Mjölnir


Mjölnir - 13.10.1948, Blaðsíða 2

Mjölnir - 13.10.1948, Blaðsíða 2
ÍHALBSKRUMMI — VIKUBLAÐ — Útgefandi: Sósíalistafélag Siglufjarðar Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson Blaðið kemur út alla miðvikudaga. Áskriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10 Símar 194 og 210 Siglufjarðarprentsmiðja h. f. ARAS A FCLAGAFRELSI Aðalhhugamál atvinnurekenda hefur jafnan verið að eyði- leggja samtök verkamanná eða gera þau áhrifalaus. öllum er Ijóst hversvegna atvinnurekendiir vilja liafa veik verkalgðs- samtök eða helzt engin. Aðferðirnar þekkjum við líka, bæði af eigin reynslu og afspurn. Meðan samtökin eru veik og verka- menn ennþá óstéttvísir, dugar venjulega að leggja forustumenn þeirra í einelti, beita þá atvinnukúgun, svelta verkamenn til hlýðni. Þdr sem verkalýðssamtökin eru orðin öflug og samslillt, duga þessi ráð ekki lengur. Þá snúa hinir gömtu fjandmenn verkalýðsins við blaðinu, þykjast nú orðnir áliugasamir fyrir velferð verkamanna og samtaka þeirra; smeygja sér þá inn í raðir þeirra til að vekja sundrung og valda klofningi. Þegar þessi aðferð kemur ekki lengur að notum, grípur löggjafar- valdið í taumana — ýmist með því að hlutast til um innri mál samtakanna, fyrirskipa hlutfullskosningar eða þvíumlíkt, og þar sem lengst er gengið, banna samtökin með öllu, eða setja þau undir bein yfirráð ríkisvaldsins eins og í Hitler-Þýzkalandi og nú í Grikklandi. , ó lslenzka afturhaldið stríðir í ströngu nú um þessar mundir. Það hefur gerst peð í tafli bandaríska afturhaldsins, um að slá niður verkalýðssamtökin og sósíalismann í heiminum. En þótt því hafi tekist á margan hátt að þrengja kosli almennings í landinu með tollum, sköttum og falsaðri vísitölu, er því þó Ijóst, að fullnaðarsigur getur það ekki unnið meðan verkalýðssam- tökin eru ólömuð. Sundrungarherferðin, sem nú stendur yfir liefur að mestu leyti misheppnast. Þótt ennjjk sé ekki útséð um hvorir fái fleiri fulltrúa á Alþýðusambandsþing í haust, þá standa þó öll sterkustu verkalýðsfélögin ennþá ósigruð, og það má telja fullvíst að af greiddum atkvæðum í kosningunum í haust hafi einingarmenn ríflegan meirihluta fram yfir breið- fylkingu atvinnurekenda og flugumanna þeirra. Þessvegna er afturhaldið nú að undirbúa nýja lierferð. 1 þeirri herberð á að beita löggjafarvaldinu og fyrirskipa með lögum hlutfallskosningar til allra trúnaðarstarfa í samtökum verkamanna. Þó munu þeim sjálfum vera það Ijóst, \að með því tryggja þeir sér alls ekki meirihluta, sem bezt sést á því, að einingarmenn fá fleiri atkvæði greidd í kosningunum þeim sem nú standa yfir en breiðfylking afturhaldsins, eins og áður er sagt; en með þessu vinnur þó afturhaldið tvennt. 1 fyrsta lagi er leiðin opnuð til frekari afskipta ríkisvaldsins um samtök verka- manna og auðveldari eftirleikurinn að skerða rétt þeirra enn meir, eða banna þau alveg ef þurfa þykir. 1 öðru lagi býst aftur- haldið við, að með þessu geti það valdið nægilega mikilli sundr- ungu innan samtalcanna til þess að þau verði lítils megnug framvegis í hagsmunabaráttunni. Það er ekkert annað en blekking, að hlutfallskosningar séu nokkur trygging fyrir meira lýðræði í verkalýðsfélögunum. Þar er svo ólíku saman að jafna og kosningum til Alþingis. 1 Alþingis kosningum eru hlutfallskosningar sjálfsagðar af þeirri einföldu ástæðu, að með því einu móti er nokkur trygging fyrir að and- stæðar stéttir og hagsmunahópar stéttaþjóðf élagsins fái þau ítök í ríkisvaldinu, sem þeim ber. Allt öðru máli er að gegna með einhliða hagsmunasamtök og áhugamannafélög. 