þess að útgerðarmál okkar Siglfirðinga verði tekin til at- hugunar ogreyntmeðsameigin- legu átaki bæjarstjórnar og bæjarbúa að ráða bót á þessu ófremdarástandi. Siglufj arðar- kaupstaður er þannig í sveit settur, að án mikillar og hag- anlega rekinnar útgerðar, þar sem jöfnum höndum eru stundaðar síld- og þorskveiðar, allt eftir því hvað heppilegast er i það og það skiptið, er ógn- að tilveru hans sem vaxandi bæjar. Að ætla sér að láta þetta mikla vandamál liggja i þagnargildi er ekkert annað en flótti frá erfiðleikunum. — Síldarleysið undanfarin 3—4 surnur hefur sýnt okkur það svo áþreifanlega, að ekki verð- ur umdeilt, að það er beinlínis Fyrir nokkru lagði l.B.S. til við bæjarstjórn, að skíðastökk- Ibrautin i Nautaskálahólum yrði fullbyggð og til þess varið fé, sem á síðustu fjárhagsá- ætlun var ákveðið til bygging- ar skíðastökkbrautar. Á síðasta allsherjarnefndar- fundi var samþykkt að fela bæjarverkfræðingi að gera kostnaðaráætlun fyrir verkið og hefjast síðan handa við bygginguna. Síðastliðinn sunnudag mældi bæjarverkfræðingur brekkuna upp og hefir nú lokið við kostn- aðaráætlunina. Áætlar hann, að það sem eftir er að gera muni kosta um kr. 14.500,oo háskalegt að ætla sér að byggja afkomu bæjarbua og bæjarins i heild á síldinni einni saman. Hér verður að koma á fót stór- felldum þorskveiðum og nota til veiðanna heztu fáanleg tæki. Jafnhliða verður að koma á fót hér í hænum fiskiðjuveri, þar sem tryggt sé, að hægt verði að notfæra sér aflann á sem heppilegastan hátt, svo sem með hraðfrystingu, niður- suðu, söltun og fl. Forgöngu um þessi mál verður bæjar- stjórnin að hafa. Það er ekki hægt eins og þessum málum er nú komið hér, að búast við því að einstaklingar beiti sér fyrir þessum málum. Útgerðin er lömuð eftir mörg síldarleysisár sumur og mun eiga fullt í fangi með að standa undir afborgun um skulda, er á skipunum hvíla. Hitt er vitanlega sjálfsagt, að hafa fulla samvinnu við út- vegsmenn um þessi mál og leita eftir allri þeirri aðstoð, sem fáanleg er frá sem flestum að- iljum. AtvJeysisskáning stendur nú yfir hér í bæn- um. Fer hún fram á skrifstofu Verkamannafélagsins Þróttar í Suðurgötu 10. — Tók „Þróttur" að sér að sjá um skráninguna, samkvæmt ósk bæjarstjóra. — Atkvæðagreiðslan hófst á mánudag og lýkur kl. 6 í dag. Munu sárafáir eða engir hafa látið skrá sig. Stökkbraut þessa mældu og teiknuðu þeir Steinþór heitinn Sigurðsson og Einar B. Pálsson veturinn 1940, og um sumarið mun svo Jón Eyþórsson hafa gert nauðsynlegar lokamæl- ingar. Fyrst eftir að brautin var teiknuð var nokkuð unnið við hana. Voru það aðallega Skíðaborgar-félagar, sem unnu við brautina og lögðu töluvert fé til framkvæmdanna. Nú hefir ekkert verið að- hafst þarna í mörg ár. Vonandi tekst að ljúka við brautina í haust svo að sigl- firzkir skíðamenn geti æft og keppt á löglegri braut. SYGGING SKIÐASTOKKBRAUTARINNAR Miðvikudagum 13. október 1948 42. töhiblað. 11. árgcatgur. ALPlNGI var SEVl 1 FYRRADAG Alþingi var sett í fyrradag, mánudaginn 11. þ.m. Kosning embættismanna þingsins , rit- ara og skrifara, fór fram í gær. Forseti sameinaðs þings var kjörinn Jón P.