Mjölnir - 10.02.1967, Blaðsíða 7
!
Óskar Garibaldas.
Viðtal við
Framhald af 1. síðu.
togveiða- og línubáta, miðað við
slægðan fisk. Þá verður nú gerð
tilraun til að örva útgerð smá-
báta frá Sauðárkroki með sér-
stakri aðstoð, og útgerð neta-
báts, sem mun leggja upp á
Hofsósi. Sá bátur fær svipaða
fyrirgreiðslu og togbátarnir. Þá
var samþykkt lítilsháttar aðstoð
í sambandi við rækjuvinnslu á
Drangsnesi.
— Geturðu sagt mér eittlwað
um, hver þátttakan verður í út-
gerð hér norðanlands í vetur? ■
— Ekki nákvæmlega. Við ger-
um okkur þó vonir um, að hún
verði meiri en í fyrra. T. d. munu
togbátar verða sex nú, móti
þrem í fyrra, frá Siglufiröi, Ól-
afsfirði, Hrísey og Akureyri,
einn frá hveíjum stað, og tveir
frá Dalvík.
— Hvað um árangur af starfi
nefndarinnar sl. ár?
— Eins og ég sagði, verður
skýrsla hennar væntanlega birt
innan skamms, og tel ég ekki rétt
að gera efni hennar að blaða-
mat nú. En við stöndum í þeirri
meiningu, að okkur hafi tekizt
að hafa nokkur áhrif með verð-
uppbótunum á fisk og ýmislegri
annarri fyrirgreiðslu. Afli tog-
og iínubáta, sem lagður var á
land á Siglufirði, Dalvík og Ól-
afsfiröi, varð miklu meiri eftir
að uppbæturnar komu til en ár-
ið á undan, og hafði því'veruleg
áhrif á landvinnuna.
— Þú sagðir, að nefndin hœtti
störfum 1. júní í vor.
— Eins og flestir vita, sem á
annaÖ borð vita um tilveru þess-
arar nefndar, var hún stofnuö
sumarið 1965 með samkomulagi
sem gert var milli verkalýðsfé-
laganna og ríkisstjórnarinnar.
Þá var ákveðið, að starfstími
hennar yrði tvö ár. Sá tími renn-
ur út í vor.
-— Það hefur stundum verið
sagt, að verkalýðsfélögin hafi
keypt ríkisstjórnina til að gera
sjálfsagðar ráðstafanir í atvinnu
málum Norðurlands, með því að
slá af almennum kröfurn um
kaup og kjör.
— Það er rétt, að við slógum
af kröfum okkar 1965 gegu lof-
orði um ráðstafanir í atvinnu-
málum, og sættum okkur við
lægra kaup en Sunnlendingar
fengu. Þetta héfur þó jafnast
nokkuð síðan, t. d. er lægsti
taxti okkar nú kr. 46.76, en Dags
brúnar 45.62. Dagsbrúnarmenn
fá hins vegar hækkun upp í kr.
47.90 á lægsta taxta sínum eftir
tveggja ára starf, en við fáum
ekki slíka hækkun. Sjálfsagt má
deila um það, hvort við höfum
gert rétt, þegar við sömdum 1965
og sjálfsagt eru einhverjir, sem
segja, að við höfum samið af
okkur, bæði þá og síöan. En
hvað sem um það er, þá lít ég svo
á, að starfsemi atvinnumála-
nefndarinnar hafi orðið til gagns
og að samningurinn við ríkis-
stjórnina hafi fært okkur það,
sem við gerðum okkur vonir um.
—- Svo nefndin verður þá lögð
niður í vor?
— Samningstíminn rennur út
í vor. Það er vonandi, að at-
vinnuástandið hér norðanlands
táki fljótlega þeim breytingum,
að ekki verði þörf fyrir nefnd
eins og þessa. En að óbreyttum
aðstæðum held ég að það væri
skaði að leggja hana niður,
sagði Óskar að lokum.
Ólafsfjörður fær sjólf-
virkan síma
Sjálfvirkur sími var tekinn í
notkun í Ólafsfirði þann 13.
jan. sl. Stöðin er gerð fyrir 300
númer alls, en nú voru tekin í
notkun 175 númer. Ólafsfjörður
tilheyrir svæði 96 og byrja núm-
er þar á 62. Stöðvarstjóri pósts
og síma í Ólafsfirði er Brynjólf-
ur Sveinsson.
