Mjölnir


Mjölnir - 01.06.1949, Blaðsíða 2

Mjölnir - 01.06.1949, Blaðsíða 2
2 MJÖLNIB •”“1 — VIKUBLAÐ — Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUFJARÐAR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson Blaðið kemur út alla miðvikudaga Áskriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10. Símar 194 og 210 Siglufjarðarprentsmiðja h/f. Að fljóta sofandi að feigðarési Það hefur löngum þótt hættulegur löstur á einstaklingum, að gera sér ekki grein fyrir aðsteðjandi hættum og gera aldrei varúðarráðstafanir ef yfir vofa einhver áföll eða vandræði. Því miður er því þó svo farið um ýmsa einstaklinga að þeir gera aldrei neinar varúðarráðstafanir gegn fyrirsjáanlegum áföllum, en láta allt fljóta áfram áhyggjulaust, þar til ógæfan slkellur yfir, — ógæfa, sem hægt hefði verið að forðast með fyrirhyggjusemi og í . tíma gerðum varúðarráðstöfunum. Svo leiður löstur, sem þetta er á einstaklingum, þá er hann . þó mörgum sinnum leiðari og hættulegri þegar um stjómir heiila bæjarfélaga er að ræða. En svo virðist sem meirihluti bæjarstjórn- ar Siglufjarðar starfi eftir reglunni, „vemm áhyggjulausir, látum allt fljóta áfram án þess að hugsa fyrir framtíðinni." Undanfarin fjögur ár hefur slldin bmgðist, og þó allir voni að úr því rætist og síldin fari aftur að veiðast, veit þó engin með vissu að sú von rætist. Augljóst má því öllum vera, að bær eins og Siglufjörður, sem byggt hefur alla sína afkomu á s'íldveiðunum, þarf að gera varúðarráðstafanir til að mæta þvi þunga áfalli, ef síldveiðamar bregðast áfram. Bæjarstjórnarmeirihlutinn á Siglufirði virðist þó l'ita öðmvísi á það mál; útgjöld bæjarins hafa í algem fyrirhyggjuleysi verið stóraukin, — ekki útgjöld til atvinnuaukningar eða annarra þarf- legra framkvæmda, heldur eyðslueyrir. Arðbærar, dýrmætar eignir bæjarins hafa verið, undanfarin ár, arðlausar vegna vanhirðu og fúnað og ryðgað niður. Þær verklegu framikvæmdir sem bærinn og höfnin hafa haft með höndum, hafa orðið mikið dýrari en þurft hefði að vera, hefði eitthvert eftirlit verið haft með þeim. En eftirlit hefur ekkert verið af hálfu bæjarstjórnar. Erindi sem bæjarstjóm berast, liggja stundum marga mánuði óafgreidd; — bæjarstjóri tekur mikilvægar ákvarðanir án þess að bera þær undir bæjarstjórn; ákvarðanir, sem honum er með öllu óheimilt að taka, en heyra undir bæjarstjórnina. Skuldir bæjarins og fyrir- tækja hans vaxa ískyggilega og stórar upphæðir em í vanskilmn, enda er lánstraust bæjarins farið veg allrar veraldar, og svo komið að hvorki lánsstofnanir né aðrir þora að trúa Sigluf j.kaupst. fyrir neinu Haldi svo áfram sem nú gengur, er ekkert annað sýnilegt en að f járforráðin verði tekin af Sigluf jarðarkaupstað og ríkisstjórnin skipi hingað ,,jari“ til að segja Siglfirðingum hvar þeir megi sitja og hvar standa. Aðkomumaðurinn sem hér er bæjarstjóri óttast það kannske ekki svo mikið, þó svo fari að Stefán Jóhann eigi eftir að skipa Siglfirðingum húsbónda, enda hefur bæjarstjórinn miklu meiri áhuga á pólitískri baráttu, en málefmnn kaupstaðarins og er ólíkt duglegri við flokksstörfin fyrir kratana, bæði blaðaskrif og annað, heldur en bæjarstjórastörfin. Hitt er svo annað mál, að bæjarbúar almennt munu hafa á því nokkuð aðrar skoðanir. Sjálfsagt mun það algert einsdæmi í landinu, sem hér hefur átt sér stað í vetur, að flestallir verkamenn bæjarins gengi at- vinnulausir allan veturinn, en bæjarstjórn geri ekkert, bókstaf- lega ekkert, til að bæta úr því ástandi, en þetta virðist bæjarstjóri, floklksbræður hans og haökjur