Mjölnir


Mjölnir - 04.10.1950, Blaðsíða 1

Mjölnir - 04.10.1950, Blaðsíða 1
30. tölublað. Miðvikudagur 4. október 1950 13. árgangur. Bæjarmálin og hlekk- ingar Neista Málgagn krataflokksins, Neisti, kom út í gær. Meginefni hans er blekkinga- og ósann- indavaðali um bæjarmálin, þeg- ar undan eru skildar hinar venjulegu gróusögur hans og nart í einstaka menn, en slef- burður og persónurógur eru uppáhalds „baráttuaðferð iþessa vesæla flokks. Hér verður ekki eytt rúmi til að hrekja aliar firrurnar og vitleysurnar um bæjarmálin er bornar eru fram í þessu Neista- blaði. En nokkrum þeirra verða þó gerð skil, XJppsögn bæjarstarfsmanna Eitt aðalnúmerið í gagnrýni Neista á bæjarstjómarmeiri- hlutann er sú ákvörðun að segja upp starfsfólki hafnar- innar, bæjarins og rafveitunn- ar, öðru en þeim starfsmönn- nm, sem ráðnir hafa verið á yfirstandandi ári, með það fyrir augum að láta samræma störf hjá þessum fyrirtækjum, ef unnt væri, og spara eitthvað á starfsmannahaldi. Tillaga um þetta efni var flutt á bæjarstjómarfundi 25. f.m., og var hún samþykkt með atkvæðum meirihlutafull- trúanna ,en kratamir sátu hjá. Síðan var kosin 4ra manna nefnd til að athuga, ásamt bæj- arstjóra, um samræmingu starfa hjá bænum og fyrirtækj um hans. í nefndina vom kosn- ir: Þóroddur Guðmundsson, Bjarni Bjamason, Ragnar Jó- hannesson og Har. GunnJaugs- j son. Á nefndin að skila áliti fyrir 20. okt. n. k. Er það gert með það fyrir augum að sem fyrst komi í ljós, ef um ein- hverja fækkun verður að ræða. Þessi aðferð ,að segja upp öliu starfsfólki hjá stofnunum og fyrirtækjum, er algeng, þeg- ar um er að ræða fækkun starfsmanna og samræmingu starfa.. Er furðulegt, að Neisti skuli gera þetta að hneykslunar efni. Á þessum bæjarstjórnarfundi bar Har. Gunnlaugsson fram ógeðslegar dylgjur um að til- gangurinn með þessum uppsögn um mundi vera að svipta á- kveðna starfsmenn at'vinnu, eða m:ö.o. atvinnuofsóknir á hend- ur einstökum mönnum. Eru þessar dylgjiur ekki svaraverð- ar, en lýsa einkarvel húgsunar- hætti og innræti Haraldar og flokksbræðra hans, því varla ætla mennirnir öðrum það, sem þeir mundu ekki ætla sjálfum sér í þessu efni. Víttu bæði Gunnar Jóhannsson og bæjar- stjóri þennan málflutning Har- aldar. Samningurinn við starfs- mannafélagið. Eitt af undrunarefnum Neista er það, að bæjarstjóm skyldi gera samning við Starfs mannafédagið áður en uppsögn- in fór fram. Hér er því til að svara, að samningurinn við starfsmannafélagið er aðeins venjulegur kaup og kjarasamn- ingur, en ekki samningur um ráðningu ákveðinna manna, og er hann vitanlega í 'gildi eftir sem áður, þótt starfsfólki verði fæ-kkað, nema honum verði sagt upp af öðrum hvorum aðila, en hann er uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara. Ættu bæjar fulltrúar kratanna að geta skil- ið þetta eins og aðrir. Hinsveg- ar getur komið til greina, að setja þurfi einhverjum starfs- Nýfluttur er héðan úr bæn- um til Reykjavíkur, Hreiðar Guðnason, ásamt konu sinni og dóttur. Hreiðar var ágætur starfsfélagi í Verkamannafél. Þrótti; var ritari félagsins í eitt ár og naut almenns trausts meðlima Þróttar, enda hinn traustasti og bezti félagi. 