Mjölnir - 13.10.1948, Blaðsíða 3
„---,... JJÖLSIE
-- ............... -r-— —
Gííurleg þorskmergð í hafinu
við Vestur-Grænland
*
Færeyingar voru þar að veiðum á ca. 150 skipum
í sumar, og drógu 5—10 þúsund þorska á skip
á dag. — Danir og Norðmenn hyggja á stórfellda
útferð þar vestra þegar á næsta ári. — Verður
Islendinga þar að engu getið?
Um skeið að undanförnu,
hefur danskur leiðangur feng-
izt við athuganir á fiskigengd
!þð Vestur-Grænland. Hafa
>essar athuganir aðallega farið
fram í fjörðunum, og hefur
þar orðið vart æfintýralegrar
fiskigengdar. Foringi leiðang-
krsins, Schröder skipstjóri, er
fyrir nokkru er kominn heim
frá Grænlandi, segir frá stór-
kostlegum afla í net (hotnnet).
Fengust í fyrstu lögn sex tonn
af fiski, eftir 12 tíma legu, og
ckftir það 3—10 tonn í legu.
Ennfremur hafa Danir gert
tilraunir með styrjuveiðar í
Diskóflóa, og hafa þær einnig
borið ágætan árangur.
Gera Danir ráð fyrir að geta
þegar á næsta ári stöfnað til
útgerðar við Grænland, sem
stunduð yrði árið um kring. Er
ráðgert að hafa samvinnu við
grænlenzka fiskimenn um
hana. Verða þá byggðar ný-
tízku söltunarstöðvar og hrað-
frl]stihús. Framleiðsluna á að
Selía beint til Italíu og Amer-
íku, og standa nú yfi'r samn-
ingar um þau viðskipti.
1 sumar fór norskur rann-
sóknarleiðangur til Norður-At-
lanzhafs, þ.á.m. um miðin við
Vestur-Grænland, til þess að
rannsaka fiskigöngur. Foringi
jieiðangursins, Devold að nafni,
er þrautreyndur athugandi og
nýtur mikils álits í heimalandi
sínu. Gerði leiðangur þessi at-
huganir sínar aðallega eða ein-
göngu á djúpmiðum, utan land
helgi Grænlands. Leiðangur-
inn var farinn á fiskveiðalbát,
sem ber nafnið „Uran“, en
skipstjóri hans hét Edmond
Celius. Einn íslenzkur stúdent
var með í leiðangrinum til
Vestur-Grænlands, en Mjölni
er ekki kunnugt nafn hans.
Hinn 9. sept. s.l. birti norska
blaðið „Fiskaren“ grein þá, er
fer hér á eftir i lausl. þýðingu
Um leiðangur Devolds. Virðist
hún vera tekin úr öðru blaði,
»Bergens Tidende“.:
„Við fórum frá Bergen 7.
júní. Ætlunin var að byrja
könnun á fiskigöngum og til-
raunir með veiðar í Barents-
hafi, við Bjarnarey og á Spitz-
bergen-miðunum. Við kom-
umst fljótlega að raun um
það, að einnig í ár hafði fisk-
Urinn gengið austur á bóginn,“
segir ráðunauturinn í viðtali
við Bergens Tidende.
Kringum 1930 var sú reynd-
fn á, að miklar upsagöngur
héldu norður í áttina til Bjarn-
areyjar og Spitzbergen og urðu
undirstaða að ágætri veiði á
þeim slóðum. En árin 1946 og
1947 hefir veiðin verið frekar
á Svalbarðsmiðum (sem ná
bæði yfir Bjarnareyjar og
Spitzhergen). Við vorum þvi
forvitnir að vita hvort þetta
reyndist eins í ár.
Við fundum góðar upsagöng-
ur langt austur í Barentzhafi,
en aftur á móti var allt
Bjarnareyj argrunnið, að und-
anskildri vesturströndinni, —
yfirflotið af dauðköldu vatni.