álmason, 1. vara- forseti Jörundur Brynjólfsson og 2. varaforseti Finnur Jóns- son. Forseti neðri deildar var kjörinn Barði Guðmundsson, 1. varaforseti Steingrímur Verzlunarmannafél. Siglufjarðar hélt fund síðastliðinp sunnu- dag. Á dagskrá var kjör full- trúa á Alþýðusambandsþing. Kosningu, sem aðalfulltrúi, hlaut Viktor Þorkellsson. Fékk hann 9 atkv., en Garðar Guð- mundsson hláut 8. — Varamað ur var kjörinn Sigmundur Sig- tryggsson, söml. með 9 atkv., en Steingrímur Benediktsson hlaut 8 atkv. Steinþórsson og 2. varaforseti Sigurður Bjarnason. Forseti efri deildar er Bern- harð Stefánsson, 1. varaforseti Þorsteinn Þorsteinsson og 2. varaforseti Guðmundur 1. Guðmundsson. — Er þetla sama forsetaskipun og á sið- asta þingi, að undanskildu því, að Jörundur Brynjólfsson var nú kosinn 1. varaforseti sam- einaðs þings, í stað Bernharðs Stefánssonar, sem gegndi þvi embætti i fyrra, jafnframt þvi að vera forseti efri deildar. Flestir þingmanna eru nú komnir til þings að undantekn- um þeim, sem sitja þing SÞ i París. Þó er varafulltrúi Ás- geirs Ásgeirssonar kominn heim. Ríkisstjórnin hefur lagt fjögur frumvörp fyrir þingið, þar af þrjú til staðfestingar á bráðabirgðalögum. ólíklegt er talið, að neinna stórtíðinda verði að vænta úr þingsölunum fyrstu vikurnar, eða a.m.k. fram yfir Alþýðu- sambandsþing. Einn negri kaus—var myrtur sama dag! Nýtt dæmi um hina ægilegu kynþáttakúgun í suðurríkjum Bandaríkjanna Larkin Marshall, sem er for- ingi negranna i Georgiufylki, og frambjóðandi Wallace- flokksins þar, hefur heimtað opinbera rannsókn og réttar- höld vegna morðsins á Ishia Nixon, 28 ára gömlum negra frá Alston í Georgíu. Hinn 8. sept. s.l. fóru fram prófkosningar á vegum demó- krata í ríkinu. Nixon hélt á kjörstað í Alston og spurð- ist fyrir um, hvort honum væri leyfilegt að kjósa. Fékk hann það svar, að hann hefði rétt til að greiða atkvæði, en jafn- framt var honum ráðlagt að neyta ekki atkvæðisréttar síns. Nixon kaus samt sem áður, og var hann eini negrinn í við- komandi kjördæmi, sem það gerði. Að kvöldi sama dags kom hvítur maður, M.A. Johnson ásamt bróður sínum til húss Nixons. Hittu þeir hann utan dyra ásamt fjölskyldu hans. Riðu þrjú skot af í sama bili, og hné Nixon dauður til jarð- ar. Johnson gaf síðan lögregl- unni þá skýringu, að bróðir sinn hefði hleypt af skotunum, sem urðu Nixon að bana. Hefði Jiann gert það „í siáifsxöro, því Nixon liefði neitað að taka að sér starf, sem þeir hefðu viljað fá hann til að vinna fyrir sig“. Kjörnefndarmenn Wallace- flokksins i Harlem, negrahverfi New York borgar, hafa nú skor að á Truman forseta að láta fara fram opinbera rannsókn í máli þessu. Verkföll í Frakklandi Mikil verkföll standa nú yfir í Frakklandi. Er ástæðan til þeirra hin sama og annarra verkfalla þar að undanförnu: að atvinnurekendur og stjórn- arvöld landsins neita að verða við sjálfsögðum kröfum verka- lýðsins um launahækkanir í samræmi við hækkanir á verð- lagi í landinu. Þingmannatala þeirra flokka sem með völd fara, og áhrif þeirra í þinginu, eru ekki í neinu samræmi við fylgi þeirra meðal þjóðarinnar, og eru þess ir flokkar algerlega ófærir um að leysa þau vandamál, sem U££i eru í landinu. ,,

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.