Mjölnir - 02.02.1949, Page 2
M J ö Ii N I R
JS
I
— VIKUBLAÐ —
Útgefandi: Sósíalistáfélag Siglufjaröar
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson
Blaðiö kemur út alla miövikudaga.
Áskriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla, Suðurgötu 10
Símar 194 og 210
Siglufjarðarprentsmiðja h. f.
• ' , ij. , ;
? * 'M’S&tejjSMiíáBZh
STJðmiUS BÆR
Þegar núvxerandi bæjarstjóri var ráðinn hlaut hann 4 at-
kvæði Sósíalistarnir 3 greiddu öðrum manni atkvæði, en Sjálf-
stæðismenn sátu hjá. Að ráðningu bæjarstjóra stóðu því flokks-
menn hans, Alþýðuflokksmennirnir 3 og Framsóknarmaðurinn. —
Minnihluti bæjarstjórnar tók þannig ábyrgð á stjórn bæjarins.
Sósíalistar vöruðu þá þegar við þessu og bentu á, að hætt væri
við, að bærinn missti lánstraust sitt með minnihlutastjórn; —
aðstaða bæjarstjóra yrði mjög slæm og öll stjórnin á bænum yrði
reikul og tilviljunum háð. Tillaga frá sósíalistum um, að nýjar
ikosningar yrðu látnar fram fara var felld með 4 atkv. gegn 3.
Sátu Sjálfstæðismenn enn hjá og björguðu krata-framsóknar-sam-
steypunni, þannig með hlutleysi sínu. Allar viðvaranir sósíalista
létu þessir flokkar, sem voru svo gráðugir í að takast á hendur
ábyrgðina á bænum, sem vind um eyru þjóta.
Nú hefur reynslan að nokkru skorið úr. Má með sanni segja,
að ábyrgð þessara flokka hafi orðið hið mesta ábyrgðarleysi. Engri
meginstefnu hefur verið fylgt í stjórn bæjarmálanna, en þess í
stað l’átið stjórnast af tilviljanakenndu fálmi og oft smásmugu-
legum flokkssjónarmiðum. Kostnaður við starfrækslu bæjarins
hefur stórhækkað, og oft er að ýmsu öðru leyti farið gálauslega
með fé bæjarins, en sjúkrahúsið, gagnfræðaskólinn og fleiri fram-
kvæmdir, sem bæjarbúum var lofað, biða sjálfsagt úrlausnar næstu
bæjarstjórnar_ Lánstraust bæjarins í peningatofnunum er líítið;
traustið almpnnt á bæjarstjórn er enn minna. Nú er komið fram
í febrúarmánuð og ekki er enn farið að semja fjárhagsáætlun
fyrir þetta áp. Lögum samkvæmt á þó samningu f járhagsáætlunar
að vera lokið fyrir 1. desember. Hvers vegna þetta er ekki gert,
skal ósagt látið, en tæpast er hægt að taka alvarlega, að ekki
hafi unnist tími til að gera þetta, nema þá að bæjarstjóri og stuðn-
ningsmenn hans, sem ábyrgðina bera, hafi svo. mörgum öðrum
skyldum að gegn, sem þeir telja sér skyldara að rækja, að bæjar-
félagið verði þessvegna að sitja á hakanum.
Atvinnuástand er nú alvarlegra hér á Siglufirði en mörg undan
farin ár. Verkamannafélagið „Þróttur" tekur það mál til með-
ferðar á næsta fundi sínum og verða þaðan að sjálfsögðu gerðar
kröfur til bæjarstjórnar. Má bæjarstjórn vel gera sér ljóst, að eins
mikil alvara og er á ferðum 1 þessu efni, duga ekki hin venjulegu
vinnubrögð. Nokkrar tillögur sósíalista í þessum atvinnumálum
hafa verið birtar hér í blaðinu, og mun þeim máilum verða gerð
nokkur skil í næstu blöðum. •
TILKYINIMG
Vegna breyttra verzlunarhátta sjáum vér
undirritaðir oss eigi fært að reka lánsviðskipti
framvegis.
Það tilkynnist því hér með viðskiptavinum vor-
um, að frá 25. janúar verður ekkert selt á verk-
stæðum vorum öðruvísi en gegn staðgreiðslu,
nema sérstakir skriflegir samningar um greiðsl-
ur gerðir fyrirfram.
Virðingarfylst
Siglufirði, 21_ janúar 1949.
pr. pr. Sveiim & Gísli h.f.
