Mjölnir


Mjölnir - 01.06.1949, Side 4

Mjölnir - 01.06.1949, Side 4
Miðvikudagur 1. júní 1949. ■( 21. tölublað. 12. árgangor, Breytingartillöpr Verkamannafél. Þróttar á kaupgjaldssamningunum Hér íara á eftir breytingartillögur Verkamannafélagsins Þróttar á kaupgjaldssamningmn. Hafa tillögur þessar, ásamt greinargerð fyrir þeim, sem birt er á 3. síðu blaðsins, verið samjjykktar með samhljóða atkvæðum af stjórn félagsins og trúnaðarmannaráði og af félagsfundi, sem lialdinn Var hinn 25. !maí s.l. Hefur stjóm fé- lagsins nú tilkynnt latvinnurekendum þessar lákvarðanir félagsins. Engar {samningaumleitanir eru íbyrjaðar, en samninganefndin hefur óskað eftir að þær byrji nú úr mánaðamótunum. í samninganefnd Þróttar eru jþessir menn: Gimnar Jóhannsson, Hreiðar Guðnason, Einar Ásgrímsson, Steingrímur Magnússon, Jó- hannes Sigurðsson,/Gísli HL Elíassón, Mattliías Jóhannsson, Þorvald- ur Þorleifsson og Óskar Garibaldason. , 1. grein í verkakaupssamningum við Síldarverksmiðjur ríkisins um utanbæjarmenn falli burt. 2. grein. Þar verði sú breyting, að næturvinnutaxti gildi frá kl. 20 til kl. 7 að morgni. 3. Sé unnin eftirvinna reiknist kaffit'íminn frá kl. 16 til kl. 16,30. 4. Lágmarkskauptaxti verði sem hér segir: a. Almenn dagvinna alla mán- uði ársins skal vera kr. 3,25. b. Handlangarar hjá múrurum, tilsláttarmenn (byrjendur), þróar- menn, skipavinna, stókerkynding á kötlrnn og olíukynding á kötlum og þurrlkurum, lagermenn, vindu- menn, bílstjórar, holræsahreinsun, grjótnám, steypuvinna, slippvinna, svo sem hreinsun, málun, smurn- ing og setning skipa, mæling í hrærivél og gæzla hrærivélar og íshúsvinna við síld kr. 3,50. c. Kolavinna, salt- og sements-.. vinna, losun síldar og síldarúr- gangs, beina og fiskúrgangs, loft- bonm, rafmagnsborun, hjálpar- menn í jámiðnaði (þ. e. verkamenn sem vinna til aðstoðar sveinum og meisturum með jámsmíðaverkfær um, svo sem hnoðahitarar, viðhald- arar og ásláttarmenn í eldsmiðj- um), grjótsprengingar, kynding á kötlum með skóflum, fullgildir díx- ilmenn, fagvinna ófaglærðra verka manna við trésmíði, málun, járn- smíði, röralagnir, raflagnir, bíla- viðgerðir, þar með talin ryðhreins- un, málun bíla, vélgæzla, stjórn vegavinnuvéla, kranastjóm (stórir lyftukranar) og vélskóflna; aðstoð armenn við vélaaðgerðir, kalfökt- im, kr. 3,70. d. Fyrir ryðhreinsun með raf- tæk jum og botnhreinsun skipa inn- anborðs, hreinsun með vítissóda, boxa- og katlavinna, þar með talin öll vinna í þurrkara og sótgöngum, hreinsun ;og málun lýsistanka að innan, kr. 4,00. e. Fyrir möl á bryggju pr. tunnu kr. 2,65. Fyrir teningsfaðm af grjóti komið á bryggju kr. 132,00. 5. Mánaðarkaup í 2—6 mánuði verði reiknað út eftir tímavinnu- kaupi. 6. Eftirvinna reiknist með 60% álagi. Helgidags- og næturvinna reiknist með 100%' álagi. Á alla vinnu, hvort sem um er að ræða tímakaup, mánaðarkaup eða akk- orðsvinnu, skal greiða orlof 4% svo og full-a dýrtíðarvísitölu. 7. 1 allri dagvinnu skal atvinnu- rekandi greiða minnst hálf dag- laun (4 klst. dagv.) sé unnið skemiir en 4 klst. hvenær sem vinna hefst. Sé unnið 6 klst. í dag- vinnu, þar með talinn kaffitími, greiðist full daglaun. Kvaðning til vinnu telst liggja fyrir, ef verkamönnum er ekki til- kynnt að kveldi á vinnustað af verkstjóra, að ekki sé ætlazt til að þeir mæti til vinnu næsta morgun. Hamli veður eða aðrar óviðráðan- legar ástæður að dómi verkstjóra og trúnaðarmanns Þróttar á vinnu staðnum að morgni, skulu verka- menn, sem mæta til vinnu, fá minnst 2 klst. greiddar. Sömu regl ur skulu gilda ef verkamenn eru boðaðir til vinnu að heiman frá sér af verkstjóra eða trúnaðarmanni hans. 8. Stjórn