Mjölnir


Mjölnir - 06.07.1949, Qupperneq 2

Mjölnir - 06.07.1949, Qupperneq 2
— VIKUBLAÐ Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUFJARÐAR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson BlaÓið kemur út alla miðvikudaga Áskriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10. Símar 194 og 210 Siglufjarðarprentsmiðja h/f. Bræðslusíldarverðið Lækkun bræðslusíldarverðsins er ný árás ríkisstjórnarinnar á síldveiðisjómenn og útvegsmenn. Er þessi lækkun bein afleiðing af utanríkisstefnu rikisstjórnarinnar og þjónkun hennar við engil- saxneska auðvaldið, og hinum gífurlegu vaxtagreiðslum til Lands- bankans. Nema vaxtagreiðslur verksmiðjanna nú jafnmiklu og launagreiðslur á síldarvertíðinni í fyrra. Má búast við að þetta dragi úr þátttöku í veiðunum og orsaki þannig verri afkomu hjá verksmiðjunum. Á fundi verksmiðjustjórnarinnar, þar sem verðið var ákveðið, lagði Þóroddur Guðmundsson það til, að verðið yrði hækkað frá því sem það var í fyrra, úr kr. 42,00 upp í kr. 45,00 pr. mál, en að reynt yrði í þess stað að fá lækkaðar hinar óhæfilega háu vaxta- greiðslur S. R. til Landsbankans, en vextir þeir, sem verksmiðjurn- ar verða nú að greiða þar, eru 4—7,2 %. Þetta vildu hinir stjómar- meðlimirnir ekki reyna, og ekki heldur að reyna að fá samkomulag itm að áætlaðar 'afborganir yrðu látnar falla niður á árinu. Var tillaga Þóroddar Guðmundssonar þá felld, og sömuleiðis vara- tillaga frá honum um að verðið yrði 42 kr. pr. mál, — með 4 atkv. gegn einu. Fuhtrúar Landsambands íslenzkra útvegsmanna, sem hafa kraifizt þess, að bræðslus’ildarverðið í ár yrði a.m.k. ekki lægra en í fyrra, og fulltrúar frá Verðlagsráði sjávarútvegsins mættu á fundum stjómar S.R. til að fylgja eftir kröfum sínum, og fóru ennfremur fram á það, að ef gengislækkun yrði, fengi útvegurinn verðhækkun sem því næmi. Fengu þeir loforð Sveins Benedikts- sonar um það, að verksmiðjustjórnin ræddi við þá er hún hefði gert sínar tillögur, áður en þær yrðu sendar ráðherra til endan- legrár afgreiðslu. Viku þeir síðan af fundinum, en Sveinn lagði þá fram tillögu um að stjóm S.R. ákvæði verðið 40 krónur. Var hún s'íðan samiþykkt með 4 atkv. Skýrðu tvö stjórnarblaðanna frá því næsta morgun, áður en tllagan hafði verið send ráðherra, að búið væri að ákveða verðið 40 krónur, og höfðu fulltrúar L.Í.Ú. og verðlagsráð sjávarútvegsins ekkert verið kvaddir til ráða áður en till. var send til ráðherrans. Er auðséð" á allri afgreiðslu máis þessa, að ríkisstjórnin og hinir f jórir auðsveipu fylgismenn hennar, sem látnir voru ákveða verðið, hafa fyrirfram verið búnir að koma sér saman um að lækka það, hvað sem líður hagsmunum útvegsmanna og sjómanna. — Er þetta í samræmi við aðrar aðgerðir hmnstjórnarinnar, nagla- skap hennar og tillitsleysi í garð þeirra sem að framleiðslustörfum vinna, og þægð hennar við Landsbankavaldið og engilsaxneska auðvaldið. Er áreiðanlegt, að þeir sem að útgerð starfa, sjómenn og útvegsmenn, og ramiar allir landsmenn, sem vilja hag undir- stöðuatvinnuvegar þjóðarinnar og sjómannanna sem beztan, kunna að meta þessa afgreiðslu á einu mesta hagsmunamáli sínu eins og vert er, og endurgjalda hana við hentugt tækifæri. Verkefni, sem forráðamenn bæjarins þurfa aðvinna Nú er komið fram 'i júlí-mánuð, en ekki er neitt