Mjölnir


Mjölnir - 10.05.1966, Blaðsíða 4

Mjölnir - 10.05.1966, Blaðsíða 4
n TMSIIH ATTUM HOFSÓSBÚAR LÍTIÐ PÓLITÍSKIR I sveitarstjórnarkosningunum 1962 kom fram einn listi á Hofsósi, og varð hann sjálfkjörinn. — Nú kom hins vegar enginn listi fram, og fer því fram óhlutbundin kosning sveitarstjórnar á Hofsósi að þessu sinni. M/b Frosti er nýlega kominn heim frá Ólafsvík, en þaðan reri hann ca. 2^2 mán- uð. Aflaði hann vel, og mun hásetahlutur hafa orðið 50—60 þúsund krónur. Smábátaeigendur á Hofsósi hafa stund- að grásleppuveiði að undanförnu og aflað sæmilega. Hins vegar er allt í óvissu með afraksturinn þar eins og víðar. Var í fyrstu gert ráð fyr.ir að hrognaverðið yrði kr. 22 útborgað, en skömmu eftir að veiði hófst féll það niður í kr. 14.00. Færafiskur virðist enn ekki genginn á mið smábáta frá Hofsósi. Búizt er við að dragnótaveiði verði eitthvað stunduð það- an í sumar, þrátt fyrir það að hún varð heldur léleg í fyrra. REYKJAVÍKURÍHALDIÐ NOTAR HANDAFLIÐ Borgarstjórinn í Reykjavík lætur mikið að sér kveða fyrir þessar kosningar. Hann hefur haldið hverfafundi í Reykjavík, þar sem hann lætur ljós sitt skína, og er svo látið heita, að á þessum fundum megi hátt- virtir kjósendur bera fram fyrirspurnir. Ekki virðist þó til þess ætlast, að verið sé að ónáða herra borgarstjórann með óþægi- legum spurningum. Þannig gerðist það á einum fundinum, að nokkrir framtakssam- ir Heimdellingar fleygðu út manni, sem vildi bera fram fyrirspurnir, sem ekki féllu í þeirra kram. Ókunnugir gætu ef til vill haldið, að hér hafi verið um einhvern of- stopamann að ræða. Ekki þýðir þó að bera þau rök á borð fyrir þá, sem til þekkja. Maðurinn var enginn annar en hinn vel metni og dagfarsprúði Vigfús Helgason, sem lengi var kennari við hændaskólann á Hólum og trúnaðarmaðhr Búnaðarfélags íslands, og mun hann óvanur slíkum fund- arsiðum og hann varð fyrir hjá þessum Heimdellingum. En þeir virðast ekki al- veg hafa gleymt hinum gömlu aðferðum naz istanna, en þarna hefur baulið ef til vill ekki þótt eiga við. BÍLAVERKSTÆÐIÐ NEISTI FÆR LOKS ATHAFNASVÆÐI Á síðasta bæjarstjórnarfundi var sam- þykkt að veita Bílaverkstæðinu Neista lóð undir starfsemi sína á svæði norðan Rán- argötu og austan lóðanna 32 - 34 - 36 við Túngötu. Bílaverkstæðið hefur lengi undanfarið leitað eftir athafnasvæði, en um margt hef- ur ekki verið að velja. Þetta svæði, sem því nú hefur verið úthlutað, er að margra dómi á fremur góðum stað hvað snertir staðsetningu miðað við tilkomu Strákaveg- ar og innkeyrslu í bæinn að norðan. Þá er Bílastöðin og benzínsala í næsta nágrenni. Þörfin fyrir nýtt og fullkomið bílaverk- stæði er orðin brýn, því sífellt fjölgar bíl- um í bænum, og hvað snertir aðbúnað bif- vélavirkja á vinnustað, er nauðsynlegt að þeir geti unnið við beztu skilyrði. 4) — Mjölnir ¥ 8 ÁRA BÆJARMÁLA- „VIÐREISN" Síðustu átta ár hafa Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn stjórnað bæjarmálum Siglufjarðar, undir mjög ein- ráðri forustu Sigurjóns Sæ- mundssonar bæjarstjóra. Allt þetta tímabil liafa Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn farið með völd í landinu. Að loknu fyrra kjörtímabili núverandi bæjarstjórnarmeiri- hluta var ánægja bæjarbúa með stjórn hans orðin talsvert bland- in. En óánægjan kafnaði að mestu í háværum