Mjölnir - 17.05.1966, Qupperneq 3
síld og öðrum sjávarafurðum fyrir
erlendan markað.
Bæjarsrjórn hafi forgöngu um
nýtingu þeirra möguleika til auk-
inna viðskipta og margvislegra
samskipta við Austur-Skagfirð-
inga, sem skapast munu við til-
komu öruggs akvegasambands.
I
Breytt um stefnu
Það væri mikið óhapp og
glapræði, ef Siglufjörður grotn-
aði á örfáum árum niður í það
að verða nokkur hundruð manna
örfátækt þorp, með alltof stóra
yfirbyggingu, vafið í skuldir og
fjárhagslegt öngþveiti, sem það
gæti með engu móti risið undir.
En þetta er það, sem að mínu
viti er framundan, ef ekki verð-
ur nú á síðustu stundu breytt um
stefnu og hafizt handa um efl-
ingu atvinnulífsins á grundvelli,
sem er óháður duttlungum síld-
arinnar.
í öllum kaupstöðum hér norð-
anlands hefur velmegun vaxið og
fólksfjöldi aukizt ár frá ári und-
anfarið, — nema í Siglufirði.
Að vísu hefur þróunin í hinum
kaupstöðunum gengið hægt, en
alltaf hefur þokað fram á við.
Hvers vegna skyldi Siglufjörð-
ur ekki geta orðið samferða hin-
um norðlenzku kaupstöðunum í
sókn þeirra fram á við?
Alþýðubandalagið telur, að
engin gild röksemd sé fyrir því,
að Siglufjörður dragist aftur úr.
Alþýðubandalagið telur, að til
þess að snúa taflinu við, þurfi
fyrst og fremst raunsæi á óstandið
eins og það er á hverjum tíma, og
cinbeittan vilja og viðleitni til oð
styrkjo og efla atvinnulíf bæjar-
ins. Fjórmagns i þessu skyni mó
ofla eftir ýmsum leiðum. En það,
sem mestu móli skiptir, er einbeitt
forysta.
Alþýðubandalagið telur, að þó
forystu eigi bæjarstjórnin að hafa.
Alþýðubandalagið telur, að nú-
verandi bæjarmólaforystu skorti
bæði vilja, raunsæi og getu til að
hafa forystu i atvinnumólum bæj-
arins, og þvi beri Siglfirðingum að
vikja henni til hliðar i kosningun-
um.
Alþýðubandalagið mun beita
sér fyrir auknu frumkvæði bæjar-
stjórnar og bæjarfélagsins i at-
vinnumólum, og skorar á Sigl-
firðinga að veita sér til þess aukið
brautorgengi í kosningunum.
Rætf við
Þórhöllu DavíðsdóH’ur
Framhald af bls. 4
— Hvað vildurðu nefna fleira?
— Eg hef auðv.itað ýmislegt
fleira í huga, þótt ástæðulaust
sé að rekja það í stuttu viðtali.
Til dæmis tel ég, að það sé eitt
af verkefnum næstu hreppsnefnd
Þriðjudagur 17. maí 1966.
-Rshjovinnsliii ð Shogdströnd
Framhald af bls. 4
allra hæstri nýtingarprósentu og
heimtaði því, að hráefnið væri
gernýtt. En því meira sem kon-
urnar verða að einbeita sér að
því að nýta hverja rækjuögn,
þótt lítil sé, þeim mun minni
verður vinnuhraðinn og afköstin
á hverjum klukkutíma. Ákvæðis-
vinnukaupið var alltof lágt mið-
að við svo mikla nýtingu. Mér
skilst reyndar, að á Sauðárkróki
og víðar sé framleiðslan unnin
í tímavinnu.
ELÍSABET ÁRNADÓTTIR
— Var öll rœkjan, sem hingað
kom, unnin hér?
— Nei, svo er það nú eitt.
Mikill hluti af aflanum var fryst-
ur hér og fluttur óunninn burt.
V.ið unnum aðeins úr rækju, sem
var nýkomin upp úr sjó. En það
kom aldrei fyrir, að rækjan væri
þýdd upp til vinnslu hér. Fram-
leiðslan stóð í 45 daga, frá 9.
marz til 22. apríl, en þar af urðu
vinnudagar aðeins 16. Vinnan
varð því anzi slitrótt og erfitt
fyrir konur að ná verulegri leikni
en rækja, sem átti að verða til
atvinnubóta hér, var að tals-
verðu leyti flutt burt.
— Ætlarðu að vinna við þetta
næsta vetur?
— Þegar atvinnuleysi ríkir,
verður maður að sætta sig við
ýmislegt, sem maður er ekki á-
nægður með. En ég myndi aldrei
fara í þessa vinnu aftur með
sömu kjörum og í vetur.
