Mjölnir


Mjölnir - 06.09.1950, Blaðsíða 3

Mjölnir - 06.09.1950, Blaðsíða 3
MJÖLNIR © Um fátt annað hefur meira verið ritað og rætt að undan- förnu heldur en ófriðarbliku þá er flestir þykjast geta greint á lofti. Hugsandi mönnum þyk- ir, sem vonlegt er, harla ein- kennilegt, ef hið stríðshrjáða mannkyn á enn einu sinni eftir að lifa ógnir styrjaldar, svo ferskar sem þær þó eru þeim er þær upplifðu í s'iðustu styrj- öld. Mörgum finnst mikil breyting hafa orðið á afstöðu banda- manna, hverra til annarra, frá iþvi er þeir í síðustu styrjöld börðust sameiginle;ga gegn hin- um menningarsnauða og niður- drepandi nazisma. Hvernig getur staðið á því, að slík breyting hefur átt sér stað á svo skömmum tíma? Er það staðreynd, að ófriðarhætt- an sé yfirvofandi? Hvaðan má þá helzt vænta þess ófriðar og hver ráð eru helzt tiltæk, til þess að koma i veg fyrir hann ? Öllum þessum spurningum hef ég þráfaldlega velt fyrir mér. Eg hefi reýnt að kynna mér allt þær varðandi, frá sem flesfum hliðum .en hefi þó engan veginn komizt til botns í þeim. Það sem annar aðilinn segir hvítt vera, segir hinn svart, og öfugt. Einnig gerir það úrlausn þessara spurninga torvelda, að fréttir þær, er okkur berast af gangi heimsmálanna er mjög svo einhliða. Ríkisútvarpið og meira en % hlutar alls balða- Ikosts í landinu túlka málstað annars aðilans, en gegn því svo tæplega % blaðakosts okkar Is- lendinga. Við þessar erfiðu aðstæður er að stríða, þegar maður vill brjóta málin til mergjar. Stafar stríðshættan frá stefnu Ráðstjórnarríkj anna eða stefnu Banda ríkjanna? Þessari spurningu er ekki hægt að svara algjörlega á ann- an hvorn veginn. Vafalaust stefna bæði þessi stór- veldi að því að tryggja sig gegn styrjöld og aðhafast þá ýmislegt sem óhollt er allsherjarfriði. — Orsök þessara átaika má rekja til hinna mjög svo ólíku hag- kerfa, er þau búa við, — sósíal- isma og kapítalisma. Sósíalism- inn er ungur að árum og ryður sér nú braut hvarvetna í heim- inum. Hið gamla þjóðskipulags- form, — kap'ítalisminn, — er á fallandi fæti. og aðstandendur þess reyna í vitstola örvæntingu að viðhalda því. Þessvegna má alltaf búast við því, að aðstand- endur kaþítalismans reyni að leggja sósíalismann að velli, í styrjöld, þegar þeir telja sig hafa bolmagn til þess. Þá er heimsvaldastefna sumra stórveldanna stórhættuleg frið- inum. Nýlendurnar og alþýða Ikapítalisku landanna gera vafa- laust tilraunir til að efla sér þess réttar sem þeim óneitanlega ber. Þær lenda þvi óhjákvæmilega í andstöðu við nýlenduveldin, t. d. Bretland og Frakkland. Banda- ríkin er hinsvegar vafasamt að kalla nýlenduveldi, í þeim skiln- ingi, sem flestir leggja á það orð. Hinsvegar hafa hinir banda- risku auðmenn mjög mikilla hagsmuna að gæta um víða ver- öld. Þeir ráða t.d. yifir mörgum framleiðslutækjum og auðlind- um hinna lítt iðnþróuðu og fá- tæku landa. Forsenda þess, að svo megi vera áfram, er að tak- ast megi að halda ástandinu lítt Eftir Jón Skaftason þreyttu í heiminum, — status- quo verður að vernda og við- halda. Þannig hefur ástandið í heim- inum þróast í það, að annars- vegar standa nýlenduveldin, og með þehn margar smáþjóðh’, sem vegna ýmissa örðugleika, t. d. f járhagsörðugleika, sam- fylkja með þeim. Hinsvegar eru svo