fullyrðingum forustumannanna um að allt væri í bezta lagi. Þessar fullyrð- ingar voru studdar loforðum um stórkostlegar framkvæmdir í at- vinnumálum, og skrautmáluðum áróðursspjöldum, er sýndu Siglu fjörð sem hlómskrýddan auð- mannabæ í Hollywoodstíl innan fárra ára, ef Sigurjón og Stefán fengju að stjórna honum áfram. SJÖ TÖFRAMENN Því var óspart flíkað, að vegna þess að Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sætu í rík- isstjórn, ætti bæjarstjómarmeiri hluti þessarra tveggja flokka al- veg sérstaklega auðvelt með að koma fram næstum hverju sem væri hjá ríkisvaldinu. „Áhr.ifa- mönnum“ eins og Einari Ingi- mundarsyni og Jóni Þorsteins- syni var nánast lýst eins og mann kynsfrelsurum. Þeir, ásamt meiri hlutafulltrúunum fimm, væru hinir sjö töframenn bæjarins. Fólki var talin trú um, að vegna persónulegrar vináttu, flokks- tengsla, mikils álits og trausts, sem þessir menn nytu hjá rík- isstjórninni, bönkum og hvers konar opinberum stofnunum, væri þeim leikur einn að koma fram fyrir bæjar.ins hönd næst- um hverju sem þeir vildu. Ef hins vegar menn úr andstöðu- flokkum ríkisstjórnarinnar yrðu kjörnir til að fara með meiri- hlutavald í stjórn bæjarins, yrði fjandinn laus. Ríkisstj órnin yrði vond og léti alls staðar skella á þá hurðum, með þeim afleiðing- um, að bæjarfélagið yrði komið í rúst eftir skamman tíma. Málflutningur Alþýðubanda- lagsins, sem hélt því fram, að ekki væri lengur hægt að treysta á síldina sem atvinnulegan grundvöll bæjarins, og hvatti til samvinnu allra flokka um upp- byggingu atvinnulífsins á nýj- um grundvelli, var kallaður svartsýni, úrtölur, hrakspár og lýðræðisf j andskapur. BROSTIN FYRIRHEIT „Viðreisnarflokkarnir“ héldu velli í bæjarstjórnarkosningun- um 1962. En loforð þeirra hafa ekki staðizt. Blóma- og trjágarðarnir, sem málaðir voru á plakatið fræga í Borgarkaffi, eru enn ékki orðnir veruleiki. H,ins vegar hefur vax- ið gras og mosi á bryggjum og verkstæðishúsum. I stað breið- gatna plakatsins höfum við gömlu forargöturnar. í stað hinna glæsiíegu hafnarmann- virkja þess höfum við nú ónýtan öldubrjót, ryðgaðan og ónýtan slipp. Bæjarfyrirtækin, öll með tölu, að undantekinni rafveit- unn,i, eru fjárvana, ramba á gjaldþrotsbarmi. Bæjarsjóður- inn er raunverulega kominn und- ir fjárhagslegt eftirlit og yfir- stjórn ríkisvaldsins, þótt honum að hann sneri sér til fjármála- ráðherrans, Magnúsar Jónsson- ar, og bað hann ásjár. Eftir að liafa athugað áætlunina og önn- ur gögn varðandi hag bæjarins, skýrði ráðherrann meirihluta- mönnum frá því, að ef þeir vildu gera sér vonir um einhverja að- stoð, væri fyrsta skilyrðið, að mark væri takandi á fjárhagsá- ætluninni, og benti þeim á aug- ljósar skekkjur, sem námu nokkr um milljónum. Að ráði Magnús- ar var síðan haldinn fundur í bæjarstjórn á miðju sumri til að breyta áætluninni, og var hún þar leiðrétt um samtals ca. 6 milljónir króna. Að þesum afrekum loknum hófst niðurjöfnun útsvara. Var bætt 20% ofan á útsvarsstigann. Þrátt fyrir það vantaði 4.3 milljónir kr. til að brúa bilið vík fylgjast af nákvæmni með fjármálum bæjarins og fyrir- tækja hans, segja fyrir um gerð fjárhagsáætlana, gefa fyrirmæli um, hve útsvör skuli vera há, hvað fasteignagjöld og fleiri bæj argjöld skuli vera há. Þeir skammta bænum úr hnefa það, sem þeim. hentar