Á grunninu varð óverulega
lítið vart við þorsk. Togarnir
höfðu augsýnilega rekið sig á
þetta, því ekki sáum við einn
einasta togara á þeirra venju-
legu miðum við Bjarnarey.
Við Spitzbergen var ástandið
svo illt, að fiskimiðin voru öll
ísi þakin, og urðum við að
hætta við allar rannsóknir þar.
Og þar eð við höfðum næg
önnur verkefni framundan, þá
snerum við að þessu athuguðu
aftur til Tromsö.
Fró Tromsö héldum við svo
áfram til Jan Mayen og Islands
og 'rannsökuðum sjávarhitann
á línunum Grímsey, Jan Mayen
og Jan Mayen—Langanes. Við
ætluðum lika að reyna við síld,
á stefnunni Grímsey - Jan May-
en, en því miður urðum við
hvergi síldar varir á þeirri
leið. Annað skip, sem á sama
tíma var á leið frá Malanger
til Jan Mayen sá aftur á móti
margar síldartorfur í yfirborð-
inu. Þetta var í hyrjun júlí.
Eftir að við höfðum gert
nokkrar .sjófræðilegar athhg-
anir í skurðum til og frá um
síldveiðisvæðið við Island, héld
um við viðkomulaust til Vest-
ur-Grænlands (Davissunds).
Hlutverk okkar þar var að
rannsaka fiskigengd og gera
sjófræðilegar athuganir. Við
byrjuðum athuganir við Juli-
anehaab og héldum þeim
áfram norður að Diskó á 69.
gráðu.
Allstaðar þar sem við reynd-
um fyrir fisk, reyndist vera
ótrúleg mergð af þorski.
Á þessum fiskigrunnum, sem
eru álíka á lengd og frá Bergen
til Bodö, en allt að 100 sjómíl-
um á breidd, varð útkoman af
veiðitilraunum .okkar, .hvar
sem reynt var, fyllilega sam-
bærileg við beztu afladagana á
vertíð við Lófót.
Eg hefi oft áður heyrt sögur
um þorskagöngur við Vestur-
Grænland og mér hefir legið
við að álíta þær stór ýktar. En
raun bar vitni um, að það muni
reynast erfitt að ýkja þegar
sagt er frá þorskgöngum við
Vestur-Grænland. Ef aflinn
þar í sumar var eitthvað
áþekkur því, sem venjulegt er,
þá er þarna sannarlega um
gullnámu að ræða,
Það var bara verst að sjá,
hvað fáir tóku þátt í yeiðunum.
Norsku skipin voru ekki fleiri
en 2. Þau hafa sjálfsagt fyllt
sig á stuttum tíma.
Færeyingarnir, sem hafa
komið auga ó fiskiauðlegðina
þarna* voru mættir með 150
skip. Það voru i'lest gamlir
kútterar með fullum seglútbún
aði, en hjálparvél.
Þeir fiskuðu á handfæri. —
Þeir .veiddu .frá .5000—10000
þorska á dag.
Við sáum einnig nokkrar
portúgalskar skútur á doríu-
veiðum. Var einn „kall“ á
hverri doríu, sem lagði og dró
sína lóð.
Annars var það algengt, að
við gerðum veiðitilraunir þar
sem hvergi sá til skipa, og dróg
um lóðina okkar með vænuni
og fallegum þorski á öðrum
hverjum öngli. Eða við reynd-
um haldfæri með 20 öngla
lóðarstúf og fengum 10—17
þorska á stúfinn. Við gátum
lika merkt þorskatorfurnar á
bergmálsdýptarmælinn á stór-
um svæðum og sumstaðar fast
upp að yfirborði.
Norður við Disco reyndum
við með lóðir misjafnlega hátt
í sjónum, frá 60 og niður að
120 föðmum. Allstaðar með
sama ágæta árangrinum. Þeir
önglar, sem ekki skiluðu þorski
voru annað hvort slitnir af eða
afétnir.
