Mjölnir


Mjölnir - 29.06.1972, Blaðsíða 6

Mjölnir - 29.06.1972, Blaðsíða 6
- Gífurleg aukning vegaframkvœmda Á þessum uppdrætti md sjá, hva<5 me&alumferð um norðlenzka vegi regndist vera á dag sumarið 1968. Prósentutölurnar sýna, livað vöruflutningabílar voru mikill hluti af bílafjöldanum. 61%. Ef litið er á öll útgjöld Framhald af 3. siðu. í: hraðbrautir, þjóðbrautir, landsbrautir, sýsluvegi og einkavegi. Langmestu fjár- magni er varið til hraðbrauta og þjóðbrauta, seim mynda beinagrind vegakerfisins, og verða að geta þolað mikla um- ferð þungra bíla. Til þjóðbrauta telst fyrst og fremst hringleiðin umhverfis landið ásamt tengibrautum lil allra helztu þáttbýlisstaða. Dagleg sumarumferð á þessum vegum er um 50-500 bílar, hér á Norðurlandi víðast um 100- 300 bílar. Ilraðbrautir nefnast hins vegar sá hluti þessara vega, þar sem bílaumferðin skiptir ekki hundruðum held- ur þúsundum og sumstaðar tugþúsundum á dag. Hraðbrautirnar verða lagð- ar með varanlegu slitlagi, steypu, malljiki eða olíumöl, en þjóðbrautirnar verða fyrst og fremsl traustir, breíð- ir og upphœkkaðir vegir, sem eiga að geta verið opnir alla daga ársins. Bygging hraðbrauta út frá Reykjavík hefur verið gífur- lega kostnaðarsöm og gleypti á árinu 1971 rúm 50% af öllu því fé, sem varið var til ný- byggingar vega á því ári. Vegirnir úti um landsbyggð- ina hafa óneitanlega orðið að gjalda fyrir þessar miklu hraðbrautafran^:væmdir, en þetta mun nú breytast lands- byggðinni i hag: á þessu ári munu hraðbrautaframkvæmd- irnar taka um 42% af fjár- magni til nýbyggingar vega, og á árinu ”73 innan við 30%. Verð hvers kílómetra af venjuiegum nýjum malarvegi kostar um það bil 2 millj. kr„ en verð hvers kílómetra hrað- brautar er 5-10 sinnum hærra, þ. e. um 10-20 millj. kr. Bílaeigendur, sem aðallega aka á þess báttar vegum fá þennan hagnað endurgreidd- an í miklu minna sliti og við- gerðarkostnaði á bifreiðinni, Þess vegna hefur þótt eðlilegt að safna upp í hinar miklu erlendu skuldir, sem hrað- brautarframkvæmdir valda, með innheimtu vegaskatts a. m. k. á löngum leiðum, eins og t. d. til Suðurnesja eða yfir Hellisheiði. Því miður fór það svo á Alþingi nú í vor, að veggjald- ið var fellt niður með litlurn atkvæðamun, 27 gegn 25, en 7 sátu hjá, og voru það þing- menn Reykjanes og Suður- lands úr öllum flokkum, sem komu því til leiðar ásamt verulegum hluta stjórnarand- stöðuþingmanna. MEKKAK VEGAFRAMKVÆMDIR í ÖÐRUM LANDSIILUTUM Eins og áður er sagt, mun heildarfjárveiting til nýbygg- ingar vega aukast mjög veru- lega á þesu ári frá því sem var 1971 eða úr 589 í 947 millj. kr. Aukningin neinur til vegamála, þ. á. m. stjórnun, viðhald, brýr, sýsluvegi o. fl. námu heildarútgjöldin kr. 1159 millj'. árið 1971 (greiðsla slculda frá fyrri árum ekki meðtalin), en nemur á árinu 1972 kr. 1610 millj. Hækkunin milli ára nernur 39%, en framkvæmdakosnaður í vega- gerð jókst um 7,8% frá 1/7 ”71 til 1/6 ”72. Það er því Ijóst, að stórfelld aukning hefur orðið í fjárútvegun til vegamála með tilkomu hinnar nýju stjórnar. Meðal helztu framkvæmda í vegamálum, sem nú eru fyrirhugaðar, má einkum nefna veginn yfir Skeiðarár- sand, sem kosta mun um 650 milljónir króna. Þetta er geysimikið fé miðað við það takmarkaða fjármagn, sem fyr ir hendi er til annarra vega- framkvæmda í landinu, og sjálfsagt mun þessi fjárfesting borga si|g seint frá fjárhags- legu sjónarmiði, þrátt fyrir stóraukinn ferðamannastraum og margvíslegt liagræði fyrir Austfirðinga. En þetta er hin mikla gjöf, sem þjóðin æliar að gefa sjáifri sér á ellefu hundruð ára afmæli Islands- hyggðar, otg þessi kostnaðar- sama framkvæmd hefur því ekki hvað sízt huglægt gildi. Á Vestfjörðum er stefnt að því að tengja