Erla Lárusdóttir vann við
rækju á Bíldudal fyrir mörgum
árum. Hún segir, að þar hafi
verkið verið unnið í ákvæðis-
vinnu, en hins vegar hafi kon-
ar að láta gera lokuð frárennsli
fyrir utan á. Ástandið eins og
það er nú, er óviðunandi og frá-
leitt frá heilbrigðissjónarmiði.
— Ertu bjartsýn á kosninga-
úrslitin?
— Já, eiginlega er ég það. Mér
virðist, að vinstrimenn hafi ekki
áður staðið jafnvel saman'og nú
hér á Blönduósi.
urnar ekki þurft að hugsa um
nýtinguna.
— Hér þurftum við að hirða
hvert einasta kvikindi, þó það
væri smátt og illa farið, til þess
að reyna að pína upp nýtinguna
eins og hægt var. Þeir vildu fá
24^—25% nýtingu, en á Bíldudal
vorum við alveg látnar einar um
það, hvernig við unnum úr rækj-
unni. Á Bíldudal náðum við líka
auðveldlega tímakaupi og kom-
umst oft hátt á 3 kg af unninni
rækju á klukkutíma, en héma
afkastaði ég innan við eitt og
hálft kg, þegar bezt lét og flestar
voru með innan við kg á klukku-
stund. Auk þess var vinnuaðstað
an lélegri hér, t. d. engir stólar
eins og á Bíldudal og annars
staðar, þar sem unnið er við
rækju.
— Er þetta ekki annars sæmi-
leg vinna?
— Jú, þetta er ágætis vinna og
miklar vonir voru við hana
bundnar. Samt myndi engin fást
í þetta, ef kjörin væru ekki betri,
og næg önnur vinna væri fyrir
konur. Eg stórefast líka um, að
konur muni fást til að vinna aft-
ur með kjörum sem eru langt
undir tímakaupi.
Krislinn ]óhannsson, varafor-
rnaður verkalýðsfélagsins, veitti
blaðinu þær upplýsingar, að við
athugun, sem gerð hefði verið í
3 daga, hefði komið í ljós, að
nýtingarprósentan var um 24%.
En þar sem rækjan væri annars
staðar unnin í ákvæðisvinnu,
væri nýtingin yfirleitt um 18%,
enda væri sjálfsagt vafasamt
hvort borgaði sig að gjörnýta
rækjuna, þar eð afköstin minnk-
uðu þá stórlega. En hvað sem
væri rétt í því efni, væri hitt aug-
ljóst, að það væri hrein ósvífni
að láta minni afköst vegna auk-
innar nýtni koma niður á stúlk-
unum, enda væri það sjálfsagt
einsdæmi.
Kr.istinn sagði, að forystu-
menn verkalýðsfélagsins hefðu
haldið fund með konunum og
hefði þar verið samþykkt að
krefjast 40 kr. á kg af unninni
rækju í stað um 30 kr. Hefðu
þeir síðan farið til Björgvins
Brynjólfssonar, framkvæmdastj.
Höfðavers, og óskað eftir viðræð
um. En hann hefði aðeins bent
á hurðina á verzlun Andrésar
Guðjónssonar og beðið þá að
lesa auglýsingu frá Höfðaveri
um það kaup, sem fyr.irtækið ætl
aði sér að borga. Hann væri ekki
til viðræðu um neitt annað. Fór
svo, að Björgvin Brynjólfsson,
fyrrv. form. verkalýðsfélagsins,
borgaði það sem honum sýndist
og neitaði öllum samningum. En
verkalýðsfélagið og konurnar
létu kyrrt liggja — að sinni.
- Kristjdn
Framhald af bls. 1
og verkinu hefur miðað heldur
hægt áfram. Aðstaða til inni-
íþrótta er mjög erfið. Notazt er
við samkomuhúsið gamla, en
gólf er þar slæmt svo og loft-
ræsting og upphitun, en talað
hefur verið um að koma upp
íþróttahúsi í sambandi við skól-
ann.
— Vildirðu a3 lokum nefna eitt-
hvett framfaramál hér á staSnum?
— Atvinnumálin eru auðvitað
mikilvægust. En ég vildi mega
minna hér á málefni, sem yngsta
kynslóðin hefur áreiðanlega mik
inn áhuga á. Hér á Skagaströnd
er enginn leikvöllur fyrir börn,
en sæmilegur völlur er alls ekki
svo fjárfrekt fyrirtæki, að lengi
þurfi að dragast að koma þessu
nauðsynjamáli í framkvæmd.
