Mjölnir


Mjölnir - 09.03.1962, Blaðsíða 4

Mjölnir - 09.03.1962, Blaðsíða 4
Kolbeinn Friðbjarnargon Bréf að au§tan Ungur Siglíirðingur, Kolbeinn Friðbjcrnarcon, dvclur í vct- ur í Sovéfríkjunum. Hefur hann nýlega sent blaðinu til birt- ingor grein þó, er fer hér á cftir. — Kolbeinn á sæti i aðal- stjórn verkamannafélagsins Þróttar ó Siglufirði, er ritari félagsins. FLESTIR íslendingar munu geta verið sammála um það, að á þess- um síðustu tímum mikils umróts og ótrúlegustu breytinga muni fátt vera forvitnilegra en að kynnast af eigin raun lífi og starfi í Sovétríkjunum. Hið sósíalistiska þjóðfélags- form, sem þar var fyrst tekið upp í veröldinni eftir byltingu rúss- neska verkalýðsins 1917, og síðan hefur breiðzt út til þriðja hluta veraldarinnar, hefur um áratugi verið sú staðreynd, sem mestum deilum hefur valdið um allan hinn byggða heim. A öllum byggðum bólum, jafnt hinum fjærstu sem hinum nálægustu, hafa menn ýmist þótzt eygja þar von um út- rýmingu fátæktar og menningar- skorts, styrjalda og ófrelsis, eða fullyrt, að þar fyrir/yndist aðeins svartnætti kúgunar og harðræðis. Mörgum Islendingum er efa- blendnin í blóðið borin. Og víst er um það, að betra er að sjá einu sinni en heyra hundrað sinnum. Þær spurningar, sem ég geri ráð fyrir að siglfirzkum verka- mönnum leiki helzt hugur á að fá svarað, eru: Ilvernig er lífsafkoma sovézkra verkamanna í dag? Að hverju stefnir í Sovétríkjun- um? Er verið að skapa þar þjóð- félag, sem er okkar þjóðfélagi fullkomnara, og í hverju mun slíkt lýsa sér? Nú er það svo, að vilji maður í alvöru reyna til að skilja efna- hagslega afkomu þjóðar á líðandi stundu, er nauðsynlegt að fyrir hendi sé nokkur þekking á fortíð hennar. * Rússland var fyrir hina sósíal- istisku byltingu land harðstjórnar Síðastliðinn föstudag kom hr. Victor Shikalov, 1. ritari sendi- ráðs Sovétríkjanna í Reykjavík, hingað til Siglufjarðar og flutti á vegum MÍR-deildarinnar hér fyr- irlestur um framtíðarþróun efna- hags- og félagsmála í Sovétríkjun- um. Var fyrirlesturinn fluttur á ensku og túlkaður jafnóðum. Að honum loknum svaraði hr. Shika- lov spurningum, sem fundarmenn báru fram. Aðalefni fyrirlestursins var og fátæktar. Ógnarstjórn aðals og auðvalds lýsti sér í efnalegu og andlegu allsleysi alþýðunnar. Landið var vanþróað landbúnað- arland, sem hvað tækni og lífsaf- komu, menntun og menningu snerti, stóð mörgum áratugum að baki hinum „vestrænu“ iðnaðai'- þjóðum í Evrópu og Ameríku. Fólkið barðist sífelldri baráttu við hungrið. Milli 70 og 80% þjóðarinnar var bæði ólæst og ó- skrifandi. Tæknin og orkan áttu sína helztu fulltrúa í tréplóg og vöðvakrafti. í austri og suðri, á hinum víðfeðmu landflæmum Síberíu og Mið-Asíu, bjuggu fjölmargar þjóðir og þjóðarbrot Mongóla, Kirgisa, Kúrda og Eski- móa, sem þó heyrðu fortíðinni til. Margar áttu sér ekkert ritmál, voru staðnaðar á ýmsum stigum þi'óunarinnar, allt frá steinaldar- menningu Íshafs-Eskimóa til hinn ar fornu Khana-meriningar, sem enn ríkti á sléttum Mið-Asíu. Strax í upphafi tilveru sinnar mættu Sovétríkin fullum fjand- skap frá auðvaldi umheimsins. Sovétríkin voru sett í nokkurs- konar hafnbann eða sóttkví. Allar leiðir til eðlilegra verzlunarvið- skipta voru þeim lengi vel lokað- ar, og eimir eftir af slíku enn þann dag í dag. Flest, sem þurfti til að breyta þessu vanþróaða landbúnaðar- landi