saman veginn vestan megin í Djúpinu, en þar vantar kaflann milli Skarðs í Skötufirði og Eyri í Seyðisfirði til þess að hring- vegur verði um Steingríms- fjarðarheiði. Djúp og heiðarn- ar suður á Barðaströndina. Vegarkaflinn, sem eftir er, er ekkj nema rúmir 50 km, en kostar um 100 milljónir kr. og verður honum lokið á 4 árum. Á Norðfjarðarvegi er fyrir- hugað að byggja jarðgöng, sem liggja munu ca 70 metra undir Oddskarði og kosta um 65 millj. kr. Á aðalfjallvegum eru fyrir- hugaðar tvær stórbrýr. önnur er á Hvítá á Kjalvegi, og verð- ur hún byggð næsta suiiar og kostar rúmar 11 millj.. kr. Hin er á Mjóadalsá hjá Mýri, efst í Bárðardal, þar sem lagt er upp á Sprengisandsleið. verður hún byggð 1975 og roun kosta 6,4 millj kr. Hraðbraut verður lögð til Grindavíkur 1973 fyrir um 60 millj. kr. og til Sandgerðis fyrir rúmar 25 millj. Á næstu tveimur árum bætast 117 millj. i vegalagningu úr Reykjavík í KoUafjörð. Á árinu 1973 verð- ur hraðbraut lögð um Kolla- fjarðarldeifar utan við Mógilsá fyrir um 48 millj., brýr verða lagðar þvert yfir Brynjudals- og Botnsvog ’73-’75 fyrir tæp- ar 200 inillj.-kr. og brú verður byggð ”74-”75 yfir miðjan Borgarfjörð yfir í Borgarnes Brýrnar í Hvalfjarðarbotni stytta veginn um ca. 6 km„ en Borgarfjarðarbrúin styttir veginn norður í land um ca. 8 km„ og veginn vestur á Mýrar og Snæfellsnes um ca. 25 km. ★ Auglýsing Frairtkvæmdanefnd byggingaáætlunar verka- mannabústaða í Siglufirði, auglýsir eftir umsækend- um um kaup á íbúðurn á vegum nefndarinnar. Á árinu 1973 verður hafist handa um byggingu rað- húss með þrem íbúðum við Hafnartún. Húsið verð- ur byggt samkvæmlt lögum um byggingarsjóð verkamanna og verkamannabústaði, og lögum um húsnæðismálastofnun ríkisins. Lán frá byggingar- sjóði verkamanna og húsnæðismálastofnun ríkis- ins munu nema 80% af byggingarkostnaði. Umsækendur urn fyrirgreindar íbúðir komi um- sókmim til formanns nefndarinnar, Jóhanns G. Möller, fyrir 1/7. 19772. Athygh skal vakin á því, að einungis er um að ræða könnun á áhuga á byggingunni, og að um- sókn er ekki bindandi, hvorki fyrir umsækendur eða framkvæmdamefndina. Framkvæmdamefndin Sterka ölið eykur áfengisvandann Fyrir rúmum þrem árum hófst sala áfengs öls í Finn- landi. Síðan hefur áfengisneizla aukizt mjög. 1 ágúst 1971 hafoi aukning numið 47%, og er þá miðað við hreint alkóhól. Ekki dró ölið úr sölu sterkra drykkja. Á tímabilinu janúar- ágúst 1971 jókst sala þeirra um 20,5%. Sala léttra vína jókst á sama tíma um 6,7%, handtök- um vegna ólvunar fjölgaði uin 22,5% og vegna ölv. við akstur um 13,1%. Alls fjölgaði brotum á áfengislögunum um 31,3%. En ef til vill er þó athyglis- verðast, að á þessum skamma tíma, eftir að sala áfengs öls hafði verið leyfð í rúm 2 ár, fjölgaði ofbeldisglæpum og árásum um 51%, og hinum alvarlegustu þeirra glæpa, morðum, fjölgaði mest eða um 61,1%. Reynsla Finna sýnir ótví- rætt, að ölið reynist örva fólk til aukinnar neyzlu starkari drykkja og annarra fíknilyfja, en kemur ekkí í stað þeirra. Þökkum innilega auðsýnda sainúð við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður, afa, lang- afa o g langalangafa FKÍMANNS GUÐBRANDSSONAR frá Austara-Hóli,- Fljótuim Sérstaklega þökkurn við læknum og hjúkrunarliði Sjúkrahúss Sigluf jarðar, hjúkrun þeirra í veikindum hans. Börn, tengdabörn, barnabörn, barna- barnabörn og bamabarnabamabarn. Brauðgerd til leigu Leigutilboð óskast í brauðgerðina Hvanneyrar- braut 42, Siglufirði ásamt öllum búnaði, tækjum og söluaðstöðu. Tilboðum sé skilað til Gunnars Grímssonar, Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu fyrir 8. j úli n. k. Samband ísl. samvinnufélaga. 6 — MJÖLNDR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.