- Krístinn
Framhald af 1. síðu.
mjög skemmt og kostar viðhald-
ið hundruð þúsunda á ári. Verst
er þó, að ekki virðist nein teikn-
ing til af kerfinu, svo að þess
eru dæmi, að þegar þurft hefur
að loka fyrir vegna bilunar, hef-
ur það kostar hreppsfélagið þús-
undir króna, að engin vissi, hvar
krani var á leiðslunni. Það er
brýn nauðsyn, að þeir fáu menn,
sem búa yfir nokkurri vitneskju
um vatnsveitukerfið, leggi sam-
an ráð sín og festi þekkingu sína
á blað.
— Þú nefndir atvinnumálin,
Kristinn. En nú segir Björn Pálsson
hverjum sem heyra vill og hvort
heldur á Alþingi e3a annars staSar,
að hér séu engin atvinnuvandamál
og allir hafi nóg að strfa við grá-
sleppuveiðar og önnur stárgráða-
fyrirtæki.
— Sem betur fer taka ekki
margir mark á Birni Pálssyni nú
orðið. Hvað snertir grásleppu-
veiðina, er þannig ástatt í dag,
að enginn veit, hvort fást muni
hátt verð eða lágt fyrir hrogn-
in. Svo gæti farið, að Birni Páls-
syni fyndist heldur þröngt í búi
hjá sér, ef hann ætti að lifa á
því, sem menn fá fyrir grásleppu.
— Hvernig hefur atvinnuástandið
verið í vetur?
— Margir hafa farið í burtu
og sumir hafa haft litla sem enga
atvinnu. Grásleppan hefur verið
aðalatvinnuvegurinn, en einnig
má nefna rækjuvinnslu. Hins
vegar hefur enginn netafiskur
verið í vetur eins og í fyrra.
— Er ekki yfirleitt lítil atvinna
hér fyrir unglinga?
— Jú, mjög lítil. Það er mín
skoðun, að bærinn eigi að koma
upp kartöflugeymslu hér á
staðnum. Yfirleitt verða menn
- 7. tbl. - (Ath. að dagsetning á forsíðu er röng).
að selja uppskeruna strax á haust
in, enda þótt verð hækki mjög,
þegar líður á veturinn. Stórauk-
in kartöflurækt myndi veita börn
um og unglingum talsverða at-
vinnu á vorin og haustin.
— Hvaða úrræði viltu helzt nefna
í atvinnumálum?
— Leggja verður höfuð-
áherzlu á það, að síldarverksmiðj
an verði starfrækt. og flutninga-
skip flytji síldina fremur hing-
að en suður til Reykjavíkur. f
öðru lagi álít ég, að niðurlagn-
ingaverksmiðja væri sérstaklega
heppileg fyrir staðinn, þar sem
hún veitir atvinnu einmitt á þeim
tíma, sem atvinnuástandið er lak
ast, þ. e. frá haustinu og fram á
vorið. Okkur er talin trú um
það hér, að enginn markaður
sé fyrir niðurlagða síld eða sjó-
lax, en á sama tíma er verið að
undirbúa verksmiðj ubyggingu á
Egilsstöðum og nýja verksmiðju
á Akureyri. Auðvitað væri eðli-
Iegra, að ný verksmiðja væri
byggð hér.
Framliald af bls. 1
600 þúsund til þess að endar
næðu saman. Þó var ekki lagt
í neinar framkvæmdir umfram
það allra nauðsynlegasta, enda
hefði ekki fengizt nein aðstoð
úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
að öðrum kosti.
Ein helzta ástæðan fyrir þess-
um fjárskorti er auðvitað sú, að
langstærsta fyrirtæki staðarins,
síldarverksmiðjan, er ekki að-
eins lítill vinnuveitandi heldur
enn lakari skattgreiðandi. Nú í
vor var samþykkt á Alþingi að
leggja aðstöðugjald á Síldarverk
smiðjur ríkisins, en vegna þess
að gjaldið er aðeins miðað við
veltuna á hverjum stað, kemur
ekkert í hlut Skagstrendinga á
þessu ári, og mun svo verða með
an ekkert er brætt í verksmiðj-
unni. Stjórn verksmiðj anna lagði
hins vegar til, að skipting gjalds-
ins yrði miðuð við hvort
tveggja: veltuna og afkastaget-
una á hverjum stað. Ef sú til-
laga hefði náð fram að ganga,
hefði Skagaströnd fengið 5%
eða um 250 þúsund af gjaldinu.
Ragnar Arnalds og Jón Kjartans
son fluttu þessa tillögu verk-
smiðjustjórnarinnar á Alþingi,
en hún var felld.
— Og hver eru lokaorð þin að
sinni?
— Eg vil aðeins segja það, að
þótt ekki tækist samstaða um
málefnasamning nú fyrir kosn-
ingar, vil ég leyfa mér að vona,
að gott samstarf takist eftir kosn
ingar milli allra flokka um helztu
hagsmunamál hreppsins, því að
það er skilyrði þess, að eitthvað
geti áunnizt.
Mjölnir — (3