Mjölnir


Mjölnir - 19.04.1950, Blaðsíða 2

Mjölnir - 19.04.1950, Blaðsíða 2
1 MJÖLNIR — VIKDBEAÐ — Útg£fandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUI JAKÐAK Ritstjári og ábyrgðarmaður: Bonedikt Sigurðsson Blaðið kemur út aJIa miðvikudaga Askriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsia Suðurgötu 10. Símar 194 og 210 Siglufjarðarprents m iðj a h/f. Auðmenn fá lánsfé til gróðabralls — gerðin fær ekki fé til reksturs gegn sömu tryggingu og gréðabrallsmennirnir í vetur áttu togamir í f járhagsörðugleikum, m.a. vegna |:ess, að ibankamir íneituðu að lána út á lýsisbirgðir þeirra, sem voru allmiklar, námu himdruðum þúsunda króna að verðmæti lijá sumum togurunum. Meðal þeirra, sem jsvona voru staddir, voru flestar eða allar bæjarútgerðir landsins. Gemgislækkun var yfir- vofandi, og bæjarstjórnir og aðrir forráðamenn togaranna befðu viljað bíða fram yfir hana með að selja lýsið. En þess Var ekki kostur. J>eim bráðlá á að fá það fé, sem bundið var í Iýsinu. Einn af frægustu gróðabrallsmönnum landsins gat þá keypt af togurunum lýsisbirgðir þeirra og greiddi þær vitaniega út í hönd. Auk þess mun bann liafa keypt lýsi af bátum. Ekki er blað- inu kunnugt um, hve mikið lýsi Iiann keypti, en ívarla mun of- reiknað að telja verðmæti þess 3 milljónir króna. Síðan lætur liann lýsið liggja óselt fram yfir gengislækkunina. !Þá selur liann það. Gróðinn á þessu lýsisbraski, með aðstoð bankanna og ríkisvaldsins getur numið allt að 74%, eða varla imian við 2 millj. króna, sé verð þess á erl. markaði svipað og verið hefur. Féð til að greiða með lýsið er hann kej'pti það, liefur hann vitanlega fengið í bönkumun. Braskarar geta fengið lán út á Iýsi, þó fátæk bæjarfélög og útgerðarfélög, sem þurfa að halda gang- andi rekstri, sem veitir tugum mamia lífsbjörg, fái ekki grænan eyri að láni. Og auðvitað hefur hann ekki lagt út f kaupin án þess að vera fyrirfram búinn að fá tryggingu hjá réttum möim- um, ráðberrum og stjórmnálaforingjiun auðmannaflokkanna, fyrir því að gengið yrði lækkað, svo að hann væri viss með að græða. Hinir voldugu iwnan auðmannastéttarinnar leggja aldrei í neina áhættu. En togamir og bátamir, sem neyddust til að selja lýsið nokkr- nm vikum fyrir gengislækkimina, vegna þess að eldii fengust lán út á það, em nú þeirri upphæð fátækari, sem braskarinn græðir á kaupunum. Þetta er nú viðreisn, sem segir sex!' frá ríkisstjórninrii um sölu á tíu togurum. Þeir, sem æskja að kaupa togara þá, er ríkisstjórnin samdi árið 1948 um kaup á í Bretlandi, sendi umsókn um það til ráðu- neytisins fyrir 20. þessa mánaðar. Tveir togaranna eru með 1400 hestafla ,,diesel“-vél. Þeir eru 185 fet á lengd, 30’6” á breidd og 16 fet á dýpt. Annað skipið á samkvæmt samningi að afhendast í febrúar 1951, en hitt í sept- ember s.á. Átta togaranna eru með 1300 hestafla gufuvél. Þeir eru 183’6” á lengd, 30 fet á breydd og 16 fet á dýpt. Skipin eiga samkvæmt samningum að afhendast á tímabilinu nóvember 1950 til maí 1951. Samningsverð hvors „diesel“-togara var 144.700 sterlings- pund og hvers eimtogara 133.000 sterlingspund. En verðið er háð breytingum á vinnulaunum og stálverði og hafa ,,diesel“-togarnir nú hækkað í 172.000 sterlingspund hvor, og eimtogarnir i 170.000 sterlingspund hver. Samið hefur verið um kaup á fiskimjölsvélum í eimtogarana, en ekki í „diesel-togarana, og geta þær unnið