úr Jöfnunar- sjóði, auk þess sem þeir hafa fáum árum, -— og í bæði skiptin Siglufirði stórkostlega í óhag. Þetta hefur ríkisstjórnin treyst sér til að gera í skjóli flokksholl- ustu meirihlutans. Hún átti það víst fyrirfram, að meirihlutinn tæki þessu með þögn og um- hurðarlyndi, eða gerði a. m. k. engan hávaða út af því. Sem dæmi um afleiðingarnar af breytingum núv. þingmeiri- hluta á tekjustofnalögunum, skal bent á landsútsvör fimm stórra fyrirtækja S. R., Áfengisverzl- unarinnar og olíufélaganna þriggja. Árið 1965 var hlutur Siglufjarðar í landsútsvörum þessara fyrirtækja samtals 401 þús kr., — minna en Áfengis- verzlunin hefði greitt ein það ár, ef lögin hefðu verið óbreytt. Sl. haust lofaði ríkisstj órn.in framlagi til að greiða hluta bæj- arins af 16 ára klössunarkostn- aði b/v Hafliða. Þegar efna skyldi loforðið, Voru handbærar þétt eykur rekstrarkostnað bæj- arfélagsins. LÍTILÞÆGIR MENN Allt þetta, sem hér hefur verið talið, virðist meirihlutinn og bæjarstjóri hans láta sér vel líka. Að vísu hafa þeir stundum mögl- að lítilsháttar, en að því er virð- ist eingöngu fyrir siðasakir. En hvers vegna taka mennirn- .ir svona meðferð þegjandi? Afstaða þeirra til ríkisstjórn- arinnar virðist í senn markast af vanmáttarkennd, takmarkalausri undirgefni og trúarlegu trausti, -^c auk hégómaskaparins, sem fyrirskipar þeim að vera alltaf með bros á vör og látast vera stórir karlar. Sennilega hefur stundum hvarflað að þeim að fara með ýmis vandamál bæjar- .iris inn á Alþingi og ganga eftir því með hörku að fá þá fyrir- greiðslu, sem bænum var nauð- synleg, en þær hugrenningar Benedikt Sigurðsson hafi ekki verið skipaðir fjár- haldsmenn opinberlega. I stað gullaldar og gleðitíðar, sem okk- ur var lofað 1962, höfum við fengið rýrustu atvinnutekj ur og hæstu bæjargjöld á landinu, skuldum vafið og fjárvana bæj- arfélag, daufan bæ, þar sem ungt fólk er sjaldséð nema sem gest- ir í fríum. „Áhrifamennirnir“ með töfra brögðin, sem allt áttu að geta leyst, heyrast varla nefndir leng- ur. Sá helzti þeirra hefur jafnvel laumast af sviðinu, eins og upp- vís svikamiðill, og gerzt pólitísk ur eftirlaunamaður suður við Faxaflóa. FJÁRMÁLAÖNGÞVEITI Eitt af því, sem meirihlutanum og bæjarstjóranum virðist alger lega fyrirmunað, er að gera raun hæfar f j árhagsáætlanir. Við samningu fjárhagsáætlunar bæj- arsjóðs 1965 var milljóna gjalda liðum, sem áttu að vera á áætlun inni, haldið utan við frumvarp- ið bæjarstjórans. Eftir mikið þref fékk minnihlutinn því til leiðar komið, að hluti af þess- um liðum, rúm milljón króna, var tekinn inn á áætlunina. Af- gang.inn, 3.6 millj. kr., fékkst meirihlutinn ekki til að taka inn á hana. Þegar fór að líða á sl. sumar fór veruleikinn í fjármálum bæj- arins að verða óþægilega áleit- inn við meirihlutann.. Lauk svo, milli tekna og gjalda. Þar að auki vantaði ca. 850 þúsund til að mæta vanhöldum álagðra út- svara. Sótt var um aukaframlag úr Jöfnunarsjóði til að brúa hall- ann. Ríkisstjórnin skammtaði 3.5 milljónir. Um leið fyrirskipaði hún, að fasteignaskattur í Siglu- firði skyldi innheimtur með 200% álagi frá 1. janúar 1966. Gerði ríkisstjórnin þetta að skil- yrði fyrir framlaginu. Fjárhagsáætlunin 1966 er þó enn gleggra v.itni um það, hve djúpt bærinn er sokkinn fjár- hagslega. Samkvæmt henni reikn