Mjölnir


Mjölnir - 17.03.1972, Blaðsíða 3

Mjölnir - 17.03.1972, Blaðsíða 3
Of mikil dauð fjárfesting - ol litil framleiðsluaukning Blaðinu hefur borizt ályktun um atvinnumál, seim samþykkt var á sameiginlegum fundi verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki og Iðnsveinafélags Skagafjarðar 20. jan. sl. Er þar lögð áherzla á, að atvinnuleys- ið, sem herjað hefur á verka- fólkið á Sauðárkróki undanfarin ár, eigi a. m. k. að sumu leyti orsakir sínar i skakkri sitefnu í fjárfestingarmálum bæjarins, er hafi lagt gífurlegt fé í óarð- bæra fjárfestingu, en lítið sinnt þörfum framleiðslunnar. Álykt- unin fer hér á eítir: Á síðari árum hefur verið verulegt atvinnuleysi á Sauð- árkróki. Suim árin mjög mik- ið yfir vetrarmánuðina, þó hins vegar fleslt sumur hafi verið sæmilegt ástand, en þó etkíki nema stuttan tíma á ári hverju. Þessar miklu sveiflur miá rekja til þess, að upþbyggingu framleiðslu- greinanna hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Má m. a. benda á, að af hálfu Sauð- árkróksbæjar hefur megin- áherzla verið lögð á hvers- konar „dauðar“ fjárfesting- ar og verið eytlt til þess gíf- urlegum f j árhæðum, en stuðningi við atvinnulífið og uppbyggingu þess lítið sinnt. Því verður nú að gera þá kröfu, að iaf hálfu bæjar- sjóðs verði nú látin sitja í fyrirrúmi fjárframlög vegna fyrirtækja, sem úrslitaþýð- ingu hafa, t. d. Útgerðarfé- laigs Skagfirðinga og þeirra þátta, er snerta atvinnulífið, svo sem öflun neyzluvatns, bætta hafnaraðstöðu o.s.frv. Pundurinn krefst þess, að nú taki allir bæjarbúar hönd- um saman um að efla og treysta atvinnulífið og telur það vera hlutverk bæjar- sltjórnar Sauðárkróks, öðr- um fremur, að hiafa forustu þar um. Telur fundurinn að vinna beri að eftirfarandi: 1. Sett verði á stofn atvinnu- málanef nd, skipuð full- trúum bæjarstjómar, verfcalýðsfélaga, iðnaðar- manna og vinnuveitenda. Hhitverk nefndarinniar verði m. a. að hafa sem gleggsta heildaryfirsýn yf- ir altvinnulífið og ástand þess á hverjum tíma og gera sér grein fyrir þeim breytingum, sem þar verða og af hverju þær stafi. Þeir aðilar, sem til- nefna fulltrúa í nefndina, komi sér saiman um starfs- svið hennar og geri henni erindisbréf. 2. Fundurinn leggur þunga áherzlu á, að ekki verði færri en tvö Itogsikip gerð héðan út og stefna beri að f jölgun þeirra um eitt til tvö á næstu árum. Jafn framt er þess krafizt, að í stað m. s. Drangeyjar, sem nýlega er búið að selja úr bænum, verði þeg- ar í stað útvegað annað skip og bendir fundurinn á hagikvæmni þess, með itilliti til atvinnusjónar- miðs og fjárhagslegrar getu Ú. S. og bæjarsjóðs, að fengið verði 2 til 3 ára notað skip erlendis frá, a. m. k. mieðan á smíði nýs skips stendur. 3. Leitast verði við að gera það hráefni, sem til frysti- húsanna berst, sem verð- mætast og bezt og verði í því skyni tekin upp notk- un fiskikassa í skipum Ú. S. 4. Tryggt verði, að áfram- haldandi vinnsla geti orð- ið á skelfiski yfir þann tíma, sem önnur vinna er af Skornum sfcammti. 5. Athugun verði gerð á þvi, hvort ekki sé hægt að innleiða nýjar vinnsluað- ferðir sjávarafla, sem hafi í för með sér aukna at- vinnu og aukin verðmæti. Bent er t. d. á grásleppu- hrogn í þessu sambandi. 6. Þar sem vitað er, að í ná- inni framtíð þarfiað verja miklum fjárhæðum til endurbóta á frystihúsun- um, til þess að þau verði hæf til framleið3lu fyrir erlendan markað, telur fundurinh að Itaka beri til nákvæmrar yfirvegunar, hvort ekki beri fremur að ráðast í byggingu nýs full- fcomins húss, er fullnægj- andi verði næstu áratug- ina í stað þess að leggja e. t. v. milljónatugi í end- urbætiur tveggja gamalla húsa. Væri þá eöhlegast að þau fyrirtæki, sem nú eru Stærst í íiskiónaoi og útgerð tækju höndum saman um þetta, ásamt bæjarfélaginu. 