úr 24 smálestum hráefnis á sólarhring. Þá hefur verið samið um loftskeytatæki, dýptarmæla, miðunarstöðvar, „radar“-tæki og lifrarbræðslutæki í alla togarana og kælitæki í lestar þeirra. Andvirði þessara tækja svo og fiskknjölsvélanna er innifalið í framangreindu verði. Allar frekari upplýsingar 1 þessu sambandi veitir umsjónarmaðu ríkisstjórnarinnar með smíði togaranna, Gísli alþingismaður Jóns- son, Reýkjavík. Hjá honum geta væntanlegir kaupendur kýnnt sér tei/kningar af skipum, smíðasamninga o.£l. Forsætisráðuneytið, 5. apríl 1950. æjarpostunnn ★ Ágæt fimleikasýning. Laugar daginn fyrir pásika sýndi fim- leika „kvartett" undir stjórn Helga Sveinssonar, ýmsar fim- leikaæfingar á slá og tvás'lá og að auki nokkrar samæfingar á dýnu í Nýja bíó. Var húsið þétt- skipað áhorfendum, sem tóku sýningunni ágætlega. Það óhapp henti 1 byrjun sýningarinnar á æfingum á tvíslánni að önnur sláin brast svo ekiki var hægt að nota tvíslána meira. Á eftir sýn ingunni var sýnd stutt kvik- mynd frá Holmenkollenmótinu 1946, en það mun hafa verið fyrsta mótið á þeim stað eftir að Norðmenn endurheimtu frelsi sitt að styrjöld lokinni. Þeir fjórir, sem fimleikána sýndu, voru: Helgi_ Sveinssón, stjórnandi, Reynir Árnason, — Jósef Flóventsson og norski skíðakennarinn Jappen Eriksen sem sýndi sem gestur með hin- um, og auk þess mun hann hafa leiðbeint þeim og aðstoðað við æfingu samæfinganna. þeir fé- lagar eiga þakkir skilið fyrir dugnað sinn og væri óskandi, að þeir háldu þessu við og að fleiri fimleikamenn bættust 1 hópinn. ★ Hermann í Heiðmbergi. — Menn ræða nú mikið um það sín á milli, hvernig framsókn hafi látið íhaldið ginna sig eins og þurs, plata sig frá einu stefnu- málinu eftir amiað og enda með því að mynda ríkisstjórn með sér. — Ríkisstjórnarsamstarf ]:etta á að byggjast á hinum svokölluðu „bjargráðiun", en fyrir almenningssjónir koma þau helzt frarn í sihækkandi vöruverði og vaxandi dýrt'íð á öllum sviðum. Hagorður maður, sem oft ræðir um landsins gagn og nauð synjar við kunningja sína, lof- aði mér að heyra vísu, sem hann sagðist hafa kastað fram í hálif- kæringi um daginn, þegar verð- hækkunarfréttirnar fóru að berast. Visan er svona: Hermann er kominn í Heiðna- iberg við hliðina á Loppu tetri, gefur í skömmtmn Gýgjarmerg Guðmundar vígslmn betri. ★ Gagnfræðaskólaskemmtim. I vikuimi fyrir páska héldu nem- endur Gagnfræðaskólans hér skemmtun, sem þau urðu að endurtaka nGkkrum sixmum. — Var margt til skemmtunar, — upplestur, leikþáttur, söngur og g'itarspil o.fl. Hljómsveit skól- ans lék á milli atriða. ★ Iimflúensufaraldur gengur nú hér í bænum og er all svæsin. Leggst pest þessi þungt á sumt fólík, en aðrir fá hana upp aftur og aftur. Það má kannske segja að veðráttan, svo umhleypinga- söm og hún hefur’ verið, eigi si’nn þátt í þessum pestarfar- aldri, en hvimleiður og skæður er hann öllum, hver svo sem aðalorsökin er. ★ „Kona“ skrifar Bæjarpóst- inum á þessa leið: „Ég veit ékki hvort fólk hefur almennt veitt því eftirtekt, að nú um langan tíma hefur ekki fengizt snefill af gaze hér í Apótekinu, og ég hef sjálf leitað fyrir mér í apó- tekinu og ég hef sjálf leitað fyrir mér í apótekmn bæði í Reykjav'ík og á Akureyri og þar fæst ekkert af þessari nauð- synlegu vöru heldur.. Og kona vestan af Isafirði sagði mér að það fengist ekki heldur þar. — Eg hef verið að hugsa um það hvernig á