þeirra í bæjarstjórninni, Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn, telja eðlilegt og sjálfsagt. Sósíalistar fengu teknar upp á fjárhagsáætlunina í vetur 300 þús. krónur til bátakaupa og útgerðaraukningar 'i bænum. Nefnd hefur verið skipuð til að gera tillögur um til bæjarstjórnar, hvemig fé þessu verði varið. Nefndin er nú fyrst að hefja störf svo ef til vill er ’ofsnemmt að spá nokkru um hennar tillögur, en ýmis sólarmerki benda til þess að 'kratamir æth sér algerlega að svíkja þetta mál; hvort sem einhverjar samþykktir verða gerðar í því eða ekki. En þar sem þetta er alsendis eina ráðstöfunin sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn, til atvinnuaukningar í bænum^ þá ættu bæjarbúar að fylgjast vel með, hvernig málinu reiðir af. Það er þegar komið of langt á brautinni, „fljótum sofandi að feigðarósi“ og mál til komið að bæjarbúar spyrni við fótum og knýji bæjarstjóm til að framfylgja þessari einu samþykkt sinni um atvinnuaukningu í bænum. Yfirgnæfandi meirihluti Siglfirðinga er orðin yfir sig þreyttur á andvaraleysi og ræfilshætti bæjar- stjómarinnar, og krefst þess að hætt verði við að fljóta sofandi að feigðarósi. ★ Gagnfræðaskóla Sigjufjarðar var slitið hinn 28. maí. Skóla- hald var 'i vetur með svipuðu sniði og undanfarna vetur. 1 skólanum voru við nám 105 nemendur í þrem bekkjum. 1. bekkur var tviskiptur. Hæstu einkunn við gagnfræðapróf hlaut Björg Arnþórsdóttir, 7,38. I 2. bekk varð hæstur Ríkharð- ur Sigurðsson með 8,68, og í 1. bekk Jóhann S. Jónsson, 9,06, sem er 1. ágætiseinkunn. Sex nemendur 3. bekkjar gengu und- ir landspróf og stóðust það 2. ★ Barnaskóla Siglufjarðar var slitið hinn 28. maí Að þessu sinni útskrifuðust 62 böm, þar af 44 með 1. einkunn. Hæstu aðaleinkunnirnar við fullnaðar- próf hlutu Halla Sigurðardóttir og Kjartan Ólason 8,7, og Júlíus Eiríksson, sem fékk 8,5; en hæsta einkunn yfir skólann hlaut Gígja Gmmlaugsdóttir 6. bekk, 1. ágætiseinkunn 9,2. — Flest fullnaðarprófsbarnanna eiga ólolkið sundprófi. Kvillasemi var með minnsta móti í skólanum í vetur, þar til snemma í maí, um það leyti sem pfóf byrjuðu. Alls sóttu skólann 397 börn vetur, og var þeim skipt í 16 deildir. Húsnæði sikólans er nú orðið of lítið fyrir starfsemi hans, og fyrirsjáan- legt, að þrengslin verða enn til- ifinnanlegri næstu ár, ef 'íbúa- tala bæjarins stendur í stað eða fer vaxiandi. ★ Aðalfundur Slysavamarfél. Siglufjarðar (karladeild) var haldinn s. 1. sunnudag í Gilda- skálanm. í stjórn vom kosnir: Þórarinn Dúason form. Magnús Vagnss., ritari Georg Pálss., gjaldkeri. Meðstj.: Gunnl. Guðjónss., Vil- hjálmur Sigurðss. og Jóhann Jóhannesson. 1 ráði mun vera að koma upp björgunarsveit fyrir Siglufjörð og nágrenni, og hressa upp á slysavarnarstarfsemina á ann- an hátt, enda þess ekki vanþörf bar sem allt starf deildarinnar hefur legið niðri að undanfömu Verður væntanlega nánar skýrt frá ýmsum framkvæmd- um, sem hin nýkjörna stjórn hefur á prjónunum um eflingu félagsstarfsins. ★ Veðráttan. Þegar ég skrifaði seinast í Bæjarpóstinn, leit svo út, sem snjórinn væri smátt og smátt að bráðna, rindar, börð og gnmdir vom að koma upp und- an snjónum, en sinu blær hv'ildi yfii', bleikur dauðans blær, — andstæða grænkunnar, lit l'ifsins og gróðursins. Og svo seinkaði útkomu Mjölnis og þá var kom- in bylur og allt orðið hvítt — hvitt — hv’itt. Snjór yfir öllu, ög svo er enn. Síðustu daga hefur kyngt nið- ur óhemju snjó svo jarðbönn em skepnmn. Heyleysið* hrjáir bóndami. Sauðburður stendui’. yfir og allir sem til þekkja geta