Verkamannafélagsins Þróttur er heimilt að velja sér trúnaðarmenn úr hópi verkamanna á hverjum vinnustað, samkv. lög- um mn stéttarfélög og vinnudeilur, og samkvæmt þeim reglum, sem gilt hafa á milli stjórnar Þróttar og vinnuveitenda, þar með taldar síldarverksmiðjurnar. Óheimilt er að segja trúnaðar- manni upp vinnu meðan vinnu er haldið áfram á þeirri vinnustöð, sem hann er trúnaðarmaður á. Verkamönnum er heimilt að snúa sér til trúnaðarmanns með hverskonar óskir og kvartanir, sem hann kemur á framfæri við vinnuveitanda eða umboðsmenn hans. Trúnaðarmaður skal í engu gjalda þess hjá vinnuveitanda, að hann ber fram kvartanir verka- manna. 9. Næturvarðmenn, aðrir en vökumenn á síldarplönum, skulu hafa kr. 40,00 fyrir 12 stunda vöku Næturvarðmenn skulu eiga frí hverja sjöundu nótt, og greiðist ekki kaup fyrir hana sé hún ekki unnin, sé hún hinsvegar unnin, greiðist hún með kr. 80,00 fyrir 12 stunda vöku. Vökumenn á síldarplönum skulu hafa kr. 700,00 pr. mánuð miðað. við 8 stunda vöku. 10. Á laugardag fyrir páska og hvítasunnu, svo og aðfangadag jóla og gamlaársdag, skal helgi- dagskaup greitt eftir kl. 16 sé vinnu haldið áfram. Sama regla skal gilda síðasta vetrardag og dagana fyrir 17. júní og 1. maí. 11. Á föstum vinnustöðum skulu vinnuveitendur sjá um að lyfja- kassi sé á staðnum með nauðsyn- legum lyfjum og umbúðum, svo og salerni, vatn og vaskur. Á slík- um vinnustöðmn skulu verkamenn eiga aðgang að góðu húsnæði, að dómi trúnaðarmanns Þróttar, til kaffidrykkju .og geymslu á hlífð- arfötum og vinnufatnaði. Sé um vinnu fyrir utan bæixm að ræða á starfssvæði Þróttar, Skulu vinnuveitendur hafa hús- næði fyrir verkamenn til að drekka kaffi og matast í. I skýlunum skulu vera borð og bekkir og Skal þess gætt af verkstjóra, að þau séu hrein og þrifaleg, ennfremur skulu vera þar hitimartæki. Verði verkamenn fyrir tjóni, missi hlífð- arfata o. fl. er orsakast af bruna á vinnustaðnum, Skal það bætt eftir mati. Samnnigsaðilar eru sammála um að vinna að því við alþingi og ríkisstjórn, að sam- þykkt verði ný og fullkomin lög- gjöf um öryggi verkamanna við vinnu og útbúnað vinnutækja og verksmiðja. 12. Atvinnurekendum er óheim- ilt að taika útlending í vinnu, sem ikki erbúsettur í bænum nema með leyfi verkamannafél. Þróttar, enda hafi viðkomandi maður vinnurétt- indi. Undir þetta ákvæði fellur öll vinna við ís og snjóflutning um borð í erlenda fiskibáta og skip, flutningur á beitu, afgreiðsla og flutningur á hverskonar vörum til og frá bátum og Skipum, öðrum en nauðsynlegum matvælum til skipshafna. Öll vinna af erlendum mönnum við affermingu skipa er óheimil. 13. Lækki gengi 'íslenzkrar krónu hækki kaupið sem þv'í nemur. „VerkfalliniT í Berlín að Ijúka Verkfallið var felt við alls- herjaratkvæðagreiðslu í félagi jámhrautarstarfsmanna, * en kratalýður og skemmdarverka- menn í þjónustu bandarísku hernámsstjórnarinnar í Vestur- Berlín boðuðu til þess samt! Yfirstjóm neðanjarðarjárn- brautanna er á hernámssvæði Sovétríkjanna. Hafa starfs- mönnum þeirra verið greidd laun í austurmörkum, en þeim starfsmönnum, sem bjuggu á hernámssvæðum Vesturveld- anna voru veittar sérstakar í- vilnanir af hálfu brautarstjóm- arinnar og tilkynnt var, að frá og með 1. júní fengju þeir greitt kaup í vesturmörkiun. Klíka sósíaldemó'krata í fé- laginu krafðist samt sem áður allsherjaratkvæðagreiðslu innan þess um verkfall til að knýja fram kaupgreiðslu' í vestur- mörkum þegar í stað. Var verk- Sósíalistar! Munið að koma á skrifstof- una til að greiða flokksgjöld ykkar og blöðin. Látið ekki starfsmann flokksins þurfa pð Bergmál, Hjartaáshm, öíl ný- ómaka sig heim til ykkar