1 Þrótti voru homnn, auk ritarastarfsins, falin ýmis trún- aðarstörf; sat t. d. á 21. þingi A.S.I., var í húsnefnd Alþýðu- hússins, í samninganefndum og kosinn í f jölmargar nefndir inn- an félagsins. Öll störf sín leysti Hreiðar af hendi með sérstakri trúmennsku og dugnaði. Þá var hann til margra ára einn aðal maður í Losunar- og lestunar- deild Þróttar. Hreiðar er eindreginn bindind ismaður og starfaði af miklum áhuga að málefnum Goðtempl- arareglunnar hér á staðnum. Við núverandi og fyrverandi meðlimir Verkamannafél. Þrótt ar þökkum Hreiðari fyrir hið ágæta samstarf og ég fullyrði það, að við hefðum einskis frek ar óskað, en að Hreiðar hefði ekki þurft að flytja burtu af Siglufirði. Siglfirzk verkalýðshreyfing mönnum ný erindisbréf og gera samninga við félagið fyrir þeirra hönd, ef einhverjar breyt ingar verða á störfum hjá bæn um. Annars ættu kratarnir sem minnst að tala run Starfsmanna félagið og samninga bæjarins við það. Samningar við það (Framhald á 4. síðu) Eymd o Björn Ólafsson heildsali og viðskiptamálaráðherra í ríkis- stjórn Steingríms Steinþórs- sonar flutti s.l. föstudagskvöld í útvarpið erindi um gengis- íbreytinguna, framleiðsluna og gjaldeyrismálin. Bjöm Ólafsson hefur lengi verið frægur fyrir svartsýni og barlóm, en lýsing hans á ástandinu í efnahagsmálum þjóðarinnar nú tók iþó út yfir. hefur misst að minnsta kosti í bili einn af sínum ágætustu félögum. Við því er vitanlega ekki hægt að gera, en verka- ilýðshreyfingin í heild hefur ekki tapað Hreiðari Guðnasyni. Til 'þess er hann henni of tengd ur. Reykvízk verkaiýðshreyfing hefur á undanfömum ámm fengið margan ágætan starfs- félaga utan af landi. I þann hóp bætist nú okkar ágæti fé- lagi. Þegar ég kvaddi Hreiðar dag inn áður en hann fór héðan bað hann mig að færa stéttar- félögum sínum í Þrótti, sínar beztu kveðjur með þökk fyrir samstarfið, og óskaði þess, að Verkamannafél. Þróttur mætti hér eftir sem hingað til halda áfram að vera eitt bezta og traustasta verkalýðsfélagið í heildarsamtökum verkalýðssam takanna á Islandi. Eg vil óska Hreiðari, konu hans og dóttur, alls hins ibezta og vonast til þess að farsæld og hamingja fylgi þeim á ó- komnum árum. fUndir þessa ósk mína veit ég að allir Þróttar- félagar vilja taka. G. Jóhannsson. Hreiðar Guðnason flytur úr bænum Fáein kveðjuorð Atvinnumál ★ Atvinnuleysið er nú aðal- áhyggjuefni Siglfirðinga. — At- vinnuleysisskráningr er nú nýlokið, og létu 135 skrá sig, og fjöldi þeirra verkamanna, sem farið liafa úr bænum í at- vinnuleit og komu því ekki til skráningar, er sennilega hátt á annað hundrað. ★ Hagur hæjarins er nú þannig, eftir margra ára síldar- leysi og krataóstjórn, að hann hefur enga möguleika á að leggja fram fé að ráði til fram- kvæmda. í athugun mun vera að hefja vinnu við útgröft sjúkrahúsgrunnsins og við Innri-höfnina, vinna áfram að grjótmulningi og máske eitt- hvað fleira svipað. Þetta mundi þó ekki skapa vinnu fjTÍr nema 15—20 manns, sem segir lítið. Þá hefur þeim, sem stunda vilja útgerð, verið tryggð beita, salt og húspláss að tilhlutun bæjar- stjórnar, og smávegis vinna er öðru hverju við karfabræðslu og í íshúsum. Ennfremur hafa 20—30 manns atvinnu á Elliða. I volæði Samkvæmt frásögn ráðherr- ans eru gjaldeyristekjurnar það sem af er þessu ári því sem næst helmingi iægri en þær voru á sama tíma í hitteð- fyrra, og nærri þriðjungi Iægri én á sama tíma í fyrra. Iðnaður hefur dregizt stórkostlega sam- an vegna hráefnaskorts, bygg- ing húsa og annarra mann- virkja ,sem útheimta erlendan gjaldeyri er á góðri leið með að hverfa algerlega úr sögunni, rekstrarvörur sikortir tilfiiman- lega, ýmsan algengan neyzlu- varning vantar alveg, verzlun dregzt saman, stofnanir og fyrirtæki segja upp starfsfólki í stórum stól vegna fjárhags- örðugleika og skorts á