MAÐUR DRUKKNÁR
Þann 17. jan. sl. varð það
slys, að maður féll fyrir borð á
vélbátnum Stíganda frá Skaga-
strönd, er hann var í róðri. —
Maðurinn náðist ekki og var
hans leitað lengi árangurslaust.
Hann hét Ingólfur Bjarnason,
Bjargi, Skagaströnd, 28 ára gam
all og lætur eftir sig tvö börn.
Firmakeppni
Tennis- og
badmintoniélags
Sigluijarðar
Fyrir skömmu fór fram firma
keppni Tennis- og badminton-
félags Siglufjarðar. Urslit urðu
þau, að 1. verðlaun hlaut blaðið
Mjölnir, en keppandi fyrir það
var Haraldur Erlendsson, í-
þróttakennari. 2. verðlaun hlaut
Trésmíðaverkstæðið Aðalgötu 1,
en keppandi fyrir það var Gunn-
ar Blöndal. Þátttaka í þessari
firmakeppni var mjög góð bæði
af hálfu keppenda og fyrirtækja.
Starfsemi Tennis- og badmin-
tonfélagsins hefur staðið með
miklum blóma, en þrengsli í
fimleikahúsinu há þá starfsem-
inni nokkuð, þar sem salurinn
er í stöðugri notkun frá því
snemma á morgnana og allt fram
til miðnættis. Hyggja þeir TBS-
menn og fleiri frj álsíþróttamenn
gott til glóðarinnar, ef sundhall-
arsalurinn kemst einhvern tínia
í notkun sem íþróttasalur.
saltað, nýtfr
og reykt
nýtt, reykt
og súrsað
ogr
TÍnarpyknr
Vörur fró Slóturfélagi Suður-
lands eru gæðafæða
GESTUR FANNDAL
Hý tegund bifreiðatrygginga
Samvinnutryggingar hófu bif-
reiðatryggingar í janúar 1947
og eru því um þessar mundir
liðin 20 ár, síöan sú starfsemi
félagsins hófst.
A þessu tímabili hafa Sam-
vinnutryggingar beytt sér fyrir
margvíslegum nýjungum og
breytingum á bifreiöatrygging-
um, sem allar hafa verið gerðar
með tilliti til hags hinna fjöl-
mörgu viðskiptamanna.
Hálf-Kasko
Nú hafa Samvinnutryggingar
þá ánægju að kynna nýja tegund
bifreiðatryggingar, sem nefnd
Einkabifreiðir
Fólksbifreiðir, gegn borgun
Jeppabifreiðir
Vörubifreiðir, einka
Vörubifreiðir, atvinnu
Vörubifreiðir, gegn borgun
Sendiferðabifreiðir
Reiðhjól með hjálparvél
Dráttarvélar
Við undirbúning þessara trygg
inga, hefur verið leitazt við að
koma til móts við þá mörgu bif-
reiðaeigendur, sem ekki telja sér
hag í því að hafa bifreiöir sínar
í fullri kaskotryggingu.
hefur verið HÁLF-KASKO, og
er nýjung hér á landi. Trygging
þessi er hentug fyrir allar teg-
undir og geröir bifreiða.
Tryggingin bætir skemmdir,
sem verða á ökutækinu sjálfu af
völdum BRUNA, ÞJÓFNAÐAR,
VELTU og/eða HRAPS og auk
þess RÚÐUBROT af hvaða or-
sökum, sem þau veröa.
ISgjöld fyrir þessa nýju trygg
ingu eru sérlega lág, og um veru-
lega iðgjaldalækkun á bruna-
tryggingu bifreiða er t. d. að
ræða. Ársiðgjald nokkurra bif-
reiðagerða eru sem hér segir:
ársiðgjald frá kr. 850.00
ársiðgjald frá kr. 1.200.00
ársiðgjald frá kr. 850.00
ársiögjald frá kr. 850.00
ársiögjald frá kr. 1.000.00
ársiðgjald frá kr. 1.050.00
ársiðgjald frá kr. 950.00
ársiðgjald frá kr. 150.00
ársiðgjald frá kr. 450.00
Upphafið
í ársbyrjun 1947 voru hér
mun færri tryggingafélög en nú,
og höfðu þau flest starfað í ára-
tugi og því lítið um samkeppni
að ræða milli þeirra. Forráða-
menn Samvinnutrygginga voru í
upphafi ákveðnir að gefa bif-
reiðaeigendum kost á ýmsum
nýjungum í bifreiðatryggingum,
sem þá höfðu rutt sér braut er-
lendis, svo sem hinu svonefnda
afsláttarkerfi (bónus), sem Sam-
vinnutryggingar tóku strax upp
og valdiÖ hefur byltingu í þess-
ari tryggingagrein hér á landi.