til að komin. innheimta þessi gjöld.. . j bókaVerzun l. blöndal Nýjar bækur Skeyti til Garcia Launsonurinn Ást sveitastúlkunnar Útlagaerjur Tvennar ástir Bankaránið Afmælisdagabókin með stjömu- spám ; Víðsjá, Heimilisritið, Stjörnur, Heimsend- ingar vara eru byr jaðar aftur Hringið í síma462. Gestur Fanndal S9GLFIR0INGAR! Notið hinar beinu flugferðir vorar til og frá Reykjavík. ÖIÁNUDAGA MIÐVIKUDAGA og LAUGARDAGA Afgreiðslu í Siglufirði asnast Víkingxrr h.f., Aðalgötu 21, sími 251. LOFTLEIÐIR H. F. Nýja Bíó Miðvikudag kl. 9: I Fómfús ást Fimmtudag kl. 9: TOPPER Föstudag kl. 9: Fórnfús ást Laugardag kl. 9: Skautadrottningin Annan í Hvítasunnu kl. 3: FIESTA, stórfögur litmjTid Kl. 5: TOPPER Kl. 9: BLIKA A LOFTI með Ingrid Bergman Krakkar! Duglegan krakka vantar nú þegar til að bera Mjölni til kaup- enda 1 Skriðuhverfi. Einnig kemur til með að vanta krakka til að bera Mjölni og Þjóðviljann út í nokkrum öðr- um hverfum. Komið og talið við afgreiðslu Mjölnis í Suðurgötu 10. Vinnið ykkur inn peninga sjálf .með hægu móti. fallið fellt með yfirgnJefandj meirihluta atkvæða, en kLatarn- ir boðuðu engu að síðjjur til verkfalls hinn 20. mai, œ. e. 10 dögum áður en greiðshlihiar í vesturmörkum áttu að kloma til framkvæmda! Tóku þei,r á sitt vald brautarstöðvar á hemáms- hlutrnn vesturveldanna og unnu ýmis skemmdarverk á bnautun- um. Brautarlögregla frá Sovét- hernámssvæðinu kom þá á vett- vang og tók flestar stöðvamar á sitt vald. Vopnuðust kratar þá og gerðu árásir á lögregluna á ýmsum brautarstöðvum, en lögregla Vesturveldanna horfði á og hafðist ekki að, fyrr en 24. maí, er henni var fyrirskipað að ta-ka við gæzlu stöðvanna. Hafa kratar og óaldarlýður sá, er ásamt þeim stóð fyrir óeirð- unum og skemmdarverkunum, haft hægt um sig síðan. Blöð á hemámssvæði Sovét- ríkjanna í Berlín fullyrða, að „verikfall“ þetta, sem stofnað er til í trássi við féLagssamtök jám brautarstarfsmanna, í þeim til- gangi að knýja fram launa- greiðslur í vesturmörkum, ein- um 10 dögum áður en tilkynnt hafði verið, að þær ættu að hefjast, sé gert að undirlagi bandarísku- hemámsstjómarinn ar. Bandarísku herforingjamir og þýzkir hægrikratar, sem eins og flokksbræður þeirra í öðrum löndum em auðmjúk handbendi og þý Bandaríkjamanna, vilja allt til þess vinna, að egna til óeirða og skapa þar með ástand, sem torveldar samkomulag um Þýzkaland á utanríkisráðherra- fundinum í París. Samkvæmt tilkynningu þeirri, er áður getur, eiga greiðslur í vesturmörkum að hef jast í dag, og er því þess að vænta, að þessu sérkennilega „verkfalli" ljúki í dag eða næstu daga. V erkalýðsleiðtogar myrtir Fyrrverandi form. Alþýðu- sambands Malakkaskaga, A. Ganapathy, var hengdur í fang- elsi í Kuala Lumpur 4. maí s.l. Ganapathy var Jndverji, og er hann fyrsti Indverjinn, _ sem brezka sósíaldemokratastjómin og yfirböðull he^har á Maíakka- skaga, Malcolm Mac ^ Donald, myrða samkvæmt núgiidandi lögum á skaganum. Hefur morð hans vakið feikna gTemju i_ Ind- landi, svo að indverska stjórmn hefur ökki séð sér annað fært en að senda Bretum mótmæla- orðsendingu vegna aftökunnar. Ganapathy var dæmdur til i dauða 15. marz s.l. fyrir að hafa haft 1 fórum sínum skammbyssu og sex skot. "Veeransenan, sem tók sæti Ganapathys í stjóm Alþýðu- sambands Malakkaskaga í vet- ur, þegar hann var handtekinn, var fyrir nokíkru skotinn af Ghurka-herdeild, er hann reyndi að flýja úr skæruliðabúðum í frumskógi í malajaríkinu Negri Sembilan yfir landamærin til Kína. Alþjóðasamband verkalyðsins hefur sent S.Þ. og brezku stjóm inni harðorð mótmæli út af báð- um þessum morðum.

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.