nýlendurnar og alþýða 'kapií- talistísku landanna. Baráttu nýlendnanna fyrir frelsi sínu stjórna víðast hvar menn með sósíalist'iskar skoðanir, og er það rökrétt afleiðing þeirra að- stæðna, sem frelsisbaráttan er háð við. Þeir leita stuðnings ■hvar sem hans er að vænta, og fer því ekki hjá því, að Ráð- stjórnarríkin verði þeirra aðal- hjálparhella. I fáum orðum sagt: Bandaníkin veita forustu ríkjasamsteypum, sem vill við- halda ástandinu eins og það er, en Ráðstjórnarríkin aftur á móti annarri, sem breytingar vill á ástandinu. Fljótt á litið gæti maður nú freistast til að álíta, að hér sé ég að skella skuldinni á ófriðar- hættunni á Ráðstjórnarr'ikin og þeirra bandamenn, þar sem ég segi þau æskja breytinga á heimsástandinu. En þá verðum við að aðgæta eitt: Er það á- stand réttlátt, sem nú ríkir í lieiminum ? Er t. d. réttur hinna brezku auðmanna, sem „eiga“ tin -og gúmmí Malakkaskagans, meiri er réttur íbúanna sjálfra til þess arra gæða? Er það réttur hins hvíta manns að láta hina lituðu kynflokka þræla fyrir sig, en skammta þeim ekki einu sinni nægilegt viðurværi til þess að þeir haldi fullri starfsorku? Og er það helgur réttur, t. d. auð- mannanna brezku, að leigja sér mannætur og hausaveiði- menn frá Borneó, til þess að slátra malajísikri alþýðu, sem þeir hafa kúgað og þrautpínt öld fram af öld ? ÖUu þessu verð ég að svara neitandi, og þá um leið að mæla baráttu alþýðunn- ar á Malakkaskaga, í Viet Nam, Burma ,K'ina og nú 1 Kóreu, ibót. Mótsagnir í stríðs- ; áróðrinum 1 ræðu, sem Winston Churcill, fyrrv. forsætisráðherra Breta, hélt á ráðgjafarþinginu í Strass burg, hélt hann því fram, að munurinn -á herstyrkleikahlut- föllum Ráðstjórnarríkjanna og fylgiríkja þeirra, og vesturveld- anna hinsvegar, væri meiri en munurinn á herstyrk Suður- og Norður-Kóreu, og væri sá mun- ur allur Ráðstjórninni í vil. — Ennfremur fullyrti hann, að ráðamenn iRáðstjórnarríkjanna ættu enga ósk heitari en að hefja styrjöld og leggja undir sig heiminn. Churchill var þó viss um, að Vesturveldin myndu 'brátt geta orðið á undan í hern- aðarkapphlaupinu, ef þau ein- beittu sér til fulls, og eggjaði hann því þátttakendur lögeggj- an. Þessi tónn hjá hr. Churchill er ekiki neitt nýr, þvi hann Ikom iram hjá honum strax, er hann hélt ræðu sína í Fulton í U.S.A. fyrir meira en fjórum árum síðan. Þá hamraði hann einnig á varnarleysi Vesturveldanna og stríðsmætti og stríðsvilja Rússa. Það sem einna eftirtektar- verðast er við þennan str'iðsá- róður gamla mannsins, eru hin- ar auðsæju mótsaignir hjá hon- um. Tíminn ,sem liðinn er frá því er Fulton-ræðan var haldin og einnig náin framtíð mun sýna það áþreifanlega, að hér er ekki skotið í mark. Eða hvaða and- lega heilbrigður maður fæst til að trúa því, að Rússar bíði með að ráðast á Vesturveldin þar til þau eru orðin hernaðarlega styrkari en þeir sjálfir? Væri það ekki gagnstætt allri skyn- semi, jafnvel neðar þeirri skyn- semi, er sumir vilja telja Kreml- verja gædda, — af Rússunum, — fyrst þeir á annað borð, eftir því sem Chúrchill segir, eiga enga ósk heitari, en þá, að leggja undir sig heiminn — að gera það ekki strax, meðan þeir geta það auðveldlega? Það er tæplega hægt að ætla Rússa svo heimska að þeir sjái þetta ekki, og er því ekki hægt að ætla