1 verkalýðsfél- ögunum eiga allir sömu liagsmuna að gæta. Þar er því fyllilega séð fgrir algerðu lýðræði ef kosningaréttur er jafn og almennur, og lwerjum heimilt að kjósa þann einstakling, sem hann trúir bezt til að standa vörð um hagsmuni stéttar sinnar, án tillits til stjórnmálaflokka.. Það mætti alveg með sama rétti lögbjóða hlutfallskosningar innan Sjálfstæðisflokksins eða Alþýðuflokks- ins. Iiugsum okkur að hlutfallskosningareglan yrði útfærð út í æsar. Segjum að stjórnmálaflokkum væri sleppt, sem þó eru hver um sig hagsmunasamtök á borð við alþýðusamtökin og mætlu því vera sömu lögum háðir. En hvað segja menn þá um samvinnufélögin — neytendasamtök almennings — sem eru al- gerlega hliðstæð kaupgjaldssamtökum verkamanna? Svipað má segja um ýmis félög áhugamanna. Hvað segðu kvenfélagasam- tökin um fyrirskipun pólitískra hlutfallskosninga innan þeirra? Mundu ungmannafélög, skátafélög, íþróttafélög og önnur slík félög taka slíkum trakteringum þegjandi? Spyrjum templara, hvort þeir vilji lögbjóða pólitískar hlntfallskosningar innan •k Skipulagning skortsins. — A'ldrei síðan á eymdar- og niður lægningartímaibilii þjóðarinnar, mun hún hafa búið við annað eins skipulag í vöruinnkaupum og vörudreifingu og nú, undir stjórn „fyrstu stjórnarinnar, er Alþýðuflokkurinn myndar á ts- landi,“ þeirrar afturgöngu, sem spennir allt athafna-, fram- kvæmda- og verzlunarlíf nákjúk um sínum, helgreipum aftur- halds og kyrrstöðu. Nálgast iþetta „skipulag“ vald hafanna, hreinar ofsóknir á hendur almenningi, sem ekkert hefur til saka unnið, nema þá það að venja sig á örlítið betri lifskjör en þau, er afi og langafi ólust upp við. Almenningur nú tfll dags telur það sem sagt til lífsnauðsynja s-inna, að geta boðið kunningjum sínum kalffi- sopa og þá auðvitað að geta sjálfur fengið sopa með. Karl- menn nú til dags sætta sig i'lla við að ganga með alskegg og óhreinar tennur, og kvenfólkið er ekkert sólgið í að ganga ber- fætt í vetrarkuldanum eða taka upp hversdagsbúninginn henn- ar langömmu: Sítt strigapiils og ullarsokka upp að hnjám. En svo virðist sem núverandi ríkisstjóm finnist hún ekki geta lækkað rostann í almenningi, — brotið á bak aftur kröfur hans um mannsæmandi líf, nema með því einu að auðmýkja hann til þess að taka upp lifnaðarháttu fólks á nítjángu öld, og þá auð- vitað aumustu lifnaðarhættina. ★ Neyðir menn til áfengiskaupa. — Gestrisinn Islendingur getur ekki boðið gesti sínum kaffi, vin sælasta iþjóðardrykkinn. Hins- vegar getur hann sýnt gest- niisni sína í því að bjóða áfengi. Það er óskammtað og ótak- markað, enda virðist ríkisstjórn in ætlast til þess að þjóðin bæti sér upp kaflfiieysið með vax andi neyzlu áfengjis. Er þetta e. t. v. í samræmi við aðra bar- áttu ríkisstj. í þá átt að 'lama siðferðisþrek og sjálfstæði þjóð- arinnar. Þarf þjóðin því vissu- lega að vera á verðál gegn þess- aii spillingaráætlun ríkisstjórn- arinnar, eins og öðru, og gæta þess, að týna ekki hæfileikum sínum tdl þess að greina rétt og rangt. ★ Á Iægra stíg. — Sú ríkisstj., eða þeir valdhafar, sem hyggj- ast neyða menningarþjóð á háu stigi, niður á lægra stig, þjóna engu öðru en skammvinnum sér réttaindum og hagsmunum yfir- stéttarinnar. Þau yfirvöld, sem banna al- menningi brýnustu nauðsynjar, en veita sínum gæðingum hvers- konar lúxus, ræna miklum hluta af launum manna með lögbund- inni og falsaðri vísitölu, en veita sínum gæðingum ótal tækifæri til brasks og svartamarkaðs- sölu, — þau hafa sjálf afhjúp- að sig sem afturhaldsþjóna og örugustu f jendur mannsæmandi ilílfskjara alþýðunnar. Það er von, að Morgunblaðinu finnist vera hörpull á því, hvað fólki sé gert