Mjölnir


Mjölnir - 19.04.1950, Page 3

Mjölnir - 19.04.1950, Page 3
MJÖLNIR S ,Stikkerar‘ Athæfi Heimdallar-slefíber- anna, sem notaðir voru til vitn- isburðar í 30-marz-málunum, — mælist illa fyrir meðal almenn- ings, enda hefur slúður og sögu- burður í þeim tilgangi að skaða náungann ætíð þótt ögeðsleg iðja. Jafnvel Mánudagsblaðið, sem lengst allra íslenzkra blaða gengur í því að elta almennings- álitið, læzt vera stórhneykslað á framferði Heimdellinganna og minnir 1 iþví sambandi á þá menn, sem stunduðu samskonar iðju fyrir nazista í hernumdu löndunum, og Danir nefna „Stikkere". Engan þanf þó að undra, þótt innræti Heimdellinga nú beri keim af „stikiker“-móral. Svo er Bjarna Benediktssyni fyrir að þakka. Eitt af fyrstu verkmn hans eftir að hann varð dóms- málaráðherra í „fyrstu ríkis- stjórn Alþýðuflokksins“, var að heimta lausan úr norslku tukt- húsi einn illræmdasta og sam- vizkulausasta „stikkerinn", sem nazistar höfðu í þjónustu sinni á Norðurlöndum, mann, sem af- henti þýzkum aftökusveitum um eða yfir 20 manns, sem vitað er um, auk þeirra, sem hann kom í fangabúðir, og sumir áttu aldrei afturkvæmt þaðan. Það kom í ljós, að Bjami gerði þetta ékíki út i bláinn. — Þegar maður þessi kom heim, beið hans pólitiskt hlutverk: að verða andlegur leiðtogi og fyrir mynd ofstækisfyllztu íhaldspilt- anna í Heimdalli. Árangurinn er sá, að samskonar athæifi og hann var dæmdur fyrir, og öðr- um finnst andstyggð, þykir nú dyggð í Heimdalii. Slefburður Heimdellinga hef- ur ennþá ekki valdið dauða neins sem betur fer, aðeins komið því til leiðar, að 20 saMausir menn hafa, af pólitískum dómstóli, verið dæmdir til langvarandi fangelsisvistar og fjórir þeirra að auki sviptir mannréttindmn ævilangt. En hvað getur ekki komið fyrir síðar, ef haldið verð ur áfram að rækta með þeim móral „Stikkersins“, og réttar- farið lýtur framvegis stjórn Bjama Ben og heldur áfram að þróast til fasisma eftir línunni að westan ? NflA Blð Sumardaginn fyrsta: kl. 3: Trigger í ræningjahöndum kl. 5: Ungar stúlkur í ævintýra- leit. M. 9: Hættuspil. Sunnudaginn kl. 3: Hættuspil kl. 5: Trigger í ræningjahöndum M. 9: Irskar villirósir. Amerísk söngvanaynd í eðlilegum litum. STOFUSKAPUR til sölu. « Afer. bl. vísar á. Mál og menning Þrjárnýjar félagsbækur LÍFSÞORSTI. sáðara bindi. Ævisaga hins fræga listmálara Vin- cents van Gogh, færð í léttan sikáldsöguibúning af enska höfundinum Irving Stone. Þýtt hefur Sig- urður Grímsson. ENDURMINNINGAR Martins Andersen Nexö, III. bindi. HUGSJÓNIR OG HINDURVITNI eftir Barrows Dunham, ameriískan prófesson í heimspeki. Þýtt hefur Bjarni Einarsson, magister. Hún er um blekkingar og hindurvitni í nútíma þjóð- félagi. Frægir heimspekingar og v'isindamenn hafa lókið á hana miklu lofsorði. Albert Einstein segir um hana m.a.: „Skýrleiiki í hugsun er keppikefli heimspekinn- ar. En það er ekki eingöngu heimspekingurinn, sem þarf á slíkum skýrleik að halda, heldur og hver sá, er taka vill sjálfstæða afstöðu í vandamálum lífsins. Prófessor Dunham sýnir oss fram á þetta í bók sinni. Hann ikryfur og metur vlígorð þau, sem nú eru efst á baugi og leiða menn afvega í dómum sínum, séu þau meðtekin og endurtékin gagnrýnis- laust.-Þetta er lærdómsrík bók, skemmtileg og djarfleg og áríðandi vegna alþjóðar heilla að hún eignist sem flesta lesendur“. Umboðsmaður í Siglufirði KRISTMAR ÚLAFSSON — Sími 270 — SlLDARSðlTUN og ISHOSVINNA / Þær stúlkur, sem (vilja íráða (sig í )sumar ívið íshúsvinnu og sfldarsöltun hjá h.f. Óskari Halldórssyni, Siglufirði, tah við Sig- urð Sophusson, sem gefur frekari upplýsingar. I ( i Þar sem vinnan er mest, vilja allir vera. Ef lítið verður að gera í sumar hjá Óskari, hvað verður |þá annarstaðar? . ! i H.f. Óskar Halldórsson, Siglufirði SKEMMTUN verður fyrsta sumardag kl. 8,30 í