Mjölnir


Mjölnir - 29.06.1972, Blaðsíða 5

Mjölnir - 29.06.1972, Blaðsíða 5
tJtgef.: Alþýöubandalagið í Norðurlandskjördæmi vestra. Ábyrg;ðarmaður: Hannes Baldvinsson. — AfgTelðsla: SuðorRÖtu 10, Siglufirði. Siml 71204. Árgjald 75 kr. — Slgluf jarðarprentsmiðja h. '. Hafin lagning háspennulínu úr Eyjafirði í Skagafjörð Eins og kunnugt er hefur dregizt árum saman, að ráðin væri bót á raforkuskortinum héi* í kjördæminu. En nú er framtíðarúrlausnin á næsta leiti. Framkvæmdir eru nú að hefjast við gerð háspennulínu úr Eyjafirði í Skagafjörð og verður línan lögð í sumar. Samtengingarlínan mun liggja yfir Öxnadalsheiði nærri þjóðveginum en síðan sunnan megin í Norðurárdal og það- an um Kjálkann yfir Héraðsvötn og yfir Keykjatungu að Reykjafossi, og síðan þaðan niður að Varmahlíð. Búið er að mæla fyrir línumii og mmiu framkvæmdir hefjast næstu daga. Verður sennilega byrjað í Tungusveit- inni, en spennistöð verður líklegast sett upp við Reykjafoss. Samtenging orkuveitusvæðamia á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra er fyrsta stóra sporið í þá átt að tengja saman orkuveitusvæðin um land allt í samræmi við hina nýju stefnu núverandi ríkisstjórnar. Þessi stefna mmi leiða af sér meira öryggi og ódýrara rafmagn fyrir neytendur um allt land. Og óhætt er að fullyrða, að íbúar í þessu kjördæmi fagna því alveg sérstaklega að fá þegar á næsta vetri ódýrt rafmagn, sem ella hefði þurft að bíða lengi eftir, ef farin hefði verið smávirkjanaleið. Sókn gegn hersetunni Fyrir noldmun vikum voru mynduð ný baráttusamtök gegn hersetunni, skipuð imgu fólki úr öllum stjórmnála- flokkum. Verkefni þesarar hreyfingar er að vekja almenning til vitundar um þann háska, sem af hersetu stafar fyrir land og þjóð, tungu og menningu, auk þess sem lixm skipar okkur í óæðri sess en þeim þjóðmn, sem við viljum helzt bera okkur saman við. Seta erlends herliðs er ævinlega og alls staðar talin niðurlæging og minnkun fyrir þá þjóð, sem hana verður að þola. í málefnasamningi ríkisstjórnarflokkanna er að finna lof- orð þess efnis, að heriim skuh hverfa úr landi fyrir lok kjörtímabilsins. Hlutverk hinna nýju samtaka er ekki sízt að stuðla að því að þetta loforð verið efnt undandráttar- laust í öllum greinum. I augum flestra verður hersetan því fáranlegri sem lengra liður. Og þeim fer stöðugt fjölgandi, sem skilja, að við höfum aldrei átt erindi inn í hernaðarbandalagið NATO. Okkur finnst það fáráanlegt, þegar okkur er sagt að við verðum að leggja á okkur hersetu, svo að fasista- stjórnir í löndum eins og Portúgal, Grikklandi og Tyrk- landi geti verið öruggari um völd sín. Venjulegur íslending- ur hættir líka að skilja, þegar honum er sagt, að hersetan sé nauðsynleg til að verja hinn „ameríska lífsstíl“, sem svo er nefndur. Honum sýnist Bandaríkin fyrst og fremst vera land hinnar óheftu gróðahyggju, ofbeldisverka, meng- unar og glæpa. Venjulegur Islendingur hefur viðbjóð á þessum svonefnda ameríska lífsstíl, sem stöðugt hrósar sigri yfir liinum gömlu frelsishugsjónum Ameríku. Allra sízt vill venjulegur Islendingur láta líta á sig sem banda- mann og samherja bandarísku valdaklíkumiar, sem er að fremja þjóðarmorð í Viet Nam. Því æslcufólki, sem tekur undir kröfuna um að Island verði aftur frjálst og fullvalda, fer stöðugt fjölgandi. Það mun ráða úrslitum um árangur hinna nýju baráttusanf- taka. Greiðasta leióin er ílofti Flugfélagið tengir alla landshluta með tíðum áætlunarferðum fyrir farþega og vörur. Það er fljótt, þægilegt og ódýrt að ferðast með hinum vinsælu Fokker Friendship skrúfuþotum félagsins innanlands og það er fyrir farþegann og vöruflytjandann sem við högum áætlunarferðum okkar, flugvélakosti og þjónustu’á öllum sviðum. 35 ára reynsla Flugfélagsins og landsmanna sýnir, að greiðar samgöngur í lofti eru þjóðarnauðsyn, A ' Frá Gapfræðaskóla Sigluf jarðar Skólinn getur tekið við nokkrum nemendum: vetur- inn 1972-1973. Fyrirhugað er að reka heimavist í itiengslum við skólann fáist næg þátttaka. Umsókn- ir sendist fyrir 15.—júlí n.k. til formanns fræðslu-i ráðs Skúla Jónassonar Hólavegi 16 sími 71485, eða skólastjóra Jóhanns Jóhannssonar, Túngötu 11, sími 71135, og gefa þar nánari upplýsingar. Fræðsluráð Sigluf jarðar Rýmt til á Rauðkulóð. Byrjað var fyrir nokkrum dögum að rýma til á Rauðku- lóðinni, þar sem fyrirhugsaðri fiskiðjuversbyggingu Þormóðs ramma h.f. er ætlað að risa. Var byrjað á að rífa ,,Gránu“. Verður mjölhúsið rifið næst og síðan þrærnar. Eitthvað af mannvirkjum þarna mun fá að standa næsta ár, enda eklci í vegi fyrir hinni fyrir hinni fyrirhuguðu frystihúsbygg- ingu. Frá Hjarta- og æðaverndarfélagi Siglufjarðar Aðalfundur Hjartaverndar á Siglufirði var lialdinn G. maí s. 1. Formaður félagsins, frú Hall- dóra Jónsdóttir, flutti skýrslu um störf frá siðasta aðalfundi. Það kom fram í skýrslu for- manns, að fullvíst má telja, að hóprannsóknir vegna hjarta- og æðasjúkdóma verði gerðar á Siglfirðingum - í sumar, þó eigi sé enn liægt -að segja um hven- ær það verður. Sala á minningarspjöldum Hjartaverndar hefur gefið nokkrar tekjur á liðnum árum, en þau fást ávalt í Aðaibúðinni. Þá hefur sala happdrættismiða Hjartaverndar gengið vel, en happdrætti er enn á döfinni og sala miða hefst bráðum hér í bænum. Allmargir einstaklingar hafa notið aðstoðar félagsins til að fá pláss til hjartarannsóknar í Reykjavík. ‘Stjórn félagsins var endur- kjörin, en hana skipa: Hall- dóra Jónsdóttir, formaður, Guð- munda Júlíusdóttir og Einar ~M. Albertsson, meðstjórnendur. Það var einróma álit fundar- ins að fjölga þyrfti félögum Hjartaverndar ekki síst að til- litj til þeirra rannsókna, sem fram eiga að fara í sumar. Heitir félagið á Siglfirðinga til liðveizlu við það. MJÖLNIR — 5

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.