Lúðuveiðin olli okkur aftur
á móti vonbrigðum. Þessi mið,
sem á árunum 1920—’35 voru
álitin hin lúðusælustu í At-
lantzhafi, voru nú fremur
snauð af þeim fiski“.
„Hverskonar þorskur er það
þó, sem heldur sig við Vestur-
Grænland?“
Algengt er að álíta, að þorsk-
urinn við Grænland tilheyri
íslenzk-grænlenzka þorskstofn
inum. Það er þorskur, sem ár-
lega heldur til suður- og suð-
vcsturstrandar Islands til að
hrygna, á sama tíma og þorsk-
urinn við Lófót. Grænlands-
miðin hafa verið álitin upp-
eldissvæði fyrir þennan þorsk-
stofn — á sama hátt og Bar-
entzhaf og Svalbarðs-mið fyrir
norska stofninn. Danski fiski-
líffræðingurinn Paul M. Han-
sen, sem vinnur að útgáfu
stórrar bókar um Grænlands-
þorskinn, heldur því fram, að
veruleg þorskahrygning eigi
sér stað við Grænland.
Líklega hefir Hansen á réttu
að standa. Það er erfitt að
hugsa sér að þessi ódæma
mergð af þorski geti öll hrygnt
á hlutfallslega takmörkuðum
lirygningarsvæðum við Island.
Á Færeyjum sagði mér Jens
Paul i Dale, en hann er einn af
brautryðjendum Færeyinga á
Grænlandsmiðunum, að hon-
um hafi verið sýnd hrygningar
svæði þoi’sksins þar og það
hafi sýnt sig, að hin forna
byggð íslenzku landnemanna
hefir verið þéttust við og í
kringum þessi svæði. Það get-
ur verið að Islendingarnir, er
byggðu Grænland á miðöldum,
liafi vitað, að þorsluirinn
hrygndi þarna, og að liann hafi
verið mikilsverður liður í hii-
skap þeirra.“
„Hvað er að segja um hafnir
fyrir fiskiskip við Vestur-
Grænland?“
Við komum í Færeyingahöfn,
einu höfnina sem er heimil
fyrir alþjóðasiglingar, og auk
þess leyfði landfógeti Norður-
Grænlands okkur að koma í
Góðhöfn á Diskó, þar sem
mjög vel var tekið á móíi
okkur.“
„En ef fiskimenn okkar
ættu að geta rekið fiskvciðar á
öllu svæðinu norður að Disco,
hvað þyrftu þeir þá margar
hafnir?“
„Þeim myndu duga 4—5“.
„Verður gert nokkuð af
Norðmanna hálfu til að nýta
þessa fiskiauðlegð betur en
áður?“
„Það ætti að mega gera ráð
fyrir að þegár á næsta ári verði
höfð þarna norsk „móðurskip“,
sem geti tekið á móti afla til
flutnings og flutt veiðiskipun-
um nauðsynjar, svo að venju-
legir haffærir fiskibátar geti á
þann hátt fært út athafnasvæði
sitt og tekið þátt í veiðinni vest-
ur þar. Það liggur í augum
uppi, að það er skylda ríkis-
valds okkar að veita stuðning
þeim norskum útgerðarfélög-
um, sem vilja stunda þessa
veiði. Þarna eru stórkostleg
tækifæri, a.m.k. ef álíta má
sumarið sem leið venjulegt ár-
ferði“, segir fiskveiðaráðu-
nautur Devold að lokum.
(Allar leturbr. eru Mjölnis).
' Eins og áður er getið, er De-
vold sá, sem ofangreint viðtal
er við, þrautreyndur athug-
andi og nýtur mikils álits í
heimalandi sínu. Er hann
doktor að nafnbót. — Fréttir
þær, sem hann segir, eru þó
engin nýung í eyrum norskra
og færeyskra fiskimanna, sem
hafa stundað veiðar við Græn-
land um tugi ára. Hafa sögur
þeirra um auðlegð Grænlands-
miða þótt lygilegar, jafnvel
þótt þeir hefðu jafn öflugt
skip eftir skamma veiði.