verk- efnum. Afleiðing: Stórikostlegt atvinnuleysi, sultur og fátækt er nú að halda innreið sína. Máske hefur það verið það, sem ráðherrann átti við, þegar hann sagði, að ástandið væri smám- saman að verða eðlilegra. Ráðherrann ræddi nokkuð um markaðsmálin. Freðfiskur er nú lítt seljanlegur og ísfisk- ur óseljanlegur. Verð á salt- fiski hefur lækkað um 20% síðan í fyrra. Þannig er ástand- ið í markaðsmálunum eftir fjögurra ára stjóm Bjama Benediktssonar utanríkisráð- herra á þeim ,en sá maður hefur aldrei mátt vera að því að koma nálægt þeim málum nema til að koma í veg fyrir að kommúnistar austan járntjalds keyptu íslenzJkar framleiðslu- vömr. Þá talaði ráðherrann um dýr- tíðina. Hún hefur aukizt meira en ráð var fyrir gert iþegar gengislækkunarlögin vom sam- in, m.a. vegna verðhækkana er- lendis, sagði ráðherrann. — (Skyldu ekki íslenzkar sjávar- afurðir vera einu vörumar í Framhald á 4. síðu Siglufjarðar ★ Þetta til saman er þó ekki einu sinni ftdlnægjandi bráða- birgðaúrlausn. Afkomugrund- völlur Siglfirðinga, síldveiðin, hefur brugðizt, og nýjan grund- völl skortir. Og meðan verið er að leggja hann, sem varla verð- ur gert á annan hátt en með aukningu útgerðar og máske iðnaðar, verður að finna betri bráðabirgðaúrlausn. ★ Á Þróttarfundi fyrir hálfum mánuði var samþykkt að leggja til við bæjarstjóra, að hún sækti þegar imx einnar millj. kr. hallærislán, sem varið yrði til verklegra framkvæmda og aukningar útgerðar í bænum. Liggur þessi tillaga nú fjTÍr allsherjamefnd og bæjarstjórn. ★ I útvarpsfréttum í gær var skýrt frá því, að ríkisstjórnin hefði samþykkt að veita bænd- um, sem harðast urðu úti vegna óþurrkanna í sumar, margra milljón króna lán og styrki. — Síldarleysið er Siglfirðingum það sem óþurrkamir eru bænd- um. ★ Eigi bændur rétt á ríkis- styrkjum og lámun eftir eitt óþurrkasumar, hljóta Siglfirð- ingar að eiga heimtingu á að- stoð eftir sex síldarleysissiun- ur. ★ Það er vissulega óskemmti- legt að þurfa að leita á náðir ríkisins um aðstoð. En það verður að gerast og úrlausn að fást, eigi ekki allt að fara um þverbak. Og það verður að finna atvinnulífi bæjarinsfastan grimdvöll. Um það verða ráða- menn bæjarins og bæjarbúar að leggjast á eitt. V I N N A N tímarit útgáfufélagsins Vinn- an, ágúst-sept.-okt.-hefti er ný- komið út. Eins og venjulega er ritið vandað að efni og frá- gangi. Helztu greinar í heftinu eru þessar: Að loknu kjörtíma- bili, eftir Guðmund Vigfússon; Gengislækkun og þáttiu* þeirra Benjamíns og Ólafs, éftir Hauk Helgason; Þjóðir Asíu brjótast úr f jötrum, eftir Magnús Torfa Ólafsson; För til Mið-Evrópu, eftir Jón Rafnsson; Alþýðusam bandið aftur í hendur alþýðunn ar; Verkföll í tíma og ótíma; Hneyksli í markaðsmálum; Sjó menn kæra stjórnarkjör. — Fleiri greinar eru í heftinu, smásögur, kvæði, Frá verkalýðs félögunum; myndaopna er frá vinnuheimili SÍBS að Reykja- lundi og f jöldi annarra mynda prýða heftið. Sérstök athygli skal vakin á því, að í þessu hefti byrjar nýtt esperanto-námskeið og er Ámi Böðvarsson kemiari. Er tilvalið fyrir þá sem vilja byrja esper- anto-nám að gerast kaupendur Vinnunnar og taka þátt í nám- skeiðinu frá upphafi. Árgangurinn kostar eins og áður kr. 30,00 og eru þeir kaup endur, sem enn hafa ekki greitt gjaldið, vinsamlega beðnir að gera það nú hið fyrsta og snúa sér til útsölumannsins hér, Einars Albertssonar, Suðurgötu 10. Nýir áskrifendur geta einn ig snúið sér til hans.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.