því getur staðið að svo nauðsynleg vara og þessi er ekiki flutt tií landsins. Þetta er mjög nauðsynlegt fyrir sjúkl inga, í umbúðir o.fl., og einnig er það að mestu leyti notað í bleyjur á ungböm. Okkur kven fólkinu finnst það einkennileg ráðstöfun að ekki skuli vera flutt inn slík vara sem þessi og mér finnst að kvenfólög ættu að samþykkja ávítur á innfilutnings yfirvöldin fyrir sleifarlag þeirra Þöklk fyrir birtinguna á þessum línum. — „Kona“. ★ Skemmtun skólabama. S'kóla börn bamaskólans halda skemmtim í Sjómannaheimilinu sumardaginn fyrsta til ágóða fyrir ferðasjóð sinn.. Er augl. um skemmtunina á öðrum stað í blaðinu. Foreldrar ættu að sína börnunum þá sjáJlfsögðu vin- semd að f jölmenna á skemmtun þeirra. ★ Hjónaefni. Utm páskana opin bemðu trúlofun sína ungfrú Regína Guðlaugsdóttir, leilkfimi- kennari og Guðmundur Áma- son, póstmaður. ★ Nú er vetur úr bæ. I dag er síðasti vetrardagur. Þessi liðni vetur hefur verið fremur mild- ur og snjóaléttur eftir því sem hér er oft. Nú fer sumar í hönd og allir binda vonir sínar við, að það verði gjöfult og gott srnnar. Mjölnir sendir lesendum sínum‘ og alþýðu allri beztu óskir um gleðilegt og gott sumar. ÞAKKARÁVARP Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för mannsins míns JÓNS KRISTINS JÓNSSONAR Guð blessi ykkur öll. GUBRtN EKLENDSDÓTTro nr. 7/1950 frá verðlagsstjóra Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðiö eftirfarandi hámarksverð á benzlni og oljum: 1. Benzin ............... pr. líter ikr. 1,35 2. Ljósaolía ............ — tonn — 1020,00 3. Hráolía .............. pr. tonn — 653,00 4. do..................... líter — 56% eya*. Ofangreint verð á benzíni og liráoliu er miðað við afhendingu frá „tank“ í Reykjavík eða annarri innflutningshöfn, en ljósaolíu- verðið við afhendingu á tunnxun í Keykjavflt eða annarri inn- flutningshöfn. Sé liráolía og benzín afhent í tunnum, má verðið vera 3 aurum liærra hvert ldló af liráolíu og hver Iítri af benzíni. í Hafnarfirði skal benzínverð vera sama og í Keykjavík. 1 Borgamesi má benzínverð vera 5 aurum hærra hver litri, og í Stykkishólmi, Isafirði, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Þórsliöfn, Norðfirði og Eskifirði má verðið vera 7 aurum hærra hver lítri. Ef benzín er flutt á landi frá ein- hverjum framangreinda staða, má bæta einum eyri pr. Iítra við grunnverðið á þessum stöðum fyrir hverjá 15 km sem benzínið er flutt og má reikna gjaldið, ef um er að ræða helming þeirrar vegalengdar eða meira. 4 Á öðrum stöðmn utan Reykjavíkur, sem bénzín er flutt til sjóleiðis, má verðið vera 11 aurum hærra en í Reykjavík. Verðlagsstjóri ákveður verðið á hverjum sölustað samkvæmt framansögðu. I Hafnarfirði skal verðið á hráolíu vera hið sama og í Reykja- vík. I verstöðvum við Faxaflóa og á Suðumesjum má verðið vera kr. 40.00 hærra pr. toim, eða 3% eyrir pr. líter, en annars staðar á landinu kr. 50.00 pr. tonn, eða 4% eyrir pr. Iíter, ef olían er ekki flutt inn beint frá útlöndum. I Hafnarfirði skal verðið á ljósaolíu vera liið sama og í Keykjavík, en annars staðar á landinu má það vera kr. 70.00 hærra pr. tonn, ef olían er ekki flútt beint frá útlöndum. Söluskattur á benzíni og ljósaolíu er innifalinn í verðinu. Ofangremt hámarksverð gildir frá og með 1. apríl 1950. Reykjavík, 31. marz 1950 VERBLAGSSTJÓRINN

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.