Sjc- mannaheimilinu. SKEMMTIATRIÐI: 1. Leikþáttur (eftir Björgvin Guðmundsson) 2. Kórsöngur 3. Einsöngur 4. Píanóleikur: (Tvær stúlkur leika fjórhent) 5. Söngur og guitarspfl 6. Upplestur 7. Harmonikuleikur 8. Leikfimi drengja, 9. Leikfimi stúlkna 10. Munnliörpuleikur Húsið opnað kl. 8. — Aðgöngmniðar seldir frá kl. 2. BARNASÝNING ld. 4 TILKYriW nr. 6/1950 frá verðlagsstióra o kj Með tilvísun til laga um gengisskráningu o. fl., þar sem bannað er að reikna álagningu á þá liækkun á vöruverði, sem stafar af gengisbreytingunni, hefur Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjár- hagsráðs ákveðið eftirfarandi: Innflytjendum skal skylt að reikna út á verðreikningi þeim, sem sendur er skrifstofu verðlagsstjóra eða trúnaðarmönnum hans, hvort álagningarhæft kostnaðarverð vörunnar mundi hafa verið, ef hún hefði verið flutt til landsins fyrir gengisbrejdinguna, miðað við það innakupsverð í erlendri mynt, sem innltaupareikn- ingar sýná, síðan skal reiloja álagningu á það verð samlcvæmt gildandi verðlagsákvæðum, og má aðeins bæta sömu krónu- og auratölu við núverandi kostnaðaraerð vörunnar. Auk þess er heildsöluverzlunum skylt að reikna á verðreikningi sínum hæsta leyfilegt smásöluverð vþrunnar án söiuskatts í smásölu, og skal ilagning þá á sama hátt og áður miðast við heildsöluverð það, sem reiknað er út |að verið hefði fyrir gengisbreytingu, og sömu smá- söluálagningu og verið hefði fyrir gengisbreytingu. Heildsöluverzlimum og innlendum framleiðendum skal skylt að færa á sölunótur sínar hæsta leyfilegt smásöluverð án sölu- skatts í smásölu á hverri einstakri vörutegund, nema um sé að ræða vöru, sem auglýst er hámarksverð á. Framleiðandinn eða heildverzlunin ter ábyrg fyrir því, að það verð sé rétt tilgreint. Sé varan af eldri birgðum, og verðútreiliningur samþykktur fyrir gengisbryetingu, er þá nægilegt að geta þess á sölunótu, einnig ef um er að ræða innlenda frainle: vshi, sem ekki hefur hækkað í verði vegna igengisbreytingarinnar. Smásöiuverzlimum, sem kaupa vörur af heildsölubirgðum eða frá innlendum framleiðendum, er fi’amvegis ekki helmilt að reikna auglýsta smásöluálagningu á heildsöluverð vöru, nema tilgreint sé á sölunótunni, að verð vörunmar liafi eldd hækkað vegna gengis- breytingarinnar, annars má ekM selja vöruna á hærra verði en tilgreint er sem smásöluverð á sölunótunni að viðbættum sölu- skatti. Þó er verzlumun utan verzlunarumdæmis seljanda heimilt að bæta sannanlegum fiutningskostnaði við það verð. Sé brotið út af þeim reglum, sem hér eru settar, skoðast það sem hrot á verðlagsákvæðum, auk þess, sem eldd verður hjá þvi komizt, að gera ldutaðeigandi aðila áhyrgan fyrir þeim afleiðingum sem brot lians eða vanræksla kann að hafa í för með sér, enda þótt ólöglegur hagnaður kunni að falla í Idut annars aðila. Reykjavík, 31. marz 1950 VERÐLAGSSTJÓRINN Aðvtlmn til atviinurekenda Með tilvísun til V. kafla 29. gr. útsvarslaganna eru atvinnu- rekendur í Siglufirði hér með alvarlega áminntir nm það, að halda eftir af launum starfsmanna sinna til greiðslu á útsvarsskuldum þeirra. — Atvinnurekenda ber að skila nafnaskrá starfsmanna sinna nú þegar á bæjarskrifstofuna. — Vanræki atvinnurekendi að halda eftir af launum starfsmanna sinna ,ber liann sjálfur ábyrgð á útsvarsskuldum eins og um eigið útsvar væri að ræða. Siglufirði 10. apríl 1950. BÆJARSTJÓRI TILBOÐ Tilboð óskast í að leggja gangstéttahellur og gangstéttarkant. — Verð í gangstéttarkanti miðist við hlaupandi metra, og verð I gangstéttarhellum miðist ivið (fermetra, — Stærð á gangstéttar- hefliim sé 45 x 45 cm. Frekari upplýsingar gefur Jón Guðmundsson, bæjarverkfræð- ingur. — Tilboðum í lokuðu umslagi, sé skilað til undirritaðs fyrir 1. maí næstkomandi. Siglufirði, 15. apról 1950. BÆJARSTJÓRI

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.