í háþróað iðnaðarland, þurfti þess vegna að framleiða í landinu sjálfu. Oft var í upphafi hvorki til staðar sú þekking, sem til slíkrar framleiðslu þurfti, né fundnar þær hráefnalindir, sem taka varð af til framleiðslunnar. Fljótlega breyttu hin vestrænu lýðræðisriki þó um baráttuað- ferðir. Á árunum 1919—1923 upplýsingar um þá þróun, sem hin nýja stefnuskrá Kommúnista- flokks Sovétríkjanna gerir ráð fyrir næstu 20 árin, þ. e. þróun hins sovézka þjóðfélags frá sósíal- isma til konnnúnisma. Var ræða hans rnjög fróðleg, þó efni það, sem hún fjallaði um sé að vísu yfirgripsmeira en svo, að hægt sé að gera því nokkur tæmandi skil á einni kvöldstund. 40—50 manns sóttu fyrirlestur- inn. herjuðu brezkir, franskir, þýzkir, amerískir og japanskir innrásar- herir flesta hluta Sovétríkjanna, brenndu bæi og borgir og eyði- lögðu öll mannvirki, sem þeir náðu valdi á. 1941 réðust herir hinnar vest- rænu menningar til atlögu á nýj- an leik. Stórir hlutar landsins breyttust á skammri stundu í rjúkandi rústir undan hinum vestrænu áhrifum. Landið sjálft var sviðið ofan í svörðinn, og leið mikils hluta þess fólks, sem af lifði ógnir sjálfrar árásarinnar, lá síðar í gegnum dauðaverk- smiðjur einkafi'amtaksins, sem nætur og daga unnu að því að breyta lifandi fólki í ösku og beinahrúgur. « Þá fyrst, þegar þessar sögulegu staðreyndir eru liafðar í huga, skilst manni, hvílíkt efnahagslegt þrekvirki hefur verið framkvæmt hér í Sovétríkjunum. í dag býður þetta land þegnum sínum betri lífskjör en flestar aðrar þjóðir hafa, og styttri vinnudag en ann- ars staðar þekkist. í tækni og vís- indum standa Sovétríkin framar flestum öðrum þjóðum. Bæði alþýðumenntun og sér- menntun er í dag langt á undan því, sem gerist í hinum vestræna heimi. Jafnvel í hinum afskekkt- ari hlutum Sovétríkjanna, svo sem í Mið-Asíu og Úsbekistan, útskrifast fleiri stúdentar, miðað við fólksfjölda, en í ríkjum eins og Vestur-Þýzkalandi, Frakklandi og Englandi. Á meðan sovézku lýðveídin Kasakstan og Úsbekistan skjóta háþróuðum iðnaðarþjóðum Evrópu, eins og Frakklandi og Þýzkalandi aftur fyrir sig í efna- legu og menningarlegu tilliti, standa nágrannaþjóðir þeirra, sem notið hafa blessunar kapital- ismans, svo sem Persar og Afgan- ir, ennþá á stigi ólæsis og skorts. Væri það ekki þess virði, að menn spyrðu sjálfa sig: Ilvers vegna? Og hverju hefðu ekki Sovétþjóð- irnar afrekað, ef þær hefðu ekki þurft að verja megninu af tilveru- skeiði sínu í að verja líf sitt fyrir vestrænum „vinum“ sínum? * Að gera beinan samanburð á lífskjörum íslenzkra og sovézkra verkamanna er mjög erfitt vegna gjörólíkra aðstæðna. Algengustu bein laun í iðnaði Sovétríkjanna eru frá 90—150 rúblur á mánuði, eða eftir gengi 4500—7500 ísl. kr. Það, sem mestu ræður um launaupphæð, er hversu erfið vinnan er, og hvort einhverja sér- staka þekkingu þarf til hennar eða ekki. Launin miðast við 41 Fyicirleitur iim þróun- ina í Soveíi íftijiiuuiu stundar vinnuviku í léttari starfs- greinum, en 36 stunda vinnuviku í þeim erfiðari. Konur hafa í öll- um tilfellum sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. Launaupphæðin ein segir ekki nema hálfa sögu. Það, sem mestu máli skiptir er, livað af lífsins gæðum er hægt að fá fyrir laun- in. Nú er ekki sama, hvaða lífs- kostnaður er tekinn til saman- burðar, ef við t. d. aðgættum að- eins húsaleigu, þá