mikið tál bölvunar. Alþýðublaðið er sammála þó það syngi í öðrum tón. ★ Fátt er of vandlega hugað! — Það þótti miklu „betra seint en aldrei," þegar það fréttist, að bæjarstjórnin hefði mjakast til að taka á leigu íshúsfelefa hjá Óskari Halldórssyni (og börnum hans). Var svo bæjarbúum gef- inn kostur á að geyma þarna matvæli gegn eánnar krónu gjaldi á kg. — Þótt slátrun væi'i að mestu lokið er kostur var gefinn á matvælageymslunni, — þá hefur fólk notað sér hin meintu fráðindi almennar en við mátti búast, vegna þess hve á- liðið var orðið. Þó ótrúlegt sé, virðist svo sem bæjarstjórninni 'hafi tekizt að sameina tvennt, sem þó sjaldan fer saman hjá óvöldu fólki, að vera of sein, en hlaupa samt á sig. Það hefur sem sé ikomið í 'ljós, að í frystiklefanum er svo lítið frost, að matvæli þau, sem þar eru geymd, hljóta að ger- skemmast á stuttum tíma, nema úr verði bætt. ★ Hjónaband. Fyrir nobkru voru gefin saman í hjónaband hjá borgardómara í Reykjavík, ungfrú Eyrún Maríusdóttir, ljósmóðir, Meðalholti 8 og Har- aldur Pálsson húsasmiður, Siglu firði. Mjölnir óskar ungu hjónun- um til hamingju. ★ Andlát. S.l. föstudag andað- ist í Sjúkrahúsi Siglufjarðar Jón Isfjörð, skósmiður, Tún- götu 10. Um s.l. helgi lézt í Sjúkrahúsi Siglufjarðar Sigríður Bessa- dóttir, Lindargötu 6. ★ Nýjar götur — myrkar götur Menn eru oft að veita fyrir sér ýmsu, sem fyrir ber hér í bænum, og oft eru það ein- hverjar framkvæmdir á bæjar- dns vegum, sem menn eiga erfitt með að átta sig á. Það er heldur ekki von að óupplýstur abnúg- inn skilji allar hinar háverk- fræði- og vísindalegu fram- kvæmdir, sem á döfinni eru. En óupplýstur almúgi skilur vel að betra er að ganga um „Það er nóg að gera núna í sláturtíðinni. - já, það má nú segja. Og bráð um erum við „Iýðræðissinnarnir“ búnir að kála öllu kommabyskinu í ASf. Já, þetta er nú meiri sláturtíðin. Bara að þeir gangi ekki aftur, béuð svínin, því sannast að segja er öll okkar barátta við þá hjaðningavíg, og þeim fjölg- ar alltaf hvað miklu, sem við slátrum. .. Ja, þvílík sláturtíð, dollar minn góður! ^iqlufáartarbíó . Miðvikudaginn kl. 9: STORKURINN Amerísk músik og gamanmynd. Aðalhlutverk: Betty Hutton — Barry Fitz- gerald — Don De Fore. Fimmtudag kl. 9: Föstudag kl. 9: Á BÁÐUM ÁTTUM Laugardag kl. 9: TEHERAN Sunnudag kl. 3: STORKURINN Kl. 5: Á BÁÐUM ÁTTUM Kl. 9: KEPPINAUTAR Finnsk ástarmynd tlijja bíc TILKYNNIR: N.k. sunnudagskvöld kl. 9 verður sýnd hán heimsfræga músíkmynd CARNEGIE HALL sem af listdómurum hefur verið dæmd mesta músíkmynd, er gjörð hefir verið. Aðalhlutverk leika: William Prince og flestir frægustu tónsniOingar heimsins. HLJÚMPLÖTUR Allar bljómplötur sungnar af Marian Anderson óskast keypt- ar. Upplýsingar hjá FISCHER NILSEN Apótekinu »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ hálfgerða götu í 'ljósi en myrkri, og brýtur því heilann um það, hverskonar „visindi" það séu að lýsa ekki slíka vegi upp. T.d. Hólavegur, norðurhlutinn. Það er ekki skemmtilegt fyrir fólkið, sem þar býr að verða að klöngr- ast í for og bleytu yfir þennan lítt nidda veg í kolsvarta myrkri. í öðrum bæjum er það ekki talán hagsýni við verk að byrja á ótalmörgu og hætta svo í miðju kafi. En þetta virðist vera talin hagsýni hér í gatnagerð hjá bæjaryfirvöldunum þó óupp- lýstur almúginn skilji ekki þá hagsýni. sinrvai vébanda. Flest eða öll þessara samtaka njóta þó opinbers styrks og margvíslegra hlunninda. Krafan um hlutfallskosningar etv ósvífin árás á frelsi verka- lýðssamtakanna og frekleg tilraun til að skerða félagafrelsi í landinu.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.