ar meirihlutinn beinlínis með 6—7 milljóna króna bili milli eðlilegra tekna bæjarsjóðs og óhj ákvæmilegra útgjalda hans á árinu 1966. Sökum þess, að áætl- unin er óraunhæf á margan hátt, og vegna sívaxandi verðbólgu, má þó með fullri vissu slá því föstu, að bilið mun í reynd verða stærra, líklega 8—9 milljónir. Á GJALDÞROTSBARMI Þessi dæmi, sem hér hafa ver- ið rakin, sýna, hvernig hag bæj- arfélagsins er komið eftir átta ára stjórn Sigurjóns & Co. Það er nú í mestu fjárhagsvandræð- um, sem nokkurntíma hafa yfir það dunið. Raunverulega er það komið undir fjárhagslegt eftirlit og yfirstjórn ríkisvaldsins. Ráð- herrar og embættismenn íReykja í hendi sér að skammta lántökur, rikisábirgðir og atvinnuaukning arfé. Núverandi ríkisstjórn virðist líta á Sigljafj örð sem vanþróaða nýlendu, og „áhrifamennina“ fimm í meir.ihlutanum sem „inn- fæddar“ undirtyllur, er hafi því hlutverki einu að gegna að fram- kvæma fyrirmælin ofanfrá og af saka gagnvart bæjarbúum auð- mýkingar og tregðu ríkisvalds- ins til að rétt hlut bæjarins á nokkurn hátt. Hin pólitíska sam- staða meirihlutans og ríkisstjórn ar.innar, sem Siglfirðingum var sagt í síðustu kosningum að mundi leiða til þess að meiri- hlutamennirnir gætu fengið næst um öllu sem þeir vildu fram- gengt hjá ríkisvaldinu, hefur haft þveröfugar afleiðingar: Það er ríkisstj órnin, sem notaði meiri hlutann til að taka þegjandi v.ið hvaða auðmýkingu sem henni þóknast að bjóða Siglfirðingum. TILLITSLEYSI RÍKIS- STJÓRNARINNAR Núverandi ríkisstjórn og þing meirihluti hennar hafa sýnt Siglu firði hið mesta tillitsleysi á liðnu kjörtímabili. Skulu hér nefnd fá- ein dæmi þessari staðhæfingu til sönnunar. Ríkisstj órnin hefur tvívegis bre.ytt tekjustofnalögunum á ör- 600 þús. kr. úr Atvinnuþótat sjóði, og loforð um 750 þús. kr. lán úr Atvinnuleysistrygginga- sjóði — ef fullriægjandi ábyrgð ir fengjust. Slíkar ábyrgðir gat hærinn ekki hoðið, og fór fram á ríkisábyrgð. Ríkisstjórnin neit aði að veita slíka ábyrgð, en setti bænum úrslitakosti: Ann- aðhvort yrði skipið stöðvað, eða að þessar 750 þús. kr. yrðu greiddar með atvinunbótafé, sem losnað.i þegar m/b Strákur fórst, en hann fórst rúmum mánuði eftir að ríkisstjórnin gáf lofórð sitt upphaflega. Samkvæmt venjulegum regl- um har bænum þetta atvinnubóta fé til að leggja í nýjan atvinnu- rekstur í bænum. Hin harðleikna ríkisstjórn tók þó ekkert tillit til þess, heldur fyrirskipaði bæjar- stjórninn.i að BIÐJA um að það ýrði notað til greiðslu á flokk- unarviðgerðinni! Að sjálfsögðu lét meirihlutinn sér þetta vel lynda. Hér að framan var minnzt á hinn hörkulega n.iðurskurð ríkis- Stjórnarinnar á framlaginu úr Jöfnunarsjóði. Nýjasta gjöf ríkisstjórnar.inn- ar til Siglfirðinga er rafmagns- skatturinn, sem á þessu ári mun flytja 7—800 þúsund kr. úr vös- um Siglfirðinga í ríkiskassann, til greiðslu á halla Rafmagns- veitna ríkisins. Þungbærust fyrir bæjarfélagið er þó „v.iðreisnin,“ sem jafnt og hafa áreiðanlega strandað á sama skerinu: flokkshollustunni og hinni trúarlegu auðmýkt gagn vart ríkisstjórninni. OF PÓLITÍSKIR Einn stærsti ljóðurinn á ráði hæjarstjórnarmeirihlutans er ein m.itt sá, að hann er alltof póli- tískur. Hag bæjarins er þannig komið nú, að hann verður ekki réttur við, að óbreyttu árferði, nema með verulegum stuðningi, fyrirgreiðslu