7. Með tilhti til hina mikla fjiármagns, sem varið heí- ur verið úr opinberum sjóðum til byggmgar sút- unarvertksmiöjunnar, tel- ur fundurinn rétt að hlut- ast verði til um rannsofcn á fjárhagslegri uppbygg- ingu fyrirtækisins og hvaó á skorti til þess að starf- semi iþess sé í eðhlegu formi. Þá telur fundurmn að með fiullum rekstrí verksmiðjunnar og starf- rækslu fyrirtækja, sem rekin væru í tengsmm við hana, eigi sútunarverk- smiðjan að geta orðið að þeirri raunverulegu mátt- arstoð atvmnulífsins hér, sem svo mjög var á loft haldið að hún gæti orðið. 8. Endurskipuiögð verði starfsemi rörasteypu bæj- arins, m. a. með auknu húsnæði, nýjum vélum og fjölbreyttari framleiðslu. 9. Haldið verði áfram upp- byggingu öagnfræðaskól- ans og hafin verði bygg- ing iðnskóla nú á þessu ári. Bæjarstjóm tryggi, að lóðir séu ávallt fyrir hendi itil íbúðarbygginga og kannaðir áframhald- andi möguleikar á bygg- ingu fjölbýlishúsa. Telur fundurinn að með þvi að framfylgja þeim at- riðum, sem hér eru fram sett, ásamt annarri eðlilegri uppbyggingu, sé verið að leggja varanlegan og traust- an grundvöll að atvinnulífi á Sauðárkróki. TILKYNNING til framleiðenda og innflytjenda vörugjaldsskyldrar vöru Gefin hefur verið út reglugerð nr. 15 11. febrúar 1972, um vörugjald, samkvæmt heimild í lögum nr. 97/1971. Um leið og framieiðendum og innflytjendum vörugjalds- skyldrar vöru er bent á að kynna sér efni reglugerðarinnar, skal vakin sérstök athygli á eftirfarandi: 1. Ákvæðum 33. gr. reglugerðarinnar um tilkynningarskyldu framleiðenda til toll- stjóra varðandi framleiðsluvörur. 2. Ákvæðum 11. gr. regluigerðarinnar um 'gerð og auðkenni vörureikninga frá fram- leiðendum yfir gjaldskyldar vörur. 3. Ákveðið hefur verið, að efltirlit með auð- kennum vörureikninga framleiðenda og innflytjenda, sbr. 11. gr. reglugerðarinn- ar, verði 1 höndum tollstjórans í Reykja- . vík fyrir allt landið. FJÁRMÁLAKÁÐUNEYTH), 18. febrúar 1972. r>' y o‘ ■ TILKYNNING frá fjárveitinganefnd Alþingis Fjárveitinganefnd Alþingis hefur ákveðið að setja eftirfarandi reglur um frest til að skila umsóknum um fjárveitingar í fjárlögum fyrir árið 1973: Umsóknir um f járveitingar til f járfestingarfrain- kvæmda skulu hafa borizt viðkomandi ráðuneyti eigi síðar en hinn 1. maí n. k. Umsóknir um f járveitingar til annarra málaflokka frá einstaklingum og félagasamtökum skulu hafa borizt viðkomandi ráðuneyti fyrir 1. júni n. k. Gena má ráð fyrir, að umsóknum, sem síðar ber- ast, geti nefndin eigi sinnit við afgreiðslu næstu fjárlaga. FJÁRVEITINGANEFND ALÞINGIS Frá Lífeyrissjáði stéttarfélaga í Skagafirði Áformað er að veita lán úr sjóðnum, til sjóð- félaga, er koma til greiðslu í maí n. k. Umsóknar- eyðublöð og nánari upplýsingar er að hafa á skrif- stofu Verkamannafélagsins Fram, Aðalgötu 20, Sauðárkróki og hjá Þórði Kristjánssyni, Hofsósi. Umsóknarfrestur er til 31. marz n. k. Stjórn Lífeyrissjóðs stéttarfélaga í Skagafirði. Tilkynning um skuldakröfur á sjúkrasamlög Með lögum nr. 96/1971 eru gerðar verulegar breytingar á reikstrargrundvelh sjúkrasamlaga, að því er snertir greiðsluaðild ríkissjóðs og sveitar- félaga. Þess vegna er nauðsynlegt að hraða reiknings- uppgjöri sjúkrasamlaga fyrir árið 1971 og gera glögg skil á tilföllnum kostnaði fyrir og eftir s. 1. áramót. Er því skorað á lækna, lyfjaverzlanir og áðrá þá, sem kröfur eiga á hendur sjúkrasamlö^úm fyrir s. 1. áramót, að leggja fram kröfur ^ínar sem allra fyrst og eigi síðar en 1. marzVn. k. V Reykjavík, 17. febrúar 1972. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS X x MJÖLNIR — 3

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.