En nú liefur vísindamaður-
inn Devold kannað þessi mið,
og er frásögn hans ekkert
ólygilegri en hinna. En hún
verður ekki véfengd. Er senni-
legt, að niðurstöður hans og
dönsku leiðangursmannanna
ásamt reynslu þeirra fiski-
manna, sem fengizt hafa við
veiðar á miðunum við Vestur-
Grænland, verði til þess að
hleypa af stað þangað mikilli
skriðu veiðiskipa á næstu miss-
erum. Er ekki ólíklegt, að til
mikilla frétta dragi, af tilburð-
um ýmissa þjóða við Græn-
landsstrendur, og viðureign
þeirra og kappldaupi, eða
samningum um sölu aflans.
Fer þá ógiftusamlega, ef Is-
lendinga verður þar að engu
getið.
Aðalbúðin ?
Já, auðvitað er hún aðalbúð-
in. Leitaðu þangað og vittu
hvort þú finnur ekki það, sem
þig vantar.
★ Nýja-Bíó: ,Camegie Hall.‘ --
Um næstu helgl sýnir Nýja-Bíó
hi-na. heimsfrægu kvikmynd —
„Carnegie Hall.“ Er þetta mesta
músikmynd, sem gerð hefúr ver
ið, og hlotið fádæma vinsældir
og aðdáun allsstaðar, þar sem
hún hefur verið sýnd.
í myndinni eru leildn mörg
hinna klassisku tónverka og
heimsfrægir bljómlistarmenn
koma þar, fram, t. d. Leopold
Stokowski, Rubinstein, Jascha
Heifetz og Harry James.
Saga sú, sem myndin er gerð
eftir, fer að mestu leyti fram
innan veggja hinnar miklu tón-
listarhallar „Carnegie Hall.“ —
Er það hvorttveggja ástarsaga
og raunasaga tónlistannanna,
sem endar þó mjög glæsilega
fyrúr hinn yngri Tony Talerus
(WilliamPrince) og móður hans
Noru Ryen (Marsha Hunt) sem
sér nú langþráðan draum ræt-
ast. — Mynd þessi verður ef-
laust f jölsótt hér og vinsæl eins
og annarstaðar, þar sem hún
hefur verið sýnd.
★ Siglufjarðar-bíó: „PÍiTliR
MIKLI.“ — Nú á næstunnii mun
Sigluf jarðarbíó sýna hina frægu
og umdeiildu mynd, „Pétur
mikli.“ Er þetta rússnesk kvik-
mynd, gerð um æfi hins fræga
keásara, Péturs, sem lét reisa
Pétursborg, nú Leningrad.
Mynd þessi er talin vera frá-
bært listaverk, bæði hvað merk-
ir leik og tækni.
Ættu Siglfirðingar ekki að
láta undir höfuð leggjast að sjá
þessa mynd.
Hafið fi lesið
Landnemann!
Ef svo er ekki ættuð þið að
gerast áskrifendur sem allra
fyrst, þá gefst ykkur kostur að
kynnast allri „forheimskunni“,
sem „Siglfirðingur“ talar mest
um í auglýsingu sinni um
Landnemann.
„Siglfirðingur“ er á móti
Landnemanum og er það góðs-
viti, bendir til þess að Land-
neminn sé á réttri leið.
Gerist áskrifendur Landnem
ans og vitið hvort þið sannfær-
ist ekki um, að „Siglfirðingur“
auglýsi mest eigin forheimskun
þegar hann talar um „for-
heimsku“ Landnemans.
Landnemann vantar fleiri
kaupendur, — veitið honum þá
Tekið á móti áskriftarheiðn-
mn í skrifstofu Sósíalistafélags
ins Suðurgöíu 10 í síma 194 og
130.
Ergjum „Siglfirðing“!
Eflum Laiidnemann!
TIL SÖLU
Til sölu rafmagns bakaraofn
með strauTnbrevtir. Upplýsing-
ar eftir kl. 4 hjá
STEFÁNI JÓHANNSSYNI
Suðurgötu 43