og fjárframlögum gegnum ríkisstjórn og Alþingi. Reykjavíkurvaldið, sem ríkis- stjórnin er fulltrúi fyrir, lætur ekkert af hendi við landsbyggð- ina, nema gengið sé eftir því með hörku. Bæjarstjórnarmeirihluti, sem samanstendur af pólitískum ofsatrúarmönnum og jábræðrum ríkisstjórnarinnar, er gersamlega vanmegnugur þess, að fá nokkru sem máli skiptir framgengt hjá ríkisvaldinu. Hið eina, sem gæti komið rík- .isstjórninni til að hrökkva of- urlítið við og sýna einhvern skiln ing á vandamálum Siglufjarðar, væri það, að peð hennar í meiri- hlutanum stórtöpuðu fylgi í bæj- arstjórnarkosningunum í vor. Þá kynni svo að fara, að hún tæki að hugleiða, hvort ekki væru möguleikar á að gera eitthvað, sem gæti orð.ið til þess að hefta meira fylgistap og jafnvel rétta fylgið af. Það er ekki nema ár Nextngnr: Hlöðver Sigurðsson, §kola§tjori jfjfjfjfjfjfjfj«-jfjfjf)fjfj<-j4-jfj*-j<-jfjfjf)4-jfj<-jí-j<-j(-j<-jfjfjfj<.jfjf)fjfj<.jí.j4.jfjfjfjf)<.jfj«.j<. Þann 29. apríl sl. átti Hlöðver Sigurðsson, skólastjóri, sextugs- afmœli. Þann dag var gestkvæmt á heimili hans og barst honum mikill fjöldi heillaskeyta og vin- ir hans, félagar, samstarfsmenn og nemendur fœrðu honum margt góðra gjafa. Gestirnir nutu ríkulegra veitinga, sem báru húsrnóðurinni, frú Katrínu Páls- dóttur, fagurt vitni. ——o—■—- ÖRSTUTT AFMÆLISKVEÐJA Hlöðver Sigurðsson, skóla- stjóri, átti sextugsafmæli þann 29. apríl sl. Eg var einn hinna mörgu, sem heimsótti hann þá um kvöldið og naut hinnar frá- hæru gestrisni þeirra hjónanna, Katrínar Pálsdóttur og Hlöðves. Þegar einn gestanna, sóknarprest urinn, sr. Ragnar Fjalar Lárus- son, í stuttri en fallegri ræðu til afmælisbarnsins minntist á sín fyrstu kynni af Hlöðve, þá barn að aldri heima í föðurgarði, þá minntist ég þess einnig, er ég barn að aldri hafði hin fyrstu kynrii af þessum heiðursmanni. Eg mun hafa verið 7 ára, þegar nýr kennari kom að barnaskól- anum í Súðavík. Þetta var ung- ur og vasklegur maður, hár vexti og djarfmannlegur, háleitur og hvatlegur. Hann vildi fljótlega eftir að skólinn byrjaði koma upp deild fyrir yngri börn en þau, sem skólaskyld voru, og kenna þar lestur og skrift. Hlaut þessi deild nafnið „stöfunar- deild,“ og þar hóf ég mína skóla göngu og lærði að lesa hj á Hlöð- ve Sigurðssyni, en sá var hinn nýi kennari. Síðar lágu leiðir okkar saman hér á Siglufirði og hefi ég á ýmsum sviðum notið leiðsagnar hans og samstarfs og lil þingkosninga, og ríkisstjórn- in og flokkar hennar taka áreið- anlega tillit til þeirra breytinga á flokksfylginu, sem bæjarstjórn arkosningarnar leiða í ljós. Eg hef hér einkum rætt um fjárhag bæjarins og afstöðu meirihlutans til ríkisstjórnarinn- ar. í síðari grein mun ég ræða nokkuð um atvinnumál bæjar- ins, en vettlingatök og linka meirihlutans er helzta orsök þess, hve illa hag bæjarfélagsins er komið. ávallt vináttu hans og félagsskap ar. Hlöðver Sigurðsson er dreng- skaparmaður, hreinskilinn, skap mikill og óhræddur við að segja meiningu sína um hvað sem er og hverj um sem er, og hann hef- ur góða dómgreind, enda skörp- um gáfum gæddur. Hann nýtur álits og virð.ingar sem skóla- stjóri og kennari og vegna starfa sinna í ýmsum félagasamtökum hafa honum ávallt verið falin ýmis trúnaðarstörf og ábyrgð- arstöður á þeirra vegum. Hann hefur starfað mikið í