farið að bóla á sildinni, svo vitað sé. Allir vona, að hún komi í sumar í stærri stíl en nokkru sinni áður, en auðvitað er ekki hægt að spá neinu um það með rökum. Bregðist hún í sumar eins og undanfarin sumur, er afkomuvon fjölda margra bæjarbúa þar með að engu orðin, nema eitthvað annað komi í staðinn. Hvergi mun nýtt síldarleysissumar koma eins hart niður eins og hér á Siglufirði. Atvinnulfið hér er svo að segja einvörðungu miðað við að síldveiði sé, og söltun og bræðsla rekin hér '1 landi í sambandi við það. Fari svo, að síldin bregðist í sumar, er ekki útlit fyrii; annað en stórkostlegt atvinnuleysi hér næsta vetur, að óbreyttum að- stæðum. Þessvegna er það nú meixa aðkallandi en nokkurntíma áður, að forráðamenn bæjarins hlutist til um, að hér verði strax í haust fyrir héndi aðstæður til arðbærs atvinnureksturs. Kemur í því sambandi helzt til greina að skapa aðstöðu til þess, að þeir bátar, sem til eru í bænum, geti afsett hér allan afla sinn næsta vetur, og ennfremur áð fá hingað fleiri báta. Var samþykkt í vetur við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins, að bærinn legði fram allháa upphæð til þessara hluta. Hefur verið nokkuð um þetta rætt meðal forráðamanna bæjarins, m. a. kosin nefnd til að ★ Athugasemd frá Ragnari Jó- hannessyni. f blaðinu „Mjölni“, sem út kom 29. f.m. skrifar Benedikt Sigurðsson ritstjóri grein, er hann nefnir „Dýrt og lélegt kjöt“, og segir þar orð- rétt meðal annars: „Það kemur tæplega fyrir, að ósliemmt kjöt fáist í kjötbúð- inni liér á siunrin. Frysta kjötið, og að m.k. sxunt af hangikjöt- inu er þrátt, saltkjötið fúlt og bragðvont og pylsúrnar renna um allt að því helming við suð- una. Farsið og hakkaða kjötið er eins og frysta kjötið.“ Á þessum vettvangi verður ekki deilt við Benedikt Sigurðs- son um sannleiksgildi þessara orða hans, sem hér er vitnað til, enda ekki nauðsynlegt, þar sem að bæjarbúar, svo að segja allir, hafa nægan kunnugleika til að vita það rétt í þessu máli, vegna þess að þeir neyta daglega kjöts og ýmsra vara úr kjöti, sem lagaðar eru í Kjiötb. Siglufjarð- ar. Hvar væri líka starf heil- brigðisnefndar, ef hún hði það, að verzlun, sem selur kjöt og framleiðir til sölu ýmsan lagað- an mat úr kjöti, sem daglega er á borðum alls þorra bæjar- búa, væri það illa á vegi stödd, að það kæmi tæplega fyrir að óskemmt kjöt og lagaðar vörur úr kjöti fengjust í verzluninni, eins og ritstj. Mjölnis heldur fram. M.ö.o., ef þetta væri rétt hjá Benedikt Sigurðssyni, þá ættu bæjarbúar og allt það aðkomu- fólk, sem hingað kemur á sumr- in, ekki að eiga völ á öðru kjöt- meti úr Kjötb. Siglufjarðar en skemmdu. Hvort sem það væri nú nýtt, fryst, saltað eða reykt, og sama væri með fars, pylsur og hakkað kjöt. Svona ósann- indi dæma sig alveg sjálf og þarf ekki að fara um það fleiri orðum. Hitt er svo annað mál, að allir vita, að frosið kjöt, sem búið er að geyma 8—10 mán- uði er ekki eins gott og kjöt af nýslátruðu. En ég get fullvissað neytendur í Siglufirði rnn það, að frysta kjötið, sem Kjötbúð Siglufjarðar selur á sumrin, er ekki lakara eða ver farið af geymslu héldur en það frysta kjöt, sem selt er bæði í Reykja- vík og Akureyri á sama tíma. Enda fær Kjötbúð Siglufjarðar sitt frysta kjöt frá sömu frysti- húsunum og báðir þessir fyrr- nefndu