Mjölnir


Mjölnir - 23.03.1965, Blaðsíða 5

Mjölnir - 23.03.1965, Blaðsíða 5
'l Mdfondir YerlmiMiiHfðipis Wtiir Tillöffur, m ehhi mítti simMo A síðasta bæjarstjórnaríundi lögðu fulltrúar minnihlutans fram tillögur þær, sem hér fara á eftir, og lögðu á það áherzlu í rökstuðningi sínum fyrir flutningi þeirra, að þótt þeir hefðu mjög takmarkaða trú á meirihlutanum og væru andvígir stefnu hans í bæjarmálunum, teldu þeir sjálfsagt að styðja við bakið á honum gagn^ar Alþingi og ríkissjórn, og flyttu tillögurnar til þess að leggja áherzlu á nauðsyn samstöðu allrar bæjarstjórnarinnar út á við. Tillögur þessar fara hér á eftir: 1. I tilejni aj afgreiðslu fjárhagsáœtlana Siglufjarðarkaup- staðar 1965, sem sem bera þess glögg merlti, að tekjur bœjarjélagsins af atvinnurekstri og ýmis konar annarri starfrœkslu sem fram fer á vegum ríkisstojnana eru langt- um lœgri en tekjur annarra bœjarfélaga af hliðstœðum rekstri í eign hlutajélaga, samvinnufélaga og einstaklinga, leyfir bœjarstjórn Siglufjarðar sér að ítreka enn fyrri áskoranir sínar til Alþingis og ríkisstjórnar um breytingar á núgildandi lögum um tekjustofna sveitarfélaga í það horf, að starfrœksla á vegum ríkisstofnana verði gjald- skyld til þeirra sveitarfélaga, þar sem hún fer framí, í ríkara mœli en nú er. 2. Bœjarstjórn Siglufjarðar samþykkir að skora á hœstvirta ríkisstjórn að hún hlutist til um það við viðkomandi aðila og þá sérstaklega Síldarverksmiðjur ríkisins, að á kom- andi sumri verði framkvœmdir síldarflutningar í stórum stíl til verksmiðja og vinnslustöðva á Norðurlandi. 3. Með tilliti til þess erfiða ástands, sem nú ríkir í fjármál- um bœjarins, sem m. a. stafar af langvarandi skorti á hrá- efni til síldarverkunarstöðva og verksmiðja í Siglufirði tog leitt hefur af sér stórfellda rýrnun á tekjustofnum bœjarfélagsins, svo sem fjárhagsáœtlun fyrir árið 1965 sýnir, samþykkir bœjarstjórn að fara þess á leit við Al- þingi og ríkisstjórn, að Siglufjörður fái sérstaka aðstoð með óafturkrœfu framlagi og lánum, allt að kr. 5 millj. 700 þús., til að greiða fram úr þeim fjárhagsorðugleik- um, sem bœrinn á í nú. Meirihlutinn vísaði öllum þessum tillögum frá. Fjórðu til- lögunni, sem fer hér á eftir, var hinsvegar vísað til bæjarráðs: 4. Bœjarstjórn Siglufjarðar samþykkir að skora á háttvirt alþingi, að það samþykki þingsályktunartillögu þá um síldarflutninga og löndunarmiðstöðvar, sem nú liggur fyrir Alþingi. Ekki liggur ljóst fyrir, hvort það var pólitískt ofstæki, sem réði afstöðu meirihlutans, eða hvort „þeir fyrir sunnan“ eru búnir að banna honum að samþykkja tillögur, sem ganga í sömu átt og þessar. En raunar kemur í sama stað niður, hvort er. Stórsvigsheppni Siglufjoröarmótsios Konur: var haldinn þann 7. marz s. 1. Formaður félagsins, Oskar Garibaldason, flutti þar skýrslu um starfsemina liðið ár. Hann las einnig upp reikninga félags- ins og stofnana þess og voru þeir samþykktir samhljóða. Þá lýsti hann kjöri stjórnar og annarra í trúnaðarstöður félagsins, en sjálfkjörið varð í allar stöður. Stjórn Þróttar er nú þannig skipuð: Formaður Oskar Gari- baldason, varaformaður Þor- valdur Þorleifsson, ritari Kol- beinn Friðbjarnarson, gjaldkeri Hólm Dýrfjörð, meðstj órnendur Anton Sigurbjörnsson og Þor- kell Benónýsson og Páll S. Jóns- son. Á fundinum var samþ. hækk- un á árgjaldi félagsins upp í kr. 600.00 og því