Mjölnir


Mjölnir - 23.03.1965, Page 3

Mjölnir - 23.03.1965, Page 3
Síldorflutningar í stórum stíl! Endurbyggingu löndunarbryggju S.R. frestað. Stórri síldardælu komið fyrir ó Siglufirði. Að undanförnu hafa blöð landsins mikið ritað um þá lilið útgerðarmála Islendinga, sem síldveiðar og síldarvinnsla er. Hin mjög svo breytilegu veiði- svæði síldarinnar hafa orsakað mikla erfiðleika hjá þeim, sem lagt hafa fyrir sig verkun síld- ar og vinnslu í verksm. Á þeim svæðum, sem hún hefur haldið sig alla jafna, liefur ávallt verið undirbúið fyrir hverja vertíð að veita silfri hafsins viðtöku. Svo koma sumur og eng.in branda veiðist þarna, þá standa söltun- arstöðvar og verksmiðjur uppi allslausar, — en á hinn bóginn, á stöðum, sem næst liggja hinum nýju veiðisvæðum, þar vantar bæði söltunarstöðvar og verk- smiðjur, sem einhvers eru megn- ugar að móttaka af þeim mikla afla, sem að landi berst. Af eðlilegum ástæðum leggja þeir staðir, sem næst liggja veiði svæðunum, mest kapp á að fá uppbyggð sem afkastamest vinnslu- og verkunartæki, — verksmiðjur og söltunarstöðvar. Reynslan hefur sýnt undanfarin ár, að afkastamöguleikar ísl. veiðiskipanna eru orðnir gífur- lega miklir og fara vaxandi. Ný tækni í veiðiaðferðum, löndun og flutningi síldar opna nýja, stórfellda möguleika til meiri og betri hagnýtingar aflans og um leið nýtingar síldarverkunar- stöðva og verksm., sem liggja fjarri veiðisvæðunum. Því er nú mikið rætt og ritað um síldar- flutn. í stórum stíl, og hafa verk- smiðjueig. víðsvegar um landið lagt kapp á að tryggja sér flutn- ingaskip, en hinir, sem staðsettir eru í nánd hinna austlægu síldar miða, efla verksmiðjukost sinn, auka afkastagetu og þróarrými verksmiðja sinna. Og nýjar verk smiðj ur rísa af grunni þar eystra og bætast í hinn stóra hóp ísl. gúanóverksmiðj a. Eins og margt í okkar þjóðfé- lagi, er unnið án samhengis, þá er þarna einnig unnið eftir regl- unni, að hver oti sínum tota, — hver og einn puði við að koma sér og sínu fyrirtæki sem lengst fram án nokkurs hagræns tillits til annarra, — eða þjóðhagslegs tiliits. Ekkert skipulagslegt form er ráðandi eða reglur, sem fara má eftir, enda tæpast við að bú- ast, þar sem urn er að ræða til- tölulegar nýungar í þessum fram- leiðslugreinum. Tveir þingmenn Alþýðubanda lagsins, þeir Björn Jónsson og Ragnar Arnalds, fluttu á yfir- standandi Alþingi tillögu til þingsál. um að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að beita Björn Jónsson og Rognar Arnalds. Vilja að komið verði ó fót löndunar- miðstöð og skipulögðum sildar- flutningum. sér fyrir stofnun samtaka með síldarverksmiðjum og söltunar- stöðvum um rekstur flutninga- skipa, sem annast gætu síldar- flutninga til vinnslustöðva, þeg- ar slíkir flutningar henta betur en flutningar veiðiskipanna sjálfra á eigin afla. Annað efnis- atriði tillögunnar er svo það, að rannsakað sé, hvort ekki sé tíma- bært orðið og nauðsynlegt, að komið verði upp samstarfi réttra aðila, miðstöð, sem stjórni allri löndun síldveiðiskipa með tilliti til þess, að sem fyllst nýting verði á afkastagetu vinnslustöðv anna og jafnframt á veiðimögu- leikum síldveiðiflotans. Svo sem fram kemur af þess- um efnisúrdrætti tillögunnar, miðar hún að því, að ríkisstjórn- in beiti sér fyrir að koma á skipu lagningu þessara mikilsverðu mála. í ýtarlegri og rökfastri ræðu, sem Björn Jónsson alþm. flutti er till. var tekin til um- ræðu, rekur hann þessi mál öll á mjög greinargóðan hátt. Ræð- an var birt í heild í Þjóðviljan- um þriðjud. 