yrði sá saman- burður Sovétríkjunum mjög í hag. Húsaleiga borgast hér pró- sentvís af launum, og er 5% leiga nálægt meðallagi. Á íslandi þýddi þetta, að verkamaður í Reykjavík með 4500 kr. mánaðarlaun borg- aði aðeins 225 krónur á mánuði í húsaleigu. Myndi þeim flestum þykja það vel sloppið! Um verð- lag almennt er það helzt að segja, að flest nauðsynjavara er ódýrari hér en á íslandi, að fatnaði und- anteknum. Fatnaður er hér enn nokkru dýrari en heima, en verð á honum fer lækkandi, eins og á varningi almennt. Flestar léttiðn- aðarvörur voru lengi vel mjög dýrar hér, en á síðustu tímum hefur orðið stórkostleg breyting þar á. Það er hvorltveggja, að úrval þessa varnings hefur marg- faldast og verðlag hans stórlækk- að. Sportvörur, úr, myndavélar, hljóðfæri, rafmagnsrakvélar o. fl. þ. h. eru dæmi um mjög vandaðan sovézkan varning, sem nú er orð- inn mun ódýrari hér en gerist á vesturlöndum. Þessi þróun er mjög athyglisverð, og algerlega öfug við það, sem er í hinum vestræna heimi. Það, sem fyrst og fremst veld- ur samt hinum góðu kjörum sov- ézks verkafólks, er þó hvorki verðlag venjulegs varnings né upphæð beinna launa, heldur ým- is þjóðfélagsleg hlunnindi, sem hvergi fyrirfinnast nema í hinum sósíalistiska heimi. I Sovétríkjunum hefur atvinnu- leysi verið gersamlega útrýmt. Sovézkt verkafólk veit ekki af eig- in raun, hvað slíkt fyrirbæri er. Þýðingu þessa atriðis sér maður í þeirri staðreynd, að á sl. ári voru milli 8 og 10 millj. manna alvinnulausar í hinum stærri auð- valdsríkjum, Japan, Ítalíu, Frakk- landi og Bandaríkjunum. Laun kvenna eru í öllum til- fellum þau sömu og karla, og konum gert mjög auðvelt að vinna utan heimilisins, með mjög fullkomnu vöggustofu- og barna- heimilakerfi. Þetta þýðir raun- verulega tvöföldun á tekjum mjög margra sovézkra heimila. Lífsafkoma íslenzkra verka- mannafjölskyldna væri önnur en hún er í dag, ef húsmæður hefðu almennt möguleika til að tvöfalda tekjur heimilisins með 6 til 7 stunda vinnudegi utan þess. Opinber gjöld, svo sem útsvör, tryggingariðgjöld, sjúkrasam- lagsgjöld o. s. frv., þekkjast ekki í Sovétrikjunum. Tekjuskattur greiðist hins vegar, en aðeins af mjög háum launum. ÖIl læknishjálp, hverju nafni sem nefnist, svo og öll meðul, sem afhent eru af læknum, eru ókeyp- is. — Allt fólk í Sovétríkjunum hefur (Framhald á 2. síSu.) n I I | I 1 I | 1 I I i 1 | ! I I ii B i ! I ! DRÆTTI FRESTAD Drætti um þriðja oðalvinn- inginn í Afmælishappdrætti Þjóðviljans, er ótti að fara fram 6. þ. m. hefur vcrið verið frestað um tvo mónuði eða til 6. maí n. k. Verður þá dregið um báða aðalvinningana, Fólksvagnana, sem eftir cru, og verður dregið um annan úr bleiku miðunum en hinn úr grænu miðunum, eins og gert hefði verið, ef drættinum hefði ekki verið frestað, þannig að frestunin breytir engu um vinningslikur þeirra, sem þeg- m ar eru búnir að kaupa scr miða i þirðja áfanga happdrættis- ins. Reynslan hcfur sýnt, að of stuttur tími var á milli drátt- ardagana og hefur sala mið- anna gengið treglegaf af þeim sökum nú í þriðja áfanga hanppdrættisins. - Jafnframt léttir það dreifingu miðanna að sameina þessa tvo drætti, scm eftir eru. Hefur af þessum sökum verið ákveðið að fresta fyrri drættinum og draga i einu um báða bílana. { I | ! I ! | I | ! | 8 | 1 | ! 1 1 | ! 1 I H

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.