Sveinn Ásmundsson
F.h. Trésmiðaverkst. K Sigtryggssonar og í». Stefánssonar
K. Sigtryggsson
Friðrik Sigtrygsson — Jón Bjömsson
Pétur Laxdal
HðFUM MðTTOKU A FISKI
TIL FRYSTINGAR ÞRIÐJUDAGINN
febrúar. — Athygli útvegsmanna skal vakin á því, að
vér kaupum elíki holfisk (ýsu og þorsk) undir 55 cm. fengd.
HKAÐFKYSTUIÚSIÐ liKÚVINIK II. F.
★ Kringlur — hámarksverð. —
Kringlur, eða haldabrauð,
hafa verið, og eru enn, eitt aðal
kaffibrauð sjómanna og ann-
arra þegna þjóðfélagsins. Þær
hafa þótt ódýrar og geymast
vel, og því þægilegt þar, sem
ekki hefur náðst til brauðbúðar
nema sjaldan. Einn daginn, sem
oftar, kom ég inn í eina af
brauðsölubúðunum hér, kemur
þá inn gamall maður og spyr
hvort fáist kringlur og hvað
kosti stykkið. Stúlkan kvað já
við, og að þær kostuðu 35 au.
stk. Mér var ekki hlátur í hug,
en brosti samt við og spurði,
hverju þetta sætti og hvort þær
væru ekki seldar í kg. tali. Segir
iþá stúlkan, að það sé svo dýr
vinnan við þær, og þá hafi verið
gripið til þess ráðs að selja þær
í stykkjatali. Daginn eftir .kem
ég inn í sömu búð og kaupi 4
kringlur með sama verði. Eg
vigtaði þær til gamans og vógu
þær 200 gr., eða ca. 50 gr. hver.
Kostar þv’í ktílóið kr. 7,00
Nú vildi ég spyrja: Hver er
það, sem verðleggur kringlur
og annað í brauðbúðunum ? Er
það verðlagseftirlitið, eða eru
það framleiðendurnir sjálfir
eftir sínu eigin höfði ? Eg vona,
að þú spyrjist fyrir um þetta
hjá réttum aðilum. Með. þökk
fyrir birtinguna.
Siglfirðingur.“
★ Danskar kringlur — Vísi-
talan. Vegna bréfs þessa sneri
ég mér til eins bakarameistar-
ans hér og spurðist fyrir um
þetta. Upplýsti hann eftirfar-
andi: Verðlagsstjóri ákvað há-
marksverð á kringlur kr. 3,20.
Brauðgerðir í landinu töldu sig
ekki geta framleitt þær fyrir
það verð, en fyrir 4—5 kr. töldu
þeir sér það fært.
Það fékkst ekki. Þessvegna
hurfu kringlur áf markaðnum í
nokkra mánuði. Þá tóku nokkur
brauðgerðarhús upp á því að
framleiða kringlur og selja í
stykkjatali á 35 au. stk. Þetta
var bannað.
Þau gerðu því aðra tilraun,
blönduðu kringludeig með
smjöri, sykri o.fl. og fengu þá
loks leyfi til að selja þær —
á 35 au. stk. —cá. 7,00 kr. kg.
En á sama tíma og verðlags-
stjórinn meinar ísl. brauðgerðar
húsum að framleiða kringlur,
voru að tilhlutan r'ikisstjómar-
innar(?) fluttar inn danskar
kringlur, og seldar á 9,00 kr.
kg. hér.
Til neytenda kosta kringlur
danskar 9,00 kr. kg. — ísl. 7,00
kr. kg. — en í vísitölunni er
reiknað með hámarksverðinu
kr. 3,20 kg. .
Svona eru búvísindi kratanna.
★ Sextugsafmæli á í dag frú
Guðrún Hansdótir Hv.br. 22
„Mjö'lnir" árnar Guðrúnu
allra heilla á þessum merkisdegi
★ Afli hefur verið dágóður, er
gefið hefur á sjó. Helgi Ásgrims
son á mjb. Hjalta fékk um þrjú
tonn í fyrradag en Björn Skarp-
héðinsson á trillubátmnn Björgu
fékk um tvö tonn sama dag.