9. marz. sl. Hvað er ó döfinni? Svo sem gefur að skilja eru Siglfirðingar, Skagstrendingar og íbúar fleiri staða á Norður- landi all forvitnir um, hvað ger- ist í þessum síldarflutningamál- um. Því er yfirleitt spáð, að síld in muni aðallega halda sig á austursvæðinu í sumar, og verði ekkert gert, sem að kveður í flutningamálunum, muni verk- smiðjur og verkunarstöðvar standa að mestu aðgerðarlaus- ar. Af fréttum blaða og útvarps hefur heyi'zt, að verksmiðjur sunnanlands hafa tryggt sér all- stór skip til flutninga, einnig verksmiðjur við Eyjafjörð og að Rauðka hafi í athugun að leigja flutningaskip. Stjórn Síldar- verksm. ríkisins hefur haft þessi mál-til athugunar lengi, og hef- ur nú nýlega lokið fundahöldum. I Morgunbl. 13. marz sl. er birt viðtal við form. stjórnar S. R., Svein Benediktsson, og þar skýr ir hann frá því helzta, sem S. R. hafa á prjónunum. í þessu viðtali Sv. Ben. kem- ur það fram, að S. R. standa í talsverðum stórræðum eystra, aukningu afkasta Seyðisfjarðar- verksm. um 2500 mál á sólar- hring og jafnframt aukningu þróarrýmis úr 22 þús. málum í 55 þús. mál, stækkun mjöl- geymslna og byggingu nýrra lýs isgeyma. Einnig verður sett þar upp löndunardæla, sem afkastar 300 málum á klst. Þá lána S. R. Seyðisfjarðarkaupstað eina millj ón kr. til nýrrar vatnsveitu, sem þar er verið að leggja. Á Reyð- arfirði eru þessar framkvæmdir helztar: Bætt við löndunartæki, geymslur auknar fyrir mjöl og lýsi og byggt starfsmannahús. Hvað Siglufjörð snertir er þetta helzt: Ekki mun vinnast tími til að endurbyggja löndunar- bryggju'S. R. á Siglufirði fyrir næstu síldarvertíð, eins og ráð- gert hafði verið. Ákveðið hefur verið, að kaupa tvær síldardæl- ur og verður sú stærri sett upp á Siglufirði, en hún mun afkasta 12—1400 málum á klst. og verk- efni hennar er að dæla upp úr flutningaskipum, en stjórn S. R. hefur ákveðið að leigja til sild- arflutninga skip með allt að 25—30 þús. mála burðarmagni, og verði að minnsta kosti eitt skipanna tankskip. Verður stuðzt við hina nýju síldargeyma á Seyðisfirði til miðlunar, þannig að skipin geti haldið flutning- um áfram með sem minnstum töfum. í lok frásagnar Sv. Ben. segir hann að horfur séu á stórkost- lega auknum síldarflutningum næsta sumar, og að sjálfsögðu komi til álita flutningar á síld til söltunar til Norðurlands- hafna. Það er augljóst af því, sem að framan er skrifað, að mikið er á döfinni í sambandi við kom- andi síldarvertíð, en hvernig til tekst um framkvæmdir og hvern- ig síldin hagar sér, það er enn óráðin gáta. saltað, nýtt og reykt nýtt, reykt og súrsað Bjugrn- og vínarpylsnr Vörur fró Slóturfélagi Suður- lands eru gæðafæða GESTUR FANNDAL JHRIFAMIHNIRHIR" HEFJAST HAHDA Siglfirðingum fœkkar Svo sem sagt var frá í síðasta blaði samþykkti