Flest önnur tryggingafélög hafa
síöan tekið upp þetta kerfi, sem
eins og flestum er kunnugt, bygg
ist á því, að menn fá verulegan
afslátt af iðgjaldinu, ef þeir
valda ekki tjóni, og er mönnum
þannig mismunað eftir hæfni
þeirra í akstri. Afsláttur þessi
nemur nú stórum upphæðum,
sem varkárir ökumenn og bif-
reiðaeigendur hafa sparað á
þennan hátt. Bónuskerfið hefur
nýlega verið tekið til endurskoö-
unar, og fá nú gætnir ökumenn
allt að 60% afslátt af iðgjaldi
ábyrgðartrygginga bifreiða.
Heiðursviðurkenningar og
ÖF-trygging
Ökumenn hafa verið heiðrað-
ir fyrir góðan akstur og hafa
4655 hlotið viöurkenningu fé-
lagsins fyrir 5 ára öruggan akst-
ur og 1648 viöurkenningu og
verðlaun fyrir 10 ára öruggan
akstur, en verðlaunin eru fólgin
í því, að ellefta tryggingarárið
er iðgj aldsfrítt. Stofnaðir hafa
verið klúbbarnir „Öruggur akst-
ur“ víðs vegar um landið fyrir
frumkvæði Samvinnutrygginga,
en þessir klúbbar hafa það mark-
mið að auka . umferðaröryggi,
fyrst og fremst í heimahögum
og almennt í samráði við aðra
aðila. í byrjun árs 1966 var tek-
in upp ný ökumanns- og farþega-
trygging, sem var algjör ný-
lunda hér á landi. Alvarleg slys
hentu á sl. ári, þar sem bætur
voru greiddar úr tryggingu þess-
ari, og hefur hún því þegar sýnt
hversu nauðsynleg hún er.
Umferðarmál
Allir vita, að umferö hér á
landi er óeðlilega hættuleg, þar
sem talið er, að nærri þriðja
hverja bifreiÖ, að meðaltali,
lendi í tjóni á ári hverju. Þetta
er hærra hlutfall en í öðrum
löndum, þar sem umferð er mun
meiri, og ber að gera allt, sem
hægt er, til að ráða bót á ástand-
inu.
Meðan bifreiöum og bifreiða-
stjórum fjölgar jafn mikið og
verið hefur nú hin síðari ár, má
ljóst vera, að hér stefnir í óefni,
ef ekki er að gert í tæka tíð.
Verður þar að koma til forystu
allra ábyrgra aðila, í þeim mál-
um, sem um umferð og um-
ferðaröryggi fjalla og vakandi
áhugi og samvinnuvilji allra veg-
farenda.
Allt frá upphafi liafa Sam-
vinnutryggingar lagt áherzlu á
hvers konar fræðslustarfsemi í
umferðarmálum, og reynt eftir
föngum að aðstoöa þá, sem starf
að hafa að slysavörnum og um-
ferðarumbótum. — Má þar til
nefna, að félagið hafði forystu
ásamt öðrum bifreiðatrygginga-
félögum um stofnun samtakanna
VARÚÐ Á VEGUM á sl. ári.
Meðan hin háa hlutfallstala
umferðarslysa hefur ekki verið
lækkuð, er enn meira áríðandi
en ella fyrir bifreiðaeigendur og
aðra forráðamenn bifreiða, að
geta fengið fyrir sannvirði margs
konar tryggingar, sem firra þá
fjárhagslegu tjóni og öðrum ó-
þægindum, ef illa tekst til.
Á þessu sviði sem öðrurn
bjóða Samvinnutryggingar
mikla og fjölbreytta þjónustu,
og sýnir hinn mikli fjöldi trygg-
ingartaka hjá félaginu á þeim
tveim áratugum, sem liðnir eru
frá stofnun þess, að þessi við-
leitni hefur verið metin að verð-
leikum.
( Fréttatilkynning)
Mjölnir — (7