Stúkunni Framsókn nr. 187, verið -fulltrúi í Æskulýðsráði. í Skátafélaginu Fylki var hann félagsforingi hér áður fyrr og minnist ég margra góðra stunda frá skátastarfinu þá. I Sósíalistafélagi Siglufjarð- ar og Alþýðubandalaginu höfum við átt langt og gott samstarf og í blaðnefnd Mjölnis hefur Hlöð- ver átt sæti um langt árabil, enda verið einn ötulasti stuðnings- maður blaðsins allt frá því hann fluttist til Siglufjarðar. Á þessu merkisafmæli Hlöð- ves vil ég færa honum og fjöl- skyldu hans mínar hlýjustu heilla óskir og þakka öll okkar kynni frá fyrstu tíð. Eg vil óska að Hlöðver eigi eftir lengi enn að verða hugðar- efnum sínum og haráttumálum sú hjálparhella og driffjöður, sem hann hefur verið, og mun- urn við þá flest góðs af njóta. E. M. A. -----o----- Hlöðver Sigurðsson, skóla- stjóri varð sextugur 29. apríl sl. Líklega þekkir enginn Siglfirð ingur Hlöðve eins vel og ég, þeg- ar fjölskylda hans er undanskil- in. Eg hef verið starfsmaður þeirrar stofnunar, sem hann veit- ir forstöðu, í nærri 22 ár, og næstum jafnlengi sambýlismað- ur hans. Minnist ég þess ekki, að nokkuð það hafi borið v.ið í samskiptum okkar öll þessi ár, sem orðið hefði getað að per- sónulegu misklíðarefni af minni hálfu. Segir það sína sögu um manninn. Ekki ber þó að skilja þetta svo, að okkur hafi aldrei greint á um neitt. Það hefur kom .ið fyrir, en þá hefur ekki verið um persónulegan ágreining að ræða, heldur málefnalegan. — Hygg ég, að flestir eða allir, sem átt hafa persónuleg skipti við Hlöðve, hafi svipaða sögu að segja. Þar er æfinlega gert „hreint borð,“ engin undir- hyggja og engin eftirmál. I ávarpi, sem Hlöðver flutti gestum sínum, er heimsóttu hann á sextugsafmælinu, taldi hann það sér til hróss, að sér hefði tekizt vel að velja sér kvonfang. Enginn, sem þekkir heimili þeirra Katrínar og Hlöðves, ef- ast um, að þar hafi verið af rétt- sýni mælt. Eftir þessi 22 ár, sem ég hef þekkt þau, veit ég ekkert dæmi þess að neinn bæri annan hug til Katrínar en vinarhug. Um skólastörf Hlöðves ræði ég ekki hér, annað en það, sem ráða má af framansögðu, enda mun jafnan þykja hæpið að taka mark á því, sem undirmenn segja um yfirmenn sína. Hins vegar vildi ég minnast á frístundastarf hans, sem er aðallega grúsk í bókum um íslenzk efni, ísland, íslenzka sögu og bókmenntir. Er ég þess fullviss, að í Siglufirði, og jafnvel þótt leitað væri í all- mörgum öðrum kaupstöðum og sýslum, fyndist enginn, sem væri honum fróðari um þessi efni sam anlagt. Eg lýk svo þessum orðum með því að þakka Hlöðve og fjöl- skyldu hans fyrir ánægjulegt sambýli og kynni, fyrir mína hönd og minnar fjölskyldu, og óska þeim, í tilefni af þessum tímamótum í ævi hans, velfarn- aðar í framtíðinni. B. S. Hétel Loftleiiir Hið nýja hótel Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli tók til starfa um síðustu mánaðamót. Hótelið er eitt hið fulkomnasta á landinu og ekki dýrara en önn- ur ferðamannahótel í Reykjavík. Að sjálfsögðu er hótelið ekki einungis fyrir flugfarþega félags- ins, heldur stendur það opið öll- um ferðamönnum jafnt, erlend- um og innlendum. Umboðsmaður Loftleiða hér í Siglufirði er Gestur Fanndal kaupmaður, og annast hann pönt un á herbergjum á hótelinu fyr- ir þá, sem þess óska. Mjölnir — (5

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.