hafnarnefnd og Bæjarstjórn Siglufjarðar nýlega að hefja byggingu dráttarbraut- ar á Siglufirði á þessu ári. Tillögu um þetta fluttu bæjar- fúlltrúar Alþýðubandalagsins síðla sumars 1964, en þá máttu bæjarfulltrúar meirihlutans ekki til þess hugsa að samþykkja hana og höfðu allt á hornum sér gegn málinu. Þeir höfðu þó ekki kjark til að fella hana og til samkomulags féllust bæjar- fulltr. minnihlutans á að breyta tillögunni og samþykktu með meirihlutanum að vísa henni til Iðnaðarmálastofnunar ísl. til umsagnar, fremur en hún væri felld í bæjarstjórn. Umsögn Iðnaðarmálastofnun- arinnar hefur enn ekki borizt þó hálft ár sé liðið. Sá tími er liðinn, og aðrir staðir hafa á tímabilinu ákveðið byggingar dráttarbrauta og hafið mark- vissan undirbúning til þess og þar með skotið Siglufirði aftur fyrir sig í röð þeirra, sem þessi mannvirki vilja byggja. Nú hafa tveir þingmenn úr stjórnarflokkunum, Jón Þor- steinsson og Einar Ingimundar- son flutt tillögu til þingsálykt- unar um mál Siglufjarðar á Al- þingi. Er hún svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir útvegun lánsfjár eða annarri fjárhagslegri aðstoð við bygg- ingu dráttarbrautar á Siglufirði, sem geti tekið upp a. m. k. 400 smálesta skip. Aðstoðin skal við það miðuð, að byggingarfram- kvæmdir geti hafizt á yfirstand- andi ári.“ Ef dæma má eftir hraða á framkvæmdum á öðrum hags- munamálum Siglufjarðar, sem þessir áhrifamenn hafa komið nálægt eða beitt sér fyrir, þá líður varla á löngu að þessi dráttarbraut rísi af grunni og hressi upp á atvinnulífið hér. HLUTAFÉLAG um loðdýrarækt stofnað á Sauðórkróki Hinn 8. marz s.l. var stofnað á Sauðárkróki nýtt hlutafélag um loðdýrarækt. Nafn félagsins er Loðfeldur h/f. Að stofnun þess stóð fjölmennur hópur áhuga- manna um þessi mál. Tilgangur félagsins er að hefja loðdýrarækt í vallstórum stíl, þegar tilskilin leyfi eru fengin og stefnt er að því, að hefja undirbúningsframkvæmd- ir á þessu ári. Mikill fjöldi fólks hefur flutt burt frá Siglufirði á s.l. ári, ým- ist alfarið eða til dvalar um óákveðinn tíma án þess að heim- ilisfang hafi verið flutt. Nýlega birti Alþýðublaðið forsíðufrétt þar sem segir að 140 manns hafi flutt burtu, fækkað hafi á manntali um 70 —80 manns og bæjarbúar séu I stjórn félagsins voru kjörn- ir: Adolf Björnsson, rafveitu- stjóri, formaður, Stefán Guð- mundsson framkvæmdastjóri, Steinn Steinsson dýralæknir, Egill Bjarnason ráðunautur, Stefán Ólafur Stefánsson póst- meistari. nú um 2490. í lok fréttagreinar- innar segir að þetta þyki ískyggi- leg þróun og búast megi við að brottflutningi haldi áfram í rík- ari mæli ef ekki rætist úr at- vinnuástandi. Það er vonandi að þessi Al- þýðublaðsfrétt verði ekki túlk- uð sem kommúnistaáróður gegn Siglufirði, — en þannig hafa ráðamenn bæjarins viljað af- greiða allt umtal um ískyggilega fólksfækkun, sem orðið hefur í bænum á undanförnum árum. En máske frétt Alþýðublaðsins ýti við þessum ráðamönnum og minni þá á, að hópurinn, sem stendur undir rekstri bæjarfé- lagsins verður æ minni, að á hvern einstakling leggst æ stærri byrði. 3

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.