staðir. Þá spyr Benedikt, hvort salt- kjötstunnurnar séu látnar standa viloim saman í hita áður en að selt er úr þeim. Benedikt þarf ekki að spyrja svona, hann veit ósköp vel, að þetfca er ekki gert, og hefði hann getað kynnt sér það hjá starfs- fólki kjötbúðarinnar, ef hann hefði haft vilja til. Þ< spyr hann einnig hvemig standi á þv'í, að það kjöt, sem selt er í kjötbúð- inni sé allt úr 1. verðfi. Það er af þeirri einföldu ástí'ðu, að neytendur í Siglufirði biðja ekki um annað kjöt. 3 fl. kjötið er notað í vinnsluvörur, en skv. reglum Framleiðsluráðs um verðlagningu á kindakjöti er 1. og 2. gæðaflokkur kindakjöts í 1. verðflokki. Þá talar Benedikt um hátt verð á hrefnukjöti í Fiskbúð K.B.S. Er einkennilegt, að hann skyldi ekki lika kynna sér verð á þeirri vöru í hinni fiskbúð- inni og birta það í blaði sínu, því þar mun hrefnukjöt kosta 7—8 krónur, en í fiskbúð K.F.S. kr. 6,50 pr. kgr., sem er rétt verð, ákveðið af verðlagsstjóra. Ef Benedikt óskar eftir að fá III. fl. kjöt, getur hann fengið það, og auðvitað á því verði, sem það er skráð á. Mun ég xsvo ekki fara um þetta fleiri orðum hér, en Bene- dikt Sigurðssyni verður gefinn kostur á að standa við orð sín á við'eigandi vettvangi, þ.e.a.s. fyrir rétti. Siglufirði, 5. júlí 1949. Ragnar Jóliannesson ★ Athugasemd. Ragnar fer í kringum spurn- ingu mína, þar sem hann segir, að nýtt hrefnukjöt sð nú selt á kr. 6,50 í fiskbúð kjötbúðar- innar. Það sem ég vildi vita, var það, hvort leyfilegt væri að selja nýtt (ófryst) hrefnukjöt á kr. 7,50, eins og, gert var ný- lega 'í áðurnefndri búð. I hinni fiskbúðinni hef ég ekki keypt hrefnukjöt, og áleít ekki þörf á að.kynna mér verð á því nema í annarri búðinni. Fróðlegar eru þær upplýsingar, að kjöt úr 2. gæðaflokki skuli vera selt við sama verði og kjöt úr 1. verð- flokki. Þá er ékki síður fróðlegt að heyra, að siglfirzkir neytendur biðji aldrei um annað kjöt en 1. flokks. - Skil • ég vel afstöðu þeirra, og vona, að ég verði aldrei svo illa á vegi staddur, að ég þurfi að þiggja boð Ragn- ars, sem ég afþakka hérmeð, u'm að fá keypt lakara kjöt hjá fyrirtæki hans en það, sem selt er sem fyrsta flokks vara. Það er staðreynd, að skemmd ar kjötvörur eru æði oft seldar út úr K.B.S., þó R.J. vilji að vonum ekki viðurkenna það. Ummæium þeim, sem Ragnar hefur nú stefnt mér fyrir, mun ég finna stað þegar þar að kem- úr, m.a. leggja fram vottorð um að umræddar vörutegundir hafi verið seldar skemmdar út úr Kjötbúð Siglufjarðar. B. S. 4» ★ Herra ritstjóri. I Bæjarpósti Mjölnis 29. júí s.l. er smágrein með fyrirsögninni: „Hvar er lögreglan“, Þ§r sem flest í þessum grein- arstúf, hvað stönf lögreglunnar snertir, er ranghermt, þykir okkur rétt að gera ofurlitla at- hugasemd við greinina og upp- lýsa hið sanna i „rúðubrotsmáli því, er greinin fjallar um. Eftir að greinarkorns-höf- undur Bæjarpóstsins hefir á mjög óviðkunnanlegan hátt, og í gróusögustíl, farið nokkrum niðrunarorðum Um starfshætti lögreglunnar, segir hann svo orðrétt: „Tilefni þess, að á þetta er minnzt hér, er það, að s.l. mánu- dagskvöld varð ölvaður maður vaidur að því að þrjófca stóra rúðu í verziunarglugga hér við Aðalgötuna. Að sogn sjónar- votta hafði maður þessi verið búinn að láta ýmsum ölæðislát- um um lengri t'ima, áður en óhappið vildi til ,en lögreglan sási hvergi til að taka manninn úr urnferð, og eftir að óhappið skeði leið lanvur tími, unz hægt var að ná í lögregluna.