jafnframt beint til stjórnar.innar, að hún láti reyna innheimtu þess í tvennu lagi. Þá samþykkti fundurinn að segja upp öllum gildandi kjara- samningum félagsins og deilda þess. Aðalfundurinn samþ. einnig till. um að félagið sem heild gerðist ásamt vkf. Brynju stofn- andi að nýju verkalýðsfélagi, en það mál hefur verið til umræðna og könnunar hjá félögunum und- anfarna mánuði. Þá samþykkti fundurinn álykt- un þá um atvinnumál o. fl., sem fer hér á eftir: „Aðalfundur verkamannafé- lagsins Þróttar haldinn 7/3. 1965 lýsir yfir að hann telur atvinnuástand í bænum á þess- um vetri algerlega óviðunandi. Fundurinn átelur harðlega, að flest þau fyrirheit, sem gefin voru á ráðstefnu verkalýðsfé- laganna í sept 1964 um úrbætur í atvinnumálunum, skuli óefnd vera nú að líðandi vetri, þrátt fyrir vaxandi fjölda þeirra, sem burtu fara í atvinnuleit og vax- andi atvinnuleysi þeirra, sem heima sitja. Fundurinn vítir það dáðleysi, sem ríkt hefur hjá ráðamönnum bæjar og ríkis viðvíkjandi at- vinnumálum Siglufjarðar yfir- leitt, en vill þó benda sérstaklega á eftirfarandi atriði: I 1. Niðurlagningarverksmiðjan. Fundurinn vítir harðlega þau vinnubrögð, að ekki skuli enn hafa verið teknir upp samning- ar við Sovétríkin um sölu á framleiðslu verksmiðjunnar. í því sambandi vill fundurinn leggja höfuðáherzlu á það, að ríkisstjórninni ber heilög skylda til að meta meir hagsmuni og atvinliuþarfir fjölda þorpa og bæja á Norðurlandi, heldur en gróðahagsmuni heildsala- og braskaralýðsins. Fundurinn vill enn ítreka hversu geysilega þýð- ingu starfræksla Niðurlagning- arverksm. hefur fyrir atvinnulíf Siglufjarðar. 2. Utgerðarmálin. F undurinn vítir harðlega hverjum tökum útgerðarmálin voru tekin. Hraðfrystihúsið ísa- fold hóf aldrei starf og er harð- lokað. Hraðfrystihús S.R. fær nú afla af aðeins tveim bátum, þar sem hinir tveir eru burtu farnir. M.b. “Strákur hefur verið leigður út úr bænum austur á land, og togarinn Hafliði leggur hér aldrei ugga á land. Allt eru þetta atriði, sem forráðamönn- um bæjar og ríkis ber skylda til að sjá um að yrðu öðruvísi í framkvæmd, jákvæðari fyrir at- vinnulíf bæjarins. 3. Samgöngumálin. Fundurinn átelur harðlega þann seinagang, sem vdrðist vera á öllu er lýtur að útboði á jarð- gangagerðinni gegnum Stráka- fjall. Eins og nú horfir eru engar líkur til að framkvæmdir geti hafizt fyrr en að hausti og er þessi dráttur til mikils og ómet- anlegs skaða fyrir atvinnulíf bæjarins. Fundurinn telur að þessi at- riði og mörg fleiri sanni ótví- rætt, að ráðamenn bæjar og ríkis hafi sýnt atvinnumálum bæjarins algert afskiptaleysi og hafi engan skilning á þeim vanda, sem steðjar að og verður æ meiri því lengra, sem líður án aðgerða. Fundurinn skorar á bæjar- yíirvöld og ríkisvaldið að ger- breyta nú afstöðu sinni og við- horfum til atvinnumála Siglu- fjarðar og sýna nú jákvæða af- stöðu í verki.