ann- að en að Churchill fari hér með falsspár og gaspur. Vígbúnaðarkapphlaupið stofn ar friðinum í stórkostil. hættu. Tilgangurinn með því að smíða vopn hlýtur að vera sá, að nota þau. Ófriðarhættan vex að sama skapi og tala vopnanna eykst. Við heyrum daglega í útvarpinu getið um svimandi háar peninga upphæðir, sem hin ýmsu ríki verja til vopnaframleiðslunnar. Eyðileggingarmáttur nýustu vopnanna er svo hræðilegur, að menn setur hljóða við að heyra það. Maður spyr mann: Er það nokikuð til, sem réttlætt getur notkun múgmorðsvopna, t. d. kjarnorku- og vetnissprengna, eða sýkla? Slíkt sýnist vand- fundið. Allt þetta vopnahjal hefur ó- neitanlega borið langhæst í Bandaríkjunum. Við þurfum efcki annað en að hlusta á ísl. ríkisútvarpið til þess að ganga úr skugga um ,að hér er rétt með farið. Amerákönunum hef- ur þó reynzt þetta tvíeggjað vopn, Það hefur ekki einungis skapað ótta hjá andstæðingun- um, heldur einnig heima fyrir. Mönnum er enn í fersku minni sjálfsmorð Forrestals, er brjál- aðist æf sínum eigin áróðri, og einniig ógnarslkelfing j þá, sem greip fólkið í borg elnni nálægt New York, er skqr hlaðin sprengiefni rákust á og sprungu í loft upp. Fólkið streymdi úr borginni í dauðans angist og fékk lögregla og herlið við ekk- ert ráðið. Talið um kjarnorku- sprengjuna hafði glumið látlaust if eyrum þessa aumingja fólks, og eðlileg afleiðing þess var sú, að fyrsta sprengingin sem það varð vart, hélt það vera ikjarn- orkusprengingu. Örvita maður af hræðslu, hvort sem hún er á rökum reist eða ekki, er ófær um að stjórna sér og gerðum sínum. Hann er á valdi þess manns sem skapað hefur hjá honum hræðsluna. Það er liíkt samband á milli þeirra og á milli dávaldsins og þess, sem honum tekst að dáleiða. Dávaldurinn fær þann dáleidda til að fremja ýmislegt, meðan á dáleiðslunni stendur, sem honum dytti aldrei í hug að fremja allsgáðum. Ófyrirleitnir menn, sem hafa tökin á blöðum og útvarpi, og mynda þannig skoðanir fjöld- ans, eru hættulegustu friðar- spillarnir. Hver og einn verðxu’ að vera á varðlbergi gegn áhrif- um þeirra, Ibeita allri þeirri gagn rýnisgáfu er guð hefur gefið honum til þess að vega og mæla Iþað, sem þeir segja og skrifa og vinza þannig úr. Enginn má verða það rígbundinn, að hann hætti að viðhafa þessa varúð, og trúi í blindni. Takist hverjum manni að halda vöiku sinni og brjálast ekki í þeim áróðri fyrir stríði, sem nú er markvisst rek- inn, þá má forða styrjöld. Ef alþýða manna neitar að bera vopn á stéttaibræður s'ina í öðr- um löndum, þá er sama hvernig str'iðsfurstarnir hamast; enginn hlustar á þá, og tækist þeim að hrófla upp her, yrði hann vart hættulegur, þar eð hann saman- stæði einungis af hershöfðingj- um en væri án hermanna. Kóreu-styrjöldin Kóreustyrjöldin varð til þess að gefa stríðsóttanum byr undir ibáða vængi. Landinu hafði í lok heimsstyrjaldarinnar verið skipt í tvennt, um 38 breiddarbaug, og dvöldu Ráðstjórnarherir norðan baugsins, en bandarísk- ir herir sunnan hans. Þessi skipti ing landsins var vafalaust gerð í óþökk landsmanna. Réði hér mestu um stefnu stórveldanna um skiptingu heimsins í áhrifa- svæði. Stjórnarhættir voru með gjörólíku sniði í Norður- og S- Kóreu. Það er óhrekjandi stað- reynd, hvað sem um ýmislegt annað má segja, lað