“ Sem svar við þessari klausu fer hér ,á eftir frásögn Jóns Ölafssonar lögregluþj. út af at- burði þessum: A Frásögn Jóns Ólafssonar. — Mánudaginn 27. júní 1949 var ég undirritaður lögregluþjónn á vakt frá kl. 21 til 5. Um kl. 23,20 fór ég ásamt Birni Magnússyni lögregluþj. no. 13 í kaffi upp á Gildaskála K.B.S. Er við gengum, sem leið liggur upp Aðalgötu, fram hjá dyrum „Bíókaffi“, heyrði ég þar inni hávaða nokkum, sem ekki er nýlunda á þeim sióðum, leit ég þar inn, en sa ekkert athuga- vert. Skömmu síðar, eða um kl. 23,50, þegar ég fór til baka, sá ég Hannes Garðarsson mjög öivaðan á Aðalgötunni á móts við Aðalbúðina; í fylgd með honum voru tveir piltar á lík- um aldri og hann, sýnilega aJls- gáðir. Kváðust þeir vera bræð- ur Hannesar og iofuðu að koma honum heim þegar í stað. Gekn ég síðan áfram niður Aðalgötu og hugðist ná í lögreglubilinn og líta eftir því, að þetta yrði efnt. Er ég kom á lögregluvarð- stofuna var bíllinn ekki við. — (Kom siðar 'i ljós, að Stefán Skaítason, lögregluþj. no. 12, sem einnig var á vakt þetta kvöld, var þá að aka heim ölv- uðum manni). Gekk ég síðan viðstöðulaust áfram upp Gránu- götu og norður Norðurgötu. Er f'g kom út á Aðalgötuna sá ég íannes þar slangrandi einan úti á miðri götu, um leið kallaði til min maður úr glugga á efri hæð pósthússins og bað mig að taka Hannes, þar sem hann væri búinn að brjóta stóra rúðu í einum glugga Aðalbúðarinnar. Fleira fólk, sem þarna var statt á götunni, tók í sama streng- inn. Leiddi ég s'iðan Hannes að hinni brotnu rúðu og viður- kenndi hann að hafa framið verkið. Lárus Blöndal var kominn að Aðalbúðinni og sagði ég honum, 'að lögreglustjóra yrði gefin skýrsla um atburð þennan. Ofangreindur Hannes var síðan færður niður á lögreglu- stöð og ekið þaðan heim til sín, þar veitti honum móttöku kona, er kvaðst vera honum nákomin, og tók ábyrgð á þvi, að hann færi þegar að sofa. Lögregluþj. no.. 12 (Stefán Skaftason) bar: kennsl á konu þessa. Skýrsla, er ég gerði imi atvik þetta gr dagsett 27. júní 1949. Eg álít, að athuguðu roáli, að t'íminn, sem leið frá því að (Fraxnliald á 4. síðu). athuga málið vandlega og gera tillögur um það. Líklega eru fáir, jafnvel enginn staður á Norðurlandi betur fallnir til útgerðar á þorsk en Siglufjörður. Veldur því m.a. lega bæjarins. Héðan er tiltölulega stutt á öll helztu mið, sem bátar úr stæstu þorpum og bæjum norðanlands sækja á. Enda gefur sú reynsla, sem fengin er af útgerð héðan, ekki tilefni til annars en að álíta, að héðan sé hægt að gera út með a.m.k. jafngóðum ef .ekki betri árangri en frá Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Hrísey og fleiri stöðum, sem gert hefur verið út frá undanfarin ár, með sæmilegri útkomu. Það er krafa allra verkamanna á Siglufirði, að bæjarstjórnin láti hendur standa fram úr ermum með þetta mál í sumar, svo að í haust, þegar síldarvinnunni lýkur, hvort sem hún verður mikil eða lítil, verði, fyrir hendi verkefni við arðbæran atvinnurekstur fyrir verkafólk bæjarins, svo að ekki fari eins og s. 1. haust og vetur, þegar f jöldi verkamanna varð að ganga atvinnulaus.

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.