“ Fró sveit til sjóvar Framh. af 6. síðu. komuhús en þó og óhætt að segja eitt vistlegasta samkomuhúsið sem nú er hér ! bæ. ÚTVARP — SJÓNVARP. — Þrátt fyrir stórkostlega bót á hlust- unarmöguleikum á Reykjavíkur- stöðina eftir að nýi sendirinn kom í notkun, eru oft talsverðir erfiðleik- ar á að heyra Reykjavík vel. Lóran- stöðin á Gufuskálum truflar oft æði mikið og fl. kemur til. Því munu margir oftast hlusta á endurvarps- stöðina hér, þó ófullkomin sé. En það sem undrar hlustendur mest út um landið, þar sem illa heyrist til Reykjavíkur, er hið þrot- lausa umtal og ráðagerðir útvarps- stjóra og form. útvarpsráðs um sjón- varp. Þessir menn, sem ekki geta séð um að sæmilega heyrist til hins íslenzka útvarps um allt ísland, þeir halda tæpast vatni af áhuga fyrir að koma upp sjónvarpi fyrir þann sama hóp ísl. sem bezt heyrir útvarp Reykjavík og glápir hvað mest á dátahasarinn á vellinyfn. Okkar krafa hér norðanlands og austan er: fyrst fullkomin hlustun- arskilyrði fyrir útvarpi um land allt áður en sjónvarp verður lagt á landslýðinn. ANDLÁT. í þessum mánuði hafa látizt í Siglufirði þrjár aldraðar konur: Halldóra Björnsdóttir í Bakka, elzti borgari þessa bæjar, vár á 102. aldursári er hún lézt. Hún var jarðsungin frá Siglufjarðar- kirkju 6. marz s.l. Árnýja Björns- dóttir, Suðurgötu 28, hún var á 73. ári er hún lézt. Jarðarför henn- ar fór fram frá Siglufjarðarkikju 17. marz s.l. Þann 18. marz s.l. andaðist í Sjúkrahúsi Siglufjarðar frú Sigriður Guðmundsdóttir kona Jóhanns Kristinssonar, nn þau hjón höfðu hin síðari ár verið búsett í Ólafsfirði. — Jarðarför Pálínu Hannesdóttur, fór fram frá Siglu- fjarðarkirkju þann 12. marz s.l. Hún andaðist á Húsavík, þar sem hún hafði um nokkurra ára skeið dvalið hjá dóttur sinni og tengda- syni. 19. marz lézt hér í Siglufirði Júllus Þórðarson, Hliðarvegi 1. — fór fram í fyrradag. — Brautin lá úr hlíð Illviðrahnúks niður á Hryggi. — Lengd hennar var um 1800 m, hæðarmunur rúm- lega 500 m. Hlið voru 32. — Veður var gott, hægviðri og ca. 15 stiga frost. Karlar og konur kepptu á sömu braut. Unglinga- keppnin fór fram í neðri hluta brautarinnar. Helztu úrslit urðu, sem hér segir: Karlar: 1. Ásgrímur Ingólfsson 97,0 2. Hjálmar Stefánsson 98,9 3. Jóhann Tómasson 100,0 4. Birgir Guðlaugsson 100,5 5. Ágúst Stefánsson 101,2 6. —7. Sigurður Þorkelsson 102,5 6.—7. Sigurður Helgason 102,5 8. Sigurbjörn Jóhannsson 103.0 Hann var 98 ára, er hann lézt, fæddur 1. júlí 1866. 1. Ásdís Þórðardóttir 103,0 2. Sigríður Júlíusdóttir 133,5 Sigríður féll og missti þannig tíma. Drengjaflokkur, 13—14 ára: 1. Ingi Vigfússon 49,0 2. Marteinn Kristjánsson 51,9 3. Skúli Jónsson 56,5 Drengjaflokkur, 11—12 ára: 1. Kristján Bjarnason 53,8 2. Haukur Snorrason 56,4 3. Ólafur Baldursson 58,0 4. Guðmundur Jónsson 60,7 5. Sigurbjörn Jónsson 79,7 Drengjaflokkur, 9—10 ára: 1.—2. Árni Þórðarson 69,0 1.—2. Björn Sverrisson 69,0 3. Óttar Bjarnason 116,0 Óttar féll og missti þannig tíma. A T H VCÍA8EHD I blaðinu Neista, sem út kom hinn 17. marz sl., birtist á baksíðu grein undir fyrirsögninni: „Rafveitustjórinn beitir sér fyrir stórfelldri hækkun rafmagnsgjalda.“ Vegna birtingar þessarar greinar óskar rafveitunefnd að taka eftirfarandi fram: 1. Nefndin harmar, að grein þessi skuli hafa birzt, þar sem staðreyndum er mjög hallað á þann veg að verða kann til skaða fyrir Rafveitu Siglufjarðar, og fram koma tilhæfu- lausar ásakanir á rafveitunefnd og rafveitustjóra. 2. Nefndin lýsir furðu sinni á hirtingu slíkrar greinar í siglfirzku blaði, með tilliti til þess, að gjaídskrárbreyting og fjárhagsáætlun rafveitunnar var samþykkt í bæjarstjórn með samhljóða atkvæðum allra, níu, bæjarfulltrúanna. Síglufirði, 20. marz 1965. Baldur Eiríksson, forrnaður. (sign.J Ragnar ]óhannesson (sign.) Gunnar Jörgensen (sign.) 5

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.