★ Lögin um lágmarksverð á
fiski hrotín? Hrímnir hefur aug-
lýst að hann kaupi ekki smá-
fisk fyrir neðan vissa stærð, Nú
er lágmarksverðið miðað við ail
an fisk. Þessi ákvörðun Hrímnis
virðist þvi vera tilraun til að
fara í kringum lagaákvæðið um
lágmarksverðið, og með því
gera sinn hlut betri, en hlut
fiskseljanda verri. Ekkert ann-
að hraðfrystihús hefur áður
gripið til þessara ráðstafana,
svo vitað sé.
S K R A
yfirmenní
trúnaðarstöðum
„Þróttar“
Stjórn:
Form.: Gunnar Jóhannsson;
varaform.: Jóhannes Sigurðs-
son; ritari: Hreiðar Guðnason;
gjaldkeri: Þórodaur Guðmunds-
son; meðstj.: Gísli H. Elíasson.
Varastjórn:
Ritari: Tómas Sigurðsson,
Norðurgötu 19, gjaldkeri: Óskar
Garibaldason, meðstj.: Páll Ás-
grímsson.
Trúnaiðarm.mð, auk istjómar:
Guðjón Þórarinsson, Óskar
Garibaldason, Þórhallur Björns-
son, Jóhann G. Möller, Jón Jó-
'hannsson, Norðurg., Jónas
Björnsson, Steingrimur Magnús
son, Jóhann* Malmquist, Maron
Björnsson, Páll Ásgrímsson,
Guðmundur Konráðsson, Krist-
inn Guðmundsson, Hallur Gari-
baldason, Kristján Sigurðsson,
Jónas Stefánsson.
, Varamenn í trúnaðarmannaráð:
Gunnar Guðbrandsson, Þor-
valdur Þorleifsson, Njáll Sig-
urðsson, Konráð Konráðsson,
Erlendur Jónsson, Anton Ingi-
marsson, Guðlaugur Sigurðsson,
Jörgen Hólm, Heiðdal Jónsson,
Arnór Sigurðsson, Mikael Þór-
arinsson, Kristinn Jóakimsson.
Endurskoðendur:
Karl Dúason, Kristmar Ólafs-
son.
Varaendurskoðendur:
Óskar Guðlaugsson, Bjarki
Árnason.
1 húsnefnd Alþýðuhússins:
Þóroddur Guðmundsson, Jó-
hann G. Möller, Þórhallur
Björnsson, Kristján Sigurðsson,
Jóhann Guðjónsson.
Varamenn í húsnefnd:
Páll Ásgrímsson, Steinn
Skarphéðinsson.
Fræðslunefnd:
Benedikt Sigurðsson, Jón Jó-
hannsson, Norðurg., Einar Al-
bertsson, Hlöðver Sigurðsson,
Gísli Sigurðsson.
Varamenn í fræðslunefnd:
Jóhannes Hjálmarsson, Júlíus
Júlíusson.
Stjóm Hjálparsjóð „Þróttar“:
Þóroddur Guðmundsson, Guð-
jón Þórarinsson, Kristján Sig-
urðsson.
Varamenn í stjóm Hjálpar-
sjóðs:
Gunnar Jóhannsson, Jóhannes
Sigurðsson.
KRAKKAR!
komið á miðAÚkudögum og selj
Mjölni. , ..
HÁ SÖLULAUN
Verkakvennafélagið Brynja
heldur aðalfund sinn n. k. þriðju
Jdag. ; . ,
AUGLYSING
Öll skattaframtöl verða að hafa borizt skatta-
nefnd í síðasta lagi 10. febrúar n.k.
Nefndin verður mönnum til aðstoðar við út-
fyllingu skýrslanna í bæjarþingsalnum fram að
þeim tíma, á þriðjudögum, miðvikudögum og
laugardögum frá kl. 4—6 e.h.
Siglufirði, 26. janúar 1949.
F. h. Skattanefndar:
GUNNAR VAGNSSON
ATVINULEYSISSKRANING
Samkvæmit samþykt bæjarstjómarfundar frá 31. jan. 1949 fer
fram atvinnuleysisskráning dagana 3. 4. og 5. febr. n.k. (fimtu-
dag, föstudag, og laugardag).
Skráningin fer fram á skrifstofu Þróttar SuðurgÖtu 10 og stend-
ur yfir frá kl. 10 —12 og 1 — 6 alla dagana. Nauðsynlegt er, að
allir þeir, sem atvinnulausir em láti skrá sig.
Siglufirði, 1. febrúar 1949.
) . ■ "' i .■ Bæjarstjórixm,