það var fyrst að lokinni styrjöldinni, aði bændur almennt ií Norður-Kóreu urðu sjálfseignaribændur, jörð- um landsdrottnaranna þar var skipt niður á milli landsetanna 1 samræmi við þá sósíalistísku stjórnarhætti ,er þar voru upp- teknir. Sá iðnaður, er þar var fyrir, var þjóðnýttur. I Suður-Kóreu sat við það sama og áður. Jarðirnar héldust d höndum landsherrana; breyt- ingin varð í hæsta iagi sú, að * i í stað japanskra landsherra urðu þeir nú kóreskir. — Stjórn Syngmans Rhee var í hæsta máta afturhaldssöm. Jafn vel bandarísk stjórnarvöld fundu ástæðu til að finna að við hana, í þeirri von að ögn meira frjálslyndi gerði S-Kóreumenn henni meira fylgjandi, en þeir höfðu á margan hátt auðsýnt andúð sína á henni, m. a. i blóð- ugri uppreisn, sem barin var nið ur með harðri hendi. Það jók og enn á óánægju manna í S.-Kóreu, að þegar ráð- stjórnarherirnir hurfu úr N.- Kóreu sátu þeir bandariísku sem fastast i S.-Kóreu. Til þess að skilja tilfinningar Kóreu- manna til hinna erl. yfirdrottn- enda til fulls, þurfa menn að hafa sjálfir reynslu af erl. kúg- un. Forfeður okkar þekktu slíka yfirdrottnun. Danskir herrar sátu yfir hlut iþeirra, en það var þó minna en Kóreubúar urðu að þola undir aldalangri kúgun. — Japanir t.d. þrautp'indu þessa óhamingjusömu þjóð svo ára- tugum og öldum skipti. Hin kór- eska þjóðlega menning var ikerfisbundið drepin niður, og allt gert til þess, að landsmenn týndu þjóðarmeðvitund sinni. Fréttum ber ekki saman um hverjir hafi hafið styrjöldina núna. -Ég álít, að það hafi verið 'herir frá Norður-Kóreu, sem sóttu suður yfir landamærin í ibyrjun stríðsins. iÉg er hinsveg- ar ófús að viðurlkenna þetta sem árásarstyrjöld 1 orðsins fyllstu merkingu. Ég held, að hér sé um að ræða frelsisbaráttu kóresku þjóðarinnar, sem staðið hefur um aldaraðir og byrjaði með innrás erlendra drottnenda í Kóreu. Hér var aðeins þráð- urinn tekinn upp ,þar sem síð- ast var frá horfið, þ.e. að reka burt úr landinu útlendinga og hataða stjórn, er sat í skjóli þeirra. Viðbrögð stórveldanna til þessara atþurða eru næsta lær- dómsrík. Bandaríkin gripu þetta tækifæri fegins hendi til íhlutunar um hreint innanrlíkis- mál Kóreu og segja Norður- Kóreu stríð á hendur. Ekki nóg með það, þeir ráðast með hinni mestu ósvífni á kínverska lýð- veldið og bjóða hinum marg burtrekna Chang Kai Shek vernd á Formósu, en þangað hafði sá dánumaður flúið. Hér var alveg um beina árás á Kína að ræða, þar sem Formósa hefir verið talin óaðsikiljanlegur hluti Kínaveldis t.d. var það staðfest í Kairo- og Potsdamráðstefn- unni af bandarískum aðiljum. I þessum aðgerðum siímun þótti U.S.A. betra að skýla sér undir ifaldi S.Þ. En það er alveg ljóst og óhrekjanlegt, að a.m.k. í upphafi áttu S.Þ. enga aðild að ihlutun Bandarikjamanna, þar sem Truman gaf skipun sína til flota og flughers Bandarikj- anna á Kyrrahafi áður en noklk ur samþykkt var gerð um það í Öryggisráðinu. Sú samþykkt leit fyrst dagsins ljós, er Tru- man hafði fyrirskipað íhlutunar árás slína. Jafnvel eftir að sú samþykkt fékkst, er hún greini- legt brot á stofnskrá S.Þ., sem kveður svo á, að Öryggisráðið sé ekki ályktunarfært, nema um fundarsköp, ef ökki allir (Framhalíl á 4. bíðu)

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.