Mjölnir


Mjölnir - 10.05.1966, Blaðsíða 6

Mjölnir - 10.05.1966, Blaðsíða 6
Fréttabréf frá Skagaströnd **++*++**++++*+++***+****+**+*+++***+*+******** Tíðarfar hefur verið ágætt hér undanfarið og er snjóinn óðum að leysa en hann var mikill, og þó sérstaklega í norðari hluta þorpsins og eru ennþá háir ruðn ingar meðfram götunum. Sauðburður fer nú senn að byrja og vona menn að hann gangi vel. Heyfengur mun vera nægur. Einn bátur, Guðjón Arnason, hefur stundað rækjuveiðar að undanförnu og aflað vel, en hann er nú að hætta veiðum, og hef- ur heyrzt að hann fari á þorska- netaveiðar mjög bráðlega. Margir bátar stunda grásleppu veiði, en afli hefur verið tregur en vonað er að veiði aukizt. Æskulýðsguðsþjónusta var í Hólaneskirkju á sumardaginn fyrsta. Sóknarpresturinn, sr. Pét ur Þ. Ingjaldsson, predikaði, unglingar sungu og Kristján A. Hjartarson lék á orgelið. FERMING í HÓLANESKIRKJU Þann 19. maí nk. (uppstigning ardag) fer fram ferming ung- menna í Hólaneskirkju á Skaga- strönd. DRENGiIR: Ari Olafsson, Sævarlandi. Árni Másson, Réttarholti. Hinrik Jóhannesson, Ásholti. Helgi Gunnarsson, Stórholti. Hjörtur Guðbjartsson, Vík. Kári S. Lárusson, Ási. Kristinn Ágústsson, Blálandi. Kristmundur Ingibjörnsson, Hólabraut 7. Magnús Jónsson, Asparlundi. Skúli Bjarnason, Eyri. STÚLKUR: Áslaug B. Hrólfsdóttir, Bjarma- landi. Eyrún Birgisdóttir, Straumnesi. Guðrún Jónsdóttir, Karlsminni. Guðríður Axelsdóttir, Lækjar- bakka. Ingibjörg Þorfinnsdóttir, Boga- braut 9. Margrét Guðlaugsdóttir, Vina- Öllum þeim, sem sýndu mér vináttu og hlý- hug á sextugsafmæli mínu, flyt ég innilegustu þakkir og árnaðaróskir. Hlöðver Sigurðsson. •f- ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ * *********************************************** Grein Ragnars Arnalds Framhald af 3. síðu. einhverri grein íslenzks sjálfstæð is . Hin einstæða einokunarað- staða, sem Bandaríkjamönnum hefur verið veitt til áhrifa í ís- lenzku menningarlífi með sjón- varpinu, er eitt skýrasta dæmið um það, hvernig þjóðin kann að glata menningarlegu fullveldi sínu. Erlent stórveldi fær leyfi til að reka öflugasta áróðurs- og áhrifatæki nútímans í íslenzkri menningarhelgi. Og þúsundir manna með ríkisstjórn í farar- broddi skilja ekki eða vilja ekki skilja, hvað er að gerast í þjóð- lífi okkar, þegar tugþúsundir ís- lenzkra barna og unglinga sitja dag eftir dag við útsýnisglugga amerískrar menningar og ómenn ingar. Alúmínmálið er enn eitt hörmu- legt dæmi þess, að sjálfstæði þjáð- arinnar ryðar til falls ■ höndum þeirra, sem með völdin fara. Verði erlendum auðhring hleypt inn i land ið með risavaxinn rekstur, er visvit- andi vegið að rótum hins íslcnzka fullveldis með tvennum hætti: íslcndingar eru að selja af hendi hluta af efnahagslegu og atvinnu- legu sjáfstæði þjóðarinnar, sem for- feður þeirra endurheimtu með langri baráttu, og þeir eru um leið að rýra stjórnafarslegt sjálfstæði sitt: afhenda dómsvald úr landinu, svipta sig löggjafarrétti gagnvart langstærsta fyrirtæki landsins — og kalla yfir sig pólitíska ihlutun er- lendra aðila, sem ekki skortir fé til að skakka leikinn svo um munar í íslenzkum stjórnmálum, ef hags- munir þeirra heimta. AU«LT§IICÍ um framboðslista við bæjarstjórnarkosningarnar í Siglufirði, 22. maí 1966: A listi Alþýðuflokksins B listi Framsóknarflokksins D listi Sjálfstæðisflokksins G listi Alþýðubandalaf'sins Kristján Sigurðsson Ragnar Jóhannesson Stefán Friðbjarnarson Benedikt Sigurðsson Jóhann G. Möller Bjarni Jóhannsson Knútur Jónsson Kolbeinn Friðbjarnarson Sigurjón Sæmundsson Skúli Jónasson i Anna L. Hertervig Þóroddur Guðmundsson Hörður Arnþórsson Bogi Sigurbjörnsson Ásgrímur Sigurðsson Hannes Baldvinsson Hólmsteinn Þórarinsson Sigurður Þorsteinsson Kjartan Bjarnason Valey Jónasdóttir Jón Dýrfjörð Guðmundur Jónasson Óli J. Blöndal Óskar Garibaldason Kristján Sturlaugsson Sigríður Þorsteinsdóttir Pétur Gautur Kristjánsson Hinrik Aðalsteinsson Regína Guðlaugsdóttir Jón Sveinsson Páll G. Jónsson Kristján Sigtryggsson Skarphéðinn Guðmundsson Sigurjón Steinsson Þórhalla Hj álmarsdóttir Guðrún Albertsdóttir Óli Geir Þorgeirsson Bjarki Árnason Agnar Þór Haraldsson Þórhallur Björnsson Þórarinn Vilbergsson Benedikt Sigurjónsson Gústav Nilsson Ragnar Arnalds Stefán Guðmundsson Bjarni Þorgeirsson Andrés Hafliðason Jón Gíslason Steingrímur Magnússon Sigurður Magnússon Ólafur Þ. Þorsteinsson Einar M. Albertsson Friðrik Márusson Sigurbjörg Hj álmarsdóttir Ásgrímur Helgason Halldór Þorleifsson Einar Ásgrímsson Oddur Vagn Hjálmarsson Þormóður Runólfsson Jósafat Sigurðsson Ólafur Magnússon Jóhann Stefánsson Kristinn Georgsson Katrín Pálsdóttir Sigrún Kr.istinsdóttir Sverrir Sveinsson Jóhann Ólafsson Páll Ásgrímsson Jón Kristjánsson Jóhann Þorvaldsson Baldur Eiríksson Þorvaldur Þorleifsson Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hefst í bæjarfógetaskrifstofunni í Siglufirði mánudaginn 25. apríl 1966. Siglufirði, 23. apríl 1966. Kjörstjórnin í Siglufjarðarkaupstað. 6) — Mjölnir

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.