gert §ér í hugarlund hverjir erfiðleikar em honum samfara 'i svona harðindum. Og hér í bæ tefur snjókoman vinnu, — gerir allt erfiðara, og mönnum finnst aftur komin vetur. Raunar hefur hann verið samfelldur og er bú- inn að stela nærri sex vikum af okkar stutta sumri. Hvað stelur hann mörgum í viðbót? ★ Brotnaði þekja. — Og snjór- inn braut niður þak á nýbyggðu húsi, sem Páll Guðmundsson, smiður á við Grundargötu. Er honum talsvert tjón að þessu, ekki sízt fyrir það, að hann var langt kominn með innréttingu íbúðar 'i því. Fleiri húsþökum var orðið hætt, en með mokstri tókst að forðast tjón. ★ Aðalfundur Byggingarfélags verkamanna. — Athygli félags- manna í Byggingarfélagi verka- manna er hér með vakin á. aug- lýsingu á öðmm stað í blaðinu 'i dag, um aðalfund félagsins. — Hann verður haldinn á annan í hvítasunnu kl. 2 e. h. í Suður- götu 10. ★ Veghefill bæjarins. — Bæj- arstjóm hefur nú fest kaup á veghefli og er hann kominn hingað til bæjarins. Við komu hans vakna vonir bæjarbúa um, að göturnar verði ekki jafn illa yifiirferðar 'i sumar, eftir að hann er tekin til starfa. En það þarf auðvitað meira en veghefil til þess að þær verði góðar. Flestar em þær orðnar slitnar niður í púkk, eða þá bara niður í mold og möl, sem jarðvegurinn undir er myndaður úr, aðrar hafa ekki fengið kynni af ofaníburði, — líkjast helzt illa ruddum götuslóðum upp til heiða. En hvernigVæri fyrir bæ- inn, að fá sér nýjan verkstjóra fyrst nýr veghefill er kominn? ★ Berklaskoðun. — Frá því hef ur verið skýrt í Akureyrarblöð- unum, að almenn berklaskoðun eigi að fara fram þar 'i bæ í þessum mánuði. Fyrirkomulag þessarar skoðimar verður með líikum hætti og berklaskoðun sú, sem fram fór í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Slíkar berklaskoðanir em sterknr þátt- ur í baráttunni við hinn skæða sjúkdóm og þyrftu að fara fram um land allt. — Hvenær kemur röðin að okkur Siglfirðingum? Er ekki hægt að gera eitthvað til að flýta því, að berklaskoðun allra bæjarbúa verði framkv. hér? ★ Gestur Fanndal, kaupmaður auglýsir í blaðinu i dag, að hann sé byrjaður að senda heim vör- ur. Hafa ekki heimsendingar á 'á vörum byrjað 1. júní eða fyrr undanfarin ár? Mig minnir það. Hvað dvelur Orminn langa í þetta skipti? Kannske það sé snjórinn? ♦♦♦♦»»♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Ný skáldsaga: Jóhannes ór KÖtlum: Sagan gerist í sveit fyrir aldamótin, í þann mund, er fjöldi manna flutti búferlum til Vesturheims. Höfuðpersónan er Ófeigur grallari, kotbóndi og listamaður, höfðingi í skapi og sérkeimilegur. Hann lifir í uppreisn gegn umhverfi sínu, er drykkfelldur og kvenhollur mjög, uppivöðslusamur og óstýri- látur, en vinsæll af alþýðu. Dauðsmannsey er djörf og stórbrotin skáldsaga; fjörlea rituð og svo sþennandi, að maður leggur ekki bókina að Mu jt frá sér, fyrr en hún er að fullu lesin. D Jóliannes úr Kötlum kemur hér fram sem nýr, þroskaður skáldsagnahöfimdur. Bókamenn hafa beðið með óþreyju eftir nýrri skáldsögi fra Jóhannesi. Hér er hann kominn með sérkennilega bók, sem áreiðanlega á eftir að vekja miklar deilur. Dauðsmannsey er hressandi bók, sem enginn sér eftir að lesa. AÐALFUNDUR Byggingafélags verkamanna, Siglufirði, verður lialdinn mánu- daginn 6. júní (annan hvítasunnddag), kl. 2 e. h. í Suðurgötu 1( DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. ; Félagsmenn eru hvattir til að f jölmenna. Stjórnin TRÉ T E X (Stærð 4X